Morgunblaðið - 30.04.1966, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.04.1966, Blaðsíða 30
MORCUNBLAÐIÐ LaTigardagur 30. apríl 1966 FH sló vopnin af Fram meö hraða og ákveðnum leik íslandsbikarinn verður áfram í Hafnarfirði HUNDRUÐ manna æptu sig ráma og háisa undir úrslitaorrustu FH og FRAM um fslandsmeistaratitilinn í hanðknattleik. Hita- svækjan var óskapleg í þessum gamla bragga, sem enn er vígi íslandsmótsins. Barátta liðanna var æsispennandi og goS — glæsi- leg tiiþrif á köflum. En þrátt fyrir greinilega meiri hróp affdáenda FRAM, enda fleiri, þá fékkst engu þar um breytt að fslandsbikar- inn verffur áfram í Hafnarfirði. FH vann leikinn meff 21 gegn 15 og þaff fór ekki á milli mála aff betra liffiff þetta kvöld sigraði. ★ Atburffamikil byrjun. FH-menn kom mjög ákveðnir til leiks og það svo óvenjulega að þeir hreinlega slóu vopnin úr höndum Framara. Frumkvæð ið var í höndum FH. Og fyrstu mínúturnar voru á- takamiklar og örlagaríkar. örn skoraði fyrsta markið og Hjalti varði litlu síðar víti Guðjóns Jónssonar. Þorsteinn ver síðan vel og Gunnlaugur á skot yfir mark FH. Þá fær FH víti en Örn hittir í markstöng. Guðjón á skot af löngu færi í stöng. Loksins á 5. mín tókst Erni að skora. Byrjunarspennan var bú- in — FH í vil. ir Fram jafnar. En Framarar höfðu þó ekki verið slegnir út af laginu þó þeir ekki næðu frumkvæði leiksins. Gunnlaugur skorar úr víti og spennan eykst. Loks fundu Fram Víkingar 1. deild Víkingur vann Þrótt í gær- kvöldi meff 27-15 og vann meff því keppni þessara liffa ásamt ÍR um lausa sætiff í 1. deild, en venjulegri keppni lokinni voru þessi 3 liff jöfn. Víkingar færast þá í 1. deild sína í aukakeppninni en ÍR vann Þrótt. Víkigar færast þá í 1. deild eftir alllanga setu í 2. deild. , arar komast yfir. öm jafnar og Gylfa Jóh. hittu í markið. Hann skoraði þannig tvívegis og Fram- arar komast yifr. örn jafnar og nær forskoti fyrir FH aftur en GyKi Jóh. nær enn að skora fyrir Fram á sama hátt og fyrr (hoppar upp) og leikurinn er jafn. En þetta voru eins og fjör- kippir hjá Fram. Á næstu mín- útum tekst FH að skora og ná öruggri forystu 7—4 en undir lokin er nokkurt fát á FH-mönn- um og ónákvæmar sendingar orsaka að þeir missa knöttinn svo Fram nær sókn og smásax- ast á forskotið og við leikhlé er staðan orðin jöfn 8—8. Upphaf síffari hálfleiks var ekki síffur sögulegt. Gunn- laugur hittir ekki mark FH í vítakasti á 1. mín. Mark þar hefffi getaff snúið leiknum. Fram í vil. En baráttan er hörff. Páll skorar úr víti fyrir FH — en litlu síffar er Ragn- ari Jónssyni FH vikiff af velli í 2 mín og meffan hann er utan vallar er Geir Hallsteins syni FH einnig vikiff af velli. Þessi blófftaka orskaffi þó ekki nema 2 mörk fyrir Fram en þá var Fram í forystu 10—9. Örn jafnar og eru þá aðeins 6 mín af síðari hálfleik — þó allt þetta væri búið að ske. Hús- ið var eins og suðupottur fyrir sakir spennings. Svitinn lak af mönnum og margir höfðu fækk- að fötum. ★ Sigurganga FH. Og síffan hefst sigurganga FH. Meff mjög hröðum en hnitmiðuðum og yfirveguff- um leik taka þeir hrein- lega öll völd í hendur á vell- inum. Byggffu þeir sókn sína mjög á fjórum mönnum sem unnu saman eins og vel smurt hjól á vinstri sóknarvæng. Þetta voru Ragnar, Geir, örn og Páll. Hinir aðstoffuffu að sjálfsögffu á milli hægra meg- in — en alltaf var opnað vinstra megin. Og á þremur mín nær FH 3 marka for- skoti og eftir þaff var forysta liðsins aldrei í hættu. Er líða tók á leikinn var for- usta FH komst í 3 mörk en und- og einsýnt um endalok. Fram- liðið brotnaði og leikmenn tóku að skjóta í tíma og ótíma. Enn míssti FH mann af velli Einar fór út fyrir litlar sakir. Fram náði smáfjörkipp og for- usta FH komust í 3 mörk en und ir lokin óx hún aftur í 6. Loka- tölur urðu 21—15. ic Liðin. FH-liðið var óþekkjanlegt frá leiknum við Fram s.l. sunnudag. Framhald á bls. 31 Páll Eiríksson er kominn inn á línu hjá Fram, en Gylfa Hjálmarssyni tókst aff vama því í þetta sinn aff knötturinn hafnaði í netinu. ÍR Islandsmeistari í kvennaflokki KR sigraði alla í karlaflokki IKF fellur ■ 2. deild Á fimmtudagskvöldiff fóru asta mann, Agnar Friffriksson fram að Hálogalandi síðustu leikir íslandsmeistaramótsins í körfuknattleik. KR og ÍR léku í I. deild, leikurinn skipti reynd- ar engu máli um úrslit móts- ins, því KR hafffi þegar tryggt sér sigur í mótinu, og hafffi 14 stig fyrir leikinn en ÍR affeins 10. Þessi viffureign sem og veikti þaff liffiff til muna. KR og ÍR áttu einnig liff í eld- inum í meistaraflokki kvenna, og þar tókst ÍR stúlkunum að bæta svolítiff upp tap piltanna í I. deild og sigurðu örugglega 28:18. Einnig börðust KFR og ÍKF um tilveruna í I. deild og sigruffu KFR ingar í þeirri viff- stillt var upp sem úrslitaleik ureign meff 70:63, þannig aff bauff ekki upp á þá stemmingu ÍKF fellur niffur í II. deild. sem slíkum leikum á aff fylgja. KR var frá fyrstu mínútu hinn öruggi sigurvegari og naffi IR liffiff aldrei aff ógna þeim og gefa lokatölurnar, 94:59, ljósa mynd af gangi leiksins. Reynd- ar vantaði ÍR einn sinn sterk- 73 keppa um Islands- meistaratitla í badminton INIokkrir keppendur utan af landi Islandsmótið í badminton fer fram nú um helgina og verður þaff sett kl. 2 á Iaugardag í KR- húsinu viff Kaplaskjólsveg. TBR sér um framkvænid mótsins. Verffur þetta mót væntanlega hið fjölmennasta sem hér hefur veriff haldiff í þessari grein, en skráðir keppendur eru alls 73 og verða leiknir um 80 leikir. Keppt verður í þremur flokk- um, þ.e. meistaraflokki, fyrsta flokki og unglingaflokki. Það kemur glöggt í ljós, að útbreiðsla badmintoníþróttar- innar er orðin mikil og fer vax- andi. Skráðir eru til leiks kepp- endur frá 6 félögum, þ.ám. frá 3 stöðum utan Reykjavíkur. Má því búast við enn skemmti- legri og tvísýnni keppni en ella, því fátt er enn vitað um getu keppendanna utan af landi ann- að en það, að íþróttin er viða stunduð af kappi og framfarir geta því verið örar. Frá Akranesi koma 6 kepp- endur, þar af 4 í I. flokki en 2 í unglingaflokki. Badmintonfélag ísafjarðar sendir 5 keppendur til rnóta- ins. Tveir þeirra hafa rétt til keppni í meistaraflokki þar sem þeir hafa áður sigrað í keppni L flokks á íslandsmóti. Þetta eru þeir Einar Valur Kristjáns- son og Björn Helgason, sem báð- ir eru raunar þjóðkunnir íþrótta menn úr öðrum greinum. Frá badmintonfélagi Siglu- fjarðar eru væntanlegir 3 kepp- endur. Skandinaisk Boldklub í Reykjavík sendir 3 keppendur. Frá KR eru skráðir keppendur 14 og frá Tennis og badminton- félagi Reykjavíkur 42 keppend- ur. Yfirleitt er spáð tvísýnum og spennandi leikjum í flestum greinum, og munu flestir ef ekki allir núverandi meistarar í badminton taka þátt í mótinu. Úrslitaleikir mótsins hefjast kl. 2 á sunnudag, einnig í KR-hús- inu. ÍR-KR meistaraflokkur kvenna 28-18. IR stúlkurnar voru allan tím- ann sterkari aðilinn og þrátt fyrir góðar tilraunir KR liðsins var sigur þeirra aldrei í hættu. Var staðan í hálfleik 15-9, og juku þær forskot sitt enn í seinni hálfleik og sigruðu örugg lega 28-18, í þessum eina leik í meistaraflokki kvenna, en að- eins lR og KR sendu lið til keppni í þessum flokki. Beztan leik hjá Islandsmeisturunum sýndi Rannveig Laxdal og skor- aði hún 7 stig. KFR-lKF 1. deild 70-63. Þessi leikur var einn sá harð- asti og fastast leikni sem sést hefur í þessu móti, var greini- legt að hvorugt liðið var sér- lega fúst til dvalar í II. deiid næsta ár. Náðu KFR-ingar betri byrjun og höfðu í hléi yfir 37- 34. í síðari hálfleik léku ÍKF menn af miklu kappi og fast til sigurs. Var leikurinn mjög jafn, en þó fremur ljótur fyrir hörku sakir. Drógu ÍKF menn á undir lokin og þegar tímavörð- ur gaf merki til leiksloka var staðan 70:63 KFR í vil og örlög ÍKF ráðin um setu í 2. deild næsta ár og koma Stúdentar upp í I. deild í þeirra stað. Hjá KFR voru beztir Þórir með 28 stig og Ólafur Thorlacius, en Friðþjófur var drýgstur við stigaskorun hjá ÍKF með 18 stig. Dómarar voru Einar Oddsson og Hilmar Ingólfsson og dæmdu af hreinni snilld. KR-ÍR I. deild, 94-59. Leikur án spennu og án virki legs áhuga leikmanna sjálfra, á gangi leiksins. Ekki úrslitaleik* ur eins og til stóð, heldur ein- vörðungu síðasti leikur mótsins, úrslit hans höfðu engin áhrif á úrslit mótsins, KR ingar hlupu inn á völlinn sigurvegarar í mót inu. Bar leikurinn þess merki og bauð ekki uppá neitt sem haldið gæti áhuga áhorfenda vakandi. ÍR liðið var að auki í molum vegna fjarveru Agnars Friðrikssonar og gerði það sitt til þess að spilla leik liðsms. Sigurinn 94-59, eftir stöðuna 41- 28 í hléi, er mjög hæfilegur eftir framvindu leiksins og áttu Kristinn með 27 stig, Guttorm- ur með 18 stig og Kolbeinn beztan leik KR inga, en Hólm- steinn var sá sem bezt barðist ÍR manna og skoraði hann 23 stig. Dómarar í leiknum voru Guðjón Magnússon og Ingi Gunnarsson. \ Sigurvegarar í hinum ejn- stöku flokkum íslandsmeistara- mótsins í körfuknattleik 1966 urðu: Karlar: I. deild II. deild I. flokkur II. flokkur III. flokkur IV. flokkur KR ÍS KR Ármann KR ÍR Kvennaflokkar: Meistaraflokkur IR II. flokkur Snæfell frá Stykkishólmi. Nánari töluleg úrslit birtast hér á síðunni í næstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.