Morgunblaðið - 30.04.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.04.1966, Blaðsíða 10
MORCUNB LAÐID Laugardagur 30. apríl 1966 '1 JC. — Fundur — borgarstjóra Framhald af bls. 1 hvað úr þeim óþægindum, sem þessu valda? í öðru lagi: Hvaða möguleikar eru fyrir Reykjavíkurborg að eignast Viðey og gera þar þær viðhlítandi ráðstafanir, að Viðey verði í framtíðinni Reykjavíkur- borg og landi til sóma? I þriðja lagi: Er í væntanlegri Sundahöfn gert ráð fyrir að smá- bátaeigendur fái öruggt athvarf. Borgarstjörl: 1. Varðandi Sorpeyðingarstöð- ina og þá ólykt, sem af henni leiðir, skal það sagt, að Sorp- eyðingarstöðin hefur ekki nægi- leg afköst til þess að anna sorp hreinsun á öllum þeim úrgangi, sem til fellur í borginni, og þess vegna hefur verið leitað annarra úrræða til þess að sjá fyrir úr- gangsefnum. í sambandi og í samvinnu við nágrannasveitar- félögin hafa erlendir sérfræð- ingar sagt álit sitt á þessum mál um, og þeir leggja til, að við höfum sameiginlega sorphauga nokkuð langt frá byggðinni, gæta þess vel að þekja þá alltaf jafnóðum með möl og sandi, og á; þann hátt telja þeir að það hverfi smátt og smátt, og unnt að nýta uppfyllingarefnið, sem þannig kemur til, á hagkvæman hátt. Það er óhætt að segja, að eldurinn sem logar fyrir neðan Sorpeyðingarstöðina mun vera slökktur nú í sumar, og sá úr- gangur, sem Sorpeyðingarstöðin sjálf getur ekki afkastað, verður flutt á brott. Hinsvegar er það svo, að Sorpeyðingarstöðin sjálf mun halda áfram starfræksiu sinni á sama stað um hríð. 2. Reykjavíkurborg hefur mjög oft og hart leitað eftir kaup um á Viðey, en því miður hefur ekki gengið saman um kaup. Samningar hafa ekki tekizt við eiganda, og aðalástæðan er sú, að eigandinn hefur ekki viljað selja eyna alla. í þessu sambandi skal upplýsa að Viðey er ekki innan marka Reykja- víkurborgar, hún tilheyrir Sel- tjarnarneshreppi. Það kann að vera ástæða fyrir Reykjavíkur- borg í náinpi framtið, að athuga möguleikana á því að taka Viðey eignarnámi, einkum og sér í lagi, ef það þætti þurfa í sambandi við hafnargerð í Sundum. 3. Á fyrsta stigi verður ekki um slíkt athvarf að ræða í Sundahöfn, enda mun það vera svo, að þeim sem stunda fiski- róðra á þessum bátum, mun þykja of langt á miðin héðan innan úr sundinu, og kjósa held- ur staðsetningu í gömlu höfn- inni eða vestar. Athvarf er ekki mögulegt að búa þessum bátum í gömlu höfninni og þess vegna hefur komið til tals að búa Geir Hallgrímsson borgarstjó ri svarar fyrirspurnum fundarmanna á fundinum í Laugarásbíói í gærkvöldi. Frá v. Þórir Kr. Þórðarson, prófessor, Ágúst Geirsson, fundarstjóri, frú Hulda Valtýsdóttir og Jón Árnason, fundarritarar. þeim nokkurt athvarf í Skerja- firðinum, en málið er komið skammt áleiðis. Geta má þess þó, að í Skerjafirðinum eða Foss- voginum er gert ráð fyrir lysti- bátahöfn í framtíðinni, í tengsl- um við sjóbaðstaðinn í Nauthóls- vík. Jóhannes Proppé: Er hægt að auka umferðar- stjórn og eftirlit á Langholts- veginum. 2. Hve lengi á gamli íþrótta- leikvangurinn á Hálogalandi eftir að verða í notkun sem leik- fimihús við Vogaskóla? Borgarstjóri: Varðandi Langholtsveginn skal það tekið fram, að gangstétt verður lögð beggja vegna Lang- holtvegar nú í sumar, og um leið verður Langholtsvegur end- urbættur. í sambandi við leik- fimihúsið að Hálogalandi og hve lengi það verður notað fyrir Vögaskóla, skal tekið fram, að verið er að ganga frá teikningu að síðasta áfanga Vogaskóla. Sú teikning hefur verið mjög lengi í smíðum, og mun lengur heldur en við höfðum kosið, en um erfitt verkefni var að ræða, þar sem í sömu byggingu þarf að koma fyrir leikfimihúsi og samkomusal, ýmsum sérkennslu- stofum, og húsrými fyrir skóla- stjórn. Þegar teikningar eru til- búnar, mun húsið og verkið vera boðin út og lögð mikil áherzla á að flýta framkvæmdum öllum. En þar til salurinn er upprisin og kominn í nothæft ástand í nýja húsinu verðum við að nýta íþróttahúsið að Hálogalandi eins og við ebzt getum, það er neyð- arrúræði vegna þess að húsið er lélegt og erfitt er um vik, kuldi að vetrum, og einkum þarf sér- staklega að huga að endurbót- um í búningsklefum. Og það mun verða gert eftir því, sem talið er hagkvæmt um viðgerðir á svo gömlum húsum. Gísli Gislason: 1. Hefur borgartjórn stutt íþróttafélögin til þess að koma upp leikvangi eða knattspyrnu- völlum, og ef svo er hver þá og má Knattspyrnufélagið Þróttur vænta slíks hins sama. 2. Allir sem eru hér kunnugir, vita að hér er eitt þróttmesta safnaðarfélag borgarinnar hér i Langholtssöfnuði. Við höfum komið okkur upp nefnd txl að koma af stað sumarbúðum. Nú höfum við komið auga á svæði fyrir sumarbúðir en það er Salt- vík. Nú er spurningin: Hvað hefur borgarstjórnin hugsað sér að gera með Saltvíkina, og er möguleiki á því að koma á þessu svæði upp sumarbúðum, sem þessi söfnuður hefur mjög mxk- inn áhuga á. Takk fyrir. t: Borgarstjóri: 1 1. Reykjavíkurborg hefur ætl- að íþróttafélögunum í borginni svæði í hinum ýmsu hverfum og meðal annars ætlað Þrótti svæði við Sæviðarsund, all rúmgott svæði. Borgin mun einnig styrkja framkvæmdir þær sem nemur 30% kostnaðar við gerð íþrótta- mannvirkja, og ég hygg að voti sé til þess, þótt reyndar íþrótta sjóði ríkisins sé fjárvant, að hann kosti þau mannvirki — 40% af kostnaði. Ég mun einnig álíta að Reykjavíkurborg mundi gera sitt ítrasta til þess að flýta því að slíkt svæði kæmizt upp. Víða hef ur tekizt samvinna milli íþrótta- félaga og skóla og skólarnir þannig nýtt mannvirki íþrótta- félaganna, og íþróttafélögin mann virki skólanna. Þótt íþróttasvæði sé ekki mesta mannvirki við skóla, tel ég þarna einnig geta komið til greina samvinnu milli uppeldisstofnananna í hverfinu og íþróttafélagsins. 2. Um sumarbúðir, sem safnað- arfélag Langholtssafnaðar hefur í huga að reisa, get ég vel hugs- að mér að unnt væri að greiða að einhverju leyti fyrir þeirri hugmynd, t.d. í Saltvík, en ekki er enn afráðið hvernig jörðin verður nýtt eða mannvirki á henni. Aðrar fyrirspurnir, sem voru fjölmargar, og svör borgarstjóra við þeim, verða birtar í Mbl. á morgun. Fyrirspurnir á fundi íbúa Laugarnes- og Laugaráshverfis HÉR fara á eftir fyrirspurnir, Mig langar til að vita um i borgarstjórnina nær fólkinu, og sem fram voru bornar á fundi gömlu Sundlaugarnar? Hvað er ekki síður að borgarstjórinn borgarstjóra i Laugarásbíói s. L fimmtudag og svör borgarstjóra viff þeim. Ragnar Halldórsson: Herra borgarstjóri, góðir sam- borgarar. Gisli Gíslason ber fram fyrirspurn til borgarstjóra. Viff hliff hans stendur Sigurður Ágúst Jensson, sem annaðist hljóðnema þjónustu á fundunum. sjálfur skuli ævinlega vera þar í fremstu víglínu. Og vík ég þá að spurningunum. 1. Hver eru áform borgarstjórn ar varðandi tómstundastaði ungl- inga 12—15 ára og 16—18 ára? 2. Hvað líður byggingarfram- kvæmdum norðan við Laugar- lækjarskóla með tilliti til snyrt- ingar svæðisins? 3. Hvað hefur borgarstjórnin gert til þess að útiloka óþef frá hráefnishaugunum að Kletti? Borgarstjóri: 1. Varðandi tómstundastarf- semi unglinga, þá hefur það mál verið töluvert á dagskrá. Eins og ég gat um í minni fyrri ræðu, þá er það markmið borgarstjórn- ar, fræðsluyfirvalöa og Æsku- lýðsráðs að koma því svo fyrir, að unglingar á skyldunámsstigi eða allt að 16 ára, séu sem mest innan hvers hverfis fyrir sig, og þar sé aðstaða til leikja og náms og samkomuhalds. Þar byggjum við á samstarfi skólanna og í- þróttafélaganna á samstarfi safn aða og áhugamannafélaga í ein- stökum hverfum. Aftur á móti er eðlilegt að tómstundastarfi eldri unglinga sé á þann veg hátt að, að þeir vilji fara víðar um, og er naúðsynlegt að koma upp samkomustöðum fyrir þennan aldursflokk, m.a. hafa Góðtempl- arar í undirbúningi byggingu, sem sérstaklega er ætluð þess- um aldursflokki, að því er mér er tjáð. 2. 1 sambandi við fegrun lóðar um á, sem tvímælalaust færa | Laugalækjarskóla, þá verður áætlað að gera við þær? Verða þær rifnar, og hvenær verður það þá gert? Borgarstjóri: Ætlunin er að rifa gömlu Sundlaugarnar. Það verður gert, þegar þær nýju verða teknar í notkun, en búist er við, að það verði núna í sumar. Við ger- um okkur jafnvel von um að hægt verði að hleypa vatni í nýju sundlaugarnar nú í vor til þess að nýta þær fyrir úrtöku- mót fyrir Norðurlandsmeistara- mót í sundi, en fyrir almenning verða nýju sundlaugarnar opnað ar um mitt sumar, eða rétt eftir mitt sumar. Það er áreiðanlega mörgum söknuður af gömlu sundlaugunum, og ég hef heyrt sagt, að fastagestir hafi heitið því að hreyfa sig hvergi og sitja í gömlu sundlaugunum, og jafn- vel að bjóðast til þess að kaupa þær eða stofna hlutafélag um rekstur þeirra. Aðrir vilja gjarn- an flytja þær upp í Árbæ, sem minnismerki um gamla tímann, en ég hygg því miður, að hvor- ugt sé framkvæmanlegt, og því hverfi þetta merka mannvirki úr borgarmyndinni. Árni Brynjólfsson: Ég ætla að bera fram þrjár fyrirspurnir, en áður en ég geri það þá vildi ég þakka frummæl- endum fyrir afburða snjallar ræður, og einkum þó og sérstak- lega borgarstjóra fyrir að hafa sýnt þann stórhug og dugnað að hafa komið þessum hverfafund að henni unnið. Nú er verið að ganga frá lóðum dagheimilisins og vistheimilisins. Þar verður einnig gerður leikvöllur fyrir hverfið, og Laugalækjarskóla- lóðin verður fríkkuð eftir megni, að svo miklu leyti sem unnt er, en þar eiga eftir að fara fram nokkrar byggingarframkvæmdir, þegar byggður verður íþróttasal- ur við skólann og tengiálma á milli þeirra tveggja bygginga, sem þegar eru upp komnar. 3. Eg minnist annars fundar, sem haldinn var í Laugarárbíói fyrir nokkuð mörgum árum, þá var Laugarásbíó þar sem mat- salur Hrafnistu er nú, og þá var hverfisfundur, einmitt um lykt- ina af síldarmjölsverksmiðjunni að Kletti. Síðan hafa verið gerð- ar ýmsar þær ráðstafanir, sem gera reksturinn mjög miklu létt- bærari fyrir þetta hverfi en áð- ur var, m.a. stór reykháfur reist- ur. Sumir segja reyndar, að hann lyfti aðeins ólyktinni frá þessu næsta nágrenni og yfir til ann- arra hluta borgarinnar. Ég held að það sé nú engum vafa undir- orpið, að hann hefur gert gagn, ásamt ýmsum öðrum aðgerðum, sem verksmiðjan hefur staðið að og eytt miklu fjármagni í sam- kvæmt kröfu og eftirliti borgar- yfirvalda og heilbrigðisyfirvalda borgarinnar. Hitt er svo rétt, að frekari úrbóta er þörf og eink- um og sér í lagi að byggja yfir hráefnið, svo að ólykt berist ekki af því, og að það geymist betur og verði I vinnslu minni lykt af reyknum. Lilja Björnsdóttir: Mig langar til að -spyrja hátt- virtan borgarstjóra hvort hann geti ekki hlutast til um það að við fáum fleiri og hagkvæmari strætisvagnaferðir frá Hrafnistu. Við getum ekki hlaupið á milli, og mér hefur svo oft orðið kalt á biðstöðinni og ég vil ekki una

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.