Morgunblaðið - 21.05.1966, Blaðsíða 25
Laugarflagur 21. maí 1966
25
MORGUNBLAÐIÐ
__ Vegna atvinnu minnar við
þungaakstur hjá borginni hef ég
haft góða aðstöðu til að fylgjast
með því, sem gert hefur verið í
gatnagerð. í>ar hefur verið unnið
með síaukinni tækni og framsýni.
Ég var austur á Selfossi sl.
sunnudag og greip þá niður í
Iblaði Framsóknarmanna þar,
Þjóðólfi. Þar haelast þeir um
malbikunarframkvæmdir á Sel-
fossi en gleyma að geta þesis, að
það var Reykjavíkurborg sem
stóð fyrir þeim framkvæmdum
með nýsköpun í malbikunar-
tækni.
— Geir Hallgrímsson borgar-
stjóri hefur staðið sig frábærlega
vel og leyst úr erfiðum verkefn-
im
nm með dug og framsýni, enda
er hann ungur og kjarkmikill og
é eftir að afreka miklu í borgar-
innar þágu. Geir og Sjálfstæðis-
flokkurinn hafa vaxið með borg-
inni. Ég tel það einn jákvæðasta
kostinn við lista Sjálfstæðis-
manna 1 borgarstj ómarkosning-
unum hve þar eru margir ungir
menn og líklegir til dáða.
— Ég vil varpa þeirri hug-
mynd fram, að gerðar séu fleiri
brýr yfir Elliðaár, en þar er sem
stendur mikil umferðarteppa um
þá einu brú sem yfir árnar er, og
ég efast ekki um að fyrir þessu
verði séð eins og öðru hér í
Reykjavík. Framkvæmdir í
Reykjavík hafa raunverulega
aldrei verið eins miklar og stór-
kostlegar og á síðustu fjórum ár-
um, enda er það svo að and-
stæðingiarnir geta ekkert fundið
að þeim nema það éitt að of
mikið hafi verið gert! Ég hef
orðið var við það hjá fjölda
fólks, að því hefur sárnað mjög
við þær staðhæfingar Framsókn-
armálgagnsins, að Reykjavík sé
Síberíuþorp. Þetta finnst mér
sýna gleggst auga þeirra Tíma-
manna fyrir staðreyndum enda
hefur sannleiksást aldrei verið
þeirra sterka hlið. Ég veit líka,
að margir munu sýna andúð á
þessrun málflutningi í verki á
sunnudaginn kemur. Hér í
Reykjavik er gott að vera og vel
séð fyrir þörfum fólksins á alian
hátt. Stórvirkin, sem unnin hafa
verið í borginni og verið er að
vinna nú, bera traustri forustu
Sjálfstæðismanna órækt vitni.
Persónulega hlakka ég mest til
opnunar nýju sundlaugarinnar í
Laugardal. Laugin er ágætlega
staðsett, á einum fegursta stað
borgarinnar.
i — Ég vil að lokum hvetja fólk
til að fjölmenna á kjörstað og
eýna í verki þakklæti sitt og
traust á öflugri stjórn Sjálfstæð-
ismanna í borginni.
Að allir geti unnið
eins og þeir vilja
í Stella Jónsdóttir, verzlun-
jrstjóri, sagði:
— Ég er fædd og uppalin
hér í Reykjavík og ég er
undrandi yfir öllu því, sem
hér hefir verið gert. Ég hef
ferðazt víða um heiminn og
ég get ekki ímyndað mér að
nokkurs staðar hafi orðið
jat'n miklar framfarir í
nokkru sambærilegu borgar-
félagi á jafn skömmum tíma.
Auðvitað krefjast miklar fram
farir mikilla peninga. Og það
þýðir ekkert fyrir okkur að
krefjast mikilla framkvæmda og
fárast yfir háum útsvörum. Ég
hef alltaf greitt hátt útsvar svo
að stundum hefir mér þótt nóg
um, en ég hef líka farið fram á
mikið af mínu borgarfélagi. Ég
tel það líka gæfu að geta unnið
eins mikið og ég vil og get til að
afla mér aukinna tekna og auk-
inna þæginda.
Mér þykir ólíklegt að víða í
heiminum geti venjuleg verzlun-
arkona, þótt unnið hafi í tvo ára
tugi eða svo, við verzlun, átt
bæði íbúð fyrir sig og bíl. Þetta
er hægt hér, en auðvitað verður
sá, sem þetta eignast, bæði að
vinna mikfð og fara spart með.
Næg atvinna fyrir alla, sem
unnið geta, er áreiðanlega það
sem við íslendingar óskum fyrst
og fremst eftir. Borgin okkar er
þannig vel að okkar skapi, því
hvergi munu meiri framkvæmd-
ir en á hennar vegum. En auð-
vitað er ekki hægt að fá allt í
einu. Við vildum það þó helzt
Mér finnst við mega vera ánægð
með þá hröðu þróun og miklu
uppbyggingu, sem hefir verið í
Reykjavík. Og ég vona að hún
skapi fólki, sem vill vinna, tæki-
færi til a’ð vinna og búa sér þau
þægindi, sem það óskar eftir.
En til þess verðum við að vinna
og það þýðir ekkert að mögla
yfir því. Þeir, sem minni kröfur
gera, fara sér hinsvegar hægar.
Ég styð því Sjálfstæðismenn til
sigurs í þessum kosningum.
Sýnið ekki
andvaraleysi
Guðmundur Guðni Guð-
mundsson, iðnverkamaður,
sagði við Mbl., er það spurði
hann um álit hans á kosning-
unum á sunnudaginn:
— Sem iðnverkamaður legg ég
mikið upp úr þeirri uppbygg-
ingu, sem verið hefir undanfarin
fjögur ár og því að næg atvinna
hefir verið fyrir alla.
Ég vil sérstaklega geta þess áð
hinar djörfu áætlanir, sem lagð-
ar voru fyrir borgarbúa síðustu
árin, um framkvæmdir borgar-
inriar og þá ekki hvað sízt í hita-
veituframkvæmdum hafa að
fullu staðizt. Sjálfur bý ég í
Vogahverfi, því hverfinu sem
síðast átti að fá hitaveituna sam-
kvæmt áætluninni. Og vatnið
var komið til okkar fyrir síðustu
áramót. Þannig tel ég að borgar-
stj órnarmeirihlutinn hafi staðið
vel víð loforð sín og þess vegna
öhætt að treysta honum tii að
gera áætlanir, þótt djarfar séu,
og standa við þær, ekki síður
næsta kjörtímabil heldur en það
sem nú er liðið.
Ég hef búið hér í Reykjavík í
26 ár og því haft gott tækifæri
til að fylgjast með starfi þess
meirihluta, sem ráðið hefir ríkj-
um í borgarstjórn allan þennan {
tíma. Á þessum aldarfjórðungi [
hefir ske’ð svo stórkostleg breyt-
ing á borginni að það hefði verið
ómögulegt að láta sig dreyma um
annað eins.
Ég vil alvarlega vara fólk við
að kjósa minnihlutaflokkana í
borgarstjórn. Þeir eru innbyrðis
margklofnir og við höfum glöggt
dæmi um að þeir geta ekki starf-
að saman og er þar skemmst að
minnast vinstri stjórnarinnar.
Ég trúi því ekki áð æska
Reykjavíkur láti hafa sig til að
draga þétta flak vinstri stjórnar-
innar upp úr hafi tímans, eins og
sú stjóxn skildi við.
Við höfum heldur enga hug-
mynd um hver valinn yrði borg-
arstjóri ef vinstra samstarf kæm
ist á. Ekki er þó ólíklegt að það
yrði Framsóknarmaður, en ein-
mitt sá flokkur heíir til þessa
ekki sýnt neina sérstaka ást á
málefnum Reykjavíkurborgar.
Ég vil því eindregið hvetja
fólk til að sýna ekki andvara-
leysi í þessum kosningum. Stað-
reyndin er sú að margir andstæð
ingar Sjálfstæ’ðisfiökksins munu
ekki óska þess að Geir Hallgríms
son verði felldur úr stöðu borg-
arstjóra, heldur munu þeir telja
sjálfum sér trú um að á því sé
engin hætta. Þessum mönnum
kynni því að vera boðið upp á
borgarstjóra, sem þeir gætu síð-
ur en svo fellt sig við.
Ég vil því ekki hvað sízt ráð-
leggja þeim að hugsa sig vel um
áður en þeir grei'ða atkvæði á
kjördegi nú.
Kaffidagur
í Neskirkju
KVENFÉLAG Neskirkju,
gengst fyrir kaffisölu á morgun
sunnudaginn 22. maí í kjallara-
sal kirkjunnar.
Kaffisalan hefst að lokinni
guðsþjónustu kl. 3 síðdegis.
Kvenfélag Neskirkju, hefur
ávalt sýnt kirkju sinni stórhug
og fórnfýsi og áreiðanlega myndi
kirkjan mörgum kirkjugripum
fátækari ef kvenfélagsins hefði
ekki notið við. En fyrir óþreyt-
andi starf þessara kvenna er
Neskirkja eins snyrtileg og fag-
urlega búin sem raun ber vitni.
Það er von mín og bæn, að
sem flestir Reykvíkingar leggi
leið sína í kjallarasal Neskirkju
á morgun og fái sér þar góðan
og hressandi kaffisopa og njóti
um leið hins gómsæta kaffi-
brauðs kvenfélagskvennanna.
Væri það ekki tilvalið tæki-
færf hjá þeim mörgu körlum og
konum sem leggja leið sína í
Melaskólann á morgun að
staldra við í kjallarasal Nes-
kirkju og fá sér þar ærlegt
kosningakaffi?
Hver veit nema það ágæta
kaffi og þær góðu kökur sem
þar eru á boðstólum dragi úr
mesta kosningaskjálftanum?
Fjölmennum á morgun í
kjallarasal Neskirkju og styðjum
með því konurnar í góðu og göf-
ugu starfi fyrir kirkju sína.
Frank M. Halldórsson
Hfálverkasýmng
Haynes-fjöl-
skyldunnar
Á ÞRIÐJA hundrað nianns hafa
sótt listsýningu Haynes-fjöl-
skyldunnar í Ameríska bóka-
safninu, Bændahöllinni, og tvö
málverk hafa selzt. Frá sýn-
ingunni var skýrt í Mbl. 14. maí
sl.
Sýningin verður / opin um
helgina, laugardag og sunnudag,
frá kl. 13 til 19, en síðan verður
hún opin daglega til föstudags-
kvölds (mánud., miðvikud. og
föstudag kl. 12i—21, og þriðjud.
og fimmt'ud. kl. 12—18). Margar
myndanna eru málaðar á
Reykjanesskaga.
Aðgangur er ókeypi/
— Fundurinn
Framhald af bls. 1.
en fundur hófst og 14 Fóst-
bræður sungið í hléi. Fundar-
ritarar voru Gróa Pétursdótt-
ir og Guðjón Sigurðsson.
Fyrstur talaði forsætisráð-
herra, Bjarni Benediktsson, og
kva’ð hann það ekki lengur
draumsýn, líka þeirri, er Einar
Benediktsson sá um aldamót, er
hann sá fyrir sér borg með
„breiða vegi og fögur torg“, held
ur væri þetta staðreynd í dag.
Andstæðingarnir hafa ekki
bent á neina nýja stefnu í stað
þeirrar, sem fylgt hefir verið í
borgarmálum Reykjavíkur, og
enga menn bent á, sem haft gætu
forustuna, ef þeir næðu völdum,
heldur hafa þeir aðeins nöldrað.
Ef þeir teldu að í því stóra
hefði tekizt öðruvísi en skyldi,
myndu þeir berjast gegn ríkj-
andi stefnu og benda á nýjar
leiðir. Þetta hafa þeir ekki gert.
Forsætisrá’ðherra benti á, að
mikla breytingar hefðu orðið hér
á skömmum tíma en þó hefði
ekki allt unnizt.
— Ekkert er svo lítilsvert, að
það sé ekki nokkurs virði, sé það
vel unnið, sagði ráðherrann,
en smáatriðin mega ekki skyggja
á hið stóra. Hann kvað þá ávallt
hafa farið með völd, sem kjós-
endur hefðu treyst og sem
treyst hefðu kjósendum. Hann
sagði að þá aðeins vegnaði vel ef
kjósendur treystu sinni eigin
dómgreind, en sæktu ekki allt
undir stjórnarherra.
Forsætisráðherra vitnaði I
ljóð þjóðskáldsins, Tómasar Guð
Anundssonar, „Heimsókn", þar
sem segir svo:
,JÞví meðan til er böl,
sem bætt þú gazt,
og barizt var á meðan hjá
þú sazt,
er ólán heimsins einnig þér
að kenna.
Því hér er Iíf, sem þú berð
ábyrgð á.
Um örlög þín skal liggja
vegur sá,
sem lífið fer, á leið til
fjærstu alda.
Því vit, að eigi aðeins
samtíð þín,
hver ófædd kynslóð meðan
stjarna skín
þarf strax í dag á þinni hjálp
að halda“.
Síðan sagði forsætisráðhe.rra
að Reykvíkingar þyrftu nú á
hjálp allra borgara að halda til
sigurs fyrir gott málefni.
Þessu næst fluttu þeir ávarp:
Bragi Hannesson, bankastjóri;
Sigurlaug Bjarnadóttir, húsfrú
og Styrmir Gunnarsson, lögfræð
ingur. Að loknu hléi talaði Krist
ján J. Gunnarsson, skólastjóri;
Birgir fsl. Gunnarsson, borgar-
ráðsmaður og að lokum Geir
Hallgrímsson, borgarstjóri.
Borgarstjóri hóf mál sitt með
stuttu gamanmáli er hinn látni
foringi Sjálfstæðismanna, Ólaf-
ur Thors, hafði við hann haft,
er Geir undirbjó skemmtun fyr
ir unga sjálfstæðismenn fyrir
allmörgum árum. Síðan sagði
’borgarstjóri söguna af rauðu
skónum og er sá kafli ræðu
hans birtur á öðrum stað í blað-
inu.
Borgarstjóri kvað málflutning
andstæðinganna í þessari kosn-
ingabaráttu einkennast af blekk
ingum og nefndi dæmi þar um.
Hins vegar kvað hann Sjálf-
stæðisroenn hafa lýst því mál-
efnalega, sem áunnizt hefði og
kvað mörg verkefni bíða starf-
samrar og samhentrar borgarstj.
Reykvíkingar væru hreyknir af
borg sinni og þeir gerðu sér
ljóst, að hér þyrfti margt að
vinna. Aðrir sæju hér fátt fag-
urt og gott, þeir væru í engu
stoltir af borg sinni. Við hlytum
því að spyrja, hvernig menn með
slíkan hugsunarhátt gætu stjórn-
að borginni.
Að síðustu sagði borgarstjóri:
„En við spyrjum líka öll: Hvað
get ég gert fyrir borgina mína,
nú í kvöld, á morgun, á sunnu-
daginn og í framtíðinni. Öll get-
um við talað við vini og kunn-
ingja, ekki einungis þá, sem fram
að þessu hafa stutt Sjálfstæðis-
flokkinn, heldur aðra, sem einn-
ig bera hag borgarinnar fyrir
brjósti. Við getum beðið þá að"
yfirvega málin og hvatt þá til
að kjósa. Við getum tryggt sigur,
og það verðum við að gera, því
að hagur borgarinnar er í veði.“
1 fundarlok þakkaði fundar-
stjóri, Tómas Guðmundsson,
skáld, fundarmönnum góða fund-
arsókn.
í anddyri Háskólabíós hafði
verið komið fyrir innanhússsjón-
varpi fyrir þann hluta fundar-
gesta, sem ekki var rúm fyrir í
bíósalnum. Uppsetningu tækj-
anna annaðist fyrirtækið Heim-
ilistæki s.f.
Litla bikarkeppmnn
LITLA bikarkeppnin í knatt-
spyrnu er nú hálfnuð og hafa
Hafnfirðingar forystu með 5 stig.
Fyrsti leikur í síðari umferð er
í Hafnarfirði í dag kl. 4.30 og
leika þá Hafnfirðingar og Akur-
nesingar.
— Frá Hafnarf.
Framhald af bls. 31
Á þessu kjörtímabili var
lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar
stækkað rim 4500 hektara. Ás-
landið, sem er um 500 hektarar
var keypt.
Þetta hvorttveggja er geysflegt
hagsmunamál fyrir hina ört vax-
andi uppbyggingu Hafnarfjarðar.
Gert hefur verið heildarskipu-
lag af Hafnarfirði, miðbæjar-
skipulagið samþykkt í bæjar-
stjórn og íbúða- og iðnaðarhverfi
skipulögð.
Nýir vegir að lengd um 4000
m. hafa verið lagðir, vatnslagnir
um 4000 m. og holræsalagnir um
3000 m.
Gatnalengd með varanlegu slit-
lagi, og þá meðtalið sem nú er
verið að ljúka við, hefur atxkizt
úr 1620 metrum í 8820 metra. Þá
hafa ýmsar gatnagerðarfram-
kvæmir verið undirbúnar.
Úthlutað hefur verið lóðum
undir 451 ibúð, sem er það mesta,
sem gert hefur verið á einu kjör-
tímabili.
Byggðar hafa verið 12 skóla-
stofur á kjörtímabilinu og hefur
aldrei verið gert eins stórt átak
í skólabyggingarmálum. Jafn-
framt hefur verið hafin bygging
iðnskóla og undirbúin stækkun
Flensborgarskólans. Þá hefur
íþróttahúsbyggingunni miðað vel
áfram.
Það er fyrst á þessu kjörtíma-
bili, sem höfnin hefur verið skipu
lögð svo að hægt hefur verið að
vinna slcipulega að hafnarfram-
kvæmdum, enda er nú hafin
stórframkvæmd við höfnina auk
þess sem vöruskemma hefur
verið byggð, dráttarbrautarbygg-
ing undirbúin auk fleiri fram-
kvæmda.
Bygging húsnæðis fyrir aldr-
aða fólikið hefur verið ýtarlega
undirbúin og Sólvangssvæðið
skipulagt með fjölþætta heil-
brigðisþjónustu í buga. Fram-
kvæmdir þar fara senn að hefj-
ast. '
Fjármálin hafa verið treyst svo
að nú eru lausaskuldir bæjar-
sjóðs aðeins 22% af útsvörum í
stað 47% í byrjun kjörtímabils
og skuldir alls 72% í stað 99% af
útsvörum í byrjun kjörtímabils.
Nú er lagt á einstaklinga og
fyrirtæki eftir sama skala í
Hafnarfirði og Reykjavík, en var
miklu hærra í Hafnarfirði ■ áður.
Fjármál Bæjarútgerðar og Raf-
veitu hafa verið treyst og margt
fleira mætti telja.
Hafnfirðingar eru staðráðnir í
að tryggja áframhaldandi fram-
kvæmdir og uppbyggingu bæjar
ins. Þeim er ljóst, hvar í flokki
sem þeir standa að eina leiðin
til þess að fá samstillta og
trausta stjórn bæjarmála er
hreinn meirihluti Sjálfstæðis-
manna.N Brautargengi margra
smáflokka er allt of mikil áhætta
fyrir framtíð Hafnarfjarðar. —
Allir eitt gegn glundroóanum.
Fimm Sjálfstæðismenn í bæjar-
stjórn.