Morgunblaðið - 30.04.1966, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.04.1966, Blaðsíða 22
22 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 30. apríl 1966 í Kosningaskrifstofur Sjálfstæðisflokksins SJÁLFSTÆÐISFXOKKURINN hefur kosningaskrifstofur utan Reykjavíkur á eftirtöldum stöðum: AKRANESI Vesturgötu 47, simi: 2240 opin kl. 10—12 o{ 14—22. ÍSAVIRÐI Sjálfstæðishúsinu II. haeff, sími: 507 og 232 opin kl. 10—19. SAUÐÁRKRÓKI Aðalgötu 5, sími 23 — opin kl. 10—18. SIGLUFIRÐI Sjálfstæðishúsinu, sími 71154 opin kl. 13—19. AKUREYRI Hafnarstræti 101, sími 11578 opin kl. 10—12, 14—18 og 20—22. VESTMANNAEYJUM Samkomuhúsinu, Vestmannabrant 19, stmi 2233 opin kl. 10—22. SELFOSSI Hafnartúni, sími 291 opin kl. 9—17 og 19,30—21. KEFLAVIK Sjálfstæðishúsinu, sími 2021 opin kl. 10—19. HAFNARFIRÐI Sjálfstæðishúsinu, sími 50228 opin kl. 9—22. GARÐAHREPPI Lyngási 8, sími: 51690 — 52340 — 52341 opin kL 15—18 og 20—22, laugardaga og sunnudaga kl. 14—18. KÓPAVOGI Sjálfstæðishúsinu, sími: 40708 opin kl. 9—22. — Loftleiðir , Framhald af bls. 14 hið fullkomnasta sinnar teg- undar í Norðurálfu. Þar er einnig mjög fullkomið baka- ri. Tilheyrandi eldhúsinu eru ýmis konar matvælageymsl- tir og forvinnsluherbergi fyr- ir matvæli, frysti- og kæli- geymslur, vínkjallari o.fl. Úr aðalanddyri hótelsins er gengið niður í sunddeild- ina, sem einnig er í kjallar- ! anum. í forstofu sundlaugar- j deildar eru hárgreiðslustofa i og fótasnyrtistofa. Gestalyft- ur ganga niður í þessa for- stofu. Þar inn af taka við búningsklefar, baðklefar, íinnskar gufubaðstofur og í hvíldarherbergi. Þama er einnig nuddstofa og aðstaða til Ijósbaða. Sjálf sundlaugin er inn af baðdeildunum í fag- urlega flísalögðum sal. Við enda laugarinnar er dálítil kerlaug, til heitari baða. í laugunum er hveravatn, sem fer stöðugt í gegn um full- komin hreinsitæki. Á 1. hæð er aðalanddyri hótelsins með gestamóttöku og skrifstofum. Þar er einn- ig sölubúð, tvö ftxndarher- bergi og fatageymsla. Úr and- dyri er gengið inn í aðalborð- *al hótelsins og vínstúku hótelgesta. Borðsalur þessi er fagurlega skreyttur blómum og rúmar um 100 manns í sæti. Þar er hljómsveitar- pallur og dansgólf. Hóteland- dyrið og borðsalurinn er lagt með ljósum marmara, „tavertin oriental". Veggir eru klæddir með vengivið, japan- vef og íslenzku bergi. Vín- stúka hótelgesta rúmar 50 manns í þægileg sæti. Þar verða borð öll úr hvítum marmara, en bardiskur í dökkum grásteini og vengi- við. Þá er á 1. hæð veitingasal- ur fyrir um 160 manns, með sér inngangi að utan, rúm- góðu anddyri aðalskrifstofu veitingastjóra og fatageymslu. Við þennan veitingasal er vín stúka, er riimar 70 manns í sæti, og fundarsalur. Þarna er einnig veitingasala með sjálfsafgreiðslu, og rúmar hún um 60 manns í sæti. Þessi salarkynni eru beeði ætluð hótel- og aðkomugest- um. f aðalsal er hljómsveit- arpallur og dansgólf úr marm ara. Fyrir veitingasalina eru einnig á 1. hæð eldhúsdeild fyrir uppþvott, framleiðslu í veitingasali og morgunverð- areldhús. Gestaherbergin Á þrem efri hæðum húss- ins eru 108 hótelherbergi, með 216 rúmum. Af þeim eru 100 eins eða tveggja manna en 8 stærri og íburðarmeiri. Minni herbergin eru öll með baðherbergjum og forstofu. Baðherbergin eru búin full- komnum steypibaðklefa, auk salernis og handlaugar. Stærri herbergin eru ým- ist gerð, sem hótelólbúðir með aðgang að sér svefnherbergi eða sem meiriháttar gestaher bergi. Með þessum herbergj- um fylgja stór baðherbergi með kerlaugum, tveimur handlaugum og steypibaði. í forstofum þessara gestaher- bergja eru tveir fataskápar og töskúbekkur. Starfslið Fcist starfslið hótelsins er Um 100 manns. Eins og fyrr segir er Þorvaldur Guðmunds son hótelstjóri, veitingastjóri er Friðrik Gíslason, skrifstofu etjóri Sveinn Guðlaugsson, sölustjóri Friðrik Theódórs- son, móttökustjórar Geirlaug Þorvaldsdóttir og Emil Guð- mundsson, aðstoðarmaður hótelstjóra Robert Goethe, yfirmatsveinn Karl Finnboga son, gjaldkeri Bertha Johann essen, yfirþjónn Bjarni Guð- jónsson og yfirþerna Fríður Bjamadóttir. Hljómsveit Karls Lillien- dahls leikur fyrir dansi, í stóra veitingasalnum, sem op- inn mun almenningi allar helgar og önnur þau kvöld sem hann verður ekki leigð- ur til fjölmennra veizluhalda. Komið verður upp föstum ferðum milli hótels og mið- borgar. Fram tíff arvonir Þrátt fyrir sívaxandi dýrtíð hefir verið ákveðið að stilla verði mjög við hóf, og má t.d. geta þess, að með öllum gjöldum inniföldum kostar eins manns herbergi ekki nema 344 krónur, morgun- verður kr. 62.50, hádegisverð ur kr. 156.25 og kvöldverður kr. 250.00, enda er hótelið fyrst og fremst byggt til þess að það verði bæði þægi- legt og ódýrt þeim útlend- ingum sem hingað vilja koma og islenzkum utanbæjar- mönnum, sem dvelja þurfa f höfuðborginni. Þær beiðnir, sem nú hafa borizt um fyrirgreiðslu 1 nýja hótelinu á næstunni gefa vísbendingu um, að sú ákvörð un hafi verið hyggileg er horfið var til þess ráðs að reisa hótol á þeim grunni, sem upphaflega var til ann- ars gerður, og ef samvinna þeirra, sem nú hafa byrjað störf í hinu nýja hóteli, verð- ur eigi síðri þeirri, sem ein- kenndi þá, er það byggðu, þá standa nú vonir til að hið nýja Hótel Loftleiðir verði það, sem því var upphaflega ætlað, ein af þeim styrku stoðum, sem reisa þarf til þess að móttaka erlendra ferðamanna verði árviss og arðbær atvinnugrein á ís- landi. HAKÞUKRKAN -Xfallegri ^fljótari Tilvalin fermingargjöf! = FÚNIX Sími 2-44-20 — Suðurgötu 10. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengda- faðir, SIGURÐUR STEINÞÓRSSON fulltrúi, andaðist að morgni 29. apríl. Eiginkona, börn, tengdabörn og fósturdætur. Útför drengsins okkar, JÓNS GRÉTARS - Lyngbrekku 24, Kópavogi, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. maí kl. 13,30. Svava Svavarsdóttir, Halldór Jónsson. Jarðarför móður minnar, SVANHILDA R INGIMUNDARDÓTTUR íer fram frá Langholtskirkju laugardaginn 30. apríl kL 10,30 f.h. — Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum. Jónína Eyvindsdóttir. Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför GUÐJÓNS GÍSLASONAR Faxabraut 33, Keflavík. Viktoría Sigurjónsdóttir, börn og fósturbörn. Þökkum innilega vináttu og samúð við andlát og jarðarför, HELGU NIKULÁSDÓTTUR Iirafnistu. Ólafur M. Ólafsson, Anna Garðarsdóttir. Þökkum hjartanlega samúð við andlát og jarðarför, HARALDAR GUÐMUNDSSONAR forstöðumanns tæknideildar ríkisútvarpsins. Sérstakar þakkir til starfsfólks ríkisútvarpsins. Sigríður Haraldsdóttir og aðstandendur. Hjartanlegar þakkir færi ég öllum þeim er sýndu mér samúð og vinarhug við andlát og útför, ÓLAFAR JÓNSDÓTTUR Efstasundi 87, Reykjavík. Baldvin Jónsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður, tengdaföður og afa, JÓNS BJARNASONAR Hofi í Öræfum. Sigrún Jónsdóttir, Gunnar Þorsteinsson og börn. Aðalfundur Hiísmæðrafélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 4. maí kl. 8 e.h. í Breiðfírðingabúð. Venjuleg aðalfundarstörf. Kvikmyndasýning um framleiðslu á dönsku postulíni frá Bing & Gröndal. Nýjar gerðir af mjólkurumbúðum til sýnis og umræðu. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Illlarvinna Viljum ráða laghenta konu til vinnu við spuna- vélar í verksmiðju okkar. — Vaktavinna. Nánari upplýsingar hjá verkstjóra. Ullarverksmiðjan Framtíðin Frakkastíg 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.