Morgunblaðið - 17.05.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.05.1966, Blaðsíða 3
Þnðjudagur 17. rnai íyotf — Sjómanna- dagurinn Framhald af bls 1 söngvari, við undirleik Lúðra- sveitar Reykjavík undir stjórn Báls P. Pálssonar. Samtímis því var lagður blómsveigur að minnismerki óþekkta sjómanns- ins í Fossvogskirkjugarði. Þessu nsest voru flutt ávörp. Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar talaði Eggert G. Þorsteins- son sjávarútvegsmálaráðherra. Ræddi hann í ræðu sinni um framfarir og umbætur í sjávar- útveginum á undanförnum ár- um, og sagði m.a.: „Heildaraflinn á síðustu 6 ár- um til ársloka 1965 jókst úr 400 þús. lestum í rúmlega 1100 þús. lestir eða um 700 þús. lest- ir. Burðarásinn í aflaaukningu undanfarinna ára hefur verið hinn stóraukni síldarafli, sem á land hefur borizt. Af fróðustu manna dómi, er viðurkennt að meginhluti toess afla, hefði ekki náðst ef: 1) Hinnar nýju veiðitæki hefði ekki notið við, — þ.e. nýju fiski- leitartækin og stórlega bættar veiðiaðferðir, og þá fyrst og fremst niðurlagning nótabát- anna og tilkoma hringnótar og kraftblakkar. 2) Stórlega bættur og aukinn vélbátafloti þannig að meðal- stærð þeirra, hefur á sl. 6—8 ár- um verið fjórfölduð. 3) Að löndunaraðstaða hefur verið stórlega bætt með bygg- ingu nýrra verksmiðju, endur- bótum og stækkunum á þeim eldri, ásamt tilkomu sérstakra síldarflutningaskipa. 4) Starfrækt hefur verið skipu lögð síldarleit undir forustu færustu manna með sérfræði- kunnáttu á því sviði. í tölum líta þessar endurhæt- ur og framfarir þannig út að á árunum 1959 til ársloka sl. árs fjölgaði vélbátum yfir 100 rúm- lestir um 123 og það sem af er þessu ári, hafa 5 bætzt í hóp- inn og enn eru all margir í smíð- um. — Fiskiskipaflotinn í heild hefir á sama tíma aukizt um 21.000 lestir. — Við smíði nokk- urra þessara skipa en því miður of fárra hefur verið lögð áherzla á að þau væru jafnframt útbúin og hugsuð til, sem fjöl- breytilegastra veiða. A sl. 7 árum hefur afkastageta Síldarverksmiðjanna aukizt um nálega 50.000 mál á sólarhring og yfir standa nú verulegar endurbætur á aukning afkasta og þróarrýmis hjá eldri verk- smiðjum, auk 3ja nýrra verk- smiðja sem í byggingu eru. — Þróarrými verksmiðjanna hefur á þessu sama 7 ára tímabili auk- izt um nálega 300 þús. mál. Auk þeirra síldarflutninga- skipa, sem þegar eru fyrir hendi, hefur stjórn Síldarverk- smiðja ríkisins í samráði við ríkisstjórnina, nú fest kaup á 3700 tonna síldarflutningaskipi og ennfremur ákveðið að leigja 2 minni skip til síldarflutninga í þágu verksmiðja sinna. Á nýloknu Alþingi voru sam- þykkt lög um smíði sérstaks síldarleitarskips, sem væntan- lega kemur til landsins á næsta ári og kosta mun um 40 milljón- ir króna. Sjómenn og útgerðar- menn hafa í þessu sambandi boðizt til að greiðtei andvirði skipsins með sérstöku gjaldi af síldarafla. — Með þessum ein- dæma glæsilegu viðbrögðum hafa sjómenn og útgerðarmenn undirstrikað nauðsyn á stöðugri síldarleit árið um kring, og að CétttA l&M tri 4> I* ii ií i<é t, u iW H fJ Hinir öldnu sjómenn er heiðraðir voru. T.v. Nikulás Jónsson, Bjarni Guðmundsson, og Sigurður Þórðarson. STAKSTFINAR Sigursveitin í flokki fiskiskipa undir 100 tonn var sveit björgunarskipsins Gísla J. Johnsen. verðugu launað vel unnin störf í þeim efnum á undanförnum árum. Um þessar mundir er og einn- ig verið að ganga frá út'boði á smíði Hafrannsóknarskips, sem þegar hefur safnazt nokkurt fé til. ráðsson, útgerðarmaður frá Ak- ureyri, fyrir hönd útgerðar- manna, og færði hann sjó- mönnum og fjölskyldum þeirra árnaðaróskir frá útgerðarmönn- um í tilefni dagsins. Síðan talaði Páll Guðmundssn, skipstjóri fyrir hönd sjómanna. Ræddi Reykjaborgin sigraði í flokki stærri fiskiskipa. Hér er skip- stjórinn, Haraldur Ágústsson með Fiskinnann Morgunbíaífeins, sigurverðlaunin. \ Af framangreindum stað- reyndum er ljóst, að undanfarin ár hafa fram til þessa tíma ver- ið eitt mesta framfaratímabil í sogu Lslenzkrar útgerðar," Að lokinni ræðu sjávarútvegs- málaráðherra talaði Gísli Kon- hann m.a. um mannekluna í fiskiskipaflotanum, og sagði að ef ekki rættist úr þeim málum myndi þurfa að ölium líkindum að binda nokkur skip á næsta ári. Hann ræddi einnig um erf- Sigursveitin í kvennaflokki var sveit isbjarnarins. iðleika togaraútgerðarinnar, og þær hugmyndir sem fram hefðu komið um lausn þess vandamáls, þ.e. að leyfa togurunum veiðar á vissum svæðum innan land- helginnar. Kvaðst hann vera þessu ósammála, taldi að þvert á móti ættu íslendingar að stefna að því að fá umráðarétt yfir landgrunninu öllu, og síð- an að friðun þess. Hann kvað það skoðun sina, að erfiðleika togaraútgerðarinnar ætti að leysa með endurnýjun á togara- flotanum, en margir togaranna væru orðnir gamlir og úr sér gengnir. Að loknum ávörpunum afhenti Pétur Sigurðsson, formaður sjó- mannadagsráðs, heiðursmerki dagsins. Að þessu sinni hlutu þau þrír aldnir sjómenn, þeir Bjarni Guðmundsson, Nikulás Jónsson og Sigurður Þórðarson. Pétur Sigurðsson sagði ennfrem- ur, að ekki hefði þótt ástæða til þess að veita nein sérstök björg- unarverðlaun að þessu sinni, en skipstjóranum á brezka togar- anum Imperialist og áhöfn hans, hefði verið send sérstök viður- kenning frá sjómannadeginum fyrir björgun hans á áhöfn báts- ins Stráks í október sl. við hinar eríiðustu aðstæður. Nokkur mannfjöldi var við- staddur útihátíðahöldin þarna við Hrafnistu, en samtímis henni fór fram 'barnaskemmtun í Laug arásbíó, og var þar hvert sæti skipað. Um fimmleytið hófst svo kappróður í Reykjavíkurhöfn. Geysilegur mannfjöldi hafði safnazt þar saman til þess að fylgjast með keppninni, og virð- ist því vera góður grundvöllur fyrir því að þessi iþrótt verði almennara stunduð hér á landi en nú er. Tíu sveitir tóku þátt í keppninni, sem var í fjórum flokkum. Beztan tíman yfir heiidina hlaut róðrasveit Sænsk- islenzka frystihússins, eða 2 mín. 45.8, og fékk 'hún sérstaka viðurkenningu fyrir þátttöku sina. í flokki fiskiskipa undir 100 tonn sigraði róðrasveit björg unarskipsins Gísla J. Johnsen, og í flokki stærri fiskiskipa sigraði sveit Reykjaborgar. Skip- stjóri á Reykjaborg er Harald- ur Ágústsson, og er þetta í fimmta sinn, sem róðrasveit undir hans stjórn vinnur í þess- um flokki. í kvennaflokki sigr- aði sveit fiskiðjuvers ísbjarnar- ins og í unglingaflokki sveit sjóskátafélagsins Rákarlarnir. Um kvöldið voru svo skemmt- anir sjómannadagsins í flestum skemmtistöðum borgarinnar, en aðalhófið var að Hótel Sögu. Oflátungnr Til þess er ætlazt þegar nýir menn hefja afskipti af stjórn- málum, ekki sízt þegar um er að ræða vel menntaða sérfræðinga, að þeir fjalli um málin á mál- efnalegum grundvelli. I»essu ear þó ekki að heilsa með sálfræð- ing þann, sem skipar sseti á fram- boðslista kommúnista að þessu sinni. Hér fara á eftir nokkrar tilvitnanir í ræðu sem hann flutti á kosningafundi kommúnista, og birt er í Þjóðviljanum sl. sumnu- uag. „En það eru ekki allir sem hafa áhuga á að leika sér að stjórnmálum. Þar á meðal er ég, og ég vona að við öll sem hér erum í kvöld. Við ætlum að taka borgarmálefnin alvarlega, enda færi illa-ef enginn gerði það. Við, sem hofum tekið við umboði á vegum Alþýðubandalagsins til að vinna að málefnum Reykvikinga höfum stór áform í huga. Við höfum skipt með okkur verkum, og munum hver á sinu sviði vinna að þeim eins ötullega og raun ber vitni. Við erum að vona að einstöku sinnum megi það lánast að fá ihaldsleikarana til að hugsa eins og fullorðið folk og taka undir viðleitni okkar. En kannski er það of mikil bjart- sýni?" Var einhver að tala um of- Iátungshátt? Ofstæki Og sálfræðingurinn heldur áfram: „Fljótt á litið finnst manni að þeir (þ.e. Sjálfstæðismenn) hafi haft einna mestan áhuga á stein- steypu. Þeir hafa byggt nokkra skóla, leikskóla, dagheimili og barnaheimili og eytt til þess furðu mörgum milljónum, enda kannski von, því að húsin eru ekki fyrst og fremst ætluð sem dvalarstaðir barna og unglinga, heldur öllu fremur sem sýningar gripir handa útlendum pátentát- um, sem rekast hingað endrum og eins". Og ennfremur: „Sjálfstæðismönnum f i n n s t líklega nógu gott fyrir reykvísk börn að kasa þeim saman austur í Eaugarási. Það kalla ég nýja tegund af fráfærum". Og enn: „Og barnaheimilin. Þeir Sjálf- stæðismenn hrósa sér mikið af afrekum sinum á þeim vettvangi, og mesta stolt þeirra er hið nýja heimili við Dalbraut, það ku hafa kostað 30 milljónir ef ekki meira. Gaman að sýna útlendingum. En til hvers er að reisa barnaheim- ili, meðan þau verða ekki annað en geymslustaður, af því að ekk- ert er hirt um að mennta starfs- fólk sem fært er um að skilja og græða upptætt sálarlíf þeirra vanhirtu og vesælu barna, sem þangað koma". Kannast sálfræðingurinn við hugtakið ofstæki? Huggun? Framsóknarblaðið huggar sis þessa dagana við að birta rangar tölur uin fundarsókn af fund- um Framsóknarflokksins. Blaðið skýrði frá því fyrir nokkru að á fundi Framsóknarflokksins. að Hótel Sögu hefðu verið 700—800 manns. Vitað er, að þar voru um 500 manns. Blaðið segir enn- fremur, að á fundi Framsóknar- flokksins fyrir ungt fólk í Lídó hafi verið um fjögur hundruð manns. Ákveðnar tölur liggja fyrir um það, að 182 fundarmenn var með góðum vilja bægt að télja innan fertugsaldurs, en 55 eldri. Þetta gera samtals 237 manns. Á sjómannadaginn Leiðari Tímans á sjómanna- daginn hét: Sigríður Thorlacíus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.