Morgunblaðið - 17.04.1966, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.04.1966, Blaðsíða 31
Sunnudagur 17. apríl 1968 MORGUNBLADID 31 1 Siglufirði, 16. apríl: — KARLAKÓRINN Vísir hefur undanfarið verið að æfa undir Danmerkurför, en ráðgert er að Kórinn fari í söngför til vinabæj- ar Siglufjarðar á Jótlandi, sem heitir Herning, «g til nágranna- bæja hans, síðar í þessum mán- uði. Er ráðgert að um 80 Siglfirð- ingar, kórfélagar og konur þeirra taki þátt í þessari för, og er þetta sennilega fjölmennasta utanreisa héðan frá Siglufirði. Söngstjóri kórsins er Gerard Schmidt, en auk þess hefur Sig- urður Fransson þjálfað kórinn. Einsöngvarar með kórnum verða þrír, þeir Sigurjón Sæmundsson, sem jafnframt er formaður kórs- ins, Guðmundur Þorláksson og Þórður Kristinsson. Auk þessa fer út með kórnum blandaður kvartett og undirleikarar. Kórinn hélt tónleika hér á Siglufirði á páskadag og á annan — Rhodesla Framhald af bls 1 hefði verið annarra kosta völ. Þá bætti Smith því við, að þótt framkoma Breta að undan- förnu svaraði til hreinu ofbeldi og hernaðaraðgerðum væri þó öllu alvarlegra að komizt hefði upp um njósnasarfsemi eins starfsmanns sendiráðsins. Næg olía í Rhódesíu Sem fyrr segir skýrði Smith einnig svo frá, að stjórn hans hefði ákveðið að láta ekki dæla olíunni úr gríska skipinu „Jo- anna V“ — sökum þess, að Rhó- desíustjórn vildi ekki leiða hættu yfir þá aðila — portúgalska og gríska — sem að olíuflutningun- um þar hefðu staðið. Hinsvegar kvaðst Smith þakka þessum að- ilum þeirra ágætu aðstoð við að sýna heiminum áð hægt væri að rjúfa olíubannið hvenær sem væri. Þess gerðist þó ekki þörf að fá oiíu þannig. Olía væri næg í landinu og til þessa hefði verið notazt við aðrar leiðir, sem myndu án efa reynast færar hér eftir sem hingað til. Enn- fremur stæðu nú yfir tilraunir með olíuvinnslu úr kolum og aðrar framleiðsluaðferðir, sem af öryggisástæðum væri ekki hægt að skýra frá nú. Smith lauk máli sínu með þeim ummælum, að hann vonaðist til að landsmenn væru sér sammála um að allt væri í stakasta lagi í Rhódesíu. : Ljóð Paster- j j naks í 100 ! þns. eintök- j uan? ; Moskvu, 16. apríl — NTB: ■ ; ÚT ER komið í Moskvu nýtt ; ■ bindi af ljóðum Boris Paster- • ; naks. Bókmenntatimarit eitt, ; j er skýrir í dag frá útkomu : ; ljóðabókarinnar segir, að hún * : hafi verið prentuð í um hundr '■ ; að þúsund eintökum. Sé þar ■ > rétt með farið mun þetta I ■ stærsta upplag ritverka Paster ■ : naks, sem gefin hafa verið út : ■ í Sovétríkjunum. : A T H U G I Ð Þegar miðað er við útbreiðslu, ei langtum ódýrtara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum hluðiim. Fjölmennasta utanför Siglfirðlnga INIær 100 manns borgarbúa til Danmerkur með Vísi stjóra í Saigon — kunnan andkommúnista í páskum, og sóttu þá um 600 manns, sem er mjög mikil að- sókn miðað við íbúatölu bæjar- ins. Vegir opnaðir Kórinn fer héðan til Akureyr- ar og heldur þar tónleika, en það an fljúga þeir síðan beint út til Danmerkur. Verður hann vænt anlega um hálfan mánuð í söng- förinni, en eins og áður segir mun hann halda tónleika í Hern- ing og nágrannabæjum hans, og það má einnig geta þess að til tals hefur komið að kórinn haldi tónleika í Kaupmannahöfn. Gunn ar Thoroddsen, ambassador ís- lands í Danmörku, mun taka á móti kórnum, er hann kemur til Herning. — Stefán. :>:V: ** Bruninn á Miklabæ. — Hér hefu r því litla sem bjargað var af innanstokksmunum úr gamla bænum verið safnað saman fyrir utan nýja bæinn. kommúnista. Hann hefur starfað við „Song“ um þriggja ára skeið en er að auki afkastamikill rit- höfundur, kvæntur maður og fjögurra barna faðir. Enn eru mótmælaaðgerðir gegn ríkisstjórninni í Da Nang. Var haldinn þar í dag fundur 3000 manna er kröfðust þess að herforingjarnir í Saigon segðu af sér. Einnig brenndu fundarmenn eftirprentun af yfirlýsingu stjórn arinnar um að bráðlega skuli fram fara í landinu þingkosning ar. Suður-Kórea hefur sent aukið herlið til S-Vietnam, um 5.000 hermenn, sem allir munu ganga á land í dag við Qui Nhon, sem er um 430 km norðaustan Saigon. Söngstjórinn, Guðmundur Gilsson situr fyrir miðju, en Skúli Guðnason, formaður kórssins situr yzt til hægri. Karlakór Selfoss beldur söngskermntun Selfossi, 15. apríl: — KARLAKÓR Selfoss hélt sam- söng í Selfossbíói í gær. Stjórn- andi kórsins er Guðmundur Gils- son. Á söngskrá voru 18 lög eftir innlenda og erlenda höfunda, en einsöng í tveim lögum sungu Jakob Jakobsson og Hjalti Þórð arson, skrifstofustjóri. Þetta er fyrsti opinberi sam- söngurinn, sem kórinn heldur, en hann hefur kömið nokkrum sinnum fram á skemmtunum. — Kórinn var stofnaður fyrir einu ári. — Félagar eru rúmlega 30 og hafa þeir æft mjög vel í vetur. Má telja að Guðmundur Gilsson hafi náð mjög góðum ár- angri á þessum stutta tíma, sem kórinn hefur starfað. Ástæða er til að vekja athygli á hinu ágæta starfi, sem Guð- mndur Gilsson hefur unnið í tón listarmálum hér á Selfossi, en hann hefur um árabil verið skóla stjóri Tónlistarskólans og stjórn andi Kirkjukórs Selfosskirkju. Má því segja að bjart sé fram- undan hjá karlakórnum, og von andi að hann fái notið starfs- krafta Guðmundar, sem lengst. Kórinn hyggst ferðast eitt- hvað um og halda söngskemmt anir, er vorar. Formaður kórsins er Skúli Guðnason. — T. J. , ■ INIafn misriiast í NAFNLISTA yfir fermingar- börn í Fríkirkjunni í Reykjavík, í blaðinu í gær, misritaðist nafn Jarþrúðar Baldursdóttur, Bás- enda 3. — Var hún sögð heita Jarlþrúður. Aden, 16. apríl. — NTB: DROTTNARI Lahej-ríkis, eins rikjanna syðst á Arabíuskaga, sem hafa með sér náið samband, Fadh Ali-Abdali, soldán, særðist í dag af völdum sprengingar í Aden, höfuðborg ríkjasambands- ins. Ali-Abdali er einnig varnar málaráðherra ríkjasambandsins. í Aden og þar um slóðir hefur mikið verið um hermdarverk gegn Bretum undanfarið. Tilræði við rit Saigon, 15. apríl. — NTB — AP: — RITSTJÓRA dagblaðsins „Song“ (Líf), Chu Van Binh, var sýnt banatilræði í morgun er hann var á leið til vinnu sinnar. Tilræð ismaðurinn gekk að ritstjóranum er hann ætlaði að stíga inn í bif reið sína og skaut að honum fjór um skotum af mjög stuttu færi. Ritstjórinn hélt lífi en er hættu- lega særður. Tilræðismaðurinn komst undan á bifhjóli. Dagblað Binhs, Song, hefur undanfarið verið mjög harðort í garð Búddatrúarmanna fyrir mót mælaaðgerðir þeirra gegn ríkis stjórninni, en sjálfur er Binh ritstjóri kunnur að andstöðu við Látrum, 16. apríl: — HÉR UM slóðir er búið að opna alla vegi, og orðið fært víðast hvar affur. Annars er geysilegur snjór í f jöllunum, ennþá, og hætt við að vegir fari mjög illa, því að mikið vatnsrennsli er úr fjöll unum yfir vegina. Skepnuhöld hafa verið ágæt hér í vetur, og erum við farnir að vona að vorið sé komið. Hrogn kelsaveiðin er að byrja og ætla nú margir að stunda hana héðan, eða um fjórir bátar, en lítið hefur verið um þessar veiðar hjá okk- ur undanfarin ár. Munu þær að- allega verða stundaðar frá Gjögri og Örlygshöfn. — Þórður. NÝ GERÐ JEPPA? J Nýr jeppi er ko'minn á göt- leiðsla. Þetta er mikil lúksus- \ una hér í borg, og hefur vak- bifreið að sjá. Innréttingin er t ið mikla eftirtekt þar sem úr Rússajeppa. Yfirbyggingin hann hefur farið um. Hér er er smíðuð af bræðrunum um að ræða alþjóðlegan jeppa Hjörleifi og Ingólfi Herberts- þ.e.a.s. hann er settur saman sonum og er mjög glæsileg. lúr tuttugu bílategundum en Nú er bara að bíða og sjá er að öðru leyti íslenzk fram- hverjig jeppinn reynist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.