Morgunblaðið - 21.05.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.05.1966, Blaðsíða 12
MORGUHBLAÐIÐ Laugardagur 21. maí 1966 12 Jákvætt tómstundagaman fyrir æskumanninn Rætt við Birgi Björnsson, sem skipar 13. sætið á lista Sjálfstæðismanna i Hafnarfirði í 13. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði -við bæjarstjórnarkosningarnar sem fram fara 22. maí n.k., er Birg- ir Björnsson, vélstjóri. Birgir er Hafnfirðingur að ætt, fædd- ur 22. febrúar 1935. Foreldrar hans eru þau heiðurshjónin, Björn Eiríksson og Guðbjörg Jónsdóttir á Sjónarhóli. Birgir er kvæntur Ingu Magnúsdóttur og eiga þau tvö börn, Magnús 6 ára og Sólveigu 3ja ára. Birgir hefur mjög komið við sögu fé- lagsmála í Hafnarfirði og var m.a. formaður Stefnis, félags ungra Sjálfstæðismanna 1957 —1958 formaður Iðnnemafé- lags Hafnarfjarðar 1953—54. Hann hefur átt sæti í stjóm Fimleikafélags Hafnarfjarðar um margra ára skeið, — en ó- talin eru hin fjölmörgu og á- eigingjörnu störf í þágu þess fé- lagsskapar, — að ógleymdum þeim fjölmörgu sigrum, sem Ihann hefur leitt lið sit í gegn- um á handknattleiksvellinum. Við lítum inn á heimili Birg- is að Reykjavíkurvegi 1 í Hafn- arfirði og hittum fjölskylduna heima, — en Birgir er einmitt daginn eftir að þetta viðtal er tekið, — að leggja upp í keppn- isferðalag til Bandaríkjanna. Að þessu sinni fer hann utan með íslenzka landsliðinu. , Okkur er boðið sæti og við snúum okkur beint að efninu og spyrjum. — Hvenær byrjaðir þú að taka þátt í bæjarmálasarfsemi Hafnfirðinga. — Ég fór fyrst að hafa af- skipti af stjórnmálum, þegar ég var 19 ára gamall. Mér hefur alltaf fundizt að okkur Hafnfirð- ingum kæmu málefni bæjarfé- lags okkar svo mikið við og í eesku hafði mér verið kennt, — að ég yrði að geta hjálpað mér sjálfur og að ég yrði að treysta é sjálfan mig, ef ég vildi koma mér áfram í lífinu. Síðar lá leið mín í Sjálfstæðis- ílokkinn, — því aðeins í þeim flokki fær einstaklingurinn að móta sig og tækifæri til að koma 'sér áfram í lifinu, — þannig að hann þurfi ekki ávallt að leita til annarra með óskir sínar og þarfir. Og í Sjálfstæðisflokknum fann ég þann anda og" þá tiltrú sem hverjum einstaklingi er nauðsyn. Ég byrjaði ungur að æfa 1- þróttir með FH. Þar var ég svo heppinn að kynnast mörgum af mínum beztu vinum. Þegar ég varð eldri og meiri alvara tók að færast í leik íþróttanna, fann ég kannski bezt hve nauðsynlegt var, að einstaklingurinn væri eterkur og eftir þvi fóru oft úr- slit leikja. Það lið sem hafði flestum sterkum einstaklingum á að skipa, kom og mun ávallt koma bezt út úr íþróttakeppni. Eins er það á sviði stjómmál- anna. Ef við viljum byggja upp sterkt bæjarfélag, — þá verðum við að hafa á að skipa sterkum einstaklingum. Þá verðum við að hafa sterk fyrirtæki, sem við höfum þær tekjur af, sem eru okkur nauðsynlegar til að reka vaxandi byggðarlag. — Hvert er viðhorf þitt til bæjarmála í dag? v — Við hér í Hafnarfirði eig- um að stefna að því, að vera sjálfum okkur nóg. Það hefur verið ríkt í stefnu þess meiri- hluta, sem verið hefur við völd í Hafnarfirði síðasta kjörtímabil að fá ýmis fyrirtæki til að stað- setja sig í Hafnarfirði og vera með rekstur sinn hér. Sú stefna hefur gefizt mjög vel. Og fyrir utan hin fjölmörgu fyrirtæki sem komið hafa í bæinn síð- asta kjörtímabil með starfsemi sina, — og ótvírætt sannar það traust sem stefnu Sjálfstæðis- flokksins er sýnt í bæjarmálum Hafnfirðinga, — þá er hitt líka eftirtektarvert, og kannski ekki síður, hve fólksfjölgun hefur verið hér ör, síðustu þrjú til fjögur árin. Þetta sannar hina miklu tiltrú, sem fólk ber í dag til Hafnarfjarðar. Hin mikla fjölgun og flutningur fólks til Hafnarfjarðar síðustu árin, á ekki sízt rætur sínar að rekja til breyttrar stefnu í bæjarmál- um Hafnfirðinga. Straumur fólks til Hafnarfjarðar, — hin- ar stórkostlegu nýbyggingar í- búða- og iðnaðarhúsa ýmis kon- ar, hin yíðtæka og mikla skipu- lagning stöðugt nýrra íbúða- og iðnaðarhverfa sannar ótvírætt þá þörf sem orðin var hér í Firð inum á öðrum og betri stjórnar- háttum en hér höfðu verið látn- ir ríkja svo allt of lengi, — svo áratugum skipti. Það hefur verið hlúð að eldri fyrirtækjum og þeim veitt betri athafnaskil- yrði. Þetta sjá allir sem fara um Hafnarfjörð. Hafnfirðingar verða að hætta að bera fjármagn sitt til Reykjavíkur, eins og við höfum gert í allt of ríkum mæli hingað til. Við bindum miklar vonir við álverksmiðjuna og þá miklu og auknu grósku sem hún getur fært bæjarfélagi voru. Þessi verkmiðja mun greiða hundruð milljóna króna í útsvörum og öðrum gjöldum til bæjarins í framtíðinni. íslendingar geta fært sér í nyt erlent fjármagn eins og grannþjóðir okkar hafa gert og það er ástæðulaus mxnni máttarkennd að gera ráð fyrir að þannig verði á málum haldið að slíkt verði okkur til tjóns. Við eigum þá orku sem aðra vantar og hana eigum ið að selja, — eins og við seljum fisk og aðrar sjávarafurðir. — Hvað er að frétta af bygg- ingu íþróttahúss í Hafnarfirði? — íþróttahússmálið er nú loks að leysast, — en það mál hefur verið á dagskrá í tugi ára. Þetta hefur verið Hafnarfirði til skammar, en þetta er gott dæmi um það hvernig nauðsynjamál geta farið, þegar skammsýnir menn ráða. íþróttamenn okkar hafa um margra ára skeið orð- ið að sækja æfingar sínar til Reykjavíkur og Keflavikur, vegna þess að f Hafnarfirði hafa ekki verið skilyrði fyrir hendi. Loksins nú, eftir áratugabið Hafnfirzkra íþróttamanna, — sjá þeir óskír sínar um glæsilega íþróttahöll verða að veruleika. Á þessu ári verður húsið fok- helt, — en verður síðan tekið í notkun 1968 og þá munum við Hafnfirðingar geta æft í því bæjarfélagi sem við keppum fyrir, — og þá loksins koma börn og unglingar til með að njóta þeirrar leikfimikennslu sem lögboðin er. Sjálfstæðis- menn munu leggja áherzlu á að taka íþróttahúsið í notkun sem allra fyrst, — en eins og ég sagði áðan, hefur verið beðið eftir því í tugi ára, — meðan enn var ríkjandi röng stefna í bæjarmálum Hafnarfjarðar". — Það er oft talað um vanda- mál æskxxnnar. Hverja telur þú vænlegustu leiðina til úrbóta í þeim efnum? — Vandamál æskunnar eru margvísleg og oft erfið viðfangs. En við verðum að leysa þau. Þau fara aldrei frá okkur, — þetta er vandamál sem hvert bæjarfélag verður að glíma við, — hvar sem er og hvenær sem er, því það er alltaf til staðar. Það er mín skoðun, að bezta leiðin, sé að skapa þeim félög- um sem starfa að málefnum æskunnar góð skilyrði til starf- semi sinnar, svo þau fái notið sín sem bezt, og árangurinn sé sem mestur af starfi þeirra. í þessu sambandi vil ég nefna Skátafélagið,, K.F.U.M. og K. stúkurnar og síðast en ekki sízt íþróttafélögin, — en innan allra þessara félagssamtaka eru unn- irt stórvirki að málefnum æsk- unnar. Við treystum öll æsk- unni, sem er að vaxa upp í dag. En hún þarf aðhald, og það getum við, sem komin erum af imglingsárunum veitt henni. Við Birgir Bjömsson og fjölskylda. verðum að finna æskunni verð- ug viðfangsefni að glíma við. Foreldrar mínir gáfu til dæmis FH húseign sína, — Sjónarhól, — vegna þess að þau treystu æskunni, og þau höfðu kynnzt því, hversu mikilvægur og göf- ugur sá félagsskapur er hverjum æskumanni. Þau vita hvert upp- eldislegt og menningarlegt gildi það hefur, að rmglingarnir eigi sér einlægt áhugamál og hversu mikið aðhald það er fyrir æsku- mann að eiga sér jákvætt tóm- stundagaman. Og þau vita að slíkur félagsskapur á framtíð fyrir sér, — félagsskapur sem stefnir til aukins frama og far- sældar“. Það er von mín, að Sjálfstæð- isflokkurinn fái hreinan meiri- hluta í komandi kosningum, — meirihluta sem honum er nauð- synlegur, til að geta konuð nauðsynjamálum okkar Hafn- firðinga í rétta höfn“. ★ Við kveðjum þessi ungu hjón og vonum að íslenzka landslið- inu gangi vel í keppni sinni við Ameríkumenn. Birgir Björns- son hefur leikið fleiri leiki með FH-liðinu en nokkur annar, eða 265 leiki alls. Hann á að baki 25 leiki með íslenzka lands liðinu og leikur væntanlega tvo til viðbótar í þeirri ferð sem nú stendur yfr. Hann hefur hlotið 19 íslandsmeistaratitla með FH- liðinu og verið fyrirliði í cll skiptin, auk þess sem hann var fyrirliði íslenzka landsliðsins I handknattleik um nokkurt skeið, með mjög góðum árangri. Eitt er víst, að hann á heiður Hafnfirðinga skilið fyrir fræki- lega framgöngu í þágu íþrótta- hreyfingarinnar í bænum, bæði sem leikmaður, fyrirliði og þjálf ari. —- væh. FERMINGAR Ferming í Grindavíkurkirkju, uppstigningardag, 19. maí, 1966. Stúlkur: Ástrós Reginbaldursdóttir, Túngötu 2. Bergljót Sjöfn Steinarsdóttir, Víkurbraut 38. Helga Þórarinsdóttir, Mána- götu 5. Kristín Þorkelsdóttir, Tún- götu 6. Margrét Bergþóra Símonar- dóttir, Túngötu 1. Matthildur Bylgja Ágústsdótt- ir, Víkurbraut 21A. Sigríður Sigurðardóttir, Vest- urbraut 12. Svava Árný Jónsdóttir, Hellu braut 8. Vigdís Bragadóttir, Staðar- hrauni 6. Drengir: Guðmundur Sverrir Ólafsson, Sunnubraut 4. Gunnbjörn Guðmundsson, Vilhelm Guðmundsson, Tún- götu 3. Hermann Gúðmundsson, Borg arhrauni 3. Jóhann Magnús Guðmunds- son, Sunnubraut 3. Kristján Grétar Ólafsson, Arn arhrauni 5. Ólafur Jóhannsson, Staðar- hrauni 7. Oddakirkja. — Ferming sunnudaginn 22. maí kl. 14. Altarisganga eftir fermingu. Stúlkur: Guðný Sjöfn Sigurðardóttir, Þrúðvangi 7, Hellu. Sigrún Þórarinsdóttir, Þrúð- vangi 26, Hellu. Vigdís Jónsdóttir, Rifshala- koti, Ásahreppi. Drengir: Bjarni Jónsson, Selalæk, Rangárvallahreppi. Grétar Markússon, Þrúðvangi 24, Hellu. Oddakirkja. — Ferming Hvítasunnudag 29. maí kl. 14. Altarisganga eftir fermingu. Stúlkur: Hrefna Sigurðardóttir, Leik- skálum 4, Hellu. Margrét Jónsdóttir, Vindási Rangárvallahreppi. Sólveig Stolzenwald, Leikskál um 2, Hellu. Drengir: Haraldur Ágústsson, Þrúð- vangi 9, Hellu. Ókar Jónsson, Laufskálum 6, Hellu. Sævar Jónsson, Hólavangi 1, Hellu. Svar til Árna Gunnlaugssonar GREIN mín í síðasta Hamri „Línurnar skýrast“ héfur ber- sýnilega farið í taugarnar á yður og eru viðbrögð yðar mér næg sönnun þess að þar sem ég minnist á bæjarrekstur hafi ég hitt á auman blett hjá yður og hafnfirzkum kjósendum er það nú ljóst, ef þeim var það ekki áður, að grein mín hafði og hef- ur við rök að styðjast. Það er sjaldan sem mér hafa verið bornar lygar á brýn, þó á ýmsu hafi gengið í kosningabarát'tunni hér í bæ. Ég man samt eftir því að slíkt henti í Alþýðublaði Hafnarfjarðar fyrir nokkrum árum og varð það Alþýðu- flokknum til lí'tiTs framdráttar, en jók á fylgi SjáiMstæðisflokks- ins og er ég bæjaibúum þakklát- or fyrir hvernig þeir tóku þá á málunum. Nú berið þér mér það á brýn, að ég „kunni“ að ljúga á réttum tíma og er eins og mig minni að þessi orð séu tekin úr umræddri AlþýðublaðSgrein. Vona ég að viðbrögð hafnfirzkra kjósenda verði nú svipuð og áð- ur. Það er rétt hjá yður að því miður er pólitíkin oft mann- skemmandi og hleypur með menn í gönur. Sem betur fer hefi ég aldrei orðið þess var allan þann tíma, sem ég hef unnið að bæjarmálum eða þjóðmálum, að starf og það erfiði, sem ég hefi lagt á mig þessu viðvíkjandi hafi gjört mig að verri manni, heldur hika ég ekki við að segja að það hafi gjört lif mitt innihaldsríkara og að mörgu leyti jákvæðara. Það má máske.. segja að hver er blindur á sjálf sín sök, en hafi póilitíkin ekki haft meiri mannskemmandi ‘ áhrif á yður en mig þegar þér eruð kominn á minn aldur og ekki valdið fleiri gönuhlaupum þá álít ég það vel farið. Bjarni Snæbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.