Morgunblaðið - 21.05.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.05.1966, Blaðsíða 28
28 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 21. maí 1966 Próf í öllum skólum Fróðleiksmolar um það hve margir standa í prófum hér i horginni þessa dagana MAÍMÁNUÐ má með réttu kalla prófmánuð, þvi að þá fara fram vorpróí í öllum skólum landsins. Ungmenni landsins hafa því nóg að gera þennan mánuð allan, fyrst kemur upplestrarfríið, og síð an prófin sjálf, sem eru tími taugaspennu, vonbrigða og gleði. Við forvitnuðumst um það að gamni okkar hjá Fræðsluskrifstofu Reykjavík- urborgar, og víðar hvað það væru um það bil margir Reykvíkingar, sem ættu nú í prófum, og svarið var; mjög lauslega áætlað: hátt á 20. þúsund. Barnaprófin hófust í sl. viku og þau munu þreyta 1432 nemendur við bamaskólana í Reykjavík, en einnig eitt- hvað við Landakotsskóla og Kennaraskólann, svo að heild artalan verður um löOO nem- endur. Unglingaprófið, sem er að loknu átta ára skyldunám, er byrjað fyrir nokkru. Það þreyta á vegum fræðsluskrif- stofunnar 1465 unglingar. Gagnfræðapróf kemur tveim- ur árum síðar, og það munu nú þreyta 680 nemendur. Inn- an þriðja bekkjar gagnfræða- stig er svo um að ræða, ef svo má segja, fimm línur. I fyrsta lagi: landsprófsdeild, en í hana lögðu af stað í fyrra haust 499 eða 37,4% af öllum þriðja bekk. Er það örlítið hærri prósenttala en áður. f almennu deildinni voru 276 nemendur eða 20.7%, og var hún í vetur með lægra móti. Verzlunardeild er tiltölulega nýstofnuð, en hana völdu í vetur 222 nemendur, sem er 16,6%. í verknámsdeild voru í vetur 267 nemendur, sem er 20% af öllum þriðja bekk. Loks er að nefna framhalds- deild, í henni voru 71 nem- andi, sem er 5,3%. Samtals voru í þriðja bekk hér í Reykjavík í vetur 1335 nem- endur. í bamaskólum borgar- innar voru þá samtals í vetur 8799 nemendur en í gagn- fræðaskólunum 4969 nemend- ur. Við lögðum leið okkar hér á dögunum út í Gagnfræða- skóla Vesturbæjar, og röbbuð um þá fyrst ofurlitla stund við skólastjórann, Óskar Magnússon, um Landsprófið. — Hjá okkur þreyta nú 159 nemendur landspróf, og er það með meira móti, sagði Óskar. — Þetta er því orðinn geysilegur fjöldi, sem við höf um útskrifað í gegnum árin, eða frá því að landsprófið hófst 1946. Það luku 64 nem- enaur landsprófi frá okkur fyrsta árið, en fjórum árum síðar var þessi tala orðin 130 —40. En síðan fór að fækka hjá okkur aftur, þegar Vonar strætisskólinn hér fór úr tengslum við okkur og varð gerður að landsprófsdeild ein- göngu, og það var allt fram til 1964, er Gagnfræðaskóii Vesturbæjar tók við honum aftur. Á leið út frá Óskari hitt- um við þrjá föla, unga menn, sem eru auðsýnilega að koma úr prófi. Þetta eru þeir Páll Svavarsson, _Geir Rögnvalds- son og Hugo Þórisson. — Úr hvaða prófi eruð þið __________ að koma, piltar? spurðum viðprá skriflegu prófi í Háskólanu m. fyrst. — Stafsetningarprófi. — Erfitt? — Já, talsvert erfitt, svarar Hugo, ég er meira að segja búinn^ að finna eina villu. — Ég ekki neina, segir Geir, það þýðir ekkert annað en 10.0 Þeir félagar eru samt þannig á svipinn að við tökum þá ekki alveg trúanlega, heldur spyrjum í þess stað: — Eruð þið þá búnir með mörg próf? — Nei, þetta var það fyrsta. Við eigum þá sjö stykki eftir. — Eruð þið ánægðir með próftöfluna? — Nei, svarar Páll, hún er afleit. Það þarf að gera gjör- breytnigu á þessu fyrirkomu- lagi með þetta upplestrarfrí, deila ákveðnum fjölda daga niður á hvert próf í stað þess að fá það allt í einu á undan prófunum. Þá er maður Landsprófsmennirnir þrír: Hugo, Geir og Páll. hreinlega búinn að gleyma stórum hluta þess, sem maður hefur verið að basla við að troða inn í hausinn á sér loks þegar kemur að prófunum. — Ég vil , ganga miklu lengra, segir GÍeir, ég vil láta gjörbreyta öll u fræðslukerf- inu frá upphafi til enda. Landsprófið veitir aðgang að kennaraskólanum og menntaskólunum. í Kennara- skólunum stunduðu nám í vet ur. um 400 nemendur. Munu milli 80—90 nemendur ljúka almennu kennaraprófi núna, og milli 20—30 ljúka prófi úr öðrum bekk undirbúnings- deildar sérnáms. Kennaraskól inn hefur nú einnig öðlazt réttindi til þess að útskrifa stúdenta, og tekur hún gildi 1967. Sagði Broddi Jóhannes- son, skólastjóri Kennaraskól- ans í samtaLi við okkur, að það stúdentspróf myndi veita alveg hliðstæð réttindi og Menntaskólinn í Reykjavík. í Menntaskólanum í Reykja vík stunduðu nám í vetur um 1060. Eru próf hafin þar í öllum bekkjum nema 6. bekk, en þau byrja 23. maí, og lýk- ur 13. júní. 292 nemendur stunduðu nám í 6. bekk i vetur, 179 í máladeild og 113 í stærðfræðideild. Þá standa nú yfir stúdents- próf í Verzlunarskóla íslands, en þaðan munu væntanlega 28 nemendur ljúka prófi inn- an skamms. Hafa þá alls 420 nemendur lokið stúdentsprófi frá Verzlunarskóla íslands frá . því að fyrstu stúdentamir voru útskrifaðir 1945. Við lögðum að síðustu leið okkar í Háskóla íslands, og þar hittum við að máli Stein- grím J. Þorsteinsson, prófess- or, sem hefur verið þar próf- stjóri í réttan aldarfjórðung. Við spurðum Steingrím fyrst, hve margir tækju nú próf við Háskólann. — Það eru um 1500 skrif- legar úrlausnir, sem berast, en á hinn bóginn er ákaflega erfitt að svara því, hve marg- ar persónur taki prófin því að sumir taka próf í einni grein, en aðrir í tveimur, o. s.frv. En skrifleg prófverk- efni eru yfir 120 talsins. Próf -in hófust í síðustu viku apríl og lýkur 7. júni, standa því yfir í 6—7 vikur. Prófunum má skifta í tvo aðalhluta, skrifleg próf og munnleg próf. Nemendurnir í skrif- legum prófum fá í flestum tilfellum 6 tíma til þess að skila úrlausnum. í skriflegum prófum er blandað saman í salinn nemendum úr öllum deildum, en þess er gætt að skipa þannig niður, að langt sé milli manna, sem þreyta próf í sömu grein. — Hve margir ijúka end- anlegu prófi frá Háskólanum núna? — Um eða yfir 70 nemend- ur. Af þeim eru 20, sem ljúka fyrrihluta prófi í greinum, sem ekki eru kenndar lengur hér við skólann, eins og t.d. verkfræði og lyfjafræði lyf- sala. En um 50 ljúka algjöru fullnaðarprófi héðan. Lódamál í Niarðvíkum ÞRIÐJUDAGINN 17. maí var haldinn borgarafundur í félags- heimilinu ,,Stapi“. Að þessum fundi stóðu allir framtooðslistarn ir fjórir, sem hér bjóða fram við sveitarstjórnarkosningarnar 22. maí. Fundur þessi var fjölsótt- ur af Njarðvíkingum og tel ég því víst að sumt af því, sem þar var sagt geti fest rætur í hugum áheyrenda, en ég tel að þarna hafi komið fram upplýsingar, sem ekki gafst tækifæri til að mótmæla á fundinum, en ég get ekki látið ómótmælt. Formaður byggingarnefndar, Bjarni Einarsson, talaði þarna langt mál um lítið efni. Kvaðst hann ekki hafa neina stefnuskrá, en myndi vinna framvegis, eins og hingað til, og kvaðst hann vera ails óhræddur að taka á sig óvinsældir vegna afskipta sinna af skipulagsmálum hrepps ins hann hlýtur að vera meira en meðal kjarkmaður, því að hann eyddi mestöllum ræðutíma sín- um í að lýsa kostum og gæðum raðhúsanna. Þegar Bjarni Einarsson tók við formennsku byggingarnefndar 1962 varð það samkomulag milli hans og okkar landeigenda, að byggingarnefnd fengi ákveðið landssvæði til skipulagningar og úthlutunar. Bjarni hófist þegar handa um skipulagningu þessa svæðis og fékk Skúla Norðdal, arkitekt, til þess að teikna þarna raðhús. Þessu næst boðaði hann til borgarafundar þar sem þess- ar teikningar voru sýndar og auglýstar. Á þessum fundi benti ég þegar á, að þessi hús myndu ekki henta okkar veðurfari og staðháttum, m.a. vegna þess að reiknað er með flötum þökum á þeim. Auk þess gerði ég fyrir- spurn um verð teikninganna og fékk það svar, að það yrði um 4% af kostnaðarverði, sem var áætlað kr. 700,000 á hús, en sam- anlögð upphæð fyrir teikningar þessara húsa, sem áætluð eru 45 talsins væri því kr. 1.260.000.— Ég leyfði mér þá þegar að gagn rýna þetta verð, en Bjarni taldi ekki líklegt að hægt yrði að út- vega efnaminna fólki auðveldari teikningar né ódýrari hús til byggingar. Fleiri raddir komu fram á fundinum, sem staðfestu gagnrýni mína á þessa áætlun. Bjarii virtist ekki þurfa að þyggja ráð anara og áfram var haldið #g byrjað að byggja eftir teikningunum. Nú er það komið í ljós, að áminnztír gallar eru komnir fram og hafa menn orðið að breyta þökunum og sumir hafa þurft að skipta um þök, en þetta hefir eðlilega haft þá afleiðingu að illa hefir gengið að fá menn til þess að taka þessar lóðir og byggja í þessum stíl. Samtímis hafa þó hrúgazt upp umsóknir um lóðir fyrir ein/býlis hús — frá ýmsum ágætismönn- um, sem fengur væri að fá inn í hreppinn. En byggingarnefnd eða formaður byggingarnefndar, því grunur minn er sá að for- maður haldi sjaldan fundi — xefir hingaðtil verið á móti því, að lóðum sem til eru á skipulag- inu verði úthlutað — samanber 12—14 lóðum við Hæðargötu. Hver er orsökin? Getur það ver- ið að Bjami hafi þarna verið með tilraunir til þess að neyða lóðaumsækjendur til þess að taka raðhúsalóðirnar? Læt ég þetta mál útrætt að svo stöddu. Framanskráður fundur fór mjög vel fram, en þó tel ég að skólastjóri og einn kennari hafi ATKVÆÐI í prestkosningu til Garðakirkju á Álftanesi voru tailin í skrifstofu biskups í gær, en kosning fór fram sl sunnu- dag. Urðu úrslit þau að sr. Bragi Friðriksson var kjörinn lögmætri kosningu, hlaut 602 atkvæði. Bragi Benediktsson fékk 227 atkvæði, Tómas Guð- mundsson 40 atkvæði og Þor- bergur Kristjánsson 24 atkvæði. Á kjörskrá voru 1116 og greiddu 897 atkvæði. 3 seðlar voru auðir. Sr Bragi Friðriksson tók guð- fræðipróf 1953. Var hann í 3 ár starfandi prestur í Manitotba, starfaði síðan hjá æskulýðsráði Reykjavíkur frá hausti 1956 trl ekki sett unglingum fordæmi með prúðmannlegri ræðu- mannsku. Vil ég taka það fram, þar sem Oddur Sveinbjömsson, kennari, minntist á landeigendur og gat um höfðinglega gjöf land eigenda í Innri-Njarðvík undir minnismerki Jóns Þorkelssonar, en gleymdi að geta þess, þegar hann nefndi landeigendur í Ytri- Njarðvík, að þeir gáfu rúma 17 þús. fermetra undir hið myndar- lega félagsheimili „Stapi“, og vorsins 1963, og hefur síðan ver- ið prestur fslendinga á Kefla- víkurfilugvelli og unnið að æskulýðsstarfi í Kjalarnespróf- astsdæmi. Bragi er kvæntur Katrínu Eyjólfsdóttur frá Eiskifirði og eiga þau tvö börn. sömuleiðis hafa einstaklingar gef ið land undir leikvöllinn og af- hent land undir barnaskóla með mjög vægu verði. Vaidimar Björnsson. Séra Bragi Friðriksson Sr. Bragi Friðriksson prestur Garðakirkju AFRAM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.