Morgunblaðið - 30.04.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.04.1966, Blaðsíða 14
/ 14 MORGUNBLAÐID Laugardagur 30. apríl 1966 í f DAG tekur til starfa hið nýja gistihús Loftleiða h.f. á Reykjavíkurflugvelli, en það var reist á 1514 mán- uði á grunni, sem upphaf- lega var til annarra hluta ætlaður. Þar sem gistihús- ið nú stendur, átti að vera flugstöðvarbygging Loft- leiða, en er félagið flutti starfsemi sína til Keflavík- urflugvallar, var það ráð tekið að nota grunninn undir hótelbyggingu. Hér fara á eftir upplýs- ingar um hið nýja hótel, smíði þess, húnað o. fl., og Herbergin í hinu nýja Loftleiðahóteli eru rúmgóð, vistleg og búin nýtízku Verðlagi hefur verið stillt mjög í hóf, og kostar þannig eins manns herhergi 344 um gjöldum inniföldum. húsgögnum. kr. með öll- Hið nýja Loftieiða- hdtel opnar í dag 99 Alþjóðlegt66 starfslið lauk verkiiiu á 15!4 mán. — Eitt fullkomnasta eldhús í IMorðurálfu er þar byggt á ítarlegri fréttatilkynningu frá Loft- leiðum h.f., en hún hefur hér verið nokkuð stytt. Árið 1962 ákváðu Loftleið- ir að reisa byggingu fyrir að- alskrifstofur félagsins í Reykjavík, og er félagið fékk lóð á Reykjavíkurflugveili var einnig afráðið að byggja þar flugstöð. Framkvæmdir voru hafnar haustið 1962 og fyrri hluta sumars 1964 flutt- ust skrifstofur og flugaf- greiðsla í nýja byggingu á flugvellinum. bá var einnig búið að steypa undirstöður og kjallara fyrirhugaðrar flug- stöðvar, þar sem ráðgert hafði verið upphaflega að halda einnig uppi gisti- og veitingahússrekstri að tak- mörkuðu leyti. í millitíðinni hafði sú breyting á orðið, að félagið varð að fljrtja flug- reksturinn frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar vegna kaupa á Rolls Royge flugvél- unum, sem þurftu lengri og öruggari flugbrautir en þær, sem fyrir voru í Reykjavík, og leiddi það til endurskoð- unar á fyrri hugmyndum um byggingaframkvæmdirnar. Undirbúningsrannsóknir vegna hinna breyttu við- horfa hófust sumarið 1964, og voru þær gerðar af Teikni- stofunni s.f., Ármúla 6, og Verkfræðistofu Stefáns Ól- afssonar. Að þeim loknum var ákvörðun tekin um að byggja þaf fjórlyft hótel, sem áður var fyrirhugað að reisa flug- stöð, og skyldi þar einnig verða flugafgreiðsla félagsins í Reykjavík. Var strax haf- inn undirbúningur þessara nýju byggingaframkvæmda. Skipulagning. Arkitektarnir Gísli Hall- dórsson, Jósef Reynis og Ól- afur Júlíusson hófu nú að teikna hótelið. >eir teiknuðu einnig allar innréttingar gisti hæðanna og flest húgögn þeirra, stigahúsinu, sund- laugadeild og innréttingar í kjallara, nema eldhús, en innréttingateikningar þess gerði danskur arkitekt, Bent Severin að nafni. Hann skipu lagði einnig veitingasali, vín- stúkur, anddyri og sjálfs- afgreiðslu (kaffiteríu), og vann hann verk sín í samráði við Þorvald Guðmundsson, sem ráðinn var, 1. apríl 1965, til aðstoðar um búnað, gerð og fyrstu forstjórn hótelsins. í nóvember 1964 voru fleiri sérfræðingar valdir til starfa. f teiknistofu Stefáns Ólafs- sonar var hafin gerð teikn- inga af vaths- og skolpkerfi, en Einarsson og Pálsson teikn uðu hita- og loftræstinga- kerfi. Rafmagnskerfi teiknaði Jóhann Indriðason, og Jón A. Skúlason fjarskiptakerfi, en danskur verkfræðingur, Jörgen Pedersen gerðist ráð- gjafi um hljóðdeyfingar. Framkvæmdir hafnar. Um miðjan janúar 1965 hóf- ust byggingaframkvæmdirn- ar. Almenna byggingafélagið h.f. hafþi þá tekið að sér yfir umsjón þeirra, og eftirtaidir meistarar verið ráðnir. Þórð- ur Kristjánsson, trésmíða- meistari, Þórður Þórðarson, múrarameistari, Þórður Finnbogagon, rafvirkjameisí- ari og Benóný Kristjánsson, pípulagningameistari, og blikksmiðjan Vogur vegna loftræsingakerfisins. Af hálfu Almenna bygg- ingafélagsins vair Páll Flyg- enring verkfræðingur ráðinn framkvæmdastjóri á staðn- um, en Þorvaldur Daníelsson gerðist trúnaðarmaður Loft- leiða um eftirlit með öllum byggingaframkvæmdunum. Frá því er verkið hófst á staðnum eru nú liðnir 1512 mánuður, en þá var búið að Ijúka 2% mánaða vinnu í teiknistofum. Er þetta mjög stuttur tíma, einkum þegar þess er gætt, að öll hönnun (profektering) varð að mestu að fara fram samtímis því sem byggt var, og einnig öll efniskaup. Byggingariðjan h.f. í Reykjavík tók að sér fram- leiðslu lofta og burðarbita úr steinsteypu. Útveggir voru smíðaðir í einingum af beig- íska fyrirtækinu Chamebei, og voru veggeiningar þessar fluttar frá Belgíu með full- búnum gluggum og ísettu gleri. Annað belgískt fyrir- tæki, De Coene, smíðaði aila innvegi í hótelhæðir, hurðir og skápa. Bretar gerðu flísar og skreytingar i sundlaug. Teppi voru einnig ofin af Bretum. Svíar brenndu flísar í eldhúsdeildir og gerðu hreinlætistæki. Þjóðverjar smíðuðu lyftur, innréttingar og öll tæki í eldhús. Danir framleiddu loftin í veitinga- sali og hótelganga. Frakkar skáru spón á harðviðarinn- réttingar, Finnar gerðu gufu- 'böð, Bandaríkjamenn smíð- uðu loftræstingatæki og vél- ar þeirra, og þannig mætti lengi telja. Mörg íslenzk fyrirtæki hafa unnið að ýmis konar verksmiðjuframleiðslu við innréttingar, svo sem þiljur, vínstúkuborð, húsgögn, hurð- ir, skápa o. f 1., en helzt þeirra eru: Gamla Kompaníið, Tré- smíðaverkstæði Jónasar Sól- mundssonar, Trésmiðjan n.f., Vallbjörk . h.f., Stálhúsgögn h.f.^ og Sólóhúsgögn h.f. Á byggingastaðnum varð skipulag framkvæmda á margan hátt sérstætt, því að enda þótt íslenzkir iðnaðar- menn bæru hita og þunga dagsins undir stjórn inn- lendra verkfræðinga og . meistara, þá var þar jafnan allmargt útlendinga, sem leita varð til, bæði vegna manneklu í byggingariðnað- inum og sérþekkingar þeirra á ýmsum sviðum. Þannig unnu norskir múrarar mik- inn hluta mýrverksins, Svíar lögðu allar flísar í eldhús- deildir, Belgíumenn reistu útveggi og innveggi hótel- hæðanna, Þjóðverjar settu niður öll eldhúsgögn og tæki í þvottahús, en Danir settu upp loft í veitingasölum. Fjöl mörg íslenzk fyrirtæki hafa, auk þess sem að framan er greint, lagt lið sitt til þess að koma upp húsinu, bæði með vinnu í því sjálfu og verk- smiðjum. Nýja hótelið. Húsið er um 1600 fermetrar að grunnfleti og stærð þess alls um 23500 rúmmetrar. Húsið er byggt í mjög há- um gæðaflokki (standard) á allþjóðlegum mælikvarða. Lotftkælikerfi (aircondition) og loftræstingakerfi eru af fullkomnustu gerð. Eru loft- ræstingakerfi fyrir öll gesta- herbergin, baðherbergi og snyrtiherbergi, en loftkæli- kerfi fyrir veitingasali, bari og aðrar stærri vistarverur á 1. hæð, og fyrir eldhúsin. 1 gestaherbergjum öllum geta gestir sjálfir ráðið því hita- stigi, sem þeir kjósa og hafa, með einföldu stillingartæki (Thermostat) í herberginu. Rakastigi hússins er einnig stjórnað af sjálfvirkum vél- um. í hótelinu er frystimið- stöð, sem annar öllum kæl- um og frystum, sem eru víðs vegar um eldhúsdeildir hótelsins. Mjög fullkomið bruna- aðvörunarkerfi er í húsinu, sem gerir samstundis aðvart um reyk eða eld, hvar sem slíkt kynni að koma upp. Vaktmaður hótelsins getur í einu vetvangi séð hvar slíkt bæri að í húsinu og gert gagnráðstafanir. í hóteli þessu hefir verið Gísli Halldórsson, yfirarkitekt hótelbyggingarinnar. lögð sérstök áherzla á hljóð- deyfingu milli herbergja og frá veitinga- og samkomu- sölum, þannig að gestir njóti fullkomins næðis, þegar þeir óska. Allir veggir milli her- bergja eru sérstaklega byggð ir með þetta fyrir augum. Sömuleiðis eru sérstök hljóð- held loft ofan við veitinga- salina. Sérstakar ráðstafanir eru einnig gerðar til þess að hindra hljóðburð um leiðslu- kerfi hússins. í kjallara hússins er aðal- eldhús hótelsins, sem er eitt Framhald á bls. 22 Úr eldhúsi nýja hótelsins, sem mun vera eitt hið fullkomnasta sinnar tegundar í aliri Norð- urálfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.