Morgunblaðið - 21.05.1966, Side 20

Morgunblaðið - 21.05.1966, Side 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 21. maí 1966 Sigrún Sigurðardóttir Alviðru — Minning Sigriður Kristófersdóttir Hórgsdal á Síðu í DAG verður til moldar borin merkiskonan Sigrún Sigurðar- dóttir í Alviðru. Hún var dóttir þeirra ágætu Tannastaðahjóna, Sigurðar Sigurðssonar og Guð- rúnar Magnúsdóttur frá Engey. Ættartölu Sigrúnar mun ég ekki rekja hér, því að það hefur Þórður bróðir hennar, ættfræð- ingur og bóndi á Tannastöðum, gert rækilega. Sigrún var fædd að Tanna- stöðum í Ölfusi 15. marz 1872 og var því komin á 95. aldursár, er hún lézt 10. maí sl. Þau sex af 11 Tannastaðasystkinum, er náðu fullorðinsaldri, urðu öll há- öldruð og komust þrjú þeirra yfir nírætt. Fórnfýsi og verklund var Sig- rúnu í blóð borin samfara hug- ulsemi, vérkhyggni og frábærri starfsorku, sem entist henni fram undir hið síðasta. Þurfti hún snemma á þessum eiginleikum að halda bæði úti og inni. Eitt sinn, er hún var 16 ára, kom móðir hennar með fataefni og bað hana að sauma jakka. — Guðrún, móðir Sigrúnar, var með afbrigðum hagsýn kona og mikil húsmóðir og hefði hún vissulega ekki fengið dóttur sinni fataefni'ð í hendur, ef hún hefði ekki vitað, að slíkt var ör- uggt. — Sigrún fór þá út í fjár- hús, tók hurð af hjörum, lagði á laup og sneið þar jakkann. Saumaði hún síðan jakkann í höndunum og þótti það falleg flík. — Það var fyrst fjórum árum síðar, sem saumavél kom á heimilið. Slík hjálpartæki voru þá óvfða til, en breiddust óð- fluga út. Ungu stúlkurnar, sem vönd- ust því að sauma hvert nálspor í höndunum, urðu svo vel saum- f. 17. júní 1874, d. 9. maí 1966. ÞESSI þrekmikla heiðurskona, lézt á sjúkrahúsi Akureyrar, er nokkra daga skorti á, að hún næði 92 ára aldri. Hún var fædd að Hóli í Keldu hverfi, dóttir hjónanna Jóhönnu Jóhannsdóttur og Jóns Kristjáns- sonar er þar bjuggu, en fluttist 6 ára að aldri með foreldrum sínum að Áslaugarstöðum og 14 ára að Ljósalandi. Albína giftist 2. nóvember 1898 Þórði Jónas- syni. Hófu þau búskap á Ljósa- landi og bjuggu þar til ársins 1938, er maður hennar lézt. Eignuðust þau 11 börn, 4 syni og 7 dætur. Eftir lát manns síns bjó frú Albína áfram á Ljósa- landi með Helga syni sínum, er var fyrir búi og systkinum hans, Steingrími og Guðbjörgu, allt til ársins 1945, er hún flutt- ist til Reýkjavíkur. Dvaldist hún eftir það hjá börnum sínum, ýmist í Reykjavík, Akureyri og Vopnafirði, en tryggð hennar og ást til heimabyggðarinnar, mun hafa ráðið því, að þar dvaldist hún síðustu tvö árin. Má nærri geta, að þau Albína og Þórður hafa þurft að vinna hörðum höndum til að sjá far- borða svo mannmörgu heimili og sérstaklega meðan börnin voru ung, enda var vinnudagur þeirra að jafnaði langur og hvíldarstundir fáar. En bæði voru þ?au samhent í því að láta heimilið ekkert vanta — jafn- vel ekki bækur. Var mikið lesið þar á heimiliriu og börnin kost- hagar, að unun var að sjá hand- bragðið aila þeirra ævi, og bar handbragð Sigrúnar þess glöggt merki alla tíð, auk þess sem hún var óvenju sjónhög, Þegar Sigrún var 29 ára, gerð- ist hún húsmóðir í Alviðru hjá Árna Jónssyni. Eignu'ðust þau eina dóttur, Margréti, og son, er dó í fæðingu. f Alviðru var henn- ar mikla lífsStarf um 65 ára skeið. Oft var vinnudagurinn langur og margt heimilisfólkið, auk gesta, þar sem bærinn er í þjóð- braut, en aldrei heyrðist æðru- orð. Aldrei var hugsað um á- vinning eða laun. Alltaf var það hún, sem fyrst gekk úr rúmi, þegar þess þurfti með vegna gesta, og það var æði oft. Dýravinur var Sigrún og nat- in við allar skepnur. Einnig unni hún hvers konar gróðri. Skemmtilegt var að eiga orða- skipti við Sigrúnu, og báru þá jafnan athuganir hennar og til- svör vitni um glöggskyggni og greind, og hafa þeir eiginleikar lengi átt sér heimaland hjá Al- viðru- og Tannastáðafólki. Gaman hafði Sigrún af sögum og öðrum fróðleik, eins og titt er um þá, er alizt hafa upp á menningarheimilum, þó að oft- ast væru litlar stundir til þeirra iðkana. Það má með sanni segja, að aldrei slyppi Sigrúnu verk úr hendi og var hún jafnan glöð í starfi. Alltaf var það henni eig- inlegra að ganga sjálf í verkin en ýta öðrum, enda var hún með- al fórnfúsustu kvenna, sem ég hefi þekkt. Heimílisrækni Sigrúnar var með afbrigðum, svo að hún uð til náms, eftir því sem efna- hagur frekast leyfði. Frú Albína var fríða kona og góðum gáfum gædd, umhyggju- söm móðir og húsfreyja, sem helgaði heimilinu alla orku. Hún var sívinnandi og féll henni aldrei verk úr hendi með- an heilsan entist. Drengileg og glæsileg börn hennar bera þess vitni, að móðurhjartað af mildi sinni og hlýju hlúði fagurlega að þeim reit heimilsins, enda endurguldu þau henni ríkulega með umhyggju sinni síðústú árin, þegar kraftur hennar og þrek var farið að þverra. Hún er jarðsett í dag á Vopnafirði. Blessuð sé minning hennar. Eiríkur Bjarnason. fékkst varja til að yfirgefa heim- ilið nokkra stund. Var hún bæði stjórnsöm og hagsýn húsmóðir og lagáði alla tíð góðan og heilnæm- an mat. Mesta hamingja Sigrúnar, auk trúaröryggis, var það að eignast dóttur til að annast. Þessi góða og trygglynda dóttir varð svo 'hennar stoð og stytta, nótt sem dag, þegar kraftarnir og lífsork- an dvínuðu. Umhyggjusamari dóttur er varla hægt að hugsa sér, enda voru þær mæðgur. Margrét og Sigrún, alla tíð mjög samrýmdar. Einnig var Magnús, maður Margrétar, mjög nærgætinn við tengdamóður sína. Mátu þau hvort annáð að verðleikum. Allt líf þessarar þróttmiklu og góðu konu var tengt umhyggju og fórnarlund. Slíkir eiga góða heimvon. Mætti það vera huggun ást- vinum hennar, og öílum hennar mörgu vinum, sem nutu um- hyggju hennar og trygglyndis. Blessuð sé minning hennar, S. E. E. IUinning HÚN hét nafni ömmu sinnar, Sigríðar Pálsdóttur, prófasts í Hörgsdal, sem giftist séra Þor- varði Jónssyni í Holti undir Eyja fjöllum tæplega þrítug haustið 1848. Ekki stóð það hjónaband nema 6 ár, því að frú Sigríður í Holti andaðist 30. okt. 1854. Þau séra Þorvarður eignuðust 5 börn. Af þeim komust upp að- eins tvö: Anna, kona Sighvats alþm. í Eyvindarholti og Kristó- fer bóndi og póstur á Breiða- bólstað á Síðu. Hann kvæntist Rannveigu Jónsdóttur frá Mörk. Þau voru foreldrar Sigríðar í Hörgsdal. Var hún elzt af mörg- um börnum þeirra, sem upp komust, fædd 7. okt. 1879. Kristó- fer Þorvarðsson féll frá á bezta aldri. Hann var í póstferð er hann drukknaði í Svínadalsvatni 5. maí 1893. Ekkjan hætti bú- skap og fluttist heim til foreidra sinna að Mörk. Fyígdu flest börn- in hennar þangað, þeirra meðal Sigríður. Eftir fárra ára veru i Mörk, fór hún til dvalar í Ey- vindarholt til Önnu föstursystur sinnar, þar sem hún var unz hún giftist frænda sínum Bjarna Bjarnasyni í Hörgsdal 20. júlí 1901. Á þessu forna stórbýli Síðunn- ar bjuggu þau Sigríður og Bjarni í hálfan fimmta áratug við vaxandi búsæld og batnandi hag eftir því sem árin liðu og börnin uxu, vinnusöm og verk- mikil eins og þau eiga kyn tiL Bjarni í Hörgsdal var hægur maður í framgöngu og geðspak- ur, búmaður góður og ríkulega gæddur þeim hyggindum, sem í hag koma. Sigríður var ör í lund, hispurslaus í tali og sagði hverj- um síria meiningu, afdráttarlaust, dugm’ikil tii verka og atorkusöm að hverju sem hún gekk. Bæði voru hjónin, þó ólík væru, sam- hent og unnu eins og einn maður áð hag og farsæld heimilis síns og heill áinna mörgu barna. Alla var þeim Sigríði og Bjarna auði'ð 11 barna. Skulu þau talin í ald- ursröð: Bjarni bóndi og hrepp- stjóri í Hörgsdal kv. Doroteu Kissmann, Helga í Reykjavík og Rannveig í Hafnarfirði, ógiftar, Kristófer bóndi á Fossi á Síðu kv. Þórunni Skúladóttur frá Mörtungu, Jón, bílstjóri í Hörgs- dal ókv., Guðríður í Hafnarfirði g. Nikulási Jónssyni frá Vorsa- bæ, Friðrik bóndi á Hraunbóli á Erunasandi kv. Sigríði Matthías- dóttur frá Fossi, Jakob bóndi á Hörgslandi kv. Róshildi Hávarðs dóttur frá Króki í Meðallandi, Sigurjóna, d. 1950 var gift Jóni Hannessyni frá Núpstað, Þorvarð ur í Hörgsdal ókv., Páll bóndi í Hörgsdal kv. Elsu Bock. Auk síns fjölemnna barnahóps ólu þau Sigríður og Bjarni upp þrjú fósturbörn. Þar var mikið dags- verk af hendi leyst. Það getur hver sagt sér sjálfur, að oft hef- ur húsfreyjan í Hörgsdal lagzt þreytt til hvíldar. Eins og fyrr segir, lézt Sigur- jóna dóttir Sigríðar árið 1950. Tregaði hún hana mjög og sýndi minningu hennar mikla ræktar- semi. A sama hátt hlúði hún á ýmsa vegu í verki að minningu foreldra sinna og annarra lið- inan ættmenna og vandamanna. í dag verður Sigríður í Hörgsdal lög’ð til hinztu hvílu 1 kirkju- garðinum á Prestsbakka við hlið ástvina sinna. Við, sem þekktum hana, þökkum henni samfylgd- ina og sendum börnum hennar og öðrum ástvinum samúðar- kveðju. . Guð veiti sál hennar fögnuð og frið til eilífra tíða. @ Andersen & Lauth hf. LÉTTUR OG ÞÆGILEGUR Sportjakki FÆST AÐEINS HJÁ OKKUR Keflðvík - Suðurnes - Keflavík RÝMINGARSALA — RÝMINGARSALA í dag föstudag hefst hjá okkur rýmingar- sala og verða allar vörur verzlunarinnar seldar með 25% afslætti. Rýmingarsalan stendur til mánaðamóta. Missið ekki af góðum kaupum. VERZLUNIN HRINGUR Hringbraut 96. Barnavinafélagið Sumargjöf Aðalfundurinn verður haldinn 24. þ.m. í skrifstofu félagsins Fornhaga 8 kl. 8,30 e.h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. G. Br. Albína Jónsdótfir Vopnafirði — Minning HAGUR B0RGARINNAR ER I VEDI X EB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.