Morgunblaðið - 30.04.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.04.1966, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAÐIÐ Laugardagur 30. aprll 1966^ Gagnrýni á Þorlákshafnar frumvarpið Endurskoðun hafnarlaga hraðað í FYRRAKVÖLD mælti Eggert G. Þorsteinsson sjávarútvegs- málaráðherra fvrir stjórnarfrum- varpinu um landshöfn í Þorlákshöfn í neðri deild Al- þingis. Frum- varp þetta hef ur holtið af- greiðslu efri deildar. Rakti ráðherra í ræðu sinni efni frum varpsins og rök þess að gera landshöfn í Þorlákshöfn. Sigfús J. Johnsen kvaðst vilja mótmæla því sem rökum fyrir landshöfn í Þorlákshöfn að úr hafnarþörfinni við Suðurland yrði ekki bætt með því að treysta á Vestmannaeyjahöfn. Allir vissu það, að nú væri t.d. á ann- að hundrað bátar víðs vegar að af landinu er fengju fullkomna þjónustu þar. Sigurður Bjarnason vitnaði i þingsályktunartillögu frá 1958 sem fjallaði um það að Al- þingi ályktaði að fela ríkis- stjórninni að láta í samráði við vitamála- stjóra gera 10 ára áætlun um nauðsynleg- ustu hafnar- framkvæmdir á landinu og væri fyrst og fremst við það miðað að framkvæmdirnar gætu stuðl- að að öruggri og aukinni út- flutningsframleiðslu. Einnig yrði endurskoðuð gildandi laga- ákvæði um skiptingu kostnaðar við hafnargerðir milli ríkis og sveitarfélaga, svo og ákvæðin um landshafnir og önnur þau atriði laga um hafnargerðír sem ástæða þætti til að breyta með hliðsjón af fenginni reynslu og til samræmis við aðrar niður- stöður athugunar þessarar. Jafn- framt yrði endurskoðuð lögin um hafnarbótasjóð og athugað hvort ekki væri tiltækilegt að efla starfsemi hans svo hann gæti m.a. veitt hagkvæm lán til langs tirna til nýrra hafnarfram- kvæmda. Sagði Sigurður að þessari end- urskoðun væri nú fyrir alllöngu lokið og væri öllum þingmönn- um það kunnugt, að ríkisstjórn- inni hefði verið sent frumvarp sem samið hefði verið á grund- velli þessarar endurskoðunar. Ríkisstjórnin hefði hins vegar ekki séð sér fært að flytja þetta frumvarp enn. Með frumvarpi því sem hér lægi fyrir væri hins vegar lagt til að lög yrðu sett um þriðju landshöfnina, eða eitt þeirra atriða sem gert var ráð fyrir að heildarendurskoðun færi fram á. Telja mætti að slík ráð- stöfun orkaði tvímælis af mörg- am ástæðum, m.a. af því að engri höfn hefði verið veittur slíkur stuðningur á öllu Norðurlandi, — Vesturlandi og Austfjörðum. Mörg atriði gildandi hafnar- laga væru fyrir löngu orðin úr- elt, t.d. ákvæðin um hlutföllin milli framlags ríkissjóðs og sveitarfélaga til hafnanna. Nauð synlegt væri einnig að efla hafn arbótasjóð verulega ef hann ætti að geta sinnt hlutverki sínu. Sagði Sigurður, að nú hefði komið fram hjá sjávarútvegs- málaráðherra að ríkisstjórnin hefði ákveðið að gera nú gang- skör að því að Ijúka heildar- endurskoðun hafnarlaganna og kvaðst hann fagna þeirri yfirlýs- ingu, en kvaðst gjarnan vilja heyra meira frá ráðherra þess efnis, hvað skjótt þessi endur- skoðun ætti að gerast, eða hvort leggja ætti fyrir frumvarp á næsta reglulegu Alþingi. Eggert G. Þorsteinsson svaraði því til, að það hefði réynzt ýms- um erfiðleikum háð, að ná sam- stöðu um endurskoðun þessa og þó einkum að útvega fé, en að því mundi samt stefnt að leggja fram frumvarp til afgreiðslu á næsta Alþingi. —Alþingi Framhald af bls. 32 Karl Kristjánsson (F) mælti fyrir áliti fjárhagsnefndar deild- arinnar. Sagði hann að þegar lögin um kísil- gúrverksmiðju voru sett hefði verið reiknað með þátttöku hollenzka fyrir- tækisins AIME, en það félag hefði ekki átt lögheimili í heimalandi sinu. Undirbúningsfélag hefði verið stofnað með þátttöku AIME og íslenzka ríkisins og hefði það félag, Kísiliðjan h.f., haft veg og vanda af öllum undirbúningi við byggingu verksmiðjunnar. Nú hefði það hins vegar komið á daginn, að hollenzka fyrirtæk- ið teldi sig ekki hafa yfir nægi- legu fjármagni að ráða til þess að taka þátt í framkvæmdunum og auk þess hefði legið fyrir að það gat ekki gert nógu tryggt að framleiðsluvaran seldist. Hefði því AIME dregið sig til baka. Þá hefðu verið hafnar við- ræður við bandaríska fyrirtæk- ið Jons-Manville, en það fyrir- tæki væri mjög stór framleiðandi og seljandi kísilgúrs. Johns-Man- ville hefði þegar sýnt málinu áhuga og hefði hafið hér rann- sóknir á hráefninu, m.a. mögu- leika þess að ná vatni úr því. Væri það mál nú leyst. 14. og 15. þessa mánaðar hefði svo orðið samkomulag um aðal- atriði, með þeim fyrirvara að Al- þingi gæfi umboð sitt. Væri því frumvarp þetta lagt fram og fæl ist í því viðbót og breyting frá lögum 1964. Karl sagði, að síðan Kísiliðj- an h.f. hefði verið stofnuð hefði hún unnið að ýmsum fram- kvæmdum til þess að prófa hrá- efnið og einnig hefðu margvis- leg tæki þegar verið keypt. Þá hefði einnig mikil verkfræðileg vinna átt sér stað og búið væri nú að tryggja kaup á vélum til verksmiðjunnar. Allt þetta kallaði á áframhald, ef að gagfai ætti að koma. Þá vék framsögumaður að því, að væntanlega yrði stofnað sölu- fyrirtæki hérlendis, sem þó væri að fullu eign útlendinganna. Hefði það verið ákveðið' ein- Fjórhagsneínd mælír með ríkis- óbyrgð fyrir FÍ f GÆR var lagt fram á Aiþingi nefndarálit frá fjárhagsnefnd efri-deildar um frumvarpið um að veita ríkisstjóminni heimild til að ábyrgjast lán fyrir Flug- félag íslands h.f. til kaupa á millilandaflugvél. Mælir nefnd- in með samþykkt frumvarpsins. Undir nefndarálit skrifa Ólafur Björnsson, Jón Þorsteinsson, Karl Kristjánsson, Sveinn Guð- mundsson, Helgi Bergs, Hjalti Haraldsson og Þorvaldur Garð- ar Kristjánsson. göngu vegna okkar óska, þar sem Johns-Manville teldi það sér engan ágóða að hafa fyrirtækið staðsett hérlendis. Þetta hefði hins vegar þann hagnað í för með sér, fyrir íslendinga að um- boðslaunin yrðu hér skattskyld. Væri þetta því sem fundið fé. Lagði framsögumaður áherzlu á að mál þetta yrði afgreitt á þingi nú þar sem vel gæti farið svo, að snurða hlypi á samningaþráð- inn ef beðið væri til næsta Al- þingis .Að lokum þakkaði fram- sögumaður Magnúsi Jónssyni fjármálaráðherra er var formað ur samninganefndar við Johns- Manville og sagði að ráðherra hefði við samningagerðina sýnt mikla festu og lipurð. Hjalti Haraldsson (K) sagði það varhugavert að veita ríkis- stjórninni jafn víðtæka heimild og fælist í frumvarpinu. Þá vék hann einnig að 7. grein frum- varpsins sem fjallar um náttúru vernd og þótti að þar væri ekki nógu fast að orði kveðið. Að lok- um sagði hann, að hann væri ekki andvígur málinu í sjálfu sér, en ólíkt hefði verið geðfeld- ara ef hægt hefði verið að vinna eftir þeim lögum er sett voru 1964. Helgi Bergs (F) sagði að mál in horfðu nú allt öðru vísi við en áður. Frumvarp það sem hér væri um að ræða fæli í sér víð- tæka heimild fyrir ríkisstjórn- ina að emja v ðerlenda aðila um erlent fyrirtæki er starfaði hérlendis og um nýja skatt- heimtuaðferð. — Þkð yrði að liggja alveg Ijóst fyrir fælist í heimildar at- kvæðum frumvarpsins. Eigna- aðild ríkissjóðs yrði 51% af hluta bréfum og mætti þá segja að umráð ríkisins yrðu áfram tryggð, en hætt væri við að til kæmu aukin áhrif erlendra að- ila á tæknilegar framkvæmdir. Þá væri alltaf ógeðfellt að gera frávik frá skattareglum, þó svo virtist að ekki væri óeðlilegt að fallast á það í þessu tilviki. Hér væri um nýjan erlendan aðila að ræða, og að sínu áliti yrði á það að leggja sama mæli- kvarða og Framsóknarflokkurinn hefði áður gert, að ef um rekstur erlendra aðila væri að ræða yrði það að vera liður í heildaráætl- un. Það yrði einnig að liggja fyrir til hvað langs tíma væri ætlað að samningurinn stæði og hvernig ríkisstjórnin hyggðist beita þeim heimildum er í frum varpinu fælust og hvort nokkuð fæli í sér það sem lyti að íslenzk um lögum. Jóhamn Hafstein iðnaðarmála- ráðherra sagði að lögin um kísil gúrverksmiðju við Mývatn frá 1964 veittu almennan rétt til sam vinnu við erlend ? « ,v, «. an aðila um framleiðslu og sölu kísilgúrs og takmörkuðust lögin ekki við AIME og sam- vinnu við það. Ráðherra kvaðst telja það rétt að Alþingi yrði gerð grein fyrir, til hlítar, ef, og þegar lægju hugsanlegar breyt- ingar frá því sem áður hefði ver- Meíríhluti landbúnaðuinefndur efri-deildar vill fellu minkufrumv. f GÆR voru lögð fram nefndar- álit frá landbúnaðarnefnd efri deildar um frumvarpið um loð- dýrarækt. Leggur meiri hluti nefndarinnar til að frumvarpið verði fellt og rökstyðja álit sitt með því að frumvarpið sé mjög ófullkomið, þegar höfð væri í huga sú áhætta sem fylgdi því, ef það yrði að lögum. Þá liggi heldur ekki fyrir nógu ljósar áætlanir um stofn- og rekstrar- kostnað minkabúa. Að meiri hluta álitinu standa Ásgeir Bjarnason, Páll Þorsteinsson, Ragnar Jónsson og Hjalti Har- aldsson. Að minnihluta álitinu standa þeir Jón Þorsteinsson og Sig- urður Ó. Ólafsson. Kemur fram í áliti þeirra að þeir telji rétt eftir atvikum að mæla með sam- þykkt frumvarpsíns, þar sem villiminkur væri til staðar í land inu og ýmsir hefðu trú á því, að ræktun minks í búrum kynni að verða ábatasamur atvinnu- vegur. ið ráðgert við afgreiðslu málsins í þinginu, að svo miklu leyti sem aðstöðubreytingar kynnu að leiða til þess að nauðsyn væri breyt- inga í löggjöf. Þá svaraði ráðherra því er komið hafði fram í ræðu Helga Bergs. Sagði hann að um gildis- tímann hefði verið gert ráð fyrir 20 árum og hefði orðið um það samkomulag milli samningsað- ila og væri ekki ástæða til að ætla að það breyttist. Um það hvort sölufélagið, sem væri eign erlends fyrirtækis, lyti í einu og öllu íslenzkri lög- gjöf, kvaðst ráðherra reiðulbúinn að gefa þá yfirlýsingu, að það mundi gera það alveg eins, að sínu leyti ,eins og álbræðslufyrir tækið í Straumsvík lyti að einu og öllu islenzkri löggjöf. Ráð- herra kvaðst ekki vilja binda sig neitt við neinar yfirlýsing- ar um það að ríkisstjórnin í fram tíðinni kynni ekki að vilja skjóta ágreiningi í sambandi við Johns- Manville til erlends gerðardóms eða ailþjóðlegs gerðardóms. Sem kunnugt væri lægi fyrir Alþingi frumv. um staðfestingu á sam- þykkt Alþjóðabankans um lausn fjárfestingardeilna, og gerði það ráð fyrir gerðardómi milli ríkja og einkafyrirtækja og næði frum varp þetta samþykki Alþingis yrði það að sjálfsögðu í sam- ræmi við íslenzka löggjöf að semja um meðferð mála samkv. þeirri löggjöf. Helgi Bergs (F) sagði að auð vitað yrði gerðardómsákvæði að íslenzkum lögum, ef frumvarp það er aðild íslands og Alþjóða- bankagerðardómnum yrði að lög um. Það sem móli skipti í þessu sambandi væri, hvort frekari á- kvæði um gerðardóma yrði tekin upp í samninga við Johns-Man- ville. Magnús Jónsson fjármálaráð- herra, sagði að eitt atriði í fyrir- huguðum samn- ingum væri það að gert yrði ráð fyrir að deilu- mál yrðu send til gerðardóms. Sá gerðardómur yrði þá væntan- lega þannig, að hvor aðili um sig tilnefndi í hann einn mann, en Hæstiréttur Islands skipaði oddamanninn, ef samkomulag yrði ekki milli að- ila um útnefningu hans. Ólafur Jóhannesson (F) taldi að ekki hefði komið fram nægi- lega skýr svör hjá ráðherran- um, hvort frek- ari ákvæði um gerðardóma ætti að taka upp í samningana. Ef um þann gerðar dóm er fjármála ráðherra hefði talað um, væri að ræða, væri það ljóst að hann lyti í einu og öllu íslenzkum lög um og væri á engan hátt sam- bærilegur við gerðardómsákvæði álsamninganna. Helgi Bergs talaði aftur Og lagði þá fram tillögu að rök- studdri dagskrá, er gerði ráð fyrir að frumvarpinu yrði vísað frá. Karl Kristjánsson sagði, að hann sem þátttakandi í samning um við Johns-Manville gæti lýst því yfir að félögin mundu í öllu lúta íslenzkri löggjöf. Sér dytti ekki í hug að ríkisstjórnin tæki upp á því að óska eftir erlendum gerðardómi eftirá. Frávísunartil- laga Helga Bergs væri því óþörf og mundi hann greiða atkvæði gegn henni. Gils Guðimmdsson (K) taldi þetta frumvarp og fyrirhugaða samninga við Johns-Manville ekki sambærilega við samning- ana við AIME. Þá taldi hann að óeðlileg bjartsýni hefði komið fram hjá Karli Kristjánssyni varðandi heimildarákvæði til handa ríkisstjórninni. Kom málið þá til atkvæða og var frávísunartillaga Helga Bergs fyrst borin undir atkvæði og felld með 10 atkv. gegn 8. Við fyrstu grein frumvarpsins var viðhaft nafnakall og féllu atkvæði þannig: Já sögðu: Sig- urður ó. Ólafsson, Auður Auðuns Ragniar Jónsson, Eggert G. Þor- steinsson, Pétur Pétursson, Jón Árnason, Karl Kristjánsson, — Magnús Jónsson, Ólafur Björns- son, Sveinn Guðmundsson og Þor valdur Garðar Kristjánsson. Nei sögðu: Alfreð Gislason, Ás geir Bjarnason, Hjalti Haralds- son, Gils Gruðmundsson, Helgi Bergs, Bjarni Guðbjörnsson, Ól- afur Jóhannesson og Páll Þor- steinsson. Frumvarpsgreinin var þannig samþykkt með 11 atkv. gegn 8. Einn þingdeildarmaður Jón Þor- steinsson var fjarstaddur. Loggjöf um fiskveiðar í landhelgi endurskoðuð Á FUNDI í neðri deild í gær var frumvarpið um breytingu á lög- -je tgpqpuet j jegtaAtistj utn uin greitt við 3. umræðu og endur- sent til efri deildar vegna breyt- inga er gerð var við það í neðri deild. Er málið kom til 3. um- ræðu kvaddi sjávarútvegsmála- ráðherra Eggert G. Þorsteinsson sér hljóðs og sagði að í sambandi við þetta frumvarp og fram- komna þingsályktunartillögu sama efnis mundi ríkisstjórnin beita sér fyrir því að löggjöfin um fiskveiðar í landhelgi yrði endurskoðuð í heild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.