Morgunblaðið - 30.04.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.04.1966, Blaðsíða 21
Laugarðagur 30. apríl 1966 MORGUtSBLAÐIÐ 21 Fullkomið lánakerfi húsnæ&ismála mesta hagsmunamál unga fólksins — Ávarp Styrmis Gunnarssonar á umræðuíundi bargarstjóra REYKJAVÍK ber svip ungrar borgar. Þótt byggt sé á gömlum stofni er Reykjavík ný og síung, enda hefur æskan sta'öið hér við stjórnvölinn. Borgarstjórar Reykjavíkur hafa oftast tekið við því vandasama embætti ung- ir að árum og í borgarstjórn hafa Reykvíkingar hverju sinni sýnt nýrri kynslóð mikilsverðan trúnað. Engan þarf að undra, þótt Reykjavík hafi veitt öðrum hlut- <um landsins forustu í alhliða framförum og atvinnulegri upp- Ibygggingu. Bjartsýni og djörf- ung æskunnar hefur stuðzt við reynslu og traust hinna eldri og einkennt störf þeirra, sem borg- leita til annarra sveitarfélaga. Atvinnureksturinn er lífæð Reykjavíkur og að honum verð- um við að hlúa. Gjaldheimta má ekki ganga svo nærri atvinnu- rekstrinum og einstaklingum að hún lami getu þeirra til fram- kvæmda og athafna. Reykjavík armálum stjórna. Hér hafa ótal mýjungar verið teknar upp í verklegum framkvæmdum og á öðrum sviðum, sem síðar hafa verið teknar upp í öðrum hlut- um landsins. Jafnvel þessi fund- ur, sem mun ekki aðeins hafa víðtæk áhrif á borgarmál Reykja víkur heldur marka þáttaskil í ís- lenzkum stjórnmálum. Sú kynslóð, sem á hverjum tíma hefur stjórnað þessari borg ihefur verið kynslóð nýs tíma. Menn nýrrar aldar hafa leitt þá hröðu uppbyggingu, sem hér hef- ur orðið á örfáum áratugum. Og vegna þess, að þeir hafa öll- um íslenzkum stjórnmálamönn- um fremur skilið nauðsyn end- urnýjunarinnar, hefur engin ein kynslóð setið um kyrrt að völd- um í höfuðborg íslands, heldur hefur hver kynslóð tekið við af annarri, hver um sig óbundin af ekoðunum og viðhorfum hinnar fyrri, reiðubúin til þess að færa sér reynslu hennar í nyt en ó- hrædd við að brjóta nýjar leiðir. Eí við lítum yfir sögu Reykja- víkur sjáum við þessi kynslóða- skipti verða á áratugsfresti eða •vo og við sjáum þær breyting- ar, sem verða með tilkomu nýrra manna. þegar á fyrstu hjúskaparárum að eignast eigin íbúð. Það er rétt, en hvers vegna? Hvötin til þess að eignast íbúð er sterk en verð á leiguibúðum í borginni er slíkt, að ekkert vit er í öðru fyrir ungt fólk, en að komast yfir eigin íbúð, svo fljótt sem auðið er. En jafnvel þótt síðarnefnda atriðið hafi mikil áhrif á viðleitni unga fólksins til þess að eignast eigið húsnæði, tel ég þá stefnu rétba, að það eignist eigin íbúð, svo fljótt sem unnt er. Við hljótum hins vegar að horfast í augu við þá staðreynd, að aðstæður til þess eru ekki sem beztar og er orsökin fyrst og fremst sú, að lánakerfi húsnæðismála er ekki svo fullkomið sem skyldi. Styrmir Gunnarsson Á síðustu 4 árum hafa íbúar Reykjavíkur — með vaxandi ánægju og stolti — fylgzt með framkvæmdabyltingu í höfúð- borginni. Framkvæmdum, sem áður þokuðust áfram hægt og hægt, fleygir nú fram með ótrú- legum hraða. Gatnagerð, hita- veita, skólabyggingar — allt gengur þetta með slíkum mynd- arbrag, að við erum stolt af borg inni okkar. Ný þekking, ný tækni, ryður sér til rúms, sem gerir kleift að framkvæma fyr- ir sama fé miklu meira en áð- ur. Þetta er tákn hins nýja tíma. En þess ber að gæta, að bylting ( framkvæmdum borgarinnar er ekik nægileg til að skapa hér þróttmikið og vaxandi sveitar- félag. Undirstaða þess er blóm- iegt og öfiugt atvinnulíf. Reykja- vík er í dag stærsta verstöð fslands og Reykjavík er í dag stærsti iðnaðarbær á íslandi. í Rvik stendur einnig vagga og vígi frjálsrar og sjálfstæðrar verzl- unar á íslandi. Það er að minu áliti frumskylda þeirra, sem með ■tjórn borgarinnar fara að varð- veita og efla þetta forustuhlut- verk Reykjavíkur í atvinnumál- tun íslendinga. Stuðla að því að nýr atvinnurekstur rísi, ýta und- ir tæknibyltingu í þeim, sem fyr- ir eru. Við hljótum að leggja höfuðáherzlu á, að þeir, sem vilja reka atvinnufyrirtæki í Reykja vik, fái til þess nauðsynlega að stöðu og svigrúm til starfsemi sinnar, en neyðist ekki til að AXHUGIÐ Þegar miðað er við útbreiðslu. er langtum ódýraria að auglýsa i Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Ég hef ekki í hyggju að ræða að leggja hart að sér meðan á byggingu stendur. Þessi mál koma að vísu ekki inin á verksvið borgarstjórnar Reykjavíkur nema að mjög takmörkuðu leyti, en borgarstjórnin hlýtur að stuðla þó eftir megni að lausn hagsmunamála borgaranna í Reykjavík og ekki sízt hinna yngri þeirra. Ég fullyrði, að á næstu árum sé ekkert mál unga þau mál ítarlega nú, en ég vil aðeins undirstrika það, að ég tel höfuðnauðsyn, að á næstu fimm árum eða svo, verði gerður gagn gerðar ráðstafanir til þess að byggja upp hér á landi lánakerfi húsnæðismála, sem veiti fólki kost á lánum • til húsbygginga, sem eru sambærileg við það sem gerist í nálægum löndum og vísir er kominn að hér á landi mieð þeim lánakjörum, sem meðlimir verkalýðsfélaganma eiga kost á við kaup á íbúðum þeim, sem Framkvæmdanefnd byggingar- áætlunar hyggst koma upp. Slikt lánakerfi mundi skapa heilbrigð- ara ástand við fjáröflun þeirra byggingaframkvæmda sem þegar eiga sér stað og gera fólki kleift að eignast eigið húsnæði án þess fólksins í borginni jafn mikil- vægt og raunhæf lausn húsnæðis málanna. Góðir Reykvíkingar! Öll viljum við byggja hér fall- ega borg. Borg, sem er í líf- rænum tengslum við atvinnulíf þjóðarinnar og veitir atvinnuveg unum aðstöðu til að fylgjast með kröfum nýrra tíma, borg, sem skapar Ibúum sínum svigrúm til sjálfstæðs framtaks, athafna og framkvæmda, íþyngir ekki greiðslugetu þeirra um of en skilur fjármagnið eftir hjá fólk- inu, borg framtíðarinnar sem hér eftir sem hingað til sýnir æskunni trúnað og hlýtur í stað- inn djarfa og framsýna forustu. Að þessum markmiðum skulum við vinna saman í framtíðinni. Guðrún Sigurðardóttir er og hefur verið og mun verða höfuðvígi hins sjálfstæða fram- taks á íslandi. Og að því hljóta stjórnendur borgarinnar að stuðla með því að gæta hófs í gjaldheimtu hjá borgurunum en nýta þeim mun betur með auk- inni tækni og hagræðingu gjöld þau, sem á eru lögð. Kjörorðið er: Fjármagnið hjá fólkinu. Þannig nýtist það bezt til fram- kvæmda, athafna og uppbygging ar fagurrar borgar. Og það er ánægjulegt trl þess að vita, að einmitt í þessum anda hefur Reykjavík verið stjórnað undan- farin ár. Borgin annaðist fram- kvæmdir sínar að mestu leyti sjálf áður fyrr. Nú er þetta breytt. Mestur hluti framkvæmd anna er boðinn út. Með því vinnst tvennt. Hagkvæmni í framkvæmdum og það, að borg- in stuðlar að eflingu sjálfstæðs framtaks borgaranna. Þessi stefna í framkvæmdum borgar- innar hefur reynzt vel og henni ber að halda áfram í framtíð- inni. Jafnframt hlýtur sú spurn- ing að vakna, hvort borgin eigi í vaxandi mæli að afla fjármagns til framkvæmda sinna með skuldabréfaútboði. Slíkt færist nú í vöxt hér á landi og hefur gefizt vel. Þainnig haldast fjár- munirnir í eigu borgaranna, þótt borgin fái þá til nauðsynlegra afnota. Á sama hátt og Reykjavíkur- borg hlýtur að hlú að og efla atvinnulífið, sem er undirstaða lífsræns og þróttmikils borgar- lífs hlýtur hún einnig að veita sérstaka athygli áhugaefnum og vandamálum unga fólksins í borginni, sem er hennar fram- tíð. Unga fólkinu fjölgar stöðugt. Fjölmennir árgangar eftirstríðs- áranna eru að vaxa úr grasi og byrja að láta til sín taka. Það er stundum sagt að unga fólkið geri miklar kröfur nú til dags. Það má vera. En það fylgir straumi tímans og gerir aðeins þær kröfur, som breyttir tímar gera. Þannig hefur það alltaf verið. Við viðurkennum, að nýir tímar hafa skapað íslenzkri æsku meir heillandi tækifæri en nokk- urri anrnrri kynslóð, sem þessa borg og þetta land hefur byggt, en við gerum okkur þess einnig grein, að vandamálin eru enn fyrir hendi. Það mál, sem nú varðar mestu unga fólkið í Reykjavík, sem er að stofna heim ili eða huga að heimilisstofnun eru húsnæðismálin. Það er stund um sagt. að húsnæðismálin séu unga fólkinu erfiðari en skyldi vegna þess að það krefjist þess Norðtungu—Minning HINN 22. þ.m. andaðist að heimili sínu, Gunnarsbraut 26, frú Guðrún Sigurðardóttir, fyrr- um húsfreyja í Norðtungu í Borgarfirði. Guðrún var fædd að Stuðlum í Norðfirði 14. júní 1897, dóttir hjónanna Pálínu Þorleifsdóttur og Sigurðar Finnbogasonar bónda. Hún ólst upp á heimili foreldra sinna og lauk barna- og unglingaskólanámi á Norðfirði. Einn vetur var hún við hannyrða nám hjá frændkonu sinni, Krist rúnu Eyjólfsdóttur húsfreyju í Grafarholti, og náði miklum ár- angri í hannyrðum. Ennfremur lagði hún mikla stund á mat- reiðslunám og sótti mörg nám- skeið í þeirri grein. 1920 missti hún móður sína og tók þá við heimilinu á Stuðlum með föður sínum og systkinum. Árið 1928 fór hún til Runólfs Runólfssonar óðalsbónda í Norð- tungu, sem þá var ekkjumaður, og stjómaði með honum stóru búi og sumargistihúsi, sem mikið orð fór af. Hún giftist Runólfi sama ár. Runólfur var mikill höfðingi og mannkostamaður og á óg um hann margar góðar end urminningar frá fyrstu árum mínum í Borgarfirði. Oft átti ég leið um hlaðið í Norðtungu, oft aet ríðandi, og slóst Runóltfur þá vénjulega í för með mér á gæð- ingum sínum. í bakaleið var ætf- inlega stanzað á heimili þeirra Guðmnar, tekið lag og þegnar ágætar veitingar. Runólfur var söngmaður góður og hafði yndi af söng. Sumargistihús þeirra hjóna var mjög mikið sótt og rómað fyrir góðan mat og alla fyrirgreiðslu, en Guðrún lét jatfn vel að matreiða fyrir enska lax- veiðimenn og reykvíska brodd- borgara. Þau Runólfur og Guð- rún eignuðust eitt barn, Elínu Ebbu. Mann sinn missti Guðrún 1935. Hún hélt búskapnum og sumargistihúsinu áfram af frá- bærum dugnaði í sama horfi og áður til ársins 1947, en þá brá hún búi og fluttist til Reykjavík- ur. Árið áður giftist hún eftirlif- andi manni sínum, Einari Hall- dórssyni kennara. Þau höfðu ný- lega slitið samvistum er hún lézt. Árið 1950 varð Guðrún fyrir mestu sorg æfi sinnar, en þá missti hún Ebbu, einkadóttur sína og augastein, sem var þá við nám í Bandaríkjunum. Þá vann Guðrún það þrekvirki að fara í skyndi vestur um haf. mállau-s og ein síns liðs, etf vera mætti að hún kæmist til dóttur sinnar lifandi, en hún var þá orð in rænulaus og að dauða komin. Guðrún stofnaði þegar eftir andlát dóttur sinnar sjóð til minningar um hana og hefur aukið við hann síðan jafnt og þétt. Vonandi á sjóður þessi eft- ir að verða til blessunar eins og hún ætlaðist til, og forða nafni dóttur hennar frá gleymsku. Guðrún var tryggur . vinur vina sinna og með henni og konu minni var mikil vinátta til hinnsbu stundair. Börnum okkar, sem voru við nám í bænum, reyndist hún sem önnur móðir og áttu þau jafnan athvarf hjá henni ef þeim lá á. Guðrún talaði síðast við konu mína í síma á sumardaginn fyrsta. Vorum við þá nýkomin heim frá útlöndum. Hún talaði þá um lasleika sinn sem hefði ágerst á meðan við vorum í burtu og töluðu þær um að hittast næstu daga. Morgunin eftir feng um við þá sorgarfregn að hún hefði orðið bráðkvödd á heimili Guðrún verður í dag jarðsett 1 fjölskyldugrafreit í Norðtungu- kirkjugarði við hlið manns síns og einkadóttur. Hvili hún í friði. Magnús Ágústsson. 1—2 herb. og eldhús á leigu í Hafnarfirði. — Upplýsingar í lögfræðiskrifstofu Árna Grétars Finns sonar, sími 51-500. Verzlunarstörf Maður vanur almennum verzlunar- og afgreiðslu- störfum óskast nú þegar. — Tilboð, merkt: „Verzl- unarstörf — 9173“ er tilgreini aldur og fyrri vinnu- veitendur sendist afgr. Mbl. fyrir 3. maí nk. LITAVER M. UTI - INNI MÁLNING í URVALI Alltaf eru þeir fleiri og fleiri sem hagnýta sér hin hagkvæmu viðskipti í LITAVER, Grensásvegi 22 og 24. — SÍMAR 30280 — 32262 — LITAVER hf. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.