Morgunblaðið - 17.05.1966, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.05.1966, Blaðsíða 30
II (J í M > j >4 H U 2. ft Ci H Þriðjudagur 17. maí 1966 ÍÞÉIlFlniR iMlliW j íslendingar unnu Bandaríkin 26:18 Sioari leikurinn átti ao vera i nótt ÍSLENDINGAR unnu Banda- ríkjamenn í landsleik í hand- knattleik á laugardagskvöldið með 26 mörkum gegn 18. Sigur- inn var fyrirfram all öruggur. Lið landanna hafa áður mætzt tvívegis hér á landi og sigruðu ísendingar í haeði skiptin með nær helmings markamun. Liðin áttu að leika annan landsleik á mánudagskvöld eft- ir bandarískum tíma eða að- faranótt þriðjudags efir ísl. tíma. Sá leikur fer fram í New ark State College. Mbl. tókst ekki í gær að fá frekari fréttir af fyrri leiknum. í svarskeyti sem við fengum við fyrirspurn um leikinn segir Keflavík vann 7:0 en ÍA og Hatnar- fjörður 2:2 KEFLVÍKINGAR sigruðu Breiðablik með yfirburðum á laugardaginn í leik þessara liða, sem fram fór á malarvellinum í Keflavík. Keflvíkingar tóku leikinn í sínar hendur þegar í upphafi og skoruðu á skömmum tíma 4 mörk án þess að Breiðablik fengi rönd við reist. Náðu Kefl- víkingar oft laglegum samleiks- köflum sem virðast benda til að liðið geti orðið hættulegur mót- herji þegar til íslandsmótsins kemur í sumar. Mörk Keflavíkur skoruðu: Jón Ólafur 2 mörk, Sigurður Al- bertsson 2 mörk, bæði úr víta- spyrnum og Magnús Torfason, Karl Hermannsson og Einar Magnússon eitt mark hvor. Hinn efnilegi miðvörður ÍBK, Guðni Kjartansson, snerist um ökla snemma í síðari hálfleik og varð að yfirgefa völlinn, svo að Keflvíkingar léku aðeins 10 það sem eftir var leiksíns. — B.Þ. Á Akranesi léku Akurnesing- ar og Hafnfirðingar. Jafntefli varð 2 mörk gegn 2. Að bálfnaðri keppninni hafa Hafnfirðingar 5 stig, ÍBK 4, ÍA 3 og Breiðablik 0. m.a. „að handknattleikur verði á dagskrá Olympíuleikanna 1972. í hvoru liði séu 7 menn í senn, leikurinn sé leikinn á velli jafnstórum körfuknattleiks velli og mörkin séu til end- anna".!!! Þetta sýnir nokkuð hvernig Bandaríkjamenn Jíta á hand- knatt1 ? kinn og hvern áhuga og þekk k,u þeir hafa á honum. Á íostudag, segir í skeytinu, verður ísl. liðinu skipt í tvö Lð (munu þá fararstjórarnir leika með — aths. Mbl.) og taka þátt í hraðkeppni við lið í New Jers- ey í Herwtage Junior High School í Livingstone. Forseti tslands, Asgeir Asgeirsson ásamt þeim Erlingi Pálssyni, Hallgrímssyni borgarstjóra (th.). Gisla Halldórssyni og Geir 383 syntu 200 m fyrsta daginn NORRÆNA sundkeppnin hófst I um landsins. f Reykjavík hófst á sunnudaginn víða um lánd, keppnin formlega í gömlu Sund þar á meðal í flesturn kaupstöð- I laugnum og þar synti í farar- Evertonleikmennirnir fögnnðu vel að vonum. Hér hafa vteir þeirra sett bikarinn eftirsótta á höfuð Brian Harris v. fram- verði. Sögulegustu bikarúrslit í 12 ár Everton breytti stöounni úr 0: 2 í 3:2 Úrslitaleikur ensku bikar- keppninnar — einn stærsti vioburður brezku knatt- spyrnunnar fór fram s.l. laug ardag á Wembleyleikvangin- um. Leikurinn var mjög sogu legur. Öllum á óvart náði Sbefficld Wed 2—0 forystu en Everton var ekki brotið á bak aftur. Þvert á móti sóttu Everton menn fast og unnu leikinn með 3—2. Jim McCalliog færði Sheffield forystu á 4. mín. með skoti er hafnaði í netinu eftir að hafa breytt stefnu á bakverði Everton. David Ford v. innh. skoraði 2—0 fyrir Sheffield er 12 mín voru af síðari hálfleik. 17 mín. síðar hafði Ever- ton unnið leikinn. Mike Treb ilock sem settur var í stöðu h. innh. hjá Everton á sið- ustu stundu skoraði tvö mörk með stuttu millibili og á 74. mín skoraði v. útherji sigurmarkið. Þetta var sögulegasti úr- Framh. á bls. 2 broddi forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson. Rétt við hlið syntu þeir Geir Hallgrímsson borgar- stjóri, Gísli Halldórsson forseti ÍSÍ og Erlingur, Pálsson for- maður Sundsambandsins. 1 Sundhöll Reykjavíkur hófst keppnin á svipuðum tíma og synti þar fyrstur Jón Pálsson. Einnig var synt í Sundlaug Vest- urbæjar. Fyrsta daginn syntu í Reykja- vík alls 383. Syntu 140 þeirra í Sundlaugunum, 133 í Sundhöll- inni og 110 í Vesturbæjarlaug- inni. Voru sundstaðir þá aðeins opnir fram á miðjan dag eins og venja er á sunnudögum. KR-Víkingui skildu jöín í gærkvöldi léku KR og Vík- ingur í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu. Jafntefli varð — hvorugt Uðið skoraði mark., Hefur KR nú 3 stig eftir 3 leiki en Víkingur fengu sitt fyrsta stig er þeir mættu íslandsmeist- urunum. Marklaus leikur Vals og Þróttar — £>æð/ /ið sýndu lélegan leik ÞRÓTTUR og Valur, einu tvö taplausu liðin í Reykjavikur- mótinu, mættust á sunnudags- kvöldið. Svo fóru leikar að hvor ugu liðinu tókst að skora og lið- in eru því taplaus enn og hafa forystu í mótinu, Þróttur með 5 stig eftir 3 leiki og Valur með 3 stig eftir tvo leiki. Margir bjuggust við að þessi tvö taplausu lið myndu sýna sæmilega knattspyrnu. En þaer vonir brugðust með öllu. Þófið, handahófið og ónákvæmnin skipuðu öndvegissess og leikur- inn var afar lélegur. Valsmenn áttu í upphafi harð- ar sóknarlotur að marki Þróttar og komst það oft í beina hættu. En hvort tveggja var að Vals- menn fylgdu ekki eftir af harð- fylgi eða list og einhver guðs blessun var yfir Þróttarmark- inu þannig að alltaf kom fótur fyrir knöttinn á siðustu stundu — eða markstöng stöðvaði harin. Þarna í byrjun höfðu Vals- menn tækifæri til að gera út um leikirui en tókst ekki. Og undir lok hálfleiksins sneri Þróttur vörn í sókn og átti tvö tækifæri til marka en bæði voru misnotuð. 1 síðari hálfleik voru Þrótt- arar ágengari, einkum framan af og í heild séð mega bæði lið veí við jafnteflið una. En knatt spyrnan var vægast sagt iéieg og sízt til að auka áhuga áhorf- enda. Hjá Val kom í ljós að án Her- manns Gunnarssonar er framlin- an sundurlaus og máttlítil. Mað- urinn sem er fjarverandi fær því mesta hrósið. Sigurður Dags son í markinu varði vel og einn- ig vakti athygli leikur Halldors Einarssonar. Aftasta vörn Þróttar átti góð- an dag — góðar staðsetningar og sýndi harðfylgi í leik. Hún tryggði jafnteflið. Leikur fram- linunnar var í molum. — A. St 35 syntu á Akronesi AKRANESI, 16. maí. — 35 manns höfðu synt 200 m. í norr- ænu sundkeppninni hér i Bjarnalaug á slaginu kl. 16.50 i dag. Sá sem fyrstur «ynti 1 keppninni var Benedikt Valtýs- son. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.