Morgunblaðið - 30.04.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.04.1966, Blaðsíða 3
Laugarðagur 30. apríl 1966 MORCUNBLAÐIÐ 3 Tillaga að aðalskipulagi fyrir Seltjarnarneshrepp. Tillaga um aðalskipulag Seltjarnarnesshrepps hefur verið lögð fram SVEITARSTJÓRI Seltjamarnes- hrepps, Sigurgeir Sigurðsson, hefur sent MORGUNBLABINU tillöguuppdrátt að aðalskipulagi fyrir hreppinn ásamt greinargerð skipulagsstjóra ríkisins. Tillögu- uppdrátturinn mun liggja frammi í skrifstofu hreppsins til 30. júní n.k. og fyrir þann tíma ber hlut- aðeigandi að skila athugasemd- um sínum. Hér fer á eftir grein- argerðin, sem fylgir tillöguupp- drættinum, gvo og stutt viðtal er Morgunblaðið átti í gær við Sig- urgeir, sveitarstjóra: ,,Með bréfi dags. 12.2 1963 óskaði hreppsnefnd eftir því við skipulagsstjóra, að hafist yrði handa um skipulagningu Seltj- arnarness 1 heild. í marz 1964 voru hreppsnefnd sendar sex laus legar tillögur af aðalskipulagi hreppslandsins á nesinu. Hrepps nefnd samþykkti að óska eftir því, að unnið yrði áfram að skipulaginingu nessins á grund- velli tillögu nr. 6. Þáverandi skipulagsnefnd ríkisins féllst á óskir hreppsnefndar. Síðan var unnið að skipulagningu á ofan- greindum grundvelli og hrepps- nefnd sendar tillögur af deili- skipulagi alls svæðisins í marz 1966. Að athuguðu máli var á- kveðið að leggja tillögurnar ekki fram í mynd deiliskipulags, heldur aðalskipulags, svo sem skipulagslögin frá 1964 gera ráð fyrir. Síðan hefir verið unnið að ýmsum abhugunum varðandi aðalskipulagið og liggur niður- staða þeirra fyrir í nú framlögð- um uppdrætti. Með samþykki sínu á tillögu- uppdrætti nr. 6 í marz 1964 mótaði hreppsnefnd að verulegu leyti stefnu sína varðandi notk- un landsins og hefir þeirri stefnu verið fylgt við gerð aðalskipu- lagsins. Sigurgeir Sigurðsson, sveitarstjóri. Samstaða er milli hreppsnefnd ar og skipulagsstjórnar ríkisins um tillögu þessa að aðalskipu- lagi að öðru leyti en því, að skipulagsstjórn hefir til þessa ekki viljað fallast á óskir hreppsnefndar um einfalda röð lágra húsa, hægramegin Skóla- brautar. Gatnakerfið Gatnakerfið svo sem það er sýnt á uppdrættinum byggist á þeirri grundvallarhugmynd, að aðaltenging þess við gatnakerfi Reykjavíkurborgar verði um Eiðsgranda, og aðalumferðagöt- ur á nesinu sjálfu liggi meðfram ströndinni og umloki byggðina. Þetta fyrirkomulag hefir þá meg in kosti, að íbúðabyggðin sjálf verður að mestu leyti laus við gegnumakstur, og með greiðu kerfi gangstíga innan einstakra svæða má sjá vel fyrir þörfum gangandi vegfarenda, og þó sér í lagi skólabarna. Að öðru leyti vísast til umsagn- ar Einars B. Pálssonar um gatna kerfið, sem lögð er fram sem fylgiskjal. íbúðarsvæði Svo sem fram kemur á upp- drættinum er meginhluti lands- ins ætlaður til íbúðabygginga. Fyrirhuguðum íbúðasvæðum má deila í þrjú megin svæði, þ.e.a.s. 1) svæðið frá Vegamótum að Suðurbraut 2) Valhúsahæðin og umhverfi hennar 3) svæðið vest- an Lindarbrautar. Iðnaðarsvæði. Svo sem áður er getið mótaði hreppsnefnd stefnu sína um landsnotkun í marz 1964. All- miklar umræður höfðu þ*á farið fram um það, hvort stefna bæri að því, að athafnasvæði innan hreppsmarkanna fullnægðu þörfum byggðarinnar. Niður- stöður þessara umræðna urðu þær að abhafnasvæði skyldu verða mjög takmörkuð innan hreppsmarkanna. Var þá einkum haft í huga, að meginhluti lands ins er svo glæsilegur til íbúða- bygginga, að varla er verjandi að taka hluta af því undir iðn- að, enda yrði það aldrei nema óverulegt framlag til athafna- svæða höfuðborgarsvæðisins sem líta ber á sem heild, hvað snert- ir atvinnumarkað o.fl. Með hliðsjón af ofangreindu eru svæði mjög takmörkuð, eða aðeins við Bygggarð og ísbjörn- inn, auk þess mætti nýta svæði aukennt óráðstafað norðan Suð- urbrautar undir iðnað. Stofnanir, miðbær og almenn þjónusta Gerð hefur verið áætlun um þörf opinberra stofnana og ai- mennra þjónustutfyrirtækja og vísast til hennar sem fylgiskjais. í áætluninni er jafntframt gerð grein fyrir staðsetningu stofn- ana og fyrirtækja. Smærri verzlunarlóðir nefnd- ar þar eru fyrirhugaðar ein inn- an hvers hinna þriggja megin íbúðasvæða, sbr. 3. Opin svæffi Mjög vel er séð fyrir opnum svæðum til útivistar. Samfelid opin svæði eru aðallega þrjú: 1. Suðurnes, Bakkatjörn, Grandarnir og Snoppan mynda vestasta svæðið, er gefur mjög fjölbreytta möguleika til úti- vistar. 2. Valihúsahæðin er einn feg- ursti útsýnisstaður á hötfuðborg- arsvæðinu. 3. Svæðið í mýrinni við Eiði er hugsað sem íþróttasvæði með nauðsynlegum mannvirkjum. Þá eru ýmis minni svæði með fram ströndinni, er bjóða upp á Framhald á bls. 31. SIAKSTIIIUR Endurskoðun tollakerfisins I ræffu, sem Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráffherra, flutti í gær, viff setningu ársþings iffn- rekenda, ræddi hann m.a. tolla- mál og sagffi: /■ „Það tollakerfi, sem viff búum - viff hér á landi, er aff verulegu leyti mótað á tímum heimskrepp unnar og þeirra efnahagsörffug- leika, sem við áttum við að etja á árunum eftir styrjöldina. Þaff er í ósamræmi viff affstæffur í efnahagsmálum nú og við þá stefnu, sem fylgt hefur veriff í viðskiptamálum í nágrannalönd- um okkar um árabil. Þær athug- anir, sem gerffar hafa veriff á áhrifum hinna háu tolla hér á landi benda eindregiff til þess, aff þeir hafi veriff þróun efna- hagslífsins skaðlegir, og gildir það vissulega einnig um iffnaff- inn sem heild, enda þótt mikil tollvernd hafi stuðlað aff vexti sumra greina hans. Þaff hefur veriff ætlun núverandi ríkis- stjórnar aff endurskoðun tollanna yrffi liffur í umbótastarfi henn- ar, jafnframt þvi sem keppt væri að því aff fá tolla lækkaffa á íslenzkum útflutningsafurðum í helztu viðskiptalöndum okk- ar.“ Tollalækkun a fimm drum „Nú nýlega hefur ríkisstjórn- in ákveðið aff láta fara fram at- hugun á því, hvort gerlegt sé að lækka tolla almennt um 50% á fimm ára tímabili. Þaff er tvennt sem knýr á aff slík athug un sé gerff. 1 fyrsta lagi er toll- endurskoffun liður í almennum umbótum efnahagsmála. í öffru lagi standa nú yfir viffræður um tollalækkanir, hinar svokölluffu Kennedy-viffræffur. íslendingar gerffust affilar aff GATT, (Hinu almenna samkomulagi um tolla og viðskipti) einmitt meff þaff fyrir augum aff taka þátt í þess-v um viffræðum og freista þess aff fá tolla lækkaða á helztu útflutn ingsafurffum sínum, en tollar markaffsbandalaganna skapa ýmsum þessara aðila vaxandi erfiffleika. Til þess aff geta tek- iff þátt í viðræffunum, þurfa Is- lendingar eins og aðrar þjóðir, aff gera tilboff um eigin tolla- lækkanir. Slík tilboð koma nú ekki til framkvæmda, nema affr- ar þjóðir bjóði samsvarandi lækkanir á tolla- og útflutnings vörum þess lands er tilboðin gerir. Satt að segja eru ekki mikl ar líkur til aff viff fáum tilboff um miklar lækkanir okkur í vil í þessum viffræffum en þýffingar mikiff er aff gengiff sé úr skugga um þetta.“ r Tollvernd lækkuð í dföngum Gylfi Þ. Gíslason, viffskipta- málaráðherra gerffi tollamálin einnig aff umræffuefni á aðal- fundi Kaupmannasamtakanna og sagffi meffal annars: „Tollatekjur skipta meira máli í íslenzka rikisbúskapnum en í rikisbúskap allra nágranna- landanna, þar sem t.d. á siðasta ári hefðu tollatekjur veriff u.þ.b. 45% heildarríkisteknanna. Hjá því getur ekki fariff, aff þegar ríkiff innheimtir svo mikinn hluta tekna sinna sem aðflutn- ingsgjöld, er verulegur hlutw tollanna verndartollar. Segja má aff alltof stórir þættir ís- lenzks efnahagslífs starfi nú að meira effa minna Ieyti í skjóli þess, liversu rikiff aflar mikils hluta tekna sinna í formi aff- flutningsgjalda. Gerff verffur áætlun um verulega lækkun tolla á ákveðnu tímabili, td. fimm árum. Hefur þaff engin áhrif á mjög verulegan hluta ís- lenzks iðnaðar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.