Morgunblaðið - 21.05.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.05.1966, Blaðsíða 15
15 MORCUNBLADIÐ Jórunn Kjartcm Valdimar Björn STEFNT AÐ BLOMLEGRI BYGGÐ í BORGARNESI Samtöl við frambjóðendtir á lista Sjálf- stæðismanna þar — ÍMistaniim Jórnnn Bachmann, húsfreyja: Fyrsta sætið á lista Sjálístæðis manna í Borgarnesi skipar kona. Er það frú Jórunn Bachmann, húsfreyja, og kaupmaður. Frú Jórunn er gifit Geir Bachmann, bifreiðaeftirlitsmanni, en foreldr ar hennar voru þau Guðmundur Björnsson, sýs'lumaður Borgfirð- inga og kona hans Þóra Júlíus- dóttir Björnsson. Hún hefur síð- astliðið kjörtímabil tekið taisverð an þátt í sveitarstjórnarmálum i Borgarnesi. Frú Jórunn hefur allt frá æsku árum kynnzt vel hreppsmálum í Borgamesi og má’lefnum Borg- arfjairðarhéraðs, enda starfaði !hún á sýsluskrifstofunni um skeið. Tíðindamaður blaðsins átti tal við frú Jórunni fyrir nokkrum dögum og innti hana eftir við- horfi hennar til mála, er varða Borgarneskauptún með tilliti til kosninganna á sunnudaginn. Nauðsynlegt aS siónarmiff kvenna móti sveitastjórnarmálin. Frú Jórunn sagði að stöðugt væri aukinn skiiningur á því að brýna nauðsyn bæri til "þess að viðhorf konunnar mótuðu mál- efni sveitarfélaganna. Það hefði sýnt sig þar sem konur hefðu ver ið kjörnar í sveitarstjómir, hefðu þær þráfaldlega tekið upp bar- áttu fyrir málefnum, sem nú á dögum væru af flestum talin ein hver þýðingarmestu málefni byggðarlaganna. Ef til vill væri elíkt þó hvergi nauðsynlegra en í bæjum og kauptúnum, þar sem málefni æskunnar, gamla fólks- ins og sjúkra, svo dæmi væru nefnd væru aðkailandi. „í raun- i-nni“, segir frú Jórunn Bach- mann „eigum við foreldrarnir enga dýrmætari eign en börnin ©kkar og við berum enga ábyrgð þyngri en þá að sjá þeim fyrir menntun, barnavernd, æskulýðs- starfsemi og hollu viðfangsefni, þar á meðal sumaratvinnu. Ég skal til dæmis nefna eitt etriði. sem er í sorglegu ástandi hjá okkur i Borgarnesi, og sem meirihlutinn hefur sára'lítið skipt sér af. Það er viðeigandi sumar- og vorvinna fyrir unglinga. Úr þvi mætti þó talsvert bæta, án þess að miklu þyrfti til að kosta. Ég tel t.d. alls ekki viðunandi eð unglingum sé boðið upp á gatnahreinsun. Það þarf að skapa handa þeim uppbyggi'leg störf, t.d. vinnu við skólagarða, íþrótta evæði og einnig væri athugandi hvort ekki væri unnt að ná sam- komulagi við skógrækt ríkisins eða aðra aðila, um að hún tæki enn fieiri unglinga héðan úr Borgarnesi í vi-nnu, því þar er unnið að þjóðþrifastörfum undir ströngu eftirliti vandaðra manna. Margt fleira mætti gera, ef vilji er fyrir hendi. Menntun æskunnar og amkin atvinna. „Ekki verður farið út í lífið með betra vegamesti" segir Jór- unn Bachmann, „en góða mennt- un á ýmsum sviðúm“. Nauðsyn- legt er að gera nú ráðstafanir til þess að sú skólaaðstaða, sem hér hefur þó fengizt, verði sem allra bezt hagnýtt og fái að dafna. Þá þarf að glæða félagslíf nemenda. Hugsanlegt væri einnig; að gefa unglingum kost á því að nota lesstofu, sem unnt væri að út- búa við bókasafnið. Svo er mál sem verður að sinna sem fyrst. Það er tóm- stundaheimili fyrir unglinga. Haganlegt væri að leigja hús- næði og innré-tta. Líka gæti kom- ið til greina að styrkja t.d. skáta eða aðra til þess að ieysa þetta. Að síðustu segir frú Jórunn Bachmann, vil ég endurtaka það, að nauðsynfegt er að reyna að auka hér atvinnu á ölium svið- um, bæði fyrir ungJinga, konur og karia. Það er sú undirstaða, sem svo miklu veldur. Ég hef i huga tiltekin atriði, sem ef til vili væri unnt að beita sér fyrir. En það bíður starfsins. Ég vona að ég megi ejga örugg- an stuðning kvenna og annara kjósenda við málstað okkar á kosningadaginn, og stuðning þeirra og allra annarra góðra borgara við að framkvæma far- sæla stefnu fyrir Borgames. — Listi okkar Sjálfstæðismanna er D-listinn. Kjartan Gunnarsson, apótekari: Þá ræddi blaðið við Kjartan Gunnarsson apótekara í Borgar- nesi, sem skipar annað sætið á lista Sjálfstæðismanna í Borgar- nesi. Hann hefur dvalizt í Borgar- nesi um 2 ára skeið og rekið þar nýtt apótek. sem hann stofnaði þar. Hann hefur nú stórhýsi í smíðum, þar sem rekið verður apótek fyrir héraðið, svo verður þar einnig íbúð fyrir apótekar- ann og fjölskyldu hans, en Kjart- an er kvæntur Dórótheu Jóhs- dóttur úr Reykjavík og eiga þau fjögur börn. Vífftæk viðfangsefni — Margt ógert. Við spyrjum Kjartan um við- horf hans til kosninganna. Kjart- an segir að hann sé glaður yfir því að fá tækifæri til þess að vinna fyrir Borgarnes. Hann kveðst kunna vel við sig í Borg- arnesi. Þar búi ágætt fólk, sem gott verði að vinna með og vinna fyrir. Það er sjálfsagt eins með mig og aðra unga menn, að ég vil gera mikið fyrir þennan bæ, en efni og ástæður ráða þó mestu, ef sannleikurinn er sagður skrumlaust. Ég ráðgeri að athuga heil- brigðismálin og hvað sveitarfé- lagið getur í iþeim efnum gert. Stefnt er að því af hálfu sveitar- félaganna og sýs'lufélaganna í Borgarfirði að koma hér upp dvalarheimili fyrir aldrað fólk. Sérstök nefnd, kosin á sýslufund um, starfar að því máli. Sam- kvæmt upplýsinguim sýslumanns okkar er enniþá takmarkað fé fyrir hendi og enn hafa mörg sveitarfélög ekki tekið endanlega afstöðu til þess hvort þau verða með. En hins vegar hafa sýslum- ar lofað fé og ábyrgðum og Borg arneshreppur sömuleiðis. Ég tel að málið eigi skilyrðislaust að halda áfram þótt ekki verði allir hrepparnir í héraðinu með. Borg arnes og sýslurnar ættu þá að koma þessu upp. Rétt þykir mér að benda á að nauðsynlegt er að hér í Borgar- nesi komist upp slysastofa búin góðum tækjum. Gæti það verið lnn' annaðhvort hjá héraðsJækni eða þá -4 nýja dvalarheimilinu. Hin tíðu slys sýna nauðsyn þessa. Mikilsvert er að Tryggingar- stofnun rikisins leggur fram mjög ríflegan fjárhagsstuðning við fnálið. Að þessu máli er ég reiðubú- inn til þess að vinna að megni og .vona að fyrrj starfsreynsla mín komi þar að haldi. Ég hefði viljað ræða frekar um heilbrigðismálin. En mér skilst að þess sé ekki kostur í þessu stutta viðtali. En ég hefði gjarnan viljað minnast á nokkur önnur atriði. engin útgerð veldur þvi að at- vinnulíf staðarins er ekki sam- 'bærilegt við flesta aðra bæi landsins, utan Suðuríandsundir- Jendisins, að vissu leyti, Það er augljóst að í flestum bæjum grundvallast atvinnan á sjó- mennsku, útgerð, fryetihúsum o.þ.h., sem allt byggist á sjófangL Það 'þarf því alveg tvímæla- laust að endurskoða fjáxhagsmál og atvinnumál Borgarnese. Ég er sizt á móti stóriðju. En sem stendur, þar sem takmarkað fjármagn er fyrir hendi, er að líkindum bezt að byggja upp lítil fyrirtœki, en mörg. Dæmi um þetía er t.d. niðursuðuverk- smiðjan, sem hér var stofnuð fyrir tveim árum, sem hluta- félag. Hún veitir atvinnu og hag nýtir afurðir héraðsins. Það er ekki vafa undirorpið að vituX' legast er að byggja iðnað á þeim hráefnum, sem falla til í hérað- inu. Kjötið, laxinn, hið mikla magn garðávaxta, tómatar, svepp ir, agúrkur o.s.frv. er ágætt hrá- efni í niðursuðu eða frystingu. Allt þetta þarf að rannsaka. Það á að gera í samráði við sérfræð- inga og í samráði við ríkisstjórn ina, sem nú berst fyrir því jafna atvinnuna um landið. Ég er viss um það að ríkisstjómin skilur sérstöðu Borgarness, að hafa enga útgerð og engan sjávar afla. Við Sjálfstæðismenn hreppsnefnd Borgarness munum óska eftir samvinnu við Sjálf- stæðismenn í ríkisstjóminni um þessi mál. Ég er ekki lengi búinn að vera hér og er ekki öllum hnútum kunnugur, en ég vil vinna að velfarnaði Borgarness og því held ég að Borgnesingar muni styðja lista okkar á sunnudag Valdimar Ásmundsson, bifreiffaeftirlitsmaffur: Íþróttamál, félagsmál æskunnar, menningarmál. Hér í Boragrnesi er stór hópur ungra manna og kvenna, sem hef ur mikinn áhuga á íþróttum. Þarf að bæta íþróttavöllinn og jafn- frarnt að skapa betri aðstöðu til sumdiðkunar. í sambandi við byggingu félagsheimilis þarf líka að kanna með hvaða hætti væri Unnt að greiða fyrir íþróttamál- um. Um félagsmálin er það að segja að það verður að drífa upp hús hér á staðnum, til þess að skapa aðstöðu til félagsstarfsemi og skemmtana. Er ekki nóg að skapa kvikmynda- og skemmti- aðstöðu. Heldur þarf líka að vera aðstaða til menningarstarfsemi, svo sem hljómleika og leiklistar. Það tíðkast nú stöðugt meira að leikflokkar fari út á land m.a. frá Þjóðleikhúsinu. Einnig hljóm leikaflokkar. Það er öruggt að fólk hér hefur mikinn hug á að geta notið slíks hér og verður því að bœta úr í þessum efnum! En meirihlutinn hér hefur ekki sinnt þessu nægilega. Það er ekki nóg að tala um þetta fyrir kosningar. Við ættum öll að sjá sóma okk- ar í því að lagfæra þetta. Að því mun ég vinna í hreppsnefndinni. Atvinnumálin. „En undirstaða menningarmál- anna er atvinnulífið“ segir Kjart an Gunnarsson. „Menningar- og félagsmálin kosta fé og þess verð ur ekki aflað, nema með atvinnu. Og því betur sem atvinnurekstur inn gengur, þeim mun meiru er unnt að verja til menningar- mála, skólamála og slíks. Ég held að Þeir séu ekki svo fáir, sem gera sér ekki alveg nægilega Ijósa sérstöðu Borgar- ness í þessu þýðingarmikla efni. Sú staðreynd að í Borgarnesi er Þá ræddi blaðið við Valdimar Ásmundsson, • sem skipar þriðja sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarnesi. Valdemar er einn ig ungur maður, fæddur og upp alinn í Borgarnesi, einungis 31 árs að aldri. Hann er nú bifreiða eftirlitsmaður í Borgarnesi. Hann var stofnandi fyrirtækisins Sæm undur & Valdemar, ásamt Sæm undi Sigmundssyni, sem rekur áætlunarferðirnar milli Borgar- ness og Reykjavíkur með mikl um byndarbrag. Valdemar hefur tekið mikinn þátt í iþróttum og fjallaferðum og félagslifi, og nýtur mikils trausts meðal unga fólksins. Fram-tíff Borgarness vegna hugsanlegra breytinga á samgöngum: „Eitt af því sem talsvert hefur verið rætt undanfarin ár“ segir Valdemar, „eru samgöngurnar við Borgames og Vesturland heild. Langt er síðan ég heyrði rætt um það að Hvítá yrði brúuð neðar en nú er. En það hefur ekkert gagnlegt gerzt í því mál Vinstri stjórnin sýndi fullkomið skeytingarleysi um málið þegar minnzt var á það á þingi. Ljóst er að afstaða Borgarness mundi gjörbreytast ef brú kæmi yfir Hvítá hér skammt fyrir ofan bæinn. Vegalengdin til Akraness myndi styttast um tæpan helm- iug og munar það ekki litlu. Hafa menn hugsað út í það að aka verður með sjúka og sængur- konur 64 km. út á Akranes, en þar er nú sjúkrahús okkar. Sú leiúð myndi styttast svo að ekki væri neitt hættuspil að flytja fólk þessa leið. En svo má nærri geta hverja þýðingu það hefði að fá beinan aðgang að daglegum vinnumark aði á Akranesi, og gagnkvæmt fyrir Akurnesinga. Eða fisksölu- málin? Hér eru alltaf erfiðleikar í þeim efnum og þarf hvað sem öðru líður ,að taka þau upp í næstu hreppsnefnd. Það rikir ó- verjandi sleifarlag í þeim. „En eins og ég sagði“ segir Valdemar Ásmundsson, „er sam- göngu'bót yfir Hvítá eða ósa henn ar hrein bylting fyrir okkur öl'l. Það sér enginn til fulls hverja blessun slik brú gæti yfir okkur leitt. Hins vegar þýðir ekkert að tala um þetta, en reyna ekkert að fá um þoikað í verki. Við fram bjóðendur Sjálfstæðisflokksins, allir 14, í Borgarnesi höfum því ritað samgöngumálaráðherra bréf og skorað á hann að láta nú þegar, eða eins fljótt og nokk ur kostur er á, rannsaka rbúar- stæði hér fyrir ofan Borgarnes. Þar væri þó fengið upphafið, því slík rannsókn' er auðvitað for- senda framkvæmda. En í framhaldi af þessu mun ég í hreppsnefndinni bera fram tillögu þess efnis að eins verði farið að um þetta má'l og þeir gerðu í Andakilsárvirkjun og sýslunum um raforkumálin í héf- aðinu. Þeir beittu sér fyrir því að lána raforkumálastjórninni, héðan úr héraðinu 4 millj. kr. til þess að greiða fyrir raflínu- lögnum. Nú er byrjað á því verki. Því skyldum við ekki leggja fram fé af mörkum til þess að greiða fyrir þessu brúar- máli? Væri ekki hægt að Borgar- neshreppur, Akranes. sýslurnar og lánastofnun héraðsins leggð- ust allir á eitt. Og því ekki að leita samvinnu við kauptúnin Snæfellsnesi og sýslufélagið þar, Dalamenn og aðrir sem njóta myndu góðs af slíku verki? Þetta er stórt mál, en við mun- um geta leyst það ef fast er unn- ið að því, skipulega og raunsætt. Þá væri og eðlilegt að tekið ýrði sérstakt erlent lán í svona þjóð- þrifaframkvæmd. Ég sé enga á- stæðu til þess að einhverjir aðrir landshlutar eða önnur nytjamál eigi að sitja í einhverju fyrirrúmi í þeim efnum. Við ættum lika að geta fengið slikt leyfi. Byggingamálin. Fleira er það, sem hrista þarf upp í og varðar málefni okkar Borgnesinga. Byggingamálum og lóðamálum hefur verið stjórnað af fremur lítilli fyrirhyggju. Hætt er við að ekki sjáist enn allar a^Ieiðingar þess. Ekki verður hjá því komizt að undirstrika úrræðaleysi Fram- sóknarmanna í sambandi við byggingamálin. Hér í Borgarnesi er margt fólk, bæði ungt og full- orðið, sem gjarna hefur vitjað eignast hóflega íbúð, t.d. þriggja eða fjögurra herbergja íbúð. En slíks hefur enginn kostur verið. Hreppsfélagið hefur alls ekkert gert til þess að greiða fyrir slíku. Annað hvort hefur fólk orðið að ráðast í dý)- einbýlishús, eða fá ekkert húsnæði. Vissulega getur það verið við hæfi sumra að byggja sér ein- býlishús og hafa margir gert myndarlegt átak í þeim efnum. En það hæfir þó ekki öllum. Verð ur að segja að ekki hefði nú þurft mikið átak til þess að t.d. hreppurinn hefði byggt eina stóra sambyggingu og selt fólki fokheldar íbúðir, sem það hefði sjálft getað innréttað og þannig sparað stórfé. Þá hefði lí'ka spar- azt mikið fé í holræsagerð, vatns veitulagnir og allar þær leiðslur, sem leggja Verður að hverju ein- asta húsi. Sjálístæðismenn vilja bæta úr' i þessu efni með því að á næsta kjörtimabili verði byggð sam- bygging af hæfilegri stærð, með tveggja, þriggja og fjögurra her- berbergja íbúðum, sem seldar verði fokheldar. Atvinnumálin. Borgarnes er frá náttúrunnar hendi fagur staður. og fólkið fegrar bæinn stöðugt með rækt- un trjálunda og garða. Það er því eðlilegt að það vilji dvelja hér og skapa þær aðstæður að börn þess þurfi ekki að1 flytja á brott strax og þau geta starf- að, eins og oft á sér stað. Nokkuð hefur þó úr þessu raknað að undanförnu. Einkum hafa iðnað- armenn haft vaxandi vinnu. bæði í Borgarnesi og svo hér í byggð- um Borgarfjarðar. Með batnandi hag landbúnaðarins og stórfeldd- ari aukningu hans í héraðinu hef ur ýms þjónusta hér í Borgarnesi vaxið sem stafar af verkaskipt- ingu milli þéttbýlis og dreifbýlis. Þannig er það vöxtur land'bún- aðarins, sem einkum styður þró- un staðarins. en ekki frumkvæði eða framkvæmdir hreppsnefndar Framhald á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.