Morgunblaðið - 30.04.1966, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.04.1966, Blaðsíða 23
/ . Laugardagur 30. aprfl 1966 t*pRGUNBLADID 23 i Hlíf segir upp sumningum VERKAMANNAFÉLAGH) Hlíf íHafnarfirði efndi til fundar sl. fimmtudag. Var hann haldinn í Góðtemlarahúsinu, og var húsið þéttsetið: Fundurinn samþykkti einróma að segja upp samning- um við atvinnurekendur og ganga þeir úr gildi 1. júní n.k. Nokkrar tillögur voru sam- þykktar á fundinum, m.a. mót- xnælti hann þeim ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar að afnema niðurgreiðslur á fiski og smjör- líki, svo og afnámi verðlags- ákvæða á fjölda vöruflokka og hækkuðu álagi á vörur. For- dæmdi fundurinn þá efnahags- þróun er nú ætti sér stað, og þrengi sífellt kjör aiþýðunnar. Fundurinn fagnaði því að 1. maí skuli hafa verið lögfestur sem almennur frídagur, og þakk aði þeim, sem höfðu um það forgöngu. I»á mótmælti fundurinn hinni skefjalausu hækkun á lyfjum og allri þjónustu lyfjabúða við al- menning. Loks taldi fundurinn það óviðunandi ástand að Hafn- firðingar skuli þurfa að greiða hærra verð fyrir rafmagn, sem þeir kaupa, en aðrir 1 kaupstöð- um á orkusvæði Sogsvirkjunar- innar. Morag og Malcolm Frager. Bretar veita Indónesíu milljón punda aðstoð Djakarta, 29. apríl — AP — BRETAR hafa veitt Indónesíu einnar milljón punda fjárhags- aðstoð, sem að ósk Breta á að nota i baráttu gegn sjúkdómum og til að efla félags og fræðslu- mál landsins. Sukarno forseti, tilkynnti um aðstoð þessa á föstudag og kvaðst fagna henni. Ráðherrar í Indónesíu hafa sagt að aðstoð þessi muni á engan hátt hafa áhrif á núverandi ut- anríkisstefnu landsins. Meira en 50 manns hefur far- Malcolm Frager leikur hér 9. maí INNAN skamms er væntanlegur hingað til lands bandaríski píanó leikarinn Malcolm Frager og kemur hann hingað á vegum Péturs Péturssonar. Frager kom hingað fyrir tveimur árum og hélt hann þá einleikstónleika og lék einnig með Vladimir Ashken azy. Að þessu sinni mun Frag- er halda hér eina tónleika og verða þeir í Þjóðleikhúsinu Málverkasýning í Bogasalnum í dag I DAG kl. 4 hefst sýning á mál- verkum Kristjáns Davíðsson- Kjorvalssýn- ingunnilýkur ú sunnudug Á unnudagskvöld 1. maí lýk- ur Kjarvalssýningu þeirri, sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur í Listasafni íslands. At- hygli skal vakin á því, að þar er nú í fyrsta sinn til sýnis mál- verkið Svanasöngur, sem Kjarv- al gaf Listasafninu fyrir skemmstu. Laugardaginn 30. apríl og sunnudaginn 1. maí verður sýningin opin frá kl. 13.30-22. Fólki er bent á að nota þetta einstaka tækifæri til að kynnast listaverkum Jóhann- esar S. Kjarvals í eigu Lista- safns íslands. (Frá Listasafni Islands). ar í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Standa þá yfir tvær sýningar í borginni á verkum Kristjáns. Á sýningunni, sem opnuð verður í dag eru 19 málverk eftir Kristján Davíðsson. Hefur hann tekið upp þá nýlundu að nafngreina ekki hvert málverk út af fyrir sig, eins og venja hefur verið á listaverkasýning- um, heldur skipa þeim saman í flokk, sem hann nefnir „Birtan í fjörunni“. Kvað Kristján i sam- tali við fréttamann blaðsins 17 þessara málverka eiga heima í þessum flokk, en tvö þeirra stæðu ef til vill utan við hann. Sagði Kristján, að eins og nafn- giftin bæri með sér væru við- fangsefnin tekin úr sjávarmál- inu og bæru litir og hreyfingar í listaverkunum þess gleggstan vott. Sýning þessi verður opin í 10 daga, frá kl. 3—22 daglega, en sýningtími mun samt ekki ákveðinn endanlega. Eins og fyrr greinir stendur yfir önnur sýning á málverkum Kristjáns Davíðssonar hér í borg inni. Er hún í Unuhúsi, og var opnuð 1. apríl. Björgunardeildin Ingólf- ur fær nýja sjúkrabifreið BJÖRGUNARDEILDIN Ingólfur í Reykjavik hefur nýlega eign- ast geysistóra og háa sjúkrabif- reið, sem á að geta tekið níu sjúkrarúm. Er bifreiðin af gerð- inni Unimoc S, og hefur björg- unarsveitin látið byggja yfir hann, en félagar úr sveitinni hafa sjálfir innrétt bifreiðina mjög skemmtilega í fristundum á kvöldin og um helgar. Bif- reiðin hefur drif á öllum hjól- um og er með læstum hjólum, og á hún að geta komið að sér- stökum notum í ófærð. I bifreið- inni er rúm fyrir lækni og hjúkr unarkonu. Ekki hefur verið gengið frá bifreiðinni að fullu, en hún mun verða til sýnis al- innar, Baldri Jónssyni, formanni björgunarsveitarinnar Ingólfs, 50 þús. kr. að gjöf. og skal pen- ingunum varið til þess að festa kaup á sjúkragögnum. mánudaginn 9. maí kl. 20:30. Á efnisskránni verða þrjú verk: sónata í D-dúr K 311 eftir W.A. Mozart, sónata í h-moll eftir Chopin og „Myndir á sýningu" eftir Moussorgsky. Aðgöngumið- ar að tónleikunum verða seldir í Þjóðleikhúsinu og hefst sala þriðjudaginn 3. maí. Frager mun leika á ísafirði þriðjudaginn 10. maí. Skagfirzkar konur halda bazar KVENNADELID Skagfirðinga félagsins í Reykjavík heldur sinn árlega bazar og kaffisölu í Breiðfirðingabúð sunnudaginn 1. maí kl. 2 e.h. til ágóða fyrir starfsemi sína og væntir þess að það verði fjölsótt að vanda. Kvennadeildin hefir starfað af miklum krafti sl. 3 ár, haldið fræðslu- og skemmtifundi og sl. frk. Jónínu Guðmundsdóttur, vetur var föndurnáskeið á veg- um deildarinnar undir leiðsögn handavinnukennara. Árlega hef ir deildin gengist fyrir 1 dags skemmtiferð fyrir alla Skagfirð- inga í Reykjavík, sem þess óska. Fyrirhugað er að farin verði slík ferð 26. júní n.k. og að þessu sinni verða skoðaðir sögu staðir Njálu. Stiórn Kvennadeildarinnar skipa Guðrún Þoivaldsdóttir for- rnaður, Jóhanna Þorsteinsdóttir, ritar, Margrét Eggertsdóttir, gjaldkeri. Meðstjórnendur Stefania Guðmundsdóttir og Margrét Margeirsdóttir. Leiðrétting I minningargrein Péturs Ott- esen um séra Sveinbjörn Högna son hafa orðið nokkur mistök í prentun t.d. „lögfræðingaset- ur“ í stað „höfðingjasetur“ og auk þess nokkrar orðalagsbreyt ingar, sem spilla réttu málíari og breyta jafnvel meiningu. Dómur fallinn í Kristmanns cg Thors DÓMUR í máli Kristmanns Guðmundssonar og Thors Vil- hjálmssonar féll í Bæjarþingi Reykjavikur þann 26. apríl sl. Kristmann stefndi Thor fyrir menningi í byrjun næsta mán- ummæli hans, er birtust í fyrsta aðar. Þess má geta, að á afmælis- degi kvenadeildar Slysavarnafé- lagsins í fyrrakvöld, hélt kvenna deildin hóf fyrir fulltrúa á lands þinginu. Þar afhenti Gróa Péturs dóttir, formaður kvennadeildar- tölublaði timaritsins Birtings 1963, og fór Kristmann fram á 200 þúsund kr. miskabætur. Dómsorð féll á þá lund, að ummæli stefnda, Thors Vilhjálms sonar, voru dæmd ómerk, og honum gert að greiða 200 kr. sekt í ríkissjóð, en sex daga varðhald komi í stað sektar- innar, verði hún eigi greidd innan fjagra vikna frá birtingu dóms þessa. Stefndi greiði stefnanda fé- bætur að fjárhæða kr. 500, birtingarkostnað að fjárhæð 2000 kr. og kr. 2500 í málskostn- að innan 15 daga frá birtingu dóms þessa að viðlagri aðför að lögum. izt vegna eldgossins á austur- Jövu sem hófst fyrir nokkrum dögum. 100 manns er saknað og búizt við að tala látinna eigi eftir að stíga nokkuð. Sukarno forsti Indónesíu, til- kynnti á föstudag, að Bretar hefðu nýlega veitt landinu fjár- hagsaðstoð, sem næmi einni milljón punda • (120 millj. ísl. kr.). Sukarno kvaðst hafa þegið þessa aðstoð með þökkum og bætti því við, að sér stæði á sama hvort fé þetta væri frá Bretum eða væri af himnum sent. Sukarno var staddur í japanska sendiráðinu í Djakarta er han tilkynnti fréttamönnum um aðstoð þessa. Hann kvaðst ekki vilja ræða málið nánar að sinni, enda væri sendiráðið ekki rétti staðurinn til þess. Með Sukarno í sendiráðinu voru margir af ráðherrum hans Norrænu íélugið í Kópuvogi NORRÆNA félagið í Kópavogi heldur aðalfund sinn klukkan 3 síðdegis á laugardag, 30. apríl. Fara þar fram venjuleg aðal- fundarstörf, en einnig mun Magn ús Gxslason ræða startf norrænu félaganna á fundinum. Tvötfald- ur kvartett Kópavog9Í>úa syng- ur. Auður Guðmundsdóttir segir frá vinabæjaferð til Norður- landa. Fundurinn verður hald inn í Félagsheimili Kópavogs. Skurðsvík 1140 tonn Heilissandi, 29. apríl AFLI hefur verið sæmilegur hjá Hellissandsbátum að und- anförnu, og er Skarðsvík kom- in með 1140 tonn. Er það lang- hæsti báturinn hér og senni- lega hér á landi. Helgisýning I Langholtssókn VETRARSTÖRFUM safnaðar- félaganna í Langholtssókn er nú að ljúka og hafa þau verið fjöl- breytt og blómleg. En þar starfa mörg fél. að uppbyggingu kristi legrar og kirkjulegrar safnaðar vitundar. Að kvöldi 1. maí næstkomandi verður nokkurs konar lokaþáttur vetrarstarfseminnar með fjöl breyttri helgisamkomu á vegum Bræðrafélags satfnaðarins, en öll félögin leggja þó fram efni til samkomunnar. Aðalþáttur dagskrárinnar verð ur Helgisýning, sem netfnist Fjársjóður á himni, eða Himna- höllin, þýdd eftir sr. Sig. Hauk, en bræðurnir leika sjálÆir undir leiðsögn Theodórs Halidórsson ar leikstjóra o.fl. Þetta ei: meðal allra fyrstu helgisýninga, sem hafa verið settar á svið hér á landi, minnsta kosti utan hátíða t.d. um jólin, en þá hefur unga fólkið sýnt jólasýningar. Helgi leikur þessi er saminn á ensku og er um konu Tómasar postula til Indlands. Þá mun Æskulýðsfélagið flytja skemmtiefni, konur úr Kven- félaginu syngja undir stjórn Helga Þoriákssonar, skólastjóra, og kirkjukórinn flytja kirkju- tónlist sem Jón Stetfánsson org- anleikari hefur æít og stjórnar. Prestar safnaðarins sr. Sig. Haukur Guðjónsson og sr. Áre- líus Níelsson flytja stutt ávarp. Væntanlega fjölmennir fólk á þessa vönduðu helgisamkomu, sem hefst kl. 20.30. og lýstu þeir allir yfir ánægju sinni yfir þessari brezku aðstoð. Suharto hershöfðingi, var að því spurður hvort þessi fjárhagsað- stoð gæti leitt til bætrar sam- búðar milli Indónesíu og Malay síu. Hann svaraði ekki með ber- um orðum, en kinnkaði aðeins kolli. Aðrir ráðherrar töldu, að hin brezka aðstoð myndi á eng- an hátt hafa áhrif á núverandi utanríkisstefnu Indónesíu. Brezka stjórnin hefur lýst því yfir, að fjárhagsaðstoð þessi hafi verið veitt til að hjálpa Indó- nesíu í baráttunni gegn sjúk- dómum og til að efla félags- og fræðslumál landsins. Um hálf milljón manna býr á svæði því á austur-Jövu, þar sem eldgosið hefur valdið miki- um skemmdum. Talið er að meira en 50 manns hafi þegar látizt af völdum eldgossins og um 100 manns er enn saknað. Búizt er við að tala Látinna eigi enn eftir að hækka. BRIDGE LOKIÐ er 20 spilum í öllum leikjum í heimsmeistarakeppn- inni í bridge fyrir sveitir, sem fram fer þessa dagana í borg- inni St. Vincent á Ítalíu. Staðan er þá þessi: Ítalía — Holland 72:25 Ítalía — Thailand 69:14 Ítalía — Venezuela 63—26 Ítalía — Bandaríkin 41:17 Holland — Bandaríkin 53:45 Holland — Vénezuela 46:25 Holland — Thailand 62: 2 Bandaríkin — Thailand 52:31 Bandaríkin — Venezuela 44:29 Venezuela — Thailand 43:33 Alls eru spiluð 140 spil milli sveita og er þeim skipt í sjö 20 spila lotur. Keppninni lýkur 8. maí n.k. ítölsku heimsmeistararnir hafa þegar náð góðu forskoti í öllum leikjunum og háfa sýnt framúr- skorandi góða spilamennsku. — Beðið var með mikilli eftirvænt- ingu eftir fyrstu 20 spilunum i leiknum milli Ítalíu og Banda- ríkjanna. Fyrir Ítalíu spiluðu Belladonna, Avarelli, Forquet og Garozzo, en fyrir Bandaríkin Murray, Kehela, Mathe og Hamman. ítalska sveitin tók for- ystu í fyrsta spili, bætti síðan jafnt og þétt við og lauk lotunni með 24 stiga sigri heimsmeistar- anna. Bandarísku spilararnir Mathe og Hamman þóttu djarfir í sögnum og sögðu nokkrar vafa- samar gamesagnir, sem þeir töp- uðu á. ítölsku spilararnir sýndu sama öryggið í sögnum og úr- spili og áður og þótt of snemmt sé að segja til um úrslit keppn- innar, þá bendir allt til að ítalska sveitin hljóti heimsmeist- aratitilinn í áttunda sinn í röð. Hollenzka sveitin hefur átt nokkra góða leiki, en gegn ítölsku sveitinni gekk ekki vel og náðu heimsmeistararnir 47 stiga forskoti, sem erfitt verður að vinna upp. Sveitirnar frá Venezuela og Thailandi eru svipaðar að styrkleika og reikn- að var með og er hæpið að þær hafi nokkurt erindi í keppni eins og þessa, þegar vitað er um margar sterkari sveitir í Evrópu. SÍÐUSTU FRÉTTIR f gærkvöldi mættust sveitir Ítalíu og Bandaríkjanna og voru spiluð spil nr. 21—40. ítalska sveitin sætti 24 stigum við for- skotið eftir fyrstu 20 spilin og vann lotuna með 69 stigum gegn 45. Staðan í leik Ítalíu og Banda- ríkjanna er þá að 40 spilum lokn um 110:62. I annari lotu í leiknum milii Thailands og Hollands skildu sveitirnar jafnar: 22 stig gegn 22, og er staðan milli sveitanna að 40 spilum loknum 84:24 fyrir Holland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.