Morgunblaðið - 17.04.1966, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐJD
Suíinudagvur IX, aprfl 1966
4k
---- FRA ALÞIMGI:-----
Aukin lánsfjárheimild vegna
framkvæmdaáætlunar '66
Á FÖSTUDAG var Xagt fram
frumvarp um heimild fyrir rikis-
stjórnina til lántöku vegna fram-
kvæmdaáætlunar fyrir árið 1966.
Kr með því frumvarpi óskað
heimildar til að taka lán að
upphæð samtals um 178,7 millj.
króna vegna framkvæmdaáætl-
unar ársins 1966. Sú upphæð er
aðeins sá hluti þess fjár, er verja
á til framkvæmda, en lántöku-
heimild vantar fyrir. Fjármála-
ráðherra mun á næstunni gera
nánari grein fyrir fjáröflun til
framkvæmdaáætlunar.
í 1. grein frumvarpsins er gert
ráð fyrir að 13,5 millj. kr. verði
teknar að láni vegna flugvalla-
og vegagerða á Vestfjörðum.
Á sl. ári fékikst lán hjá Við-
reisnarsjóði Evrópuráðsins til
samgöngufbóta á Vestfjörðum. Er
talið, að gerlegt sé að afla svip-
aðs lánsfjár í ár frá Viðreisnar-
sjóðnum og fékikst á sl. ári.
I 2. grein frumvarpsins er ósik-
að iheimil'dar til að taka 318 þús.
dollara lán vegna sanddælingar-
teekja, er vita- og hafnarmála-
stjórnin hefur fest kaup á. Stend
ur það lán til boða hjá Export-
Import Bank í Washington, og á
það að endurgreiðast á 7 árum
með 5,5% vöxtum.
í 3. grein er farið fram á heim-
ild til Xántöku vegna fraon-
Aðbúð síldtu-
sjómanna
verði bætt
Benedikt Gröndal (A) mælti
í gær fyrir tillögu til þingsálykt
unar er hann iflytur ásamt Sig-
urði Ingimundarsyni. Fjallar til-
lagan um að aðbúð áldarsjó-
manna verði bætt og er svo-
hljéðandi: Alþingi ályktar að
fela ríkisstjórninni að vinna að
bættri aðbúð síldarsjómanna í
helztu löndunarhöifnum, sérstak
iega með því að koma á fót sjó-
mannastotfum, svo og greiða
fyrir bókaláni til síldveiðiskipa.
Sagði flutningsmaður að und-
anfarin ár hefðu síldveiðar auk-
izt mjög og væru nú stundaðar
mi'kinn hluta ársins. Af þessu
leiddi, að sildarsjómenn yrðu að
dveljast fjarri heimilum sínum
lengur en áður, enda fylgdu skip
ia sildinni umhverfis landið, og
kæmu sjaldan í heimahöfn mán-
uðum saman. Væri nú mikil
síldarlöndun í ýmsum höfnum,
þar sem Mtil eða engin aðstaða
væri til að greiða fyrir sjómönn
um þær stundir, sem þeir kæmu
í land.
Mál þessi hefðu verið rædd á
aðalfundi Sjómannafélags Bvík-
ur og á 22- þingi Farmanna- og
ffiskimannasambands folands.
Hetfði ‘komið fram í ályktunum
frá þessum aðilum að brýna nauð
syn bæri á því að þau sjávar-
pláss á Austfjörðum og annars
staðar á landinu, sem ekki hefðu
komið sér upp sjómannastofum,
legðu áherzlu á að sjá um, að
í hverri verstöð gætu sjómenn
tfengið samastað, þar sem þeir
gætu lesið, skrifað og notið ann-
arrar fyrirgreiðslu. Eirmig fæl-
ist í ályktuninni að skora á yfir
völd að láta athuga á hvern hátt
væri heppilegast að koma því
við, að ætíð væru handbærir
bókakassar til útlána til fiski-
skipa, ekki sízt til síldanfilotans
við Austfirði. Umræðu um mál-
ið var síðan frestað og því
vísað tU allsherjarnefndar.
þjónustunnar. Gert er ráð fyrir
að upphæðin sem er 6 millj. kr.
fáist að láni hjá seljendum
þeirra tækja, er flugöryggisþjón-
ustan hyggst kaupa.
í 4. grein frumvarpsins er ósk-
að heimildar til lántöku vegna
framkvæmda á veguim raforku-
og jarShitasjóðs. Nernux sú upp-
hæð 45,5 millj. kr.
í 5. grein er gert ráð fyrir að
gefin verði út til sölu iinnanlands
ríkisskuldabréf eða spariskír-
teini, að upphæð allt að 100
kvæmda í öryggismálum flug-
FUNDIR voru í báðum deildum
Aiþingis í gær. í neðri deild kom
fyrst til atkvæðagreiðslu um
frumvarpið um Lánasjóð sveitar
félaga. Var frumvarpið saimiþykkt
og afgreitt sem lög frá Aiþingi.
Þá voru einnig greidd atkvæði
um frumvörpin um Stofnlána-
deild verzlunarfyrirtækja og
Fraimikvæmdasjóð íslands, en 2.
umræðu um bæði þessi mál var
áður lokið. Báðuim frumvörpuin
um var vísað til 3. umræðu.
Benedikt Gröndal (A) mælti
fyrir áliti menntamálanefndar
um frumvarpið um útvarpsrekst
ur ríkisins, og var þvú síðan vís-
að til 3. umræðu.
Sigurður Ingimundarson mælti
fyrir nefndaráliti um frumvarpið
um matreiðslumenn á fiskiskip-
um og Axel Jónsson mælti fyrir
áliti menntaimálanefndar um
frumvarpið um Stýrimannaskól-
ann í Reykjavík. Atkvæða-
greiðslu um þetta mál var
frestað.
Þá voru enn á ný miiklar uim-
ræður uim fruimvarpið um verð-
tryggingu fjárskuldbindinga og
var umræðu um það mál ekki
lokið er fundi var frestað um
kl. 7.
Annarri umræðu um frumvarp
ið um Fraimkvæmdasjóð íslands
var einnig fram haldið. Mælti þá
Einar Ágústsson fyrir áliti minni
hluta fjárhagsnefndar og þeim
breytingum er þeir vilja gera á
frumvarpinu. Jónas G. Rafnar
svaraði síðan þeim atriðum er
komið höfðu fram í ræðu Einars.
Einnig tók til máls Einar OI-
geirsson (K) og með ræðu hans
lauk 2. umræðu þessa máls, en
atkvæðagreiðslu var frestað.
í efri deild var frumvarpið uim
almennan frídag 1. maí afgreitt
til neðri deildar. Þar mælti einin-
ig Bjarni Guðbjörnsson (F) fyrir
frumvarpi um sölu jarðarinnar
Selárdals í Súgandafirði og var
því að ræðu hans lokinni vísað
til 2. umræðu.
Sigurður Ó. Ólafsson mælti
fyrir áliti landbúnaðarnefndar
um frumvarpið um mat á slátur
afurðum. Rakti hann nokkuð
hin nýju ákvæði frumvarpsiiur,
sem hann sagði miða að þvtí að
bæta ástand í sláturhúsum og
einnig meðferð sláturafurða.
Sagði framsögumaður, að nefnd-
in mælti einróma með saimþykkt
frumvarpsins, enda teldi hún að
hér væri um mikið nauðsynja-
mál að ræða. Að lokinni ræðu
framsögumarms var frumvarp-
inu vísað tii 3. umræðu.
millj. kr. Ríkisstjómin hefur tvö
undanfarin ár fengið heimild til
að gefa út vísitölutryggð spari-
skírteini, og er gert ráð fyrir að
þessi væntanlegu bréf lúti sömu
lögum og hin fyrri.
í 8. grein frumvarpsins er
greint frá hvernig verja skuli
fé því er fæst með sölu Iþessara
bréfa og sparisikirteina. Er það
til laindshafna kr. 18,0 millj.;
tíl vega kr. 30,8 millj.; til ílug-
mála kr. 26,3 millj.; til skóla kr.
14,9 milljónir og til sjúkrahúsa
kr. 10,0 milljónir.
TEKJUSTOFNAR
SVEITAFÉUAGA.
I efri deild mælti Auður
Auðuns fyrir áliti heilbrigðis- og
félagsmálanefndar um frumvarp
ið um tekju-
stofna sveitafé-
laga. Sagði Auð
ur, að frumvarp
ið hefði verið
sent til stjórnar
Samibands ísl.
sveitarfélaga til
umsagnar og að
tillögu hennar
flytti nefndin
breytinagrtillögu sem fjallaði
um að greiða 0,5% af árlegum
tekjum sjóðsins til Saimabnds
íslenzkra sveitarfélaga, vegna
starfsemi sambandsins og styrkja
að öðru leyti, eftir ákvörðun ráð
herra, tilraunir til að koma betra
skipulagi og meira samræmi í
framkvæmdir sveitarfélaga og
samstarf þeirra.
Alfreð Gíslason (K) mælti fyr
ir breytingartillögu er bann flyt-
ur við frumvarpið, sem gerir ráð
fyrir því að landsútsvar iþeirra
stofnana er tilgreind eru í frum
varpinu skulu renna að hálfu til
sveitarfélags, þar sem rekstur
fyrirtækis eða verksmiðju fer
fram. Fjórðungur annarra lands-
útsvara, sem til falla í hverju
sveitarfélagi, skuli koma í hlut
þess.
Magnús Jónsson, fjármálaráð-
herra sagði að frumvarp það er
hér uim ræddi væri samið sam-
kvæmt ósk Sambands ísl. sveitar
fiéiaga og væri varhugavert fyrir
Allþingi að fara út í grundvallar-
breytingu á frumvarpinu án þess
að Samb. ísl. sveitarfélaga hefði
tekið til þess jákvæða £ifstöðu.
Frumvarpinu var síðan vísað ó-
breyttu til 3. umræðu.
FÓLKSFliUTNINGAR
MEÐ BIFRED9UM.
Sigurður Bjarnason mælti fyrir
meirihlutaáliti samgönguimála-
nefndar og sagði nefndina hafa
rætt frumvarpið
og fengið um
það umsögn frá
Félagi sérleyfis-
hafa og Skipu-
lagsnefndar
fólksflutninga.
Hefðu báðir 'þess
ir aðilar nær ein
róma mælt með
samlþyikikt frum
varpsins. Framsögumaður rakti
síðan þær helztu breytingaf sem
gert er ráð fyrir með frumvarp-
iinu, en þær eru m.a., að ákveðið
Framhald á bls. 22
Mörg mál tekin
til umrœðu í gœr
— Frumvarpið um Lánas/óð
sveitafélaga að lögum
Tilboð
óskast í cftirtaldar bifreiðir, vélar og tæki:
1. Volvo vörubifreið, árg. 1954, 8 tonna
með grjótpalli.
2. Garant sendibifreið, árgerð 1958.
3. Willys jeppa, árgerð 1946.
4. Chevrolet sendibifreið, árg. 1953.
5. Chevrolet vörubifreið, árg. 1955.
6. Ford Consul, fólksbifreið, árg. 1960.
7. Jarðýtu, Caterpillar D4, árg. 1950.
8. Jarðýtu, Caterpillar D4, árg. 1950.
9. Varahlutir í Caterpillar jarðýtur D4.
10. Gaffallyfta Esslingen 2ja tonna, árg. 1960.
11. Loftpressu, Junkers 105 cu.ft.
12. Loftpressu, Sullivan 105 cu. ft.
13. Loftpressu, Sullivan 105 cu. ft.
14. Vökvakrana á vörubifreið 1% tonn.
15. Miðstöðvarketill, eleménta 10—12 ferm. með
olíukyndingu.
Ofangreint verður til sýnis í porti Vélamiðstöðvar
Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 1, mánudag 18. og
þriðjudag 19. apríl nk.
Upplýsingar eru veittar á staðnum varðandi ástand
tækjanna. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri,
Vonarstrseti 8, miðvikudaginn 20. apríl nk. kl. 10:00.
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar.
Starf I London
íslenzka matvælastöðin (Iceland Food Center) í
Regent Street í London vill ráða, sem fyrst, stúlku ;
til veitingaframreiðslu. Nokkur enskukunnátta nauð
synleg. Lágmarksmenntun gagnfræðapróf. Reynsla í
í framreiðslustörfum æskileg, en ekki skilyrði. Lág- j
marks ráðningartími sex mánuðir, en jæskilegur eitt ;
ár, eða lengur. Lágmarksaldur 19 ár. Hálfsmánaðar |
undirbúningsþjálfun fer fram hjá lceland Food |
Center. Þar vinna nú þegar átta íslenzkar stúlkur. j
Framkvæmdastjóri er Halldór Gröndal. Hann að-
stoðar við útvegun húsnæðis. Skriflegar umsóknir,
með mynd og upplýsingum í samræmi við ofan-
skráð, og annað sem máli skiptir, sendist á afgr.
Mbl. ekki síðar en þriðjudaginn 19. apríl, merkt:
„STARF f LONDON“. Tekið skal sérstaklega fram,
hvenær umsækjandi getur hafið störf. — Myndir
endursendast.
íslenzka matvælastöðin
V.L '56
Verzlunarskölanemendur 1956
Fundur verður haldinn í Tjarnarbúð (uppi)
þriðjudaginn 19. apríl kl. 20,30.
STJÓRNIN.
Iðnaðarhúsnæði
Nýtt, bjart og gott iðnaðarhúsnæði 500 ferm. á 2.
hæð til leigu í Kópavogi. Lyfta er í húsinu. —
Húsnæðið gæti leigst í tvennu lagi. — Tilboð er
tilgreini iðngrein leggist inn á afgr. Mbl. fyrir nk.
mánaðamót, merkt: „Iðnaður — 8811“.
PIERPOIMT-IJR model 1966
Vinsælasta fermingarúriS í ár.
100 mismunandi gerðir
Vatns og höggvarin.
Garðar Ólafsson úrsm.
Lækjartorgi — Sími 10081.