Morgunblaðið - 21.05.1966, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.05.1966, Blaðsíða 22
22 MORGU NBLAÐIÐ Laugardagur 21. maí 1966 Stulka ekki yngri en 20 ára óskast til f jölbreyttra starfa við verksmiðjurekstur. Upplýsingar á skrifstofunni Brautarholti 22. Verksmiðjan Dúkur hf. Lokað ■ dag vegna útfarar Haraldar Ó. Leonhardssonar skrifstofustjóra. Verzlunin SÍSÍ Unnusti minn og bróðir okkar, ÓLAFUR TRAUSTASON lézt 18. maí síðastliðinn. María Thoroddsen, Ása Traustadóttir, Jóhanna Traustadóttir, Pétur Traustason. Bróðir okkar ÞORSTEINN RÖGNVALDSSON frá Fagradalstungu Saurbæ Dalasýslu, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. maí kl. 15.00. Systkinin. Útför konunnar minnar, 1 INGVELDAR ÞÓRU JÓNSDÓTTUR Leifsgötu 5, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. maí kl. 13,30. Guðmundur Eiríksson. Af alhug þökkum við öllum þá miklu samúð, sem okkur var sýnd við fáfall og jarðarför j PÉTURS PÁLSSONAR frá Hafnardal. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnaböm. Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar, tengda föður og bróður GUÐMUNDAR KR. ERLENDSSONAR vélstjóra. skipsfélögum hans á m.s. Esju. Erlendur Guðmundsson, Kristín Guðmundsdóttir, Bjami Þórðarson, Valgerður Erlendsdóttir, Jóel Fr. Ingvarsson. Hjartans þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarfðr eigin- manns míns, föður og tengdaföður, BJARNA GUÐMUNDSSONAR frá Aldarminni. Sérstaklega þökkum við Birni Gunnlaugssyni, lækni, fyrir ómetanlega hjálp í langvarandi veikindum hans. Jóhanna Jónsdóttir, Lilja Bjamadóttir, Ólafur Guðjónsson, Jóna Bjarnadóttir, Axel Þórðarson, Óskar Bjarnason, Sigurjóna Marteinsdóttir, Jóhannes Bjarnason, Dagbjört Guðmundsdóttir. Þökkum innilega öllum þeim, sem auðsýnt hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, SVEINBJARGAR BRYNJÓLFSDÓTTUR fyrrum húsmóður í Stóradal, og heiðrað minningu hinnar látnu. Vandamenn. — Um góða stjórn Framhald af bls. 16 bændur hafa yfirleitt í öðru að snúast en að spóka sig í höllum. Svo virðist sem bænd- ur hafi byggt höllina fremur fyrir borgarbúa og erlenda gesti en fyrir sjálfa sig, og ber oss, sem hér búum, að votta þeim heilshugar þakk- læti vort og þakka hlýjan hug þeirra til höfuðborgarinnar. Minnzt hefir verið á „móðu- harðindi af manna völdum" hin síðari ár. En stórum eru þau betri en hin fyrri móðuharð- indi, sem vér lesum um í sögu vorri, því þá gusu eldfjöll og hækkuðu og hraun runnu. í þessum síðari „harðindum" hef- ir að vísu myndazt eitt mein- laust eldfjall í hafi — og hefir það orðið féþúfa bókaútgefend- um og ferðaskrifstofum — en í landi hefir myndazt smjörfjall, sem vér borgarbúar fáum ekki torgað. Er því full ástæða til að þakka þá hagræðingu, sem hér hefir orðið á harðindum, og kæmi oss ekki á óvart þótt Indverjar kynnu að vilja hafa harðindaskipti við oss, ef það er satt, sem erlend blöð segja, að tíu milljónir þeirra hafi dáið úr hungri á liðnu ári. Þjóðsaga hefir fyrir allmörg- um árum orðið til utan um orð eins aldraðs sóknarprests á landsbyggðinni. Ein útgáfa hennar er á þessa leið: „Áður fóru ýmsir úr mínu prestakalli til Himnaríkis. Nú fara flest- ir til Reykjavíkur". Hvaða snjallræðum sem menn kunna að beita til skýringar sögunni, þá er eitt Ijóst, og það er að hinn aldraði prestur hefir tekið eftir því sterka aðdráttarafli, sem höfuðborg vor hafði — og hefir enn á hugi manna. Borg- inni er vel stjórnað — en það er vandi að stjórna henni vel. Hve margir fara héðan upp og hve margir fara niður eftir er þeir hafa skilið við þeiman heim og þessa borg, er svo ann- að mál, því menn verða dæmd- ir eftir verkum sínum af rétt- látum dómara. Og hversu vel sem einhver borgarstjórn kann að stjórna, þá verður það ekki af henni heimtað að hún tryggi mönmrni húsnæði í hinni himnesku Jerúsalem, aðeins að hún leyfi fagnaðarboðskapnum að hafa frjálsa ferð um borg- ina. Eflið heill borgarinnar, segir Jeremía spámaður, því að henn ar velgengni er yðar vel- gengni. Og þó var þar ekki um hans eigin höfuðborg að ræða, heldur borg, þar sem þjóð hans bjó í útlegðinni. Ekki ættum vér síður að efla heill vorrar borgar, þar sem vér búum sem frjálsir menn. V. Stjóriimálamenn eru bæði sérfróðir menn og áhugasamir og reyna jafnvel að veita oss óbreyttum borgurum nokkra leiðbeiningu um hversu kjósa skuli. Hins vegar eru þeir ekki á eitt sáttir um hversu stjórna skuli, og verða því kjósendur sjálfir að skera úr um það, og á íslandi eru leynilegar kosning- ar. Og það ætti ekki að vera viti bornum mönnum ofraun að velja milli óljósra og sundur- leitra hugmynda annars vegar, en hins vegar traustrar og reyndrar stefnu manna, sem hafa gert reikningsskap ráðs- mennsku sinar og hafa sýnt í verki að þeir kunna að stjórna veL Jóhann Hannesson. — Stefnt að Framhald af bls. 15 innar i Borgaresi. Hreppsnefndin hefur eiginlega ekkert gert til þess að auka hér atvinnuna. En þar væri þó margt hægt að gera, ýmist beint eða með stuðningi við þá, sem vilja leggja í at- vinnurekstur. Ég er sammála því, sem meðframbjóðandi minn, Kjartan Gunnarsson apótekari segir, að þau hráefni, sem til falla í héraðinu, þ.e. landbúnaðar vörurnar. eigi að verða undir- staða nýs iðnaSar. Ullin, gærurn- ar og húðir eru al'lt góð hráefni. Sama er um kjötið og grænmetið. Þarna eigum við framtíð, sem gefa þarf gaum að. „Ég vil að lokum“, segir Valde mar Ásmundsson segja það að í hreppsnefndinni mun ég vinna að málefum þessa byggðarlags eftir getu, bæði fyrir unga og gamla, og heiti á Borgnesinga að styðja okkur frambjóðendur D-listans á sunnudaginn. Björn Arason, kennari: Björn Arason, kennari, er 4. maðurinn á lista Sjálfstæðis- manna. Hann er 34 ára að aldri. Stúdentsprófi frá Akureyri lauk hann og stundaði síðan nám um skeið í Háskóla íslands. Hann gerðist síðan kennari við gagn- fræðaskólann í Borgarnesi og starfaði þar um nokkurra ára skeið. Nú er hann tekinn við starfi sem forstöðumaður olíu- verzlunar Skeljungs í Borgar- nesi. Kvæntur er hann Guðrúnu Jósafatsdóttur, og eiga þau þrjú börn. Björn hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum Sjálfstæðismanna í Borgarnesi og er nú formaður félags ungra Sjálfstæðismanna í Mýrasýslu. Bjöm dvelur um þess ar mundir erlendis, svo eigi var unnt að ræða við harm. — Úr borginni Framhald af bls. 13 er að gera skólatónleika að föst- um lið í starfsemi hljómsveitar- innar á næsta ári. Verður þetta væntanlega gert á þann hátt, að nemendurnir fá í skólanum nokkra fræðslu um verk þau sem leikin verða á hverjum tón- leikum og verður þannig hægt að undirbúa nemendurnar betur en hægt yrði á tónleikunum sjálfum. í framkvæmd verður þetta þannig, að nemendurnir verða fluttir á tónleikana I strætisvögnum og má segja að hluti tónlistarkennslunnar verði með þessu mó'ti fluttur úr skóil- unum og út í Háskólabíó Kerfis bundnir tónleikar af þessu tagi hafa gefið mjög góða raun vest- an hafs og r^yndar allsstaðar þar sem þeim hefur verið komið á. Því má ætla að starfsemi þessi verði börnum borgarinnar og nágrennis til mikils yndis- auka og fróðleiks. s, Hinir kerfisbundnu skólatón- leikar verða jafnframt fyrsta tilraunin til að byggja upp ís- lenzka tónlistaræsku. Eins og að framan er greint frá, nemur framlag Reykjavíkur borgar til hljómsveitarinnar rúmlega 21%. Borginni verður ekki með öðrum hætti * betur veitt viðurkenning fyrir fram- lag hennar en með sem fullkomn astri tónlistarþjónustu við yngstu borgarana. Til solu Ford Zephyr 4 model ’62 í góðu lagi til sölu. Upplýsingar í símum 32793 og 37959. Iðnaðarhusnæði oskast fyrir frekar þrifalegan iðnað á jarðhæð eða fyrstu hæð, 50—70 ferm. Ekki í úthverfunum. Tilboð merkt: „Sumar — 9088“ sendist blaðinu fyrir 29. þessa mánaðar. Volvo Amazon ‘62 Til sölu eða í skiptum á nýrri bíl. Upplýsingar í síma 33494. Nýtt eldhús Norsku Pólarís-eldhúsinnréttingarnar eru það allra nýjasta — stílfögur og sterk. Komið og skoðið og fáið nánari upplýsinóar. Einkaumboð fyrir Pólaris-eldhúsinnréttingar: P. Sigtirðsson Skúlagötu 63 — Simi 19133.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.