Morgunblaðið - 21.05.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.05.1966, Blaðsíða 4
4 MORGU NBLADID Laugardagur 21. maí 1966 ALLT MEÐ EIMSKIP A NÆSTUNNI ferma skip vor tál íslands, sem hér segir: Brottfarardagar: ANTWERPEN: Tungufoss 23. maí* Bakkafoss 8. júní Askja 15. júní*' Tungufoss 17. júní HAMBORG: Reykjafoss 21. maí Gol 24. maí Askja 27. maí *' Skip 3. júní Brúarfoss 14. júní Askja 17. júní ROT’ÍERDAM: Askja 24. maí *' Skip * 31. maí Brúarfoss 10. júní Askja 14. júní* LEITH: Gullfoss 20. maí Guilfoss 13. júní LONDON: Tungufoss 26. maí Bakkafoss 10. júní Tungufoss 20. júní HIILL: Tungufoss 31. maí * Bakkafoss 14. júní Askja 20. júní* Tungufoss 23. júní GAUTABORG: Reykjafoss 25. maí Fjallfoss um 11. júní Mánafoss 28. júní* KAUPMANNAHÖFN: Felto 31. maí * Gullfoss 11. júní Gullfoss 25. júní Mánafoss 27. júní* NEW YORK: Dettifoss 27. maí Goðafoss 2. júní Selfoss 21. júni OSLO: Fjallfoss 14. júní KRISTIANS AND: Mánafoss 5. júní Mánafoss 30. júní* KOTKA: Rannö 6. júní VENTSPILS: Skógafoss 14. júní GDYNIA: Felto um 27. maí Skógafoss 11. júní * Skipin losa á öllum aðal- höfnum, Reykjavík, ísa- firði, Akureyri og Reyðar- firði. ** Skipin losa á öllum aðal- höfnum og auk þess í Vest- mannaeyjum, Siglufirði, — Húsavík, Seyðisfirði og Norðfirði. Skip, sem ekki eru merkt með stjörnu losa í Reykjavik. Vinsamlegast athugið að vér áskiljum oss rétt til breytinga á áætlun þessari, ef nauðsyn krefur. HE EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS BOSCH Flautur 6 volt, 12 volt, 24 volt. Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9. — Sími 38820. Við Tjörnina Fyrir austan urðu þeir að fá þyrlu til þess að flytja fólk yfir heiðar og fyrir vestan eru heiðarnar Ííka ófærar Á ísa- firði fennti í fjöll og þar hef- ur vetur ekki verið snjóþyngri síðan 1949. Hér syðra höfum við aðra sögu að segja, hér er komið vor. Margir notuðu góðviðrið á fimmtudaginn til þess að fara í gönguiferð um miðborgina, en fleiri hafa e.t.v. farið i öku- ferð. >að var ánægjulegt að ganga meðfram Tjörninni í blíðunni og sjá hvernig vorið hefur breytt öllu á skömmum tíma. Tigulegar álftir og mak- indalegar æðarkollur, spari- klædd börn og hátíðlegir for- eldrar. Aliir nutu góða veðurs- ins í hjarta borgárinnar. Tjörn in var hin sama og áður — eins og hún á að vera, því þannig kunnum við bezt við hana. En sjálfsagt hafa fuglarnir samt tekið eftir því, að sjúkrabílarn ir og slökkviliðsbílarnir eru horfnir úr Tjarnargötunni. Slökkviliðið byrjaði að yfir- gefa Tjörnina, þegar Kjartan brunavörður hætti í fyrra — og nú er það allt farið í ný og glæsileg húsakynni á Öskju- hlíð. Ég er viss um að þeir í slökkviliðinu sakna Tjarnarinn ar, en hvað er það, sem ekki breytist? Ákaflega fátt í henni Reykjavík — og eftirfarandi bréf ber þess m.a glöggt vitni. Glöggt er gests augað Hafnfirðingur skrifar: „Ég er ekki vanur að skrifa í blöðin~ög veit því ekki hvort þú birtir þessar línur. En nú á dögum tala menn svo mikið um framkvæmdir og framfarir að mig langar Jika til þess að leggja orð í belg. Inn í Reykjavík fer ég nokkr um sinnum á ári, þegar ég á þangað erindi, en ég hef ekki farið í bílferð um borgina síð- an í fyrravor. Látið mér nægja að koma í Lækjargötu og Aust- urstræti. Á sunnudaginn tók vinur minn mig með sér í bílferð og skoðuðum við Reykjavík hátt og lágt — ég held betur en ég hef nokkru sinni gert. Við ætl- uðum ekki í nákvæma skoðun- arferð, en það var svo margt skemmtilegt, sem fyrir augun bar — og Reykjavík er orðin svo falleg, að ferðin entist okk ur í marga klukkutíma — og við nutum hennar í ríkum mæli. Satt að segja skil ég ekki um hvað þið eruð alltaf að rífast þarna í Reykjavík. Sjálf- um finnst mér öllu iiafa miðað betur áfram en hægt hefði ver ið að ætlast til með góðu móti. Eftirtektarverðastar finnst mér göturnar, enda eru Reykvíking ar ánægðir með þær stóru framfarir — og mega líka vera það. En allur þessi fjöldi stórra og smárra bygginga, sem borg- aryfirvöldin hafa látið reisa yfir alls konar starfsemi er engu síður eftirtektarverður. Hér í Firðinum les ég Morg- unblaðið og Alþýðublaðið svo til daglega, en Tímann sé ég sjaldan þar til nú undanfarnar vikúr að hann er borinn ókeyp is til mín. Þjóðviljann sé ég stundum á vinnustað mínum — og líka Tímann, því bæði hiöð in eru borin þangað ókeýpis — og Tíminn í þvílíkum bunk- um, að það liggur við að manni blöskri þessi pappírssóun. Þess vegna hef ég haft tæki- færi til þess að fylgjast með blaðadeilum fyrir kosningarn- ar — frá öllum hliðum — og þær hafði ég einmitt í huga, þegar ég keyrði um Reykjavík. Ég er ekkert hissa á því þótt þeir séu í vandræðum með að finna efni í ófagrar Ijósmyndir eins og hér um árið, þegar kosn ingabarátta andstæðinga borg- arstjórnarmeirihlutans gekk aðallega út á það að birta myndir af bröggum og ljótum götum. >að hefur vakið athygli mína — og sjálfsagt fleiri, sem ekki búa í Reykjavík, en lesa Reykjavíkurblöðin, að and- stöðuflokkarnir eiga erfitt með að finna höggstað á borgar- stjóranum, en reyna miklu fremur að ná sér á strik í landspólitík. Verðbólgu-umræð ur eru t.d. mjög háværar, en margt mundi talið skyldara framkvæmd borgarmála í Reykjavík en verðbólgan. >ar að auki held ég að stórir sem smáir búi í glerhúsi, þegar þau mál ber á góma. Ég skrifa þessar línur vegna þess að mig langar til að óska Reykvíkingum til hamingju með fallegu borgina — og von- andi fá sem flestir bæir á land inu okkar jafnágætt forystu- lið og Reykvíkingar hafa haft undanfarin ár Hér í Firðinum hefur mikið verið unnið og vonandi er enn meira framundan. — >akka þér s.vo fyrir margar ágætar hug- leiðingar Velvakandi. Vonandi er bréfið mitt ekki of langt fyrir þig. >ú ættir að koma oft ar hingað suður eftir og skrifa meira um Hafnarfjörð. — Hafnfirðingur.“ Óttast hossa- kaupín Aðfluttur maður skrifar: „Velvakandi góður, mig lang ar til að skrifa þér bréf, þótt ég hafi til þessa lítið gert að því að stinga niður penna. Ég er tiltölulega nýfluttur til Reykjavíkur með fjölskyldu mína og núna á sunnudaginn geng ég í fyrsta skipti inn í kjörklefa hér í borg Pólitísk- ur hef ég ekki verið um æv- ina, fylgdi þó alltaf „mínum'* flokki, enda hafði hann að mínu viti góðum mönnum á að skipa í kauptúninu heima. Ég reiknaði því alltaf með því — það litla, sem ég hugs- aði um þá hluti — að ég kysi fulltrúa hans áfram, einnig hér í Reykjavík. En svo datt mer í hug, að bezt væri nú að fylgj ast með kosningabaráttunni hér í Reykjavík. Ég byrjaði með því að fara á einn fund borgarstjóra og síðan hef ég farið á framboðsfundi flokk- anna, eftir því sem ég hef get- að, lesið blöðin og að sjálf- sögðu hlustaði ég á útvarpsum- raeðurnar. Ég verð að segja það eins og er, ég varð fyrir miklum von- brigðum með „ minn“ flokk. Málflutningur ræðumanna hans var allur svo neikvæður. Að vísu er það rétt að hér er margt ógert og annað má vera fullkomnara, en það er bara ekki hægt að gera allt í einm Framkvæmdirnar hérna í bæn um eru svo gífurlega mkilar, að ég satt að segja hefði ekki trúað því, ef ég hefði ekki sé.3 það sjálfúr. Ég fór því að spyrja sjálfan. mig: Getur það verið að þess- ari borg sé illa stjórnað? Nei, enginn getur með sanngirni haldið því fram. Og þegar lit- ið er á, hve árásarefnin á borg- aryfirvöldin eru yfirleitt lítil- væg, hlýtur það að styrkja þá skoðun. Mér þykir það að sumu leyti leiðinlegt að geta ekki kosið flokkinn „minn“ áfram, en nú þegar ég er orð- inn Reykvíkingur finnst mér ég ekki geta átt það á hættu, að með minni aðstoð verði sjórn borgarinnar háð hrossa- kaupum margra flokka. 1 gærkveldi tilkynnti ég svo fjölskyldu minni ákvörðun mína, og viðtökurnar, sem ég fékk eru sennilega tilefni þess að ég skrifa þetta bréf. „Góði pabbi,“ sagði dóttir mín, „vertu ekki með þennan afsökunar- tón í röddinni. >að verður þá til þess að við kjósum öll eins, meira að segja mamma líka.‘* >au höfðu verið fljótari að átta sig á hlutunum en ég. — Einn aðfluttur.** S«S "P- ' r. VAUXHALL VICTOR mti ódýrasti og f ullkomnasti 4 - dyra bíllinn • sterkur og traustur - S manna bíll með rúmi fyrir 6. Hlaut verðlaun á bílasýningu í London.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.