Morgunblaðið - 17.04.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.04.1966, Blaðsíða 17
SunnnÍagur 17. apríl 1966 MORGUNBLAÐIÐ 17 \\ Þurfa að venjast sanibýli ' íslendingar eru ólíkir írænd- Iþjóðum sínum og nágrönnum í því, að lengst af var hér algert strjálbýli. Þorp fóru fyrst að myndast á síðustu tveimur öld- um og skilyrði eiginlegrar borg- armenningar hafa ekki skapazt fyrr en á allra síðustu áratug- um. Ofan á hinar mestu umbylt- ingar, sem gerzt hafa í sögu imannkynsins, hefur það því bætzt hér á landi, að fólkið hefur samtímis flutt úr óvenju- lega strjálli byggð í þéttbýli, og þess vegna á fáum áratugum orðið að venjast þvílíku sam- býli, sem flestar aðrar þjóðir hafa með einum eða öðrum hætti þekkt í löndum sínum, svo lengi sem sögur greina. Þegar af þeirri éstæðu er ekki furða þó að xiokkurrar lausungar verði vart í lifnaðarháttum manna. En því meiri ástæða er til að þakka þeim, sem lagt hafa sig fram um að hefta lausungina og efla menn ingarsambýli. Menningarstarf 1 hálfa öld í þeim efnum hafa margir unn ið ómetanlega starf. Einn sá fé- lagsskapur, sem mjög kemur þar við sögu hér í bæ, er K.F.U.M., bæði vegna þess holla trúarlær- dóms, sem margir sóttu þangað, en einnig sökum þess, að þar hafa menn lært að vinna saman að hinum ólíkustu hugðarefnum. Á þetta er drepið nú vegna þess, að um þessar mundir \ Karlakórinn Fóstbræður 50 ára afmæli. Hann er, eins og kunn- ugt er, sami félagsskapur og iengst af nefndist Karlakór K.F. U.M., enda var kórinn upphaf- iega stofnaður innan þess félags. Þessi karlakór hefur veitt félögum sínum aukna lífe- gleði og festu í samfélaginu, sam fara þvi, sem hann hefur skemmt bæjarbúum, sett menningarlegri blæ á borgarlífið og borið hróð- ur Islendinga langt út fyrir land- steinana. Allt hefúr þetta kraf- izt mikillar elju og áhuga, óþrot- legs starfs, sem menn vafalaust hafa stundum spurt sjálfa sig, hvort væri metið sem skyldi, starfs, sem að mestu hlýtur að bera launin í sjálfu sér en allir borgarbúar hafa nú ríka ástæðu til að þakka, því að það hefur gert höfuðborg íslands að betri vistarveru. Framtíðin er æskunnar Nú, þegar menn eru að búa sig til baráttu í borgarstjórnar- kosningum, er hollt að minnast þess, að stjórnmálin eru einung- is hluti borgaralegs lífs. Án þess að menn legðu krafta sína fram i ótal öðrum efnum en stjórnmál- unum, yrði litlu áorkað til heilla og framfara. Með þessu er ekki gert lítið úr þýðingu stjórnmál- anna, einungis brýnt fyrir mönn um, að ótal margt annað hefur ekki minni þýðingu, ef lífsham- ingja á að fást. f leitinni að far- sæld, í senn fyrir hvern ein- stakan og heildina, er hverjum hollast að velja sér þá leið og þau viðfangsefni, sem hann telur sér hentast. Þó að þar komi xnargt annað til greina en stjórn- málin ein, þá má sízt gera lítið úr áhrifum þeirra. Rangir stjórn arhættir geta tafið fyrir og jafn- vel gert að engu allt það, sem í öðrum efnum er unnið. Hér eiga engir meira í húfi að vel takist en æskumennirnir. Þeirra er framtíðin. Hinir eldri hafa þegar valið sér leið, búið um sig hver eftir sinni getu, enda eiga þeir skemmra eftir. Viðhorf- in hafa og breyzt svo mjög á skammri stundu, að naumast er við því að búast, að þeir, sem komnir eru á efri ár, átti sig til hlítar á hinum nýju viðfangs- efnum, hvað þá þeim, sem skap- *st nú með hverju ári, er Iíður. Æskumennirnir eru í senn þrosk Þessi mynd var tekin í skírdag úr Gjánni í Þjórsárdal, en þá rann kvísl úr Þjórsá um hana. — Ljósm.: R. Guðm. aðri og miklu fleiri en þeir hafa nokkru sinni áður verið í okkar sögu. Það er því eðlilegt, að þeir sjálfir ætli sér meiri hlut en áður, og að aðrir geri til þeirra meiri kröfur. Reynsla og stór- huo;ur Nú, sem ætíð áður, er fyrst og fremst barizt um það, hvort einn flokkur, og þá Sjálfstæðis- flokkurinn, eigi að hafa meiri- hluta til að stjórna borginni, eða taka skuli við meirihlutaleysi, þar sem hver höndin er uppi á móti annarri með þeim glund- roða, hrossakaupum og upplausn, sem slíku er samfara. Með skipun framboðslista síns hafa Sjálfstæðismenn lagt á- ungis liðlega fertugur, og því öll- um öðrum hæfari vegna feng- innar reynslu og eigin æsku, til að skilja og ráða við þau verk- efni, sem nú veltur mest á. Þar mun hann njóta öflugs stuðn- ings ötullar sveitar sér enn yngri manna, sem þó hafa þegar með störfum sínum sýnt, að þeir eru mikils trausts verðir. Bragi Hannesson, bankastjóri, skipar sjöunda sætið. Meðan Bragi var í háskólanum naut hann margháttaðs trúnaðar skóla bræðra sinna og samaldra og réð- ist síðan sem framkvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna. Að fenginni reynslu af störfum Braga lögðu þeir mikla áherzlu á að hann yrði bankastjóri Iðn- aðarbankans og nú að hann fengi öruggt sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins til borgarstjórn- ar. Allir ljúka upp einum munni er vandséð, að betur hefði getað tekizt til um val í það, en raun ber vitni. Tíunda sæti listans skipar Sverrir Guðvarðsson, stýrimað- ur, sem einnig er ungur að ár- um. Maður, sem ekki einungis samaldrar hans, heldur allir stéttarbræður og aðrir, er kynni hafa af honum hafa sýnt óvenju- legt traust. Er æskulýðurinn áhugalaus? Sumir, ekki sízt Framsóknar- menn, tala um áhugaleysi kjós- enda og vonast þó til þess, að áhugaleysið verði þeim sjálfum ekki til baga. Um áhugaleysi við REYKJAVÍKURBREF herzlu á tvennt. Annars vegar vitna þeir til verka sinna og velja menn, sem sýnt hafa að þeir eru trausts verðir vegna þeirra verka, sem þeir eru búnir að vinna í þágu borgarinnar. Hins vegar vitna þeir til æsku- fólksins og leggja framtíð höf- uðborgarinnar í hennar skaut. Meirihluti efstu sæta listans er skipaður mönnum, sem árum saman hafa haft forustu í borg- armálefnum og beitt hafa sér fyr ir meiri framförum og fram- kvæmdum en nokkru sinni fyrr. Þau frú Auður Auðuns, Gisli Halldórsson, Úlfar Þórðarson og Þórir Þórðarson eru margreynd að heillaríkum störfum í þágu Reykvíkinga. Öll hafa þau getið sér ágætan orðstír í sínum fjöl- breytilegu starfsgreinum og stað ið sig frábærlega vel í borgar- stjórn. Gunnar Helgason bætist nú í hóp efstu manna listans sem sérstakur fulltrúi launþega. Er á engan hallað, þó að sagt sé, að í þeirra hópi nýtur Gunnar almenns trausts sökum áratuga starfa í þeirra þágu innan flokks- ins. Listi unga fólksins Sjálfstæðismenn hafa ætíð öðr- um flokkum fremur treyst unga fólkinu. Aldrei hefur þetta þó komið skýrar fram en við skip- un borgarstjórnarlista flokksins hér í Reykjavík að þessu sinni. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri hefur nú hátt á sjöunda ár gegnt því vandasama starfi með slíkum ágætum, að enginn fyrirrennari hans hefur gert bet- ur. Hann er ekki einungis marg- reyndur £ sinni vandasömu og ábyrgðarmiklu stöðu, heldur er hann enn ungur að árum, ein- Laugard- 16. apríl um það, að Bragi sé maður ó- venju starfhæfur, dugmikill og samvinnulipur. Yænlewir til forystu Áttunda sætið skipar Birgir ísleifur Gunnarsson, sem segja má um hið sama og Braga: Skólabræður hans og samaldrar sýndu honum óvenjulega mik- inn trúnað á skólaárunum. Við borgarstjórnkosningarnar fyrir fjórum árum var Bragi kosinn í borgarstjórn og jafnskjótt í borg arráð. Hann hefur síðan átt þar sæti við ágætan orðstír. í borgar stjórn hefur hann reynzt skelgg- ur talsmaður flokksins og í störfum málefnalegur, jafnframt því, sem hann hefur lagt sig fram um að leysa hvers manns vanda. Styrmir Gunnarsson er þessum tveimur nokkru yngri. Hann hefur nýlokið háskólaprófi og notið á skólaárum svipaðs trausts skólafélaga sinna og sam- aldri sem hinir tveir. Öllum, er þekkja Styrmi,. kemur saman um, að hann sé maður óvenju víðsýnn og fylginn sér. Heim- dallur hefur aldrei starfað með meiri blóma en undir hans for- ustu. Að þessu sinni fá fleiri ungir kiósendur kosningarétt í fyrsta skipti en , nokkru sinni fyrr. Eðlilegt er, að þessir kjós- endur ætlist til þess, að á vanda- mál þeirra sé litið með skilningi og velvild. Engum er betur treystandi til þess en þeim, sem á svipuðu aldursskeiði er, og hefur þó þegar sýnt sig fremri samöldrum til forustu. í barátt- unni nú veltur ekki meira á neinu sæti en níunda sætinu, og kosningar er auðvitað ætíð erfitt að segja fyrirfram. Eins og þegar var drepið á, þá er það eðlilegt og óhj ákvæmilegt, að margir hafi önnur meiri áhuga- mál en stjórnmálin. Afstaða fjöldans til flokka fer m. a. eftir því, hvort menn kjósa að flokk- ar séu með nefið niðri í öllu, vilji skammta öllum allt og segja hverjum og einum, hvernig hann eigi að hegða sér í hverju og einu. Eða hvort menn kjósa sjálfum sér frelsi og ætla öðrum svipað frjálsræði og þeir óska sjálfum sér til handa. Ætíð er eitthvað af rosknum kjósendum, sem skipta um skoðun, og sýnir reynslan þó, að það eru oftast furðanlega fáir, sem það gera. Á mestu veltur hvern nýju kjós- endurnir velja. Þetta hefur aldrei komið berlegar í ljós en nú, þegar hinir ungu aldurs- flokkar eru fjölmennari en áður fyrr. Öllum ber t, d. saman um, að ungu kjósendurnir hafi ráðið þeirri straumbreytingu, sem að þessu sinni varð í finnsku kosn- ingunum. Það er að vísu eðlilegt, að unga fólkið hafi lítinn áhuga á þvargi um löngu liðna atburði, eða hverjum sé að kenna hitt og þetta, sem héðan af verður ekki breytt. En með ólíkindum er, að æskulýðurinn láti sig það engu skipta, hvort hér í borg eigi að taka við upp- lausn og úrræðaleysi og í lands- málum afturhald, þröngsýni og einangrun í stað stórstígra fram- fara, stórvirkjana og stóriðju. Hitt er rétt, að vegna þess, að nú er að mestu búið að ryðja burt höftunum og nefnda- fargans-áþjáninni, sem lá eins og mara yfir öllum framkvæmdum áratugum saman hér á landi, þá skilur unga fólkið ekki til hlítar þann meginmun, sem á er orðinn. Þess vegna má segja að af því að hversu margt hefur tekizt vel hjá núverandi stjórnarvöldum, þá kunni að vera ríkari löngun til afskiptaleysis hjá sumum en vera mundi, ef þeir þekktu af eigin reyslu aðbúnaðinn áður fyrr. í þessum efnum þarf að sjálfsögðu fræðslu, rifja þarf upp staðreyndirnar og gefa öllum kost á að dæma eftir óyggjandi heimildum, en umfram allt verð- ur að benda á, hverjir séu lík- legri til að leysa vanda nútím- ans, steinrunnir afturhaldsseggir eða hinir, sem lifa og hrærast með þeirri kynslóð, sem nú er að taka við. Heilum manns- aldri á eftir Enginn, sem til þekkir, ber á móti því, að Eysteinn Jónsson hafi verið óvenju snjall mála- fylgjumaður. Auðvitað heppnast honum misjafnlega eins og öðr- um. En flestum ber saman um, að hin síðari ár hafi Eysteini mjög hrakað. Hann þótti t. d. einstaklega daufur í útvarpsum- ræðunum um daginn, og í fyrstu ræðunni, sem hann hélt um álfrv. á Alþingi. Hinsvegar varð hann eins og annar maður, lifn- aði allur við og sótti sig í mál- flutningi, þegar hann taldi á sig hallað í lýsingu á ástandinu hérlendis á árunum milli 1930 og 1940. Þegar að þeim máluro var vikið var bersýnilega komið við opna kviku hjá formanni Framsóknarflokksins. Hann lifir enn og hrærist í þvi, sem hér gerðist fyrir einum mannsaldri. Skammir hans um núverandi ríkisstjórn og nöldur út í álsamn inginn er vafalaust hvorttveggja af heilum huga mælt. Engum, sem á það tal heyrir, getur þó dulizt, að afstaðan mundi vera öll önnur ef ræðumaðurinn væri sjálfur í stjórn. Enda heldur hann öllum dyrum opnum, svo að ekkert er hægara en að kúvenda, ef hann skyldi fá að setjast í stólana með bannsettu íhaldinu og krataskömmunum. í sjálfu sér er ekki furða þegar þessi hugsunarháttur gægjist út úr annarri hverri setningu, að þá verði allur málflutningurinn utangarna og meira en lítið sundurlaus. Þeim, sem slíkt mál þarf að flytja, er vissulega vork- unn. En af málsvörninni fyrir stjórnarfarið 1934—39 var ljóst, að Eysteinn var síður en svo dauður úr öllum æðum. Tíundi hver lieim- ilisfaðir atvinnu- laus Ut af fyrir sig er það fr ' " fyrir æskufólk nútím- kynna sér þetta deil’ ,g átta sig á, hvort pf afi verið það, sem Eystei ega mótmælti, að aftur' hafi komið í framfarasm ndinga á árunum 1930—1 Jtrúlegt er, að hlutlausir dón, .ndur telji það hafa verið framfaratímabil í sögu þjóðarinnar, þegar ástand- ið var slíkt, að meira en tíunda hvert heimili í Reykjavík varð árum saman að búa við atvinnu- leysi. Óneitanlega verður að telja, að eitthvað meira en lítið hafi verið að, þegar við slíkt varð ekki ráðið. Og því fremur sem viðurkennt er, að þarna hafi alls ekki verið um að kenna áhugaleysi eða illvilja stjórnend- anna, heldur var einungis bent á ástandið til varnaðar því, að svona mætti ekki aftur fara í okkar þjóðfélagi. Deilan um þetta er lærdómsrík út af fyrir sig. Sjálfsagt er að hafa það sem sannara reynist. Hitt er þó miklu lærdómsríkara, að for- maður næststærsta stjórnmála- flokks landsins skuli þá fyrst kasta ellibelgnum, þegar hann fer að deila um 30 ára gömul úrlausnarefni. Þá er líf og fjör í málflutningi hans, ella alger doði eða gremju-glamur út af því að fá ekki að vera með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.