Morgunblaðið - 30.04.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.04.1966, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 30. apríl 1966 Frá Sjálfstœðiskonum Útgefandi: Landssamband Sjálfstæðisk^r Ritstj.: Anna tíjarnason og Anna Borg. Mun reyna aö beita áhrif um mínum til gdðs fyrir hafnfirzkar konur UM ÞESSAR mundir eru daglega birtir framboðslistar stjórnmála- flokkanna í dagblöðunum. Flest af nöfnunum sem þar standa eru gamalkunn en önnur ný og er það ánægjulegt, sérstaklega þegar um er að ræða ungt fólk. Og að sjálfsögðu gleðjumst við konurnar þegar kynsystrum okkar er gefinn kostur á sæti framarlega á list- um flokkanna. Að þessu sinni langar okkur til þess að kynna eina slíka unga konu, frú Helgu Guðmundsdóttur úr Hafnarfirði, en hún er í fjórða sæti á lista Sjálfstæðismanna þar. Frú Helga er 38 ára gömul og á 6 börn og hefur því gott vit- á hvar helzt þarf úrbóta við í bæj- arfélaginu, þar sem snýr að ung- um, barnmörgum mæðrum og heimilunum. Hennar eigið heim- iii bar vott um dugmikla hús- móður, sem bæði gefur sér tíma til þess að prjóna peysur á eigin- mann og börn, sauma útsaum og Ibúa til skemmtileg filtveggteppi, fyrir utan að hafa heimilið skín- andi hreint og aðlaðandi. Af snæfellskum ættum — Ert þú Hafnfirðingur að ætt, Helga? — Ég er fædd og uppalin hérna í Hafnarfirði, en foreldrar mínir, Guðrún Ásbjörnsdóttir og Guðmundur Guðbjörnsson skip- stjóri, voru bæði ættuð af Snæ- fellsnesi. Þegar ég var 7 ára gömul varð fjölskylda mín fyrir þeirri sorg að pabbi drukknaði og eftir það varð móðir mín að sjá fyrir barnahópnum, en við vorum 6 systkinin. Eldri bræður mínir fóru því snemma að reyna að vinna fyrir heimilinu en oft reyndist erfitt að fá vinnu í þá daga. Það er einhver munur í dag, þegar störfin kalla hvar- vetna eftir vinnandi hönd. Stór fjölskylda — Og nú átt þú stóra fjöl- skyldu, er það ekki? Finnst þér þú ekki hafa mikið að gera við að sinna börnum og heimili? — Jú, að sjálfsögðu hef ég mörgu að sinna því við eigum sex börn, frá þriggja mánaða til 12 ára, en einhvernveginn er það svo að mér hefur alla tíð virzt auðvelt að sinna heimilis- störfum, og svo hef ég styrka stoð, þar sem maðurinn minn, Gunnlaugur Jón Ingason er, því hann hefur yndi af börnunum ©g heimilinu engu síður en ég. Þótt hann vinni mikið telur hann ekki eftir sér að rétta hjálpar- hönd þegar hann er heima. — En er ekki erfiðleikum bundið fyrir þig að komast að heiman? — Nei, því þá kemur móðir mín til aðstoðar. Drengimir hlakka beinlínis til þegar ég þarf að bregða mér frá, því þá kemur amma og hún kann að hafa ofan af fyrir þeim. Frístundirnar — Áttu nokkrar stundir af- gangs? — Já, það hef ég alltaf átt. Ég hef alia tíð haft mikið yndi af handavinnu og á síðari árum hafa flestar hannyrðastundir far ið í að sauma og prjóna á börnin. Þá hef ég einnig starfað í tveim- ■ur kvenfélögum hér í bænum, Sjálfstæðiskvennafélaginu „Vor- boðanum“ og kvenfélaginu „Sunnu“, sem er ópólitískt fé- lag. Þar starfa konur úr öllum flokkum og er ekki hægt annað en dást að því samstarfi og þeim einhug sem þar ríkir. Innan „Sunnu“ starfar m.a. mæðra- styrksnefnd og orlofsnefnd, sem íjallar um orlof húsmæðra. Ég tel það mikils virði fyrir mig að hafa haft tækifæri til þess að kynnast óskum kvenna hvar í flokki sem þær standa og mun ég reyna að beita áhrifum mín- um til góðs fyrir allar hafnfirzk- ar konur. Skólabíll nauðsynlegur — Geturðu nefnt mér einhver mál, sem þú hefur sérlegan á- huga á? — Mér finnst mjög aðkallandi að fá skólabíl, því það er langt fyrir börnin, sem eiga heima á Hvaleyrarholti og fyrir vestan sundlaug að fara í skólana. Marg oft undanfarna vetur hef ég Frú Helga með syni sína fimm. Talið frá vinstri: Gunnlaugur Helgi, Halldór, Þorsteinn, og tvíburarnir Guðmundur og Ingi. segir Helga Guðmundsdóttir sem skipar 4. sæti á lista SjálfstæðisfI. í Hafnarfirði þurft að skipta um hverja flík á drengjunum mínum, svo blaut- ir koma þeir eftir gönguna, heim úr skólanum. En hvað er það á móti því að fá börnin slösuð eða andvana. Svo hættulega tel ég Reykjanesbrautina, eða nýja Keflavíkurveginn, eins og við köllum hann. Gestur Gamalíels- son kirkjugarðsvörður, sem er að störfum rétt við Reykjanes- brautina, hefur sagt mér að hann sjái oft skólabörn úr Öldu- túnsskóla standa úti á þessari hættulegu hraðbraut að veifa bílum. Það er mikið vandamál, því af áhuga á að krækja sér í bílfar gleyma börnin hættunni. Vil ég því nota þetta tækifæri til þess að hvetja foreldra til þess að brýna fyrir börnum sín- um að fara ekki út á Reykjanes- brautina nema með ýtrustu var- kárni. — Annað mál get ég nefnt, sem ég hef brennandi áhuga á og það er að fá lokaða gæzlu- velli fyrir yngri börnin, þar sem þau geta verið örugg á meðan móðirin sinnir verkefnum sínum. Hér eru nú nokkrir, opnir leik- vellir, sem börnin kuona vel að meta, en eftir því sem byggðin vex þarf þeim að fjölga. Ört vaxandi bær — Hér í Firðinum er mikið um nýbyggingar og hefur fólks- fjölgunin verið mjög ör undan- farin ár. Samfara fjölguninni skapast ýmis vandamál og eru þá skólamálin mest aðkallandi. Tel ég því mjög mikilvægt að Þor- geir Ibsen skólastjóri, sem er í fimmta sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins, nái kosningu. Hann veit gjörla hvar skórinn kreppir í skólamálum. Því vil ég eindreg ið hvetja hafnfirzka kjósendur til að sameinast um Sjálfstæðis- flokkinn, því hann er eini flokk- urinn sem hefur möguleika á því að fá hreinan meirihluta í kom- andi kosningum og koma vel- ferðarmálum bæjarbúa í sem bezt horf. — Ég hef fylgt Sjálfstæðis- flokknum síðan ég var ungling- ur því ég tel hann vera eina flokkinn sem hefur þá stefnu að stuðla að frjálsu framfcaki, svo hver einstaklingur fái að sýna hvað í honum býr. Enda á Sjálf- stæðisflokkurinn mikið fylgi í öllum stéttum landsmanna. Hér í Hafnarfirði er hann eini flokk- urinn sem hefur konu í öruggu sæti á lista og tel ég það þakkar- vert, þó karlmennirnir séu dug- miklir, hefur konan meiri áhuga og innsýn í mannúðar- og upp- eldismál, því börnin og velferð þeirra standa hug hennar næst. Gott að skiptast á skoðunum — Hvað finnst þér um að kon- ur vinni utan heimilisins? — Mér finnst að hver kona verði að gera það upp við sig sjálfa hvort hún vill heldur vinna utan heimilisins eða helga sig algjörlega heimilisstörfunum. En persónulöga álít ég að sér- hver kona hafi gott af því að bregða sér frá stund og stund. Mér hefur alltaf fundizt ég koma hressari heim af fundum og þótt gott að hitta aðrar konur að máli og heyra þeirra sjónarmið á hinum ýmsu málefnum. Ég vii því hvetja ungar konur til þess að snúa sér að félagsmálum, með því móti mega þær líka hafa á- hrif til þess að koma áhugamál- um sínum í framkvæmd og bæta bæjarfélagið til góðs fyrir þegna þess, sagði frú Helga Guðmunds- dóttir að lokum. — A. Bj. — Ræða Gunnars Framhald af bls. 17 aðarins. Á sl. ári beitti stjórn Fé- lags íslenzkra iðnrekenda sér fyrir því, að islenzkir iðnrekend- ur færu í kynnisferð til Noregs til þess að athuga á hvern hátt brugðizt hefði verið við aðlög- unarvandamálum iðnaðarins þar í landi, og hvaða ráðstafanir hefðu verið gerðar til þess að auðvelda norskum iðnaði aðlög- un að breyttum samkeppnisað- stæðum. Þá þykir mér rétt að geta þess, að verulegt tillit var tekið til óska félagsins við aukningu frílistans um síðastliðin áramót. Á sl. ári tók til starfa Rann- sóknarstofnun iðnaðarins og ríð- ur nú mjög á því, að iðnrekend- ur hagnýti sér þá möguleika, sem sú stofnun kemur til með að hafa upp á að bjóða. Þótt ástæða hefði verið til að ræða um ýmsa aðra málefna- flokka verð ég að láta þessa upp- talningu nægja að sinni, en vísa að öðru leyti til skýrslu stjórnar félagsins. Fyrir Alþingi liggja nú frum- vörp, sem miða að endurskipu- lagningu fjárfestingarlánasjóða. Tel ég að sú endurskipulagning sé til bóta miðað við það skipu- lag, sem ríkir í dag. Eitt þeirra er frumvarp um Atvinnujöfnun- arsjóð, en honum er ætlað það hlutverk að stuðla að uppbygg- ingu atvinnúlífs í öðrum lands- hlutum en Suðvesturlandi. Ætti þessi sjóður að geta orðið mikil lyftistöng fyrir iðnaðinn í land- inu, svo framarlega, sem séð verð ur fyrir því, að það fé, sem þarna fæst verði fyrst og fremst notað til þess að ryðja nýjar brautir í iðnaði, en verði ekki notað til þess að fjölga fyrirtækj- um í þeim greinum sem fyrir eru og vinna þannig gegn þeirri þróun, sem ég tel æskilegasta, en það er samruni og stækkun þeirra fyrirtækja, sem þegar eru starfrækt. Iðnaðurinn stendur nú á tíma- mótum. Það er reiknað með því, að íbúar fslands verði um næstu aldamót hátt í 400 þúsund. Við sjáum fram á, að við getum ekki aukið fiskaflann svo neinu nemur frá því sem nú er. Aukin nýting hans mun ekki krefjast aukins mannafla að sama skapi vegna aukinnar tækni, hagræð- ingar og nýrra uppfindinga, sem stöðugt eru að koma fram. Um landbúnaðinn er hið sama að segja. Aukin framleiðsla þar mun helduj- ekki krefjast aukins mannafla hvorki nú eða þegar fram í sækir. Það verður mönn- um æ Ijósara, að til þess að tryggja batnandi lífskjör og at- vinnu handa hinum vaxandi fjölda landsmanna, verður að leggja höfuðáherzlu á uppbygg- ingu iðnaðarins. í því sambandi verður að telja, að ákvörðun um byggingu hinnar miklu virkjun- ar við Búrfell mun reynast eitt mikilvægasta skrefið sem stigið hefur verið. Hún mun veita iðn- aðinum mikla og ódýra raforku, sem er forsenda fyrir þróun hans í framtíðinni. Hinir nýju mögu- leikar, sem bygging alúmín- bræðslu í Straumsvík skapar málmiðnaðinum hér á landi, mun auk þess flytja inn í landið tækni- og verkkunnáttu, sem mun auðvelda okkur brautina til aukinnar iðnvæðingar. En umfram allt þarf iðnaður okkar og atvinnulíf á að skipa menntuðum, atorkusömum og hugmyndaríkum einstaklingum, sem eru þess reiðubúnir að leggja sig alla fram við uppbygg- ingu þróttmikils iðnaðar og at- vinnulífs í landi okkar. Einbýlishús eða raðhús í byggingu í Reykjavík óskast til kaups. Til greina kemur að skipta á 5 herb. íbúðaThæð á góðum stað í bænum. Tilboð sendist afgr. M!bl. merkt: ,,X — 100 917ö“ ityrir 5. maií. Eignist nýja vini Pennavinir frá 100 löndum óska eftir bréfasambandi við yður. Uppl. og 150 myndir sendar ókeypis. Correspondence Club Hermes 1 Berlín 11, Box 17, Germany

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.