Morgunblaðið - 21.05.1966, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.05.1966, Blaðsíða 7
í,atigar<5agur 21. maf fSB8 MOftGUNBLAÐIÐ 7 Fækkum slysunum! SLYS á börnum í umferðinni í Reykjavík gerast æ tíðari og eru jafnan flest á þessum árstíma. Mynd þessa tók Sveinn Þormóðsson, þegar verið var að flytja slasað barn af slysstað. Myndin hlýtur að verða til viðvörunar, og þó sérstaklega mæðrunum, að forða börnum sínum af götunni, því að þangað eiga þau sjaldnast nokkurt erindi. Unga móðir! Viðvörunni er beint til þín! Athugaðu myndina. Viltu láita þetta henda barn þitt? Sameinumst öll um það að fækka slysum í umferðinni. Nóg er þegar að gert. ökumenn! Gleymið aldrei, að það eru dýrmæt mannslíf, sem geta verið í veði, þegar þér akið ógætilega og sýnið ekki tillitssemi, og enginn veit, hvorki ég né þú, hvenær reiðarslagið dynur yfir og yfir hvorn okkar. Varúð, varúð, varúð! Af henni er aldrei of mikið í umferðinni. að sól hefði skinið 1 heiði suð- »r í Kópavogi, þegar hann var að fljúga þar um á tíunda tím- anum í gærmorgun, en þó var þetta ekki ailur sannleikunnn, því að sólmyrkvi var á, og var 1/11 hluti af sólu hulinn, sem evaraði ríflegum söluskatti. Mátti vel sjá í gegnum sólgleraugu þennan myrkva, og leit hann þannig út frá Kópavogi, eftir skizzu, sem ég gerði á staðnum, enda stóð hann alllengi yfir. Hans var getið í dagbók í gær, en það hefur máski farið fram hjá íóiki. Ég var staddur hjá Borgar- hoitsbraut 5, en þar hefur hinn eini og sanni hárskeri aðsetur, hann Jóngeir, sem klippir upp á frönsku eftir öllum kúnstarinn- ar reglum, og þar sem storkar þurfa stundum að láta hárskera ráðast á bítlahár sitt, settist ég þar á stól og ávarpaði Jóngeir: Storkurinn: Eitthvað ert þú á- búðarfullur í dag, monsieur le rakari? Jóngeir í Kópavoginum: Já, mér varð litið upp frá skærun- um áðan á þennan sólmyrkva. Hann olli mér heilabrotum. Hugs ið ykkur, ef þeir færu nú að ekattleggja sólskinið? Klippa af eólarkringlunni svo svo mikla bita, svona álíka og þessi myrkvi gerir? Og svo væri þetta bara fyrir ríkið í skatt, og svo kæmu kaupstaðirnir og hrepparnir og heimtuðu sitt, og svo yrði að Hokum tekið upp á óbeinum skatti eólartolli, og svo söluskattur og veltuútsvar á allt heila klabbið. Sólin yrði varla hálf einn heilan dag. Þetta er óttaleg tilhugsun ©g myndi sjálf eyðileggja allt siðferði í landinu með það sama. Ja, mér þykir þú hafa áhyggj- urnar, lasm, og það svona rétt fyrir kosningar, monsieur le rak- ari. Ætli þeir þarna í stjórnar- andstöðunni myndu ekki krefj- ast þjóðaratkvæðagreiðslu um málið? Og með það flaug storkurinn, nýklipptur og skorinn, upp á Kópavogskirkju, sem blasti þarna við innan um allt stórgrýtið, hvít og falleg, og íhugaði málið um stund, raulaði fyrir munni sér til að hressa upp á sálina og kosn- ingahrollinn: „Nú er sumar, gleðj ist gumar, gaman er í dag“, og hættara er nú við, að verði enn skemmtilegra á morgun. Telpa tapar úlpu 11 ára telpa, sem ber út Morg- unblaðið tapaði á föstudagsmorg uninn svartri leðurúlpu. Hún var með blöðin í kerru, og: lagði úlp una þar á, og mun úlpan þá hafa dregist af, án þess, að hún tæki eftir því. Stúlkan ber út ofarlega á Hverfisgötu og Laugavegi. Skilvís finnandi úlpunnar er beð inn um að skila henni til telp- unnar að Hverfisgötu 92, eða láta vita í síma 18960. Sá, sem skilar týndum hlut til rétts eig- anda, hefur á eftir góða samvizku og hún er þó alltaf nokkurs virði á þessum tímum. Akranessferðir með sérleyfisbifreið- um ÞÞÞ. Frá Akranesi mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugar- daga kl. 8, miðvikudaga og föstuðaga kl. 12, sunnudaga kl. 4. Frá Rvík aUa daga kl. 5:30, nema laugardaga kl. 2 og sunnudaga kl. 21:00. Afgreiðsla í Umferðarmiðstöðinni. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á leið frá Austfjarðarhöcfnum til Rvík- ur. Esja er í Rvík. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum kl. 21:00 í kvöld til Rvíkur. Skjaldbreið er á Aust- fjarðarhöfnum á norðurleið. Herðu- breið er í Rvík. Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell fór í gær frá Reyðarfirði til Stettin, Aabo og Sörnes. Jökulfell fer í dag frá Rvik til Camden. Dísarfell er í Aabo. Fer þaðan til Mántyluoto. Litlafell kemur tii Rvíkur 1 dag. Helgafell fór í gær frá Rvík til Norðurlandshafna og Austfjarða. Hamrafell fór 16. þm. frá Rvík til Constanza. Stapafell fór 19. þm. frá Rotterdam til Rvíkur. Mælitfell fór 17. þm. frá Hamina áleiðis tfl Íslands. Hafskip h.f.: Langá er á Akureyri. Laxá fór frá Gautaborg ÍZ. til íslands. Rangá fór frá HuM 20. til Rvíkur. Seíá fór frá Hornatfirði 10. til HuU og Hamborgar. Loftleiðir h.f.: Leifur Eiríksson er væntanlegur frá í-ÍY kl. 09:00. Fer til baka til NY kl. 01:45. Vilhjálmur Stefánsson er væntanlegur frá NY kl. 11:00. Heldur áfram tii Luxemborgar kl. 12:00. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 02:45. Heldur á- fram til NY kl. 03:45. Eiríkur rauði fer til Gautaborgar og Kaupmanna- hatfnar kl. 10:00. Er væntanlegur til baka kl. 00:30. Snorri Þorfinnsson fer til Oslóar kl. 10:15. Er væntanlegur tM baka kl. 00:30. H.f. Jöklar: Drangajökull kom i morgun til Dublin frá Grimsby. Hotfs- jökull fór frá Gloucester 15. þ.m. til Le Havre, Rotterdam og London. Langjökull fór í fyrradag frá Canavar al til Halitfax. Vatnajökull tfor í gær frá Ixmdon til Rotterdam. Star kom í gærmorgun til Rvíkur. frá Hamborg. Spakmœli dagsins Ég girnist ekki að vera gam- all, heldur hitt að logi lífs míns brenni skært og heitt, á meðan það brennur. — N. Bolander. Góð heimsókn BÚIZT var við því í gær- kvöldi (föstudag) að hinn vinsæli einsöngvari Sven Björk kæmi til Reykjavíkur í nótt. Hann er maður sænsk ur, en hefur búið um árabil í Bandaríkjunum. Sven Björk hefur mikla söngreynslu að baki, hann er bjartur tenór. Nú er hann að hefja söngför um Evrópu. Með honum er kona hans og dóttir. Þetta er í fyrsta skipti, er þau koma til íslands. Hann syngur í fríkirkjunni í kvöld laugardag 21. þm., kl. 8 og sunnudag 22. þ.m., kl. 5 síð- degis. Undirleik annast Árni Arinbjarnarson. öllum er heimill aðgangur. Sven Björk kemur á vegum Hvítasunnumanna. Dugleg og áreiðanleg stúika óskast til starfa á sumarveitingastað. Hátt kaup. Einnig telpa 14—16 ára. Uppl. í síma 30215. Mercedes Benz 180 ’60 í góðu ásigkomulagi, til sölu. Einnig sjálfskiptur Ford-girkassi. Upplýsingar í síma 16950. Vél í Mercedes Benz 190 óska • eftir benzinvél í Benz 190. Upplýsingar í síma 31205. Keflavík Til sölu eldavél ög þvotta- vél. Selst ódýrt. Upplýsing ar í síma 2474. Keflvíkingar Sýndir verða munir úr föndurnámskeiðum æsku- lýðsráðs í sýningarglugga verzlunarinnar Stapafell, í dag og næstu daga. Æsku lýðsráð Keflavíkur. Sumardvöl Get bætt nokkrum telpum 5—7 ára á lítið barnaheim- ili úti á landi. Upplýsingar i síma 32683 í dag. ATHUGIÐ Þegar miðað er við útbreiðslu. er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Akranes Akranes 3ja herb. íbúð til leigu um næstu mánaðamót. Upplýs- ingar í símum 14807, Rvik og 1274 Akranesi, Atvinna óskast Ung stúlka, sem er að ljúka prófi frþ Kennaraskólanum óskar eftir vel launuðu starfi í sumar eftir 20. júní. Simar 20768 og 11788. Óskum eftir íbúð Vinnum bæði úti. Simi 30198. íbúð óskast 2—3 herb. íbúð óskast. — Fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 21058. Hópferðabíll 22 manna hópferðabíll til leigu, í lengri eða skemri ferðir. Jónatan Þórisson, sími 31391. Saab „95“, station ’62 ekinn 38 þús. mílur, ný-. skoðaður ög í góðu ástandi, til sölu. Uppl. í síma 32117. Olíukynditæki Til sölu er ketill, olíu- geymir, baðvatnsgeymir, — hitastilli og blásari úr ein- býlishúsi. Upplýsingar í sima 16985 og 36675. Ghevrolet ‘52 Til sölu óökufær á tækifærisverði, að Háaleitis- braut 105 milli kl. 1—3 í dag. Söitunarstúlkur Nokkrar söltunarstúlkur (helzt vanar) vantar á Söltunarstöðina Sólbrekku h.f. Mjóafirði. Fríar ferðir. Kauptrygging. Mötuneyti á staðnum. Upplýsingar í síma: 16391. Reykjavík. Skrifstofuhúsnæði Til leigu er ca. 35 ferm. skrifstofuhúsnæði í nýju húsi við Austurstræti. Einstaklega huggulegt. Upplýsingar í síma 12644 og 17213. GÓÐAR ÓDÝRAR IMankinsbuxur á 2 ára til 16 ára. — Heildsölubirgðir: GÍSLI MARTEINSSON, heildverzlun Garðastræti 11, pósthólf 738 sími 20672. Samband islenzkra fegrunarsérfræðinga Fegrunarsérfræðingurinn Mrns. Gerbritt Garbolino frá París heldur námskeið í snyrtingu (make-up) fyrir félagskonur. Kennsla ókeypis. Þátttaka til- kynnist í sima 14469, 24819 og 41843.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.