Morgunblaðið - 21.05.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.05.1966, Blaðsíða 19
t,augar«Jagur 21. maf 1988 MORGUNBLAÐIÐ 19 komnar: FONS, Keflavík FÍDÓ, Akranesi DRENGIR! NÝJAR VÖRUR í HVERRI VIKU. ALLT Á LNGA FÓLKIÐ Vörur beint úr Carnaby - str London NORÐFJARÐAR- FÖNN, Neskaupstað. „SKYRTUR, MJAÐMA- BUXUR m/beltum, PEYSUR, BLÚSSUR, KJÓLAR, DKAGTIR O. FL.“ „Undirbúningur mjög góður“ — segir kep|>nisst|óri Norræna bridgemótsins NÆSTKOMANDI sunnudag hefst Á Hótel Sögu, Norræna Bridgemótið, og eru keppendur um 90 talsins frá öllum Norður löndunum. Eins og gefur að skilja þarf mikið starfslið og göSa skipulagningu til að slikt mót geti farið sem bezt fram. Keppnisstjóri er Norðmaður Per Elind að nafni og ber hann á- byrgð á allri framkvæmd móts- ins. Blaðamaður Mbl. hitti Elind að máli í gær og rabbaði stutt- lega við hann um þetta starf hans. — Þurfa ekki keppnisstjórar einhverýa sérþjálfun í þessum efnum? — Jú, eki er því að neita. Ein- hver verður að sjá um þessa hlið málsins. f Noregi er sérstakt keppnisstjórasamband, og innan þess er veitt slík þjálfun. — Hafið þér stjórnað mörgum bridgemótum? — Já, ég hef stjórnað talsvert mörgum mótum, m.a. Norður- landamótinu í Ósló árið 1964. — Spilið þér þá ekki mikið bridge? — Nei, það er fremur lítið um það, en þó hef ég tekið þátt í nokkrum mótum, en árangurinn er ekkert til að segja frá, en ég hef aðallega einibeitt mér að mótstjórn. — Hvernig lízt yður á fyrir- komulag og aðstæður hér? — Sérstaklega vel. Það vekur undrun mína og aðdáun að Ódýrir álbílskúrar Viljum vekja athygli á að við höfum þegar flutt inn fjölmarga af hinum viðurkenndu og ódýru SKJERMO álbílskúrum frá Wideroe Industri í Oslo. Skjermo er mjög auðveldur í uppsetningu og smekk legur í útliti. Geta útvegast sem einstakir eða sem raðskúrar. FRIÐRIK JÖRGENSEN H.F. Ægisgötu 7 — Reykjavík Sími 22000 — Pósthólf 1222. IJtgerðarmenn og sjómenn Höfum til sölu. 45 tonna bát og 55 tonna bát. Báðir bátarnir eru með mjög góðum vélum og tækj- um og miklu af veiðarfærum. Skilmálar mjög góðir Fasteignamiðstöðin Austurstraeti 12. Sími 14120, heimasími 35259 Per Elind, bridgesamband með aðeins 700 — 800 meðlimi skuli geta gengizt fyrir jafn umfangsmiklu móti, og ég fæ ekki betur séð, en að allar aðstæður og undirbúning- ur séu eins og bezt verður á kosið. — f hverju er svo yðar starf fólgið? — Ég ber ábyrgð á öllu, sem viðkemur keppninni. Mér til að- stoðar verða um 70 manns, og veitir ekki af, því að í mörgu er að snúast. En ég tel að undirbún- ingur allur sé það góður að ó- þarfi sé að hafa áhyggjur af framkvæmd mótsins. Það eina sem óg er dálítið taugaóstyrkur yfir er málið. Ég skil ekkert í íslenzku og það gæti ef til vill valdið einhverjum smávægileg- um misskilningi, en annars álit ég að ég hafi það góða aðstoðar- menn, að þetta séu óþarfa áhyggj ur. —Vilduð þér segja eitthvað að lokum? — Ég vil aðeins segja, að ég hef talsvert fengizt við mótstjórn undanfarin ár, og ég fæ ekki betur séð en að allt er viðvíkur undirbúningi þessa móts sé vel úr garði gert, og ef það ekki tekst vel, þá er það ekki sök ís- lendinganna, því að frá þeirra hendi er allt með sóma. Ég hlakka til mótsins og vona að allt eanei að óskum. Norðurlanda- mótið í bridge hefst á morgun NORÐURLANDAMÓTIE) i bridge hefst að Hótel Sögu n.k. sunnudag. Allar Norðurlanda- þjóðirnar senda 3 sveitir til keppninnar þ. e. 2 sveitir til keppni í opna flokknum og eina í kvennaflokknum. Verða því keppendur í mótinu um 100 og þar af 84 erlendir. Erlendu kepp endurnir koma til landsins nk. laugardagskvöld með leiguflug- vél Flugfélags íslands h.f. og, munu allir búa að Hótel Sögu. Eins og fyrr segir hefst Norð- urlandamótið n.k. sunnudag kl. 10 og mun borgarstjórinn í Reykjavík Geir Hallgrímsson setja mótið. Að lokinni setningu hefst 1. umferð keppninnar og lýkur henni síðari hluta dagsins, en II. umferð fer fram á sunnu- dagskvöldið og hefst kl. 20. Bridgesamband íslands undir stjórn Sigurjóns Guðmundsson- ar hefur um nokkurra mánaða skeið unnið að undirbúningi þessa stærsta móts, sem fram hefur farið á íslandi. Sérstakur keppnisstjóri hefur verið ráðinn er það Norðmaðurinn Per Elind, sem stjórnað hefur fjölmörgum Norðurlandamótum og verið aðstoðarkeppnisstjóri á Evrópu- mótum. Kom hann til landsins s.l. mánudag til að fylgjast með undirbúningi og skipuleggja keppnina. Framkvæmdastjóri keppninn- ar er Þórður H. Jónsson, ritari Brídgesambands fslands, og mun hann stjórna um 80 manna starfsliði. Sérstakt mótsblað verður gefið út daglega og er ritstjóri þess Stefán J. Guðjohn sen. Gefin hefur verið út vönd- uð leikskrá, með upplýsingum um allt það er mótið snertir og verður hún seld meðan á keppninni stendur. Ritstjóri leik skrárinnar er Hallur Símonar- son. Keppnin mun að mestu leyti fara fram í Súlnasal Hótel Sögu og verður sýningartjald í notk- un á kvöldin til hagræðis fyrir áhorfendur. Ennfremur verður komið fyrir keppnistöflum þar sem sjá má úrslit í leikjum og stöðu sveitanna. Aðgangseyri er mjg stillt í hóf og er verð að- göngumiða kr. 50. — að degi til, en kr. 75.— á kvldin þegar sýn- ingartjaldið er í notkun. Einnig geta áhorfendur keypt aðgöngu- miða er gilda fyrir alla keppn- ina og kosta þeir kr. 400.— Norðurlandamót þetta er hið 11. í röðinni, en fyrsta mótið fór fram árið 1946. Úrslit í mótunum hafa orðið þessi: Árið 1946 sigurvegari: Noregur — 1947 — 1948 — 1949 — 1951 — 1953 — 1955 — 1957 — 1962 — 1964 Svíþjóð Noregur Svíþjóð Noregur Svíþjóð Svíþjóð Svíþjóð Svíþjóð Svíþjóð f kvennaflokki hafa Svíar sigrað 6 sinnum og Danir 4 sinn- um. Ekki er gott að spá um úrslit keppninnar að þessu sinni. Allar þjóðirnar senda sínar sterkustu sveitir til keppninnar, en reikna má með, að baráttan standi helst milli sveitanna frá Svíþjóð og Danmörku. Allir bridgeunnend- ur eru hvattir til að koma og sjá beztu bridgespilara á Norður- löndum í keppni að Hótel Sögu í næstu viku. íslenzku sveitirnar eru þannig skipaðar: fsland I.: Ásmundur Pálsson, Hjalti Elíasson, Einar Þorfinns- son, Gunnar Guðmundsson, Símon Símonarson og Þorgeir Sigurðsson. Fyrirliði er Hörður Þórðarson. ísland II.: Agnar Jörgensen, Ingólfur Isebarn, Benedikt Jó- hannsson, Jóhann Jónsson, Jón Arason og Sigurður Helgason. Fyrirliði er Sveinn Ingvársson. Kvennaflokkur: Kristjana Steingrímsdóttir, Magnea Kjart- ansdóttir, Margrét Jónsdóttir, Ósk Kristjánsdóttir, Ásta Flyg- enring og Guðrún Bergsdóttir. Fyrirliði er Þórir Sigurðsson. Solumaður — Vaktavinna Maður í vaktavinnu, sem gæti í frítímum sínum tekið að sér sölumennsku á mjög þekktum og vin- sælum matvörum, óskast nú þegar. Æskilegt að viðkomandi hafi bíl til umráða og sé vanur verzl- unarstörfum. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar afgr. Morgunblaðsins eigi síðar en 24. maí n.k. merkt: „Sölumennska — 9533“. Þýzkir bílar Get útvegað með stuttum fyrirvara mjög góða notaða þýzka bíla. Opel Taunus og Mercedes Benz. Upplýsingar næstu daga í síma 23136 og 37260 á kvöldin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.