Morgunblaðið - 17.04.1966, Blaðsíða 22
22
MORGU N BLAÐIÐ
Sunnudagur 17. aprR 1968
Innilega þakka ég öllum sem með heimsóknum, gjöf-
um, skeytum og blómum glöddu mig á 80 ára afmæli
mínu 10. apríl síðastliðinn og gjörðu mér daginn
ógleymanlegan. — Guð blessi ykkur öll.
Sigríður Ámadóttir,
Reynifelli Vestmannaeyjum.
Til sölu
Verzlunarhús á Hellissandi
Tilboð óskast í verzlunarhús á Hellissandi (verzl-
unin Bjarg) ásamt tækjum, áhöldum og vörulager.
Húsið er nýuppgert múrhúðað timburhús tvílyft,
er verzlunarpláss á neðri hæð en íbúð á þeirri efri.
Nánari upplýsingar gefur
MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA
SVEINBJÖRNS DAGFINNSSONAR
og EINARS VIÐAR, HRL.
Hafnarstræti 11 — Sími 19406.
Faðir okkar og bróðir,
ÁGUST STEFÁNSSON
Þingholtsstræti 16, Reykjavík,
andaðist á Landakotsspítala þann 15. þessa mánaðar.
Synir og systkini hins látna.
Móðir mín,
HELGA NIKULÁSDÓTTIR
andaðist aðfaranótt 16. þ. m. að Hrafnistu. —
Fyrir hönd aðstandenda.
Ólafur M. Ólafsson,
Anna Garðarsdóttir og börn.
Eiginkona mín, móðir okkar og fósturmóðir,
GUÐRÍÐUR ANDRÉSDÓTTIR
Landakoti, Vatnsleysuströnd,
verður jarðsungin frá Kálfatjarnarkirkju þriðjudag-
inn 19. apríl, kl. 2 e.h.
Guðni Einarsson og böra.
Maðurinn minn og faðir okkar, ,
ARI MAGNÚSSON
Efstasundi 61,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 19.
apríl, kl. 3 síðdegis.
Jóhanna Jónsdóttir,
ísleifur Arason,
Guðmundur Arason.
Útför móður minnar
MARGRÉTAR SALÓMONSDÓTTUR
fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 18. þ.m.
kl. 3 e.h.
Unnur Jóhannesdóttir.
ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR
frá Akureyri,
sem andaðist að Elli og hjúkrunarheimilinu Grund
11. þ.m. verður jarðsett frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 20. þ.m. kl. 2 eftir hádegi.
Aðstandendur.
Jarðarför móður minnar, tengdamóður og ömmu,
EGILÍNU JÓNATANSDÓTTUR
fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 18. þ.m.
kl. 1,30 e.h.
Hólmfríður Benediktsdóttir,
Jón Guðmundsson,
Guðmundur Jónsson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar,
tengdaföður og afa
GÚSTAFS B. SIGURÐSSONAR
Heiðargerði 106.
Svala Eggertsdóttir, Bára Gústafsdóttir,
Sigurður Gústafsson, Helga Vilhjálmsdóttir,
og barnaböra.
Sveinlaugur Helgason trésmíöa-
meistari —
SVEŒNLAUGUR heitinn var
fæddur að Skógum í Mjóafirði
5. febrúar 1890. Dó 12. desember
1965 að heimili sínu og konu
hans Rebekku Kristjánsdóttir
Austurvegi 50 Seyðisfirði.
Faðir Sveinlaugs var Helgi Há-
varðsson, vitavörður Dalatanga-
vita lengi, eða frá 1897 til dán-
ardags 16. júlí 1922. Helgi var
austfirskrar ættar nánast Mjó-
firðingur. Flutti frá Austdal Seyð
isfirði barn að aldri til Mjóafjarð
ar; lifði og starfaði þar til dánar
dags. Móðir Sveinlaugs var Ingi-
björg Þorvarðardóttir fædd að
Einholti á Mýrúm, Austur-Skafta
fellssýslu 10. jan. 1867. Fluttist
ung og ein síns liðs haustið
1884 til Mjóafjarðar.
Börn frú Ingibjargar og Helga
urðu 13. Fullorðinsaldri náðu 10,
fimm synir og fimm dætur. Eru
nú 8 þessara systkina á lifi. Hjón
in Ingibjörg og Helgi bjuggu
lengst af á Grund , Dalatanga
við Mjóafjörð eystra góðu búi
fþar sem ekekrt skorti eftir að
leið frá byrjunarörðugleikum bú
skaparáranna, enda foreldrar og
börnin dugmeira fólk og myndar
legt fram yfir alla meðal-
mennsku. Sveinlaugur heitinn
ólst að mestu upp hjá föður-
systur sinni Sveinhildi og manni
hennar Þorsteini Ólafssyni ætt-
uðum úr Hornafirði. Ungur lærði
Sveinlaugur trésmíðar hjá tré-
smdðameistara Ingvari ísdal.
Stundaði þó sjóinn mikið, var
aflasæll og sjálfur gerði hann út
í mörg ár og mun hafa hagnazt
af því all vel. Einkenni Svein-
laugs og þeirra systkina flestra
og frændfólks margs, er mikill
vöxtur líkamlegur, góðar gáfur
og þrek, frítt fólk og vinfast.
Sveinlaugur var fullra þrjár áln
ir á hæð, ungur, og þrekinn að
sama skapi, enda afrenndur að
afli.
Ætt Sveinlaugs er vörðuð
sterkum stofnum er rekja má til
liðinna alda. Leyfi ég mér að
nefna Bjarna Marteinsson (Há-
karla-Bjarna) f. um 1485 sýslum
í Múlasýslu. Bjó að Ketilsstöð
um á Völlum og síðar á Eiðum.
Hans kona var Ragnhildur Þor-
varðardóttir Loftssonar ríka
Guttormssonar. Víða mætti stað-
næmast við sterka hlyni.
Sveinlaugur var góður af eigin
verðleikum og rakti ekki svo ég
minnist ættir sér til ágætis, en
engum duldist sem til hans
þekktu, að hann var maður vel
gerður til anda og líkama. Hann
erfði hagleik Skaftfellingsins
sem eru landskunnir og stundaði
jöfnum höndum smíðar húsa,
báta og skipa, auk margs fleira
sá um slíkt. Hafði lengi umsjón
með, (var forstjóri) Skipasmíða-
stöð Austfjarða, Seyðisfirði.
Sveinlaugi mátti treysta til
hvers þess er hann tók að sér.
Skapmikill, áreiðanlegur og orð
heldinn. Hjálpsamur við alla,
ekki síst sína nánustu svo ekki
verður lengra jafnað. Sveinlaug-
ur fluttist ásamt fjölskyldu sinni
frá Mjóafirði til Seyðisfjarðar
1929 og dvaldi þar þar til hann
þann 12. des. sl. skyndilega hneig
örendur á heimili þeirra hjóna
um hádegisbil. Var að koma af
stuttri gönguför. Hans annars
sterka heilsa, var ekki hin sama
lengur. Hann undi þó sennilega
illa að sitja alveg inni á palli og
vann að síðustu meira af vilja
en mætti. Hafði gengið undir upp
skurð á Landsspítalanum fyrir
misseri. Þó virtist hann hress eft
ir uppskurðinn og fór heimleiðis
ásamt Rebekku konu sinni sem
dvaldi eystra. Kvaddi vini og
vandamenn í Reykjavík og ná-
grenni. Meðal annars systur sína
Sigurlaugu Helgadóttur yfir-
hjúkrunarkonu á Heilsuverndar-
stöðinni, en hennar umhyggju
naut hann og annars hjúkrunar-
liðs við fyrstu og síðustu sjúkra-
hússlegu um ævina. Mjög var
hann þakklátur fyrir hjúkrun og
læknishjálp. Einnig kvaddi hann
Hermannýjú systur sína, sem býr
ekkja í Reykjavík, og bróður
sinn Sigurð Helgason rithöfund
og fyrrv. kennara. Hann kvaddi
þá mig sem skrifa þessar línur
og mitt fólk í síðasta sinn. Kona
Sveinlaugs, Rebekka Kristjáns-
dóttir lifir mann sinn og dvelur
nú þegar þetta er skrifað hjá
syni sínum Birni og konu hans
á Seyðisfirði.
Börn Sveinlaugs og Rebekku
eru: Frú María, gift Vernharði
Sveinssyni, mjólkurfræðingi
Laugagötu 2, Akureyri, Björn,
bifreiðastjóri, Aústurvegi 13B,
Seyðisfirði, giftur Þórunni Magn
úsdóttur og Kristján símritari,
Laugarnesvegi 102 Reykjavík,
giftur Guðnýju Björnsdóttur.
Þegar ég minnist Sveinlaugs
heitins, verður í huga margt
gott og drengilegt í fari þessa
anars dula manns. Það var í des.
1911 að ég var ráðinn beitinga-
strákur 18 ára til Vestmannaeyja
fyrir 120 kr. yfir vertíðina. Hann
mun hafa hugsað að farareyrir
minn væri lítill, sem þó ekki var
tilfellið, því 40 kr. hafði ég. Stakk
ihann að mér 5 kr. Var þó varla
sjálfur fésterkur. Þá fannst mér
svo mikið til um, að ég var sann
færður um það að aldrei yrði ég
peningalaus eða gæti eytt þessu
og svo kæmi til aUt vertíðar-
kaupið. Ég komst þó að því þá,
og síðar, að fé kemur, og fer auð
veldlega aftur. En söm var hans
gerð. Við vorum báðir ungir þá.
Einnig minnist ég þess, hversu
vel hann reyndist oft síðar á lífs
leið okkar og ekki verður metið í
krónum. Þá ekki sízt hversu góð
ur faann var foreldrum mínum
og jafnframt tengdaforeldrum
sínum, sem bæði dóu á Seyðis-
fjarðarspítala, þó með margra
ára miUibili, eftir að hafa þjáðst
mikið. Sonur gat ekki sýnt for-
eldrum meiri ræktarsemi.
Mjófirðingarnir gömlu eru nú
margir horfnir yfir móðuna
miklu, og söknuð vekur það
hverju sinni hinum sem eftir
standa að sjá þeim á bak og fá-
mennur er nú hópurinn. Ungur
má en gamalt skal.
Guð mun gera ferð þína góða
Sveinlaugur. Eins og menn sá,
svo munu menn og upp skera.
Gisli Kristjánsson,
—4/jb/ng/
Framhald af bls. 8
er, að réttindi til hópferðaaksturs
séu veitt á sama hátt og leyfi
til áætlunarferða; ákvæði verða
sett um að Skipulagsnefnd fólks
flutninga með bifreiðum sam-
þykki afgreiðslustöðvar þær, sem
sérleyfisbifreiðar eru afgreiddar
frá. og sett verði ákvæði um út-
gáfu hópferðaréttinda, svo og
gildistima þeirra. Ennfremur á-
kvæði um afgreiðslu fyrir hóp-
ferðir í samræmi við ákvæði um
afgreiðslur fyrir sérleyfisferðir.
Að lokinni ræðu Sigurðar var
umræðu um málið frestað.
Sem nýr
plasthraðbátur til sölu
Hefur Volvo innan utanborðsmótor 78 hp. Björgun
arbelti og sjóskíði fylgja. Komið og skoðið þennan
fagra grip að Sæviðarsundi 13, þriðjud og miðviku
dag frá kl. 20,30 til 22,30.
Hægt er að fá upplýsingar hjá Eggerti Ólafssyni,
síma 40526.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík o. fl. fer fram
nauðungaruppboð að Síðumúla 20, hér í borg, miðviku-
daginn 27. apríl 1966 kl. 1% síðdegis og verða þá seldar
eftirtaldar bifreiðar o. fl. R-86, R-287, R-1129, R-2354,
R-2474, R-3723, R-4721, R-4877, R-5091, R-5828,
R-6591, R-6688, R-7001, R-7015, R-7412, R-7620,
R-7923, R-8299, R-8737, R-8891, R-9488, R-9980,
R-10200, R-10569, R-10848, R-12159, R-12201, R-12332,
R-13046, R-13655, R-14506, R-14523, R-15649, R-15845,
R-16019, R-16124, R-16215, R-16542, R-16632, R-16801,
R-16832, R-16979, R-17374, R-17403, R-17871 og skurð-
grafa P.H. Ennfremur verður seld óskráð fólksbifreið
Hillman Minix model 1960, talin eign db. Arinbjarnar
Jónssonar. — Greisðla fari fram við hamarshögg.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.