Morgunblaðið - 21.05.1966, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.05.1966, Blaðsíða 13
Laugardagur 21. maf 1966 MORCUNBLAÐIÐ 13 Siníóníuhljómsveit íslands og söngsveitin Filharmonia við flutning á níundu sinfóníu Beethovens á liðnum vetri BORGIMIMI mmm BORGIMIMI BORGIMMI STNT'ÓNÍUHTvJ ÓMS VEIT ís- lands verður að teljast sú stofn- un, sem einna helzt, að öðrum ólöstuðum, hefur varpað Ijóma á menningarlíf borgarbúa á síð- ustu árum. Auk fastra tónleika á því 10 mánaða tímafoili, sem ihún venjulega starfar á ári hverju, hefur hljómsveitin átt aðild að mörg hundruð sýning- um í Þjóðleikhúsinu. Hefur þar verið um að ræða óperur, söng- leiki og ýmis leikrit sem þörfn- uðust tónlistar. Leikur hljómsveitarinnar hef- ur náð til eyrna allra lands- manna, þar sem föstum tónleik- um hennar hefur ávallt verið út- varpað. Hljómsveitin hefur einnig ferðast til ýmissa staða á landinu og haldið hljómleika. Haustið 1961 tók Ríkisútvarp- ið að sér rekstur hljómsveitar- innar og hefur starfsemi hennax vaxið mjög frá þeim tíma. Fram- kvæmdastjóri hljómsveitarinn- ar er Gunnar Guðmundsson og hefur hann góðfúslega veitt Mbl. þær upplýsingar um rekst- ur fyrirtækisins sem hér verða birtar. Eins og nafn hljómsveltarinn- ®r ber með sér, er hún eign allra íslendinga. Fjórir aðilar standa straum að kostnaði við fyrir- tækið. Hlutfallslegt framlag þeirra er sem hér segir: Ríkissjóður 36.52% Ríkisútvarpið 28.05% Reykjavíkurborg 21.40% Þjóðleikhúsið 14.03% Á starfsári hljómsveitarinnar 1964—65 voru haldnir 35 tón- leikar, þar af þrennir tónleikar utan Reykjavíkur, Sjö hljóm- sveitarstjórar stjórnuðu hljóm- sveitinni á starfsárinu, en aðal- stjórnandi var Igor Buketoff frá Bandaríkjunum. Þrjátiu ein- etaklingar og söngsveitir léku eða sungu með hljómsveitinni á Starfsári þessu. Fastráðnir hljóðfæraleikarar í hljómsveitinni hin síðustu ár hafa verið um 45 talsins, þar af 36 íslendingar og 9 útlendingar. Þess ber þó að geta að margir hljóðfæraleikaranna eru af er- lendum uppruna, en eru fyrir löngu búnir að fá íslenzkan ríkis borgararétt. Skipting hljóm- sveitarinnar er þannig, að strengjasveitin telur 27 manns, tréblásturssveitin 8 manns og málmblásturssveitin 8 manns. Á starfsárinu 1964—65 voru ráðnir 36 aukahljóðfæaraleikar- ar, sem léku á 28 tóníeikum og hafa því á starfsárínu leikið í hljómsveitinni 81 hljóðfæraleik- ari. Flestir aukahljóðfæraleikar- ar, eða 18 voru á tónleikum 19. nóv. 1964, þegar flutt vár ís- lenzk Rapsódía eftir Dr Hall- grím Helgason. Á starfsárinu voru flutt 97 tónverk eftir 55 erlend tón- skáld og 17 tónverk eftir inn-' lend eða samtals 113 tónverk eftir 67 tónskáld Af erlendum tónverkum voru 42 flutt í fyrsta sinn hérlendis. Meistararnir Mozart og Beethoven skipuðu tvö efstu sætin á tónleikum hljómsveitarinnar; Mozart með 9 tónverk og Beethoven með 8. Þrjú íslenzk tónverk voru frum- flutt á árinu: Islenzk Rapsódía eftir Dr. Hallgrím Helgason. Úr „Ömmusögum" eftir Sigurð Igor Buketoff Þórðarson og Epitaph eftir Leif Þórarinsson. Eins og áður er vikið að, átti Sinfóníuhljómsveitin stóran hlut í starfsemi Þjóðleikhússins á árinu. Óvenjumikil tónlist var í leikhúsinu á árinu og lék hljóm- sveitin í 114 sýningum í eftir- töldum verkum: Sardasfursta- frúin, Mjallhvít, Stöðvið heim- inn, Kardimommubærinn, Járn- hausinn og Madame Butterfly. Hljómsveitin gerði hljóðritan- ir fyrir Ríkisútvarpið á 57 tón- verkum á starfsárinu Veiga- mesta verkið.var óperan ,,Orfeo“ eftir Gluck, sem flutt var á jól- um 1964. Flestar hljóðritanirnar fóru fram í Háskólabíói. Tón- nágrannaþjóðunum, þá voru vinnuafköst . hljómsveitarinnar mjög mikil. Samtals voru á ár- inu unnar 41.043 klsit. þar af nam leikhúsvinna 10.262 klst. Æfing- ar voru samtals 220 á árinu. Eins og áður segir hélt hljóm- sveitin 35 tónleika á árinu og sóttu þá 23.946 manns. Starfsárið 1965—66. Yfirstandandi starfsár hófst með tónleikum í Vestmannaeyj- um í september sl. Starfsárinu fer senn að ljúka og munu tón- leikarnir verða samtaLs 30 tals- ins þar af 6 skóla- og barnatón- leikar, sem gefið hafa mjög góða raun. Hljómsveitin hyggst auka mjög við þennan þátt starf- seminnar á næsta ári og verð- ur vikið nánar að því síðar Til þessa dags hefur hljómsveitin leikið við 82 sýningar í Þjóðleik- húsinu en áætlað er að þær verði um 100, því innan skamms munu hefjast sýnirtgar á nýjum söng- leik sem nú er verið að æfa. Það bar helzt til tíðinda á yfirstandandi stafsári, að ní- unda Sinfónía Beethovens var hér flutt í fyrsta skiptið, undir stjórn Dr. Róberts A. Ottósson- ar. Þessa merka viðburðar voru fslendingar búnir að bíða eftir í áratugi og var aðsóknin að tón- leikunum meiri en nokkur hafði þorað að vona. Þetta meistara- verk var flutt fimm sinnum fyr- ir fullu húsi. Píanósnillingurinn Wilhelm Kempff. 71 árs gamla snilling Wilhelm Kempff, sem koma mun fram á tvennum tónleikúm með hljóm- sveitinni í næsitu viku. Fyrri tónleikarnir verða fimmtudajg- inn 26. maí og mun hann þá ieika a-moll konsertinn eftir Sdhumann. 27. maí mun hann leika fjórða píanókonsert Beet- hovens. Laugardaginn 28. maí mun Kempff síðan halda sjálf- stæða tónleika í Háskólabíó á vegum Sinfóníuhljómsveitarinn ar. Barnatónleikar Sinfóniunnar. Á síðasta starfsári og einnig í ár hefur bandaríski hljómsveit- arstjórinn Igor Buketoff stjórn- að allmörgum skóla- og bgrna- tónleikum á vegum hljómsveit- arinnar og hafa þeir gefið mjög góða raun. Forráðamenn hljóm- sveitarinnar hafa mikinn hug á að færa út kvíarnar á þessu sviði og mælist það vel fyrir. Börnin eru tónleikagestir fram- tíðarinnar og verður aldrei of snemma byrjað á því að venja þau við góða tónlist. Igor Buke- toff hefur mikla reynslu í barna tónleikahaldi og hefur hann sannfært okkur um að hægt er að gera slíka tónleika í senn skemmtilega og fróðlega. í ráði Framhald á bls. 22. Á árinu hafa leikið með hljóm áveitinni margir heimsþekktir lístamenn og er þar helzt að nefna Vladimir Ashkenasy, Er- ling Blöndal Bengtsson og Geoffrey Gilbert, einn fremsta flautuleikara heims í dag Verk- efnaval hljómsveitarinnar hefur yfirleibt þótt mjög gott, þá ekki sízt vegna þess, að tæplega 50% verkanna sem flutt voru, voru flubt í fyrsta skiptið á íslandi á þessum vetri. Aðalhljómsveitar- stjóri í vetur var pólski stjórn- andinn Bohdan Wodiczko. Það hefur vakið almenna ánægju tónleikagesta að Wodiczko hef- ur verið ráðin aðalstjórnandi fyrir næsta starfsár, mun "hann þá stjórna a.m.k. 10 tónleikum. Þessu starfsári, sem verið hef- ur einkar glæsilegt, mun Ijúka með stórviðburði; með heimsókn eins þekktasta píanóleikara heims Hér er um að ræða hinn meistari í flestum tilvikum var Máni Sigurjónsson, orgelleikari, én til vara yar Egill Jónsson. Miðað við það sem gerist hjá Bohdan Wodiczko Sinfóníuhljómsveit Islands — þunga miðja tónmenningar borgarinnar IJR BORGIIMMI GIMMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.