Morgunblaðið - 21.05.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.05.1966, Blaðsíða 5
Laugardagur 21. maí 1966 MORCUNBLAÐIÐ 5 G KÝS SJALFSTÆÐISFLOKKINN Ingibjörg Norberg ílugfreyja Unga fólkið, sem gengur nú I fyrsta sinn til almennra kosn- inga, er jafngamlt hinu unga íslenzka lýðveldi. Við, sem fyll- um þennan hóp, munum vissu- lega hafa í Ihuga hvaða flokk- ur það var, sem knúði fram stofnun lýðveldisins og tryggði varðveizlu fengins frelsis. Fyrsta verkefni okkar við kjör- borðið er að kjósa nýja borgar- etjórn fyrir Reykjavík. Við, sem erum fædd og uppalin í Reykja- vík, og höfum séð hana vaxa FELAGSIIF Frá Farfuglum Ferð á Krýsuvíkurberg í fyrramá'lið. Farið frá Búnaðar félagshúsinu kl. 9,30. Farseðl- ar við bílana. Hvítasunnuferð ;n er í Þórsmörk. — Skrif- (tofan verður opin á þriðju- iagskvöld. Dragið ekki að panta miða. Farfuglar. SAMKOMUR Kristileg samkoma á bænastaðnum Fálkag. 10, sunnudag 22. maí kl. 4. Bæna stund a'lla virka daga kL 7. — Allir velkomnir. K.F.U.M. Almenn samikoma í húsi fé- lagsins við Amtmannsstíg annað kvöld kl. 8,30. Síra Magnús Guðmundsson, fyrrv. prófastur talar. Allir vel- komnir. Hjálpræðisiherinn. Majór Allister Smith, lög- fræðingur, talar í kvöld kl. 20.30, og sunnudag kl. 11 og 20.30. Brigader Driveklepp stjórnar. Ræðuefni í kvöld: Endurikoma Krists. Hópfer&abílar allar staerðir Simi 37400 og 34307. með miklum hraða úr bæ í þá glæsilegu borg, sem hún er í á undanförnum árum, og sem Ihvergi eiga sér sinn líka hér á landi og þótt víðar væri leitað. Ég er sannfærð, að Sjálfstæð- isflokkurinn mun hér eftir sem hingað til vinna að hagsmuna- málum unga fólksins með t.d. öflugum stuðningi við hvers konar fræðslustarfsemi, við íþróttalífið, við leiklist og tón- list svo að eitthvað sé nefnt. Æskan fylkir sér nú meira en nokkru sinni fyrr um stefnu Sjálfstæðisflokksins og vottar farsælli forystu hans í borgar- málefnum sínum traust sitt. dag, kjósum Sjálfstæðisflokk- inn. Hvers vegna? Fyrst og fremst vegna þess, að við vilj- um njóta áfram samhentrar forystu í borgarmálefnum og jafnframt koma í veg fyrir þann háska, sem borginni okkar væri búin, ef samstjórn þriggja sund- urlyndra flokka tæki við. Við treystum frambjóðend- um Sjálfstæðisflokksins bezt til þess að halda áfram þeirri uppbyggingu, og þeim stór- felldu framkvæmdum, sem átt hafa sér stað hér í Reykjavík Hiafn Bachmaim verzlunarstjóri Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna baráttu hans fyrir þjóð- legri og víðsýnu framfarastefnu. Þar sem frelsi og sjálfstæði ein- staklingsins fær notið sín. Miklar framfarir í borginni bera glöggt vitni um mátt styrkrar borgar- stjórnar. Með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn er borginni fryggð framfarastefna, sem bezt tryggir hagsmuni okkar unga fóíksins, sem gerir okkur kleift með eljusemi að öðlast aukna lífs'hamingju. Hamingja okkar er bezt tryggð með því að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn í borgarstjórn, því að sómi okkar er góð og fögur borg. Hildur Bernhöft húsmóðir I borginni okkar er nú öðru- vísi um að litast en fyrir nokkrum tugum ára. Þróunin hefur stefnt að því að byggja stóra og fagra borg úr litlum bæ. Borgin hefur tekið algjör- um stakkaskiptum á síðustu ár- um. Þessi þróun hefur orðið undir forystu Sjálfstæðis- manna. Min skoðun er, að framtíð Reykjavíkur sé bezt tryggð með áframhaldandi samstillt- um meirihluta Sjálfstæðis- manna í borgarstjórn. Þess- vegna kýs ég Sjálfstæðisflokk- inn 22. maí næstkomandL Guðmundur Hallvarðsson stýrimaður Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna víðsýni hans í þjóðmál- um. En flokkurinn hefur ótví- rætt sýnt á undanförnum ár- um, að það forystuhlutverk, sem þjóðin hefur falið honum, hefur hann rækt af alúð og samvizkusemi. Þarna á ég við forystuhlutverk Sjálfstæðis- flokksins í þjóðmálum lands- manna svo og í stjórn Reykja- víkur. Hvert sem litið er blasa við framkvæmdir borgarinnar, glæsileg hús rísa af grunni, mal- bikaðar götur og fagrir garðar til augnayndis fyrir borgarbúa, svo eitthvað sé nefnt. Og allt miðar að því að gefa ungu fólki kost á því í framtíðinni að eign- ast eigið þak yfir faöfuðið. Hin glæsilega bók Reykjavíkur 1966 til 1982 sýnir ótvírætt fainar glæsilegu framtíðaráætlanir, er stjórnendur borgarinnar, undir forystu Geirs HallgrímSsonar, hafa á prjónunum. Þess vegna » kýs ég Sjálfstæðisflokkinn, og treysti á allt æskufólk og aðra, ^ að fylkja sér undir merki hans við komandi kosningar, og fryggja þar með áframfaaldandi velmegun borgarinnar. Troels Bendtssen íra mk væmdast j óri ör vöxtur og þróun borgar- innar ásamt stórfelldum fram- kvæmdum á öllum sviðum borgarmála undir forystu Geirs Hallgrímssonar bera þess vott að hér fara þeir menn með stjórnartaumana, sem bezt er treystandi fyrir hagsmunum borgarbúa á komandi árum. Snyrtivörur Merki ungra stiilkna í dag ALLIR NÝJUSTU TÍZKULITIR. VERZLUNIN EDDA Keflavík. Lelka að Hlégarði í kvöld kl. 9-2. Sætaferðir frá Umferðarmiðst. kl. 9 og 10 Heyrið Dáta leika „Leyndarmál44 LAGIÐ SEM VERIÐ HEFUR LANGVIN- SÆLASTA LAG ÓSKALAGAÞÁTTA ÚT- VARPSINS UNDANFARNAR VIKUR. Kjósum ungt fólk í borgurstjórn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.