Morgunblaðið - 30.04.1966, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.04.1966, Blaðsíða 13
'Laugardagur 30. apríl 1966 MORCUNBLAÐIÐ 13 Þorvaldur Skúlason list- málari, sextugur KÆRI ÞORVALDUR. Mig langar til að senda þér línu í tilefni þess, a'ð þú ert sex tugur í dag, en ég skal lofa því þegar í upphafi að vera ekki langorður. Ég held, að ég þekki þig nógu vel t’l að vita, að þér er ekki mikil þægð í að fá ianga rollu í afmælisgjóf. Þar að auki lief ég margr um þig ritað, allt frá því er ég tók upp á þeim fjára að skrifa hér i Morgun- blaðið, en það er nú orðið, eins og þú veizt, nokkuð síðan. Þegar þú varðst fimmtugur fyrir rétt- um tíu árum, skrifaði ég mjög rómantíska grein til þín hér í blaðið. En tiu ár eru nokkuð lengi að líða og ég held, að ég se orðinn einhvern veginn af- rómaittiskur með sjálfum mér á þessum tíma. Réttara væri ef til vitl að segja, að rómantíkin hafi brotizt út á annan hátt nú sein- ustu árin. En hvað um það, þá langar mig samt sem áður að brydda hér upp á smávegis, sem ég held, að ég hafi ekki látið frá mér fara á prenti áður, og sem mér þykir tilvalið að minnast á i sambandi við þig sextugan. Eitt sinn, ekki fyrir löngu, var ég á ferð í Hollandi og hitti þar ágætan vin minn, málara, sem þú kannast við, og hann íýndi mér nokkrar höggmyndir eftir Japana, sem við könnumst líka báðir við. Hollendingurinn lét í ljós mikla ánægju yfir því. að þessi verk Japanans væru unnin í Hollandi og sagði mér i óspurðum fréttum, að Japanan- um væri mikið hampað þar { landi, enda stæðu Hollendingar f ævarandi þakkarskuld við þenn an útlending fyrir að hafa flutt með sér nýja strauma og endur- lifgað myndhöggið þar í landi. Ég get ekki neitað því, að mér þótti dálítið skrítið, hvað Hollend ingurinn var hrifinn af verkum þessa myndhöggvara, þar sem bann er vægast sagt, ekki í hópi •tórsnillinga á heimsmælikvarða, ®g ég gat því ekki á mér setið, en spurði hreint út, hvers vegna þeir þarna í Hollandi hefðu tekið hann svo upp á sína arma? Ég fékk það svar, að sá japanski hefði gert meira fyrir Holland með því að koma nýju lífi í högg myndalist þar í landi en margir ágætir listamenn, sem þar væru starfandi, en ekki hefðu orsakað algera endurnýjun í þeirri list- grein, og svo bætti Hollending- urinn við, að það væri aldrei hægt að ofþakka þeim listamönn um, sem væru það andlega sterk- ir, að geta orsakað endurnýjun í listum. Þessi frásögn er ekki lengri, en ég held, að hún sé nokkuð lærdómsrík fyrir okkur fslend- inga. Ég held, Þorvaldur minn, að þetta eigi vel við í pistli dags- ins, og ég veit að þú skilur, hvað ég er að fara. Mannstu eftir því merkilega tímabili fyrir nærri tuttugu árum? Við hér á íslandi erum nokkuð bubbnir með okkur svona við og við, og okkur er gjarnt á að gleyma ýmsum stað- reyndum, en samt er það nú svo, að þegar tímar líða, þá kemur alltaf í ljós, hvað er hvað, og hver hefur gert hvað. Listin er nú einu sinni þannig, að hún er miskunarlausasti dómari, sem um getur í mannlífinu, hún gefur engin grið, og það léttmeti, sem stundum blekkir auga og skiln- ingarvit, er horfið, áður en nokk urn varir, en það sem hefur hinn eina rétta tón, hefur enga mögu- leika á því að tortímast nema með heimsendi, og þá hefur eng in hlutur gildi. Þú getur verið ró legur Þorvaldur. Jæja, þarna örl aði á svartsýni í þessum fáu lín- um til þín, en hún á vissulega ekki heima hér. Sannleikurinn er nefniiega sá, að bjartsýni á frekar við um þig og þín verk, og ég er hræddur um að þér hefði ekki orðið eins mikið úr þeim árum, sem þegar eru liðin, hefðir þú ekki verið sívinnandi og sett þér það takmark að verða að góðu liði í íslenzkri myndlist. Það hefur líka sannarlega tekizt, Þorvaldur, og þú ert ungur enn, og nú gildir að vera bjartsýnn, eins og endranær. Ég lofaði að verða ekki lang- orður, svo að ég er að hugsa um að hlífa þér við væmnu lofi og hástigi lýsingarorða að sinni, en þegar ég les þessar línur yfir, þá sé ég mér til undrunar, að lík legast hafi ég aldrei sagt eins mikið um þig á prenti áður, og það verður þú að sætta þig við. Það er ýmislegt, sem maður verð ur að þola, þegar merkisdagar dynja yfir. Væri ekki tilvalið að fá að sjá yfirlit verka þinna í til efni þessara tímamóta? Til ham- ingju með það, sem þú hefur afrekað og framtíðin verður þér áreiðanlega eins hliðholl og það, sem liðið er. Þinn, Valtýr Pétursson. Eyjólfur K. Sigui jónsson löggiltur endurskoðandi Flókagötu 65. — Sími 17903. Nýkomið: Dekk og siöngur á reiðhjól og hjálparmótorhjól, flestar stærðir. Leitnir sf. Simi 35512. Fjölvirkar skurðgröfur I AVALT TIL REIðU. Simi: 4D45G Bifreið til sölu Viljum selja Hencel vörubifreið með dieselvél. — Hlassþungi 6 tonn, smíðaár 1955, með 6 farþega húsi. — Bifreiðin er í mjög góðu ástandi. — Mikið af varahlutum getur fylgt. — Upplýsingar gefur Ólafur Ólafsson, kaupfélagsstjóri, Hvolsvelli. Kaupfélag Rangæinga Bændur Vetrarklippt ull flokkast að öðru jöfnu mun betur en af sumarrúnu fé og gefur því meir í aðra hönd. — Vinsamlegast sendið alla ull hið fyrsta til kaupfélags yðar, því að löng geymsla getur orsakað skemmdir, sem rýra verðgildi hennar. Búvörudeild SÍS m ■ ■■■....... H*Rt þér reynl ■ýja sjóslakkiM bí mt- —------! u:,i r-i.:jí--« x- « - - SMIopHM ¥ wf, .naimOMHr BW IN Mi NM \ fg inmis faltn rfmiw. Itywl pýji sféttðkk* ÍMÍríVÖL VEMSMMUfÍK Gott starf Viljum ráða gjaldkera til starfa að Hvolsvelli. — Umsóknir þurfa að berast til Ólafs Ólafssonar, kaupfélagsstjóra fyrir 10. maí nk. og gefur hann upplýsingar varðandi ráðninguna. Kaupfélag Rangæinga Vantar jafnstraumsrafal 110 volta 12—16 kílóvött. — Upplýsingar í síma 41437. Tilkynning um atvinnuleysisskráningn Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvörðun laga nr. 52 frá 9. apríl 1956, fer fram í Ráðninarstofu Reykjavíkurborgar, Hafnarbúðum við Tryggvagötu, dagana 2., 3. og 4. maí þ.á., og eiga hlutaðeigend- ur, er óska að skrá sig samkvæmt lögunum, að gefa sig fram kl. 10—12 f.h. og kl. 1—5 e.h., hina tib- teknu daga. — Óskað er eftir að þeir, sem skrá sig séu viðbúnir að svara meðal annars spurningunum: 1. Um atvinnudaga og tekjur síðustu þrjá mánuði. 2. Um eignir og skuldir. Borgarsljórinn í Reykjavík. Óskum eftir að ráða mann til almennra skrifstofustarfa, einkum þó til að vinna við erlendar bréfaskriftir. — Viljum líka ráða röskan sölumann. — Upplýsingar á skrifstofunni, Grettisgötu 2A. 'Ásbjörn Ólafsson heildverzlun SINUS- talkerfi heimsþekkt fyrir gæði. Árs óbyrgð. ‘Orugg þjónusta. Margra óra reynsla hérlendis. Leitið tæknilegra upplýsinga hjó sérfræðingum okkar VELAR a. VIOT, LAUGAVEGI 92 REYKJAVlK SlMI 22600 PÓSTHÓLF 1212

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.