Morgunblaðið - 21.05.1966, Blaðsíða 18
18
MORGU N BLAÐIÐ
Laugardagur 21. maf 1966
Haraldur Ú. Leonardsson
Minning
ÞEGAR ég fyrir fáum dögum
frétti lát æskuvinar míns og
bekkjarbróður, Haraids Ó.
Leonhardssonar, hópuðust að
mér minningar frá löngu iiðnum
árum. Þær komu fram í huga
minn skýrar og ferskar eins og
myndir á tjaldi.
Það var einn haustdag árið
1933, sem fundum okkar bar
fyrst saman. Ég var að hefja
nám í Verzlunarskóla íslands,
feiminn og kvíðinn sveitadreng-
ur, nýfarinn úr foreldrahúsum
og öllum ókunnugur. Ég gekk
inn í skólastofuna. Fyrsta
kennslustundin var að hefjast.
Allir voru seztir. A'ðeins eitt sæti
var autt við hliðina á Ijóshærð-
tum, gáfulegum pUti, sem ég
hafði áidrei áður séð. Þessi pilt-
ur var Haraldur Ó. Leonhards-
son. Við áttum eftir að verða
sessunautar og nánir félagar alla
©kkar skóiatið. Það var mér
ávinningur, því að hann var ekki
aðeins gó'ður og tryggur félagi,
heldur og mesti námsmaðurinn í
bekknum og duxinn okkar.
Haraldur var óvenju fjölhæfur
námsmaður og jafnvígur á allar
námsgreinar, allt stóð opið fyrir
honum, stærðfræði, bókfærsla,
saga og tungumál. Hann lék sér
að náminu og var ævinlega til-
búinn til þess að leiðbeina öðr-
um. Hann tók mikinn þátt 1 fé-
lagslífinu í skólanum og var þar
einnig með beztu iiðsmönnum.
Ekkert var þó fjarr skapi Har-
alds en trana sér fram, e'ða mikl-
ast af gáfum sínum og náms-
afrekum. Hann var miklu frem-
ur hlédrægur að eðlisfari, en
ætíð giaður og prúður við bekkj-
arsystkini sín, enda átti hann
engan öfundarmann þeirra á
meðal.
Ég man vel daginn, þegar við
höfðum lokið burtfararprófinu
fyrir réttum 30 árum. Það var
giaður hópur 56 áhyggjulausra
ungmenna, sem var að kve'ðja
skóiann sinn, og Haraldur, vinur
* okkar, stóð með fulit fangið af
verðiaunum, sem hann hafði
hlotið fyrir frábæran náms-
érangur. Við glöddumst öll með
honum, því að svo ótvírætt bar
'honum réttúrinn til þessarar við-
urkenningar. Hefðum við þá
hugsa’ð þrjá áratugi fram í tím-
ann, hefði okkur eflaust fundizt
dagurinn í dag vera í órafjar-
]ægð. Siðasta ár hins þriðja tug-
ar var þá sem leiðarmerki ein-
hvers staðar langt langt í f jarska.
Nú stöndum við samt við þetta
leiðarmerki, og þegar iitið er til
■baka, eru áratugirnir þrír, eins
og ein næturvaka — leiðin, sem
við höfum gengi'ð aðeins skamm-
ur spöiur.
En við erum ekki öll við merk-
ið. Fjögur heltust úr lestinni áð-
ur, eitt og eitt. Haraidur komst
þangað, en ekki lengra. Þar voru
hans leiðariok.
Við hin höidum ferðinni áfram
enn um stund, en hve lengi, vit-
um við ekki.
„Hver ævi og saga, hvert aldabil
fer eina samleið sem hrapandi
straumur.
Eih'fðin sjálf hún er alein til.
Vor eiginn timi er villa og
draumur."
Haraldur var fæddur á Stokks-
eyri 11. nóvember 1914, son-
ur Leonhards Sæmundssonar,
söðlasmiðs og konu hans, Krist-
bjargar Gísiadóttur. Hann ólst
upp á Stokksheyri fram yfir
fermingaraldur, en fiuttist ásamt
foreidrum sínum til Reykjavíkur
árið 1930. Þau hjónin keyptu þá
húseign við Barónsstíg 31 og áttu
þar heimili til dauðadags.
Árið 1942 kvæntist Haraldur
Guðbjörgu Ingimundardóttur,
ættaðri af Stokkseyri, og stóð
hún með honum 'í bhðu og striðu
unz yfir lauk.
Þau hjónin eignuðust tvo syni,
sem nú eru uppkomnir, Leon-
hard, sem stundar nám í Háskóia
fslands og Hauk, sem lokið hef-
ur námi frá Samvinnuskólanum.
Haraldur andaðist í Borgar-
sjúkrahúsinu þann 13. þ.m. eftir
skammt og hart dau'ðastríð.
Ég á margar bjartar minning-
ar frá heimilinu á Barónsstíg 31.
Þar var ég heimagangur alla
mína skólatíð. Síðar átti ég þar
heimili um sinn. Þangað sóttumst
við bekkjarbræður Haralds eftir
að koma. Þar var mikil miðstöð
ungra manna.
Ég minnist Leonhards, föður
Haralds, prúðmennisins, sem
ætíð var glaður og hress í máli
og sístarfandi, jafnvel eftir að
sjón hans var þrotin. Ég man
vel Kristbjörgu, mó'ður hans,
sem átti svo óendanlega mikið af
mildi og hlýju og lét sér annt
um okkur félagana, eins og við
værum allir drengirnir hennar.
Eftir að skólanámi lauk, hóf
Haraldur verzlunar- og skrif-
stofustörf í Reykjavík, og á
þeim vettvangi starfaði hann til
dauðadags.
Hann brauzt ekki til valda og
sóttist ekki eftir manaforráðum.
Þó skorti hann hvorki gáfur eða
forystuhæfileika. En hann var
aldrei heilsusterkur. Auk þess
hygg ég, að hann hafi ekki ver-
ið gæddur þeim skapgerðareig-
inleikum, sem oftast virðast
nauðsynlegir til þess a'ð olnboga
sig áfram í hörðum heimi.
Haraidur var viðkvæmur í
lund. Hann hafði mikið yndi af
tónlist, söng í kórum og lék
sjálfur á hljóðfæri. Allar fagrar
listir voru honum kærar, og á
þeim hafði hann fastmótaðar skoð
anir.
Með Haraldi Ó. Leonhardssyni
er genginn góður drengur, langt
fyrir aldur fram. Hans verður
saknað mest af þeim, er þekktu
hann bezt.
Gó'ði vinur og bekkjarbróðir.
Þegar ég nú kveð þig hinztu
kveðju, vil ég þakka þér fyrir
öll björtu og glöðu æskuárin,
sem við áttum saman. — Þakka
fyrir falslausa vináttu og dreng-
skap.
Nú er vor yfir eynni hvítu.
Enn einu sinni er blessuð sólin
komin að sunnan með nýtt lif og
nýja von. Framundan er nóttlaus
voraldar veröld.
Megi sá Guð, sem skóp sólina,
gefa þér sin frið og ástvinum
þínum huggun og styrk í þung-
um harmi.
Ragnar Jónsson.
F. 11. nóv. 1914. D. 13. maí 1966.
f DAG er til moidar borinn Har-
aldur Óskar Leonhardsson. Hann
lézt eftir skamma, en þunga legu
í Borgarsjúkrahúsinu í Reykja-
vik. Haraldur var fæddur að
Nýjakastala á Stokkseyri, son-
ur hjónanna Kristbjargar Gísla-
dóttur og Lénharð.ar Sæmunds-
sonar söðlasmfðs þar. Haraldur
var yngstur fjögurra systkina,
ólst upp í foreldrahúsum, en
fluttist með foreldrum sínum til
Reykjavikur árið 1930. Hann
stundaði nám við Verzlunarskóla
íslands með frábærum árangri
og lauk þaðan prófi með hæstu
einkunn vorið 1936. Nokkru sið-
ar hóf hann< störf hjá Jóni Lofts-
syni en hin síðari ár starfaði
hann hjá Pappírsvörum h.f.
Haraldur kvæntist árið 1942
Gúðbjörgu Ingimundardóttur
Jónssonar frá Strönd á Stokks-
eyri. Guðbjörg reyndist honum
styrk eiginkona, og voru þau
hjónin einstaklega samhent bæði
að prýða og fegra heimili sitt og
í uppeldi sona Sinna tveggja.
Hinn eldri, Leonhard, stundar
nú nám í tannlæknafræði við
Háskóla íslands, en hinn nygri,
Haukur, lauk prófi frá Sam-
vinnuskólanum ~ að Bifröst og
SKARPHÉÐINN Bjarnason frá
Neðra Vatnshorni í Línakradal,
V.-Hún., verður til moldar bor-
inn frá Eiiiheimiiinu á Hvamms-
tanga laugard. 21. maí 1966. —
Fæddur var hann 2. ágúst 1885.
Móðir Skarphéðins var Ingibjörg
Skarphéðinsdóttir Einarssonar á
Hvoli í Vesturhópi, þess (þ.e.
Sk. E.) er hin landskunna vísa
er talin eftir:
Mesta gull í myrkri og ám
mjúkt á luilar grundum.
Einatt suilast ég á Glám
og háiffullur stundum.
Bjarni faðir hans var sonur
Björns Konráðssonar er af sum-
um var kallaður skáld og á
Landsbókasafninu kenndur við
Kljá á Snæfellsnesi en annars oft
ar við Fáskrúðarbakka, svo sem
þessi vísa hans bendir til:
Ef ég dauður féili frá
fyrtur nauðasvakki,
mikill auður yrði þá
á þér snaúði BakkL
Björn var sonur Konráðs í
Bjarnarhöfn og víðar þar, en
hann var albróðir Gísla sagna-
þuls er dó í Flatey, en þeir voru
synir Konráðs Gíslasonar á Völl-
um í Skagafirði. Kona Konráðs
í Bjarnarhöfn var Margréf
Bjarnadóttir prests á Mæiifelli.
Kona Björns Konráðssonar, er
gekk vist oftast undir nafninu
Björn Konráðs, var Sigurlaug
Brynjóifsdóttir, prests að Mikla-
holti Bjarnasonar fyrrn. prests
að Mæiifeili.
Þau hjón, Björn og Sigurlaug,
voru því systkinabörn og ferm-
ingarsystkini. Um það kvað
Björn:
Á þessum klettum, það mig rétt
til minnir,
áttum við bæði æskuról,
ég og Flæðalogasól.
Siguriaug var lika hagmælt og
hafði svarað bónda sínum Bakka
vísunni þannig:
Vertu í taii viðfelldinn
víst það eyðir trega.
Böl þó ali bágindin,
brúka ei kala tilsvörin.
(Þessi vísa er þó í afmælisdag-
bók Fjallkonunnar, talin eftir
ókunnan höf.)
Björn drukknaði eða fóst á
Rifi 1862. Sigurlaug fór löngu
síðar til Ameríku og dó í Winni-
peg um aldamótin.
Bjarni faðir Skarphéðins lézt
heima að Vatnshorni 1918, eftir
allþunga legu. Ein hans-siðasta
vísa hygg ég verið hafi þessi:
Lækka boðar lifs á Dröfn,
líkn hvar veitist þjáðum.
Blasir við mér heilög höfn
hliðið opnast bráðum.
margir af þessum frændum
voru nokkuð hagmæltir og varð
Skarphéðinn Bjarnason þar eng-
in undantekning, þó ekki héldi
hann því mikið á lofti. Minn-
vinnur nú við verzlunarstörf hér
í borg.
Haraldur var fjölþættum gáí-
um gæddur, hann var skarp-
greindur og eldfljótur að átta
sig á hverju verkefni sem fyrir
lá. Hann unni tónlist og hafði
næman fegurðarsmekk. Verk-
lagni hans var slík að allt virt-
ist leika í höndum hans. Hann
var hlédrægur og dulur í skapi,
mannkostamaður og raungó'ður.
Félagslyndur var hann og vel
máli farinn. Hann var samstarfs-
maður góður, greiðvikinn og
hjálpsamur, og sjaldan fór nokk
ur bónleiður af hans fundi. Hann
var um árabil í stjórn Stokkseyr-
ingafélagsins í Reykjavik. Efst
eru mér þó í huga störf hans við
ugur var hann vel á vísur og
ýmsan annan fróðleik og gædd-
ur ríkri frásagnargleði.
Hestamaður var Skarphéðinn
af lífi og sál og stundaði mikið
tamningar framan af ævinni. Við
það var honum góður reiðhestur
ómetanlegur samstarsfkraftur,
enda skóp hann honum þann
minnisvarða sem verið hefur í
minni mér frá því ég var barn,
ein þessara vísna, sem aldrei
þarf að skrifa og engin hætta er
á að brenglist, því að hún gæti
ekki öðru vísi verið:
Margan Stanga (hef ég) hund
haft, þó væri að láni,
en fáir auka yndisstund
eins og Litligráni.
Minnugur var ég þess, að
Skarphéðinn hafði tekið loforð
af systursyni sínum, séra Braga
Fri'ðrikssyni, að mæla yfir sér
ef hann mætti því við koma, en
minntist þess ekki fyrr en ég fór
að veita fyrir mér kveðjuorðum
um þessa lífsförunauta: gkarp-
héðinn og Sigurbjörgu Hans-
dóttur, að eitt sinn er við röbb-
uðum um vísur heima að Harð-
angri á Hvammstanga (harð-
angri, sem þó var alltaf hlýr) að
hann tók loforð af mér um nokkr
ar ferskeytlur að kveðju þá
hann væri aliur.
Hann, sem hverjum manni
vildi greiða gera, má ég ekki
svikja um það.
FRÆNDKVEÐJAN
Lét þér jafnan létt með hjal
lífsins stríð að heyja
og því gráta ekki skal,
eitt sinn hver skal deyja.
Af hófaglam og lappaleik
löngum varst þú fanginn.
Þú hefur farið frændi á „Bleik“
fundið rétta ganginn.
Standa kyrr um stund ég ver’ð
stara vítt til landa.
Þína sé og finn ég ferð,
fylgi þér í anda.
Þegar lýðnum þeystir frá
þokaðist líf um brána.
Það hefur máske minnt þig þá
mest á „Litlagrána."
útgáfu Stokkseyringasögu pró-
fessors Guðna Jónssonar. H<ar-
aldur hafði brennandi áhuga á út
gáfu bókarinnar og þó margir
hafi veitt henni brautargengi,
hygg ég að ekki sé neinn hallað,
þótt þess sé getið, að enginn fé-
lagsmanna hafi lagt þar af mörk-
um jafnmikíð starf sem Harald-
ur og á þann hátt að á betra var
vart kosið.
Ég vil fyrir hönd Stokkseyr-
ingafélagsins í Reykjavik þakka
honum ánægjulegt samstarf. —.
Minning bans mun geymast.
Við hjónin sendum ástvinum
hans innilegar samúðarkveðjur.
Ég bið honum allrar blessunar
á landi lifenda.
Guðrún Sigurðardóttir.
Loks er „Bleikur" linnti skeið
ljómaði sýnum byggðin.
Eins og fyrri, Björg þar beið,
bráðst þar aldrei tryggðin.
Merki á æskuárum sett
enginn meta þyrði:
axla'ði glaður undra létt
annarra manna byröi.
Eftir langa æviferð,
oft í þungu færi,
þér var hvíldin þakkarverð
og þráð við landamæri.
Dagsbirtan var dulin þér
dagur líka að kveldL
líkt og blómi og laufi fer:
lúta haustsins veldi.
Oft var brautin brött og hál,
brotalöm á kjörum,
en aldrei sluppu æðrumál
út af þínum vörum.
Allra manna yl og sátt
áttu að minnisvörðu,
því þú hafðir aldrei átt
óvin neinn á jörðu.
Á „Litlagrána" á granna funé
á götu, nýja veginn,
því munt enn með létta lund
líka hinumegin.
Ingþór Sigurbjs.
Ú tgerðarmenn
Höfum til sölu.
Frystihús á mjög góðu svæði, sérstaklega hentugt
fyrir 3 — 4 bátaeigendur að slá sér saman og vinna
sinn eigin afla.
Frystihúsinu fylgir, skreiðarskemmur, hjallar, bílar
og bátar, ef óskað er.
Skilmálar allir aðgengilegir.
Fasteígnamiðsföðin
Austurstræti 12.
Sími 14120, heimasími 35259
Skarphéöinn Bjarna-
son — Minning