Morgunblaðið - 21.05.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.05.1966, Blaðsíða 2
* 2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 21. maí 1966 „Sálin hans Sigurjðns míns" „Sálin hans Sigurjóns míns“ „Skjóðan hún var margfalt, margfalt nieira virði en hann“ Þessi orð hefur Davíð Stefánsson eftir Kerlingunni um Sálina hans Jóns míns í samnefndu ljóði. Þau koma ósjálfrátt í hugann, þegar hugsað er um ýmislegt af þvi sem sálfraeðingurinn í öðru sæti á kommúnistalistanum hefur borið á borð fyrir Reykvíkinga nú fyrir kosning arnar. Hann og kvenspeking- urinn í fimmta sætinu, sem mjög flaggar með því að hún sé „ritari rektors Mennta- skólans“ hafa gert sig sek um óvenjulegt yfirlæti í sam- bandi við menntun sína, svo ekki sé meira sagt. Hafa þau talað um kennarapróf með mikiili fyrirlitningu og sagt m.a. um Reykvíkinga að þeir væru „smáborgarar'* með tilheyrandi lýsingum á þeirri voðalegu manntegund. Slikum menntahroka, sem íslendingar eru frábitnir, hefur hvað eftir annað skot- ið upp í ræðum þessara upp- dubbuðu frambjóðenda aft- urhaldsins í Alþýðubandalag- inu — og þykir slíkt tiðindum sæta, því hér hefur aldr.ei ríkt neinn stéttamunur, þar sem fólki er skipt i menntað fólk og ómenntað, hafra og sauði. En þessi ungæðislega af- staða er kannski ekki undar- leg, þegar tekið er tillit til þess að „ritari rektors Mennta skólans“ sagði í blaðagrein ekki alls fyrir löngu, að æran hefði dáið um það leyti, sem hún fæddist — og öllum er í fersku minni þegar sálfræðing urinn lýsti því yfir í útvarps- viðræðum, að hann efaðist um að sál væri til í þeirri merk- ingu sem kristin trú legði í, þannig að hann hefur embætt ispróf í því sem ekki er til. íslendingar eru þó þeirrar skoðunar, flestir a.m.k. að sálin sé annað og meira en sálfræðingurinn vill vera láta a.m.k. þangað til hann hefur sannað annað, og þó eru þeir sérstaklega sannfærðir um, að æran hafi ekki dáið hér á landi, þegar undrabarnið, „ritari rektors" sá dagsins ljós og hóf að skipuleggja alheims menninguna. Allir vita að menntun er meiri og alrnennari á íslandi en í velflestum löndum. Það hefur verið keppikefli Islend- inga að mennta sig sem bezt, hver í sinni grein. En ekki ber það vott um viðsýni eða sér- lega haldgóða menntun að líta niður á þá, sem hafa hlotið annars konar menntun en maður sjálfur. Má ætla að þeir verkamenn, iðnaðar- menn, sjómenn, kennarar, opinberir starfsmenn, verzl- unarfólk o g aðrir Reyk- víkingar, sem hingað tij hafa stutt Alþýðubandalagið, hugsi sig um tvisvar, áður en þeir kjósa yfir sig ungæðinga sem svo gömlum og íhaldssöm um augum líta á nýjan tima. Þeir, sem að sönnu eru menntaðir, flíka ekki mennt- un sinni, því síður að þeir hafi „menntunarleysi" ann- arra í flimtingum. Hér kveð- ur við nýjan tón fólks, sem telur sig einskonar andlega yfirstétt: hróp fólks sem hef- ur farizt á mis við samtíð sína og einkanlega þá hátt- vísi sem krafizt er í samskipt um siðaðra manna á miðri 20. öld: hjáróma dægurskvald ur fólks, sem telur að allir aðrir séu „hégómlegt, einfalt millistéttarfólk, menningar- snauðir smáborgarar“ eins og hinn stórvitri „ritari rektors“ hefur komizt svo snilldarlega að orði í „boðskap“ sínum. Aumingja rektor- jtlakið af áburðarflugvélinni fyrir austan. Myndina tók Skúli Jón Sigurðsson. Áburðarflugvélinni hlekkist á Gereyðilagðist í lendingu Áburðarflugvélinni hlekktist á síðdegis í gaer austur á Rang- árvöllum, þar sem verið var að vinna að áburðardreifingu. Er flugvélin alveg ónýt, en flug- maðurinn, Sigurjón Sverrisson, var fluttur í sjúkraflugvél til Reykjavíkur, eftir að læknirinn á Hellu hafði rannsakað hann. Hafði hann fengið höfuðhögg og skorizt eitthvað, en var ekki talinn mikið slasaður. Ohappið varð um 5 leytið síð- degis. Var þá verið að bera á i landi Ketlu, rétt neðan við Gunnarsholt. Var Sigurjón að koma inn til lendingar á flug- vélinni, sem er af gerðinni Pip- er Super Cub. Er talið að hann hafi komið undan vindi, ætlað að beygja inn til lendingar, en flugvélin ofreist sig. Var hún mjög lágt og skall niður, snerti fyrst jörð með vinstri væng og fór síðan á nefið og er mölbrot- in. Var hún með nær tóman tankinn. Fólk var þarna á staðnum, m.a. Páll sandgræðslustjóri í Gunnarsholti. Fékk Sigurjón því strax hjálp. Ólafur héraðslækn- ir á Hellu rannsakaði hann fyrst, og áður en klukkustund var liðin var komin sjúkraflug- vél eftir honum. Þótti þeim sem sáu flugvélaflakið maðurinn hafa sloppið fádæma vel. Byrjað var að vinna með á- burðarflugvélinni fyrir austan í s.l. viku. Veður hefur verið ó- hagstætt, en í gær var logn og bezta veður. — Samtal við Geir Framhald af bls. 1 þið eigið við. í>á voru túnin þar öll óbyggð. Við strákarnir byggð- um okkur borg í Vatnsmýrinni, ] ar sem við skipuðum í allar trúnaðarstöður þjó'ðfélagsins, en við vorum ekki fleiri en svo, að stöður voru fyrir alla og engin kosningabarátta“. „Nú, svo þetta hefur þá verið eins og í Rússlandi?" „Nei, ekki er hægt að segja að við höfum haft hugmyndina það- an. Við hefðum vafalaust látfð fara fram kosningar samkvæmt lýðræðislegum venjum, ef við hefðum verið of margir í þær stöður sem fyrir voru“. „Við minntumst á kosningar. Ertu ekki orðinn langþreyttur á koðningabaráttunni?" „Nei, það get ég ekki sagt. Ég hef ekki tekið hana á neinn hátt nærri mér. Og fundirnir sem ég hef átt me'ð borgarbúum hafa i senn verið örvandi og skemmti- legir og veitt mér margar á- nægjustundir. Sannleikurinn er sá, að eitt af því sem mér þykir skemmtilegast við að vera borg- arstjóri eru þau tækifæri, sem ég hef til að hitta fólk og tala við það. Ég er alinn upp á heim- ili, þar sem margir komu, og þar vandist maður því strax að hafa áhuga á og gaman af að hitta fólk og heyra skoðanir þess“. „En hvað viltu segja um það sem minnihlutablööin fullyrða — að við stuðningsmenn þínir höf- um haldið uppi persónudýrkun í þessum kosningum?" „Þegar talað er um persónu- legan áróður fyrir mig í þessari kosningabaráttu, langar mig að segja þetta: Fyrst var minnzt á persónudýrkun af hálfu andstæð inganna í sambandi við fundina sem ég efndi til um borgina, en ég hef ekki skilið, að um persónu dýrkun geti verið að ræða, þó borgarstjóri haldi fundi með borgarbúum, til þess að heyra álit þeirra og svara margvísleg- um fyrirspurnum. Geri ég ekki heldur ráð fyrir, að neinn þeirra sem fundi þessa sóttu, hafi litið svo á að hann væri að koma á fundina til þess að iðka persónu- dýrkun, heldur í því skyni að miðla öðrum af skoðunum sínum og hlusta á skoðanir annarra. Annars verð ég að segja að ég hef ekki orðið var við þessa per- sónudýrkun hjá fylgismönnurp. mínum, en hitt er augljóst að andstæðingarnir hafa óneitan- lega haft mig á oddinum, birt a£ mér myndir á forsíðum og bak- síðum dag eftir dag, og gert alifc til að auglýsa mig, eins og sagfc er -— og hef ég aúðvitað enga á- stæðu til að fetta fingur út I það. En ef um persónudýrkun er að ræða, þá er hún fyrst og fremst komin frá andstæðinga- blöðunum. Annars eru það mér mikil von brigði að kosningabaráttan hefur ekki, af hálfu andstæðinganna, snúizt um málefni borgarinnar, vandamál hennar og framtíðar- horfur. f borgarráði getum vi'ð rætt rólega og æsingalaust xim. þessi efni, þótt við séum á önd- verðum meiði að ýmsu leyti. En svo þegar að kosningum kemur, hafa þeir allt á hornum sér, flestu er snúið við og rangar myndir dregnar upp af því, sem gert hefur verið og gera þarf. Þegar nær dregur kosningum, er eins og andstæðingarnir séu slegnir pólitískri blindu, og þá sjá þeir ekki nýju fötin sem borg in er að klæðast — og samt er hitt hálfu verra að þeir eiga ekki heldur sakleysi barnsins sem gle'ðst yfir öllu því, sem er fallegt. Annars er það skemmti- legt að minna fólk á ævintýri I þessari kosningabaráttu, því upp bygging Reykjavíkur síðasta ára tuginn er ævintýri líkust, og við vonumst til þess að þeir, sem á 'tímabili hafa aðhyllzt eða að- hyllast einræðisstefnu og annar- leg sjónarmið, megi eins og ljóti andarunginn finna sitt rétta eðli og sameinast öðrum Reykvíking- um um uppbyggingu í borginni — og sníða henni falleg klæði“. Við spurðum nú Geir Hall- grímsson, borgarstjóra, að því, hvers vegna hann hefði orðið Sjálfstæðismaður. Og hann svar- aði: „Frá blautu barnsbeini varð ég auðvitað fyrir áhrifum Sjálf- stæ'ðisstefnunnar í heimahúsum, en þegar ég kom í skóla, og við félagarnir fórum að ræða um stjórnmál, sá ég mér til mikilla vonbrigða, að ég hafði ekki svar við öllum þeim spurningum, sem fram komu. Þá tók ég að kynna mér stjórnmál og stefnur, ásamt öðrum skólabræðrum mínum, og ég verð að viðurkenna, að á Fundur Fulltrúa- ráös Sjálfstæois- félaganna í dag SÍÐASTI fundur Fulltrúa-irbúningur og starfið á kjör- ráðs Sjálfstæðisfélaganna ídag. Áriðandi að sem flcstir Reykjavík verður haldinn iinæti. Sjálfstæðishúsinu í dag kl. 4. Stjórn Fulltrúaráðsins. Fundarefni: Kosningaund- Malbikun hafin í Kópavogi * í GÆR var byrjað að malbika Kársnesbrautina, en það er aðal umferðaræðin í Vesturbæinn í Kópavogi. Mbl. leitaði upplýsinga hjá Hjálmari Ólafssyni, bæjarstjóra, sem sagði að staðið hefði til að byrja í nóvember í haust, en þá hefðu komið frost og það ekki verið timabært aftur fyrr en nú. Á nú að malbika Kársnesbraut- ina milli Ásbrautar og Hábraut- ar, og síðan ætlunin að halda áfram að malbika þessa götu. Annars er ætlunin að leggja oiiu möl á flestar götur í Kópavogi. Vaf lögð olíumöl á 3 gótur í fyrra og hefur gefizt vel. Reykjavíkurborg annars mal- bikunina fyrir Kópavog, leigir vélar og selur malbikið, sem notað er. Horfur góðar í læknadeilunni FUNDIR í læknadeilunni standa yfir og hefur blaðið fregnað að horfur á lausn séu góðar. AFRAM Bílar á kjördegi ÞEIR stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem lána vilja flokknum bifreiðar sínar á kjördegi 22. maí eru eindregið hvattir til þess að láta skrá bifreiðar sínar nú þegar Skrifstofan er opin daglega frá kl. 13—22 alia virka : daga. Símar 15411 og 17103. á; Stjórn bílanefndar Sjálfstæðisflokksins. jj' •a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.