Morgunblaðið - 30.04.1966, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.04.1966, Blaðsíða 31
Laugarðagur 30. apríl 1966 MORCU NBLAÐIÐ 31 Stjórn SVFÍ vill aðild að umferðarsamtökum SLYSAVARNAÞING hélt áfram í gær. Fyrir hádegi voru flutt 3 erindi. Henry Hálfdánarson talaði um björgunarsveitir og björgunarskýli og Sigurður Ágústsson fulltrúi um umferðar mál. Að hádegishléi ioknu flutti Pétur Sigurðsson, forstjóri land- ’helgisgæzlunnar erindi og sagði m.a. frá hinu nýja varðskipi, sein áformað er að byggja, og ræddi þýðingu þess fyrir slysa- varnir, en verið er að ganga frá útboðslýsingu á því. Lagðar voru fram ýmsar til- lögur fulltrúa og tillögur félags stjórnar varðandi aðild að banda lagi landssamtaka til varnar um ferðaslysum og eflingar umferða Matthías Á. Mathiesen Vormót FUS í Kjós VORMÓT Fél. ungra Sjálfstæð- manna í Kjósarsýslu verður haldið í Félagsgarði í Kjós í dag laugardag og hefst kl. 9 e.h. — Ávörp flytja Matthías A. Mathie- sen alþingismaður, og Jón Ólafs- son, bóndi Brautarholti. Ríó- tríóið skemmtir. Happdrætti verður og hljómsveit Bjarna Sigurðssonar leikur fyrir dans- inum. Alit Sjálfstæðisfólk er hvatt til þess að mæta. menningu í landinu. Lagði stjórnin til að Slysavarnafélag- ið gerðist aðili að þessum sam- tökum. Var þeirri tillögu yísað til umferðamálanefndar þings- ins. ' Um miðjan daginn sátu fulltrú ar kaffiboð Eggerts horsteins- sonar, ráðherra. Síðan var fund um haldið áfram fram til kl. 7 og lagðar fram tillögur slysa- varnadeilda. Fundir hefjast aftur kl. 10 f.h. í dag og lagðar 'fram fyrir- spurnir frá deildum til hádegis. Eftir hádegi talar Björn Pálsson um sjúkraflugið og Þórður Jóns- son frá Látrum um þýðingu sjúkraflugþjónustu fyrir lands- 'byggðina, og sr. Stefán Eggerts- son á Þingeyri talar um tal- stöðvárþjónustu. Eftir kaffihlé verður fjallað um nefndarálit og kl. 17 býður landheigisgæzlan fulltrúum að skoða þyrilvængj- una og fleiri björgunartæki á Rey kj a víkurflugvelli. — Ferming Framhald af bls. 25 Guðný Björg Þorgeirsdóttir, Varmadal. Helga Jörundsdóttir, Litlalandi. Jóhanna Sigríður Hermannsdóttir, Helgastöðum. Lára Hrafnsdóttir, Hlíðartúni 7. Þórunn Símonardóttir, Selásbletti 13 A. Börn fermd í Ólafsfjarðarkirkju sunnudaginn 24. apríl. Prestur séra Ingþór Indriðason. STÚLKUR: Bryndís Sigursteinsdóttir, Brymnesi. Róslaug Gunnlaugsdóttir, Horn- brekkuvegi 12. Þorbjörg Halldórsdóttir, Strand- götu 7. DRENGIR: Ásgrímur Guðmundur Konráðsson, Vesturgötu 11. Barði Jakobsson, Ólafsvegi 8. Gunnlaugur Jón Magnússon, Kirkjuvegi 2. Guðmundur Ólafsson, Kirkju- vegi 5. Magnús Símon Reykjalín Jónsson, Brimnesveg. Matthías Sæmundsson, Kirkju- veg 6. Sigurður Sigurðsson, Brekku- götu 21. Steinþór Sigurjónsson, Brimnes- vegi 2. — Aðalskipulag Framhald af bls. 3. hina ákjósanlegustu útivistar- möguleika. Lokaorð Með aðalskipulagi þessu er á- setlunin að skapa heildarmy.nd af byggð á Seljarnarnesi full- byggðu. Á grundvelli aðalskipulags verður síðan unnið að deiliskipu- lagi einstakra byggingasvæða eftir því sem þörf krefur, og verður þar gerð grein fyrir ein- stökum atriðum, svo sem gerð staðsetningu húsa, nýtingar- hlutfalli og fleiru“. ★ í stuttu viðtali við Morgun- blaðið í gær sagði Sigurgeir Sigurðsson, sveitarstjóri: — Tillaga sú að aðalskipulagi, sem nú hefur verið lögð fram, er að mínum dómi einhver sá merkasti áfangi, sem núverandi hreppsnefnd skilar af sér. — Eins og fram kemur í grein ergerð skipulagsstjóra hefur ver ið unnið að þessari tillögu frá því snemma árs 1963 og hefur skipulag ríkisins og þá sérstak- lega Ólafur Ásgeirsson, verkfræð Ingur, haft mestan veg og vanda af því. Skipulagsstjórn ríkisins hefur einnig látið sig þetta mál miklu varða. —- Einar B. Pálsson, verkfræð- ingur, hefur og komið við sögu og hefur samið mjög ítarlega og gagnlega greinargerð um gatna- kerfið og framtíðarlausn þess, sem fylgir tillögunni sem fylgi- skjai. — Það sem gerir skipulagstil- lögu sérstaklega athyglisverða er, að hér er um skipulag á heilu sveitarfélagi að ræða, sem tekur yfir allt land þess, þannig að við getum í dag gert okkur fulla grein fyrir, hvernig Nesið verður fullbyggt. — Seltjarnarneshreppur er eitt þeirra fjölmörgu sveitarfé- laga, sem hefur fengið að súpa seyðið af skipulagsleysi og er hverfið vestan Valhúsahæðar okkur stöðug áminning þess. Með þessu er ég þó ekki að segja, að þar séu ljótar bygg- ingar, nema síður sé, heldur er niðurröðun þeirra afleit og þar af leiðandi skapast vandræði við þær, íbúðargötur er standa við. Slík mistök eiga ekki að geta átt sér stað eftir samþykkt aðal- skipulags. — Að lokum vil ég segja, að þótt aðalskipulag verði samþykkt og þótt fyrir liggi ákveðnar hugmyndir um gatnakerfi, er enn eftir að ganga frá deiliskipu- lagi fyrir hin einstöku hverfi og ákveða hámarks og lágmarks nýt ingu þeirra. — Von okkar er sú, að sem flestir Seltirningar kynni sér þessa tillögu að aðalskipulagi og myndi sér ákveðnar skoðanir um það. — /jbró///r Framhald af bls. 30 Nú sýndi liðið mikinn hraða og hinn hnitmiðaði og skipulagði sóknarleikur kom Fram í opna skjöldu. Liðið var mjög jafnt en Auðunn og Jón Gestur hurfu þó verulega. Hjalti í markinu átti ekki minnstan þátt í sigrinum. Hann varði stórkostlega vel og stóð í markinu allan tímann. Gunnlaugur var að vísu bezti maður Fram en náði aldrei slík- um -stjörnuleik sem hann er vanur. Nú var mótstaðan mikil. Hans var vel gætt þó aldrei væri hann eltur. En sendingar hans inn á línu velgdu þó FH- vörninni undir uggum. Dómari var Reynir Ólafsson og var ákveðinn — og stundum um of. A. St. — Framleiðslan Framhald af bls 1 tillögurétt um það hvernig við- komandi verk verði bezt unnin. Stafar þetta af því að verk- smiðjustjórar eru því vanastir að fá nákvæmar fyrirskipanir frá hærri stöðum. Hagfræðingar Leontiev og Yevsei Liberman, sem af kappi hafa unnið að breytingum á hagkerfi Sovétríkj anna hin síðari ár, hafa lagt áherzlu á nauðsyn þess að taka upp í sovézka kerfið ýmis at- riði, sem Sovétmenn hafa til þessa skoiðað sem kapitalisma. Er hér einkum um að ræða „bónus“ kerfið svonefnda, sem felur í sér að verkamenn fá umframgreiðslur í samræmi við afköst þeirra. í grein sinni sagði Leontiev að nauðsyn væri á róttækum hug- arfarsbreytingum í sambandi við framleiðslustörfin. „Starfs- menn verða að leggja niður þann | leiða vana, að bíða stöðugt eft- ir fyrirskipunum yfirmanna. Stjórnendur verða sömuleiðis að geti ekkert áunnist", sagði Le- láta af þeirri hjátrú, að án þeirra geti ekkert áunnizt", sagði Le- ontiev. — Skipalyfta Framhald af bls. 31 var keypt til Akraness og er verið að setja hana þar niður. Bandaríska fyirtækið Syncrolift selur Hafnfirðingum lyftuna sjáMa með stjórntækjum og öðru sem fylgir. En þar sem það er ódýrara, verður lyftupallurinn smíðaður samkvæmt amerí«kum teikningum í Póllandi og verður samvinna milli bandaríska fyrir- tækisins og pólska fyrirtækisins Cekop, sem selur lyftupallinn, alla vagnana og teina og vindur, sem þarf til að drífa þá. Um kostnað sagði Gunnar, að hægt væri að velja um fjölda ýmis«a tækja í þessu sambandi, en fyrsti hluti dráttarbrautarinn- ar er áætlaður að kosta rúmar 30 miiljónir kr. Að dráttarbrautinni verður mik il framför, sagði Gunnar. Fyrstu árin verða erfið vegna kostnað- ar, en framför mikil er að þessu fyrir kaupstaðinn og fyrir skipa iðnaðinn, sem segja má að hefði mikla hefð hér í Hafnarfirði allt frá bíð Bjarna Sivertsen, sem byggði skipið Havnefjordspröv- en, er varð mikið happaskip. Umræða um kaup á dráttar- braut hafa staðið yfir meira og minna í tvö ár. Á þriðjudag var skrifað undir kaupsamninga við Bandaríkjamenn og á mið- vikudag við Pólverja. Pétur Pét ursson, forstjóri Innkaupastofn- unarinnar, sá um samningana og skrifaði undir þá, ásamt vita- málastjóra og hafnarstjóra i Hafnarfirði. sem fyrr er sagt. Hurð skall j nærri hælum MYNDIRNAR hér eru frá árekstri þeim er varð við grjótnáim borgarinnar við Vatnsveituveg, er tveir pilt- ar óku jeppabifreið á keðju, sem strengd hafði verið þar fyrir hlið. Sópaðist húsið af jeppanum, en piltamir sluppu l lítt meiddir. Sýna myndiruar því Ijóslega hve piltamir tveir hafa verið hólpnir að hljóta ekki stqrmeiðsli af, er þakið sviptist af jeppanum. Á stærri myndinni er jeppa- bifreiðin eftir áreksturinn, og sézt hvernig keðja hefur beygt stýrishjól bifreiðarinn- ar. Á minni myndinni séíit þakið af jeppanum við keðj- una. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm). - Ráðagerðir Framhald af bls. 32 málaráðherra vitnaði siðan » ræðu próf. Ólafs Jóhannes- sonar sjálfs þar sem hann m. a. í eigin þýðingu las 3. gr. fyrrnefnds samningsUppkasts, en þar segir: „Verði uppkast Alþjóðabankans að alþjóða- samningi um lausn fjárfest- ingardeilna fullgilt af nægi- lega mörgum rikjum og af Alþingi og réttum svissnesk- um stjórnarvöldum er ríkis- stjórnin reiðubúin að ræða þann möguleika við Alusuisse að nota þá aðferð til sátta og gerðar, sem þar er gert ráð fyrir, enda sé um meiriháttar deilumál að ræða. Síðan sagði Jóhann Haf- stein: „Stendur ekki þarna í fyrstu frumdrögum — að rík- isstjórnin sé reiðubúin að ræða þann möguleika. að skjóta málinu í alþjóðlega gerð? Menn vissu ekki á þessu stigi, hvernig hún mundi verða en alla vega átti það að verða erlendur gerðardóm- stóll, sem fjallaði um deilu ríkis og einkaaðila. Hefði þetta ekki átt að vera prófess- ornum viðvörunarefni? Sætir það ekki undrun, að prófessor við Háskóla íslands, sem tel- telur slíkt sambærilegt við að vera mútað til að skriða á fjórum fótum á Lækjartorgi í augsýn samborgaranna, skuli enga hvöt hafa fundið hjá sér til þess að vara dómsmála- ráðherra landsins við - að leggja útí slíkt niðurlægjandi ævintýri fyrir þjóðina og jafnvel ekki heldur eftir að þingflokki, sem hann á sæti í, er gefinn kostur á að taka þátt í undirbúningi málsins fyrir Alþingi. Stóryrðum og staðlausum stöfum Ólafs Jóhannessonar og Timans vísa ég heim til föðurhúsanna", sagði iðnaðar- málaráðherra. Ræðu iðnaðar- málaráðherra verður gerð frekari skil hér í blaðinu á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.