Morgunblaðið - 21.05.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.05.1966, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 21. mai 1968 Frá Sjálfstœðiskonum Útgefandi: Landssamband Sjálfstæðiskvenna. Ritstj.: Anna Bjarnason og Anna Borg. Gdð þjdnusta verður alltaf dýr og kref st einhverra fdrna — sagði IngibjÖrg Magnúsdóttir, forstöðukona á hinum glæsilega bæjarmálafundi kvenna á Akureyri BÆJARMÁLAFUNDUR kvenna var haldinn í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri þriðjudaginn 10. maí mA. Ingibjörg Magnúsdóttir for- stöðukona gerði þar grein fyrir þeim baráttumálum, er hún mun sérstaklega beita sér fyrir, ef hún nær kosningu, en hún skip- ar baráttusæti á lista Sjálfstæð- isflokksins á Akureyri. Auk hennar töluðu Xngibjörg Halldórsdóttir húsfreyja, Krist- björg Pétursdóttir kennari og Halldóra Gunnarsdóttir kennari. Kristín Pétursdóttir var fund- arstjóri en fundarritarar Guð- laug Hermannsdóttir og Ásgerð- w Snorradóttir. Fundurinn var mjög fjölmenn ttr og voru þar samankomnar hátt á þriðja hundrað konur Gerðu þær góðan róm að ræð- um ræðukvenna, enda var mál- flutningur rökfastur og í hóf stillt. Mikill einhugur og bar- áttuvilji var fyrir því að tryggja Ingibjörgu Magnúsdóttur sæti í bæjarstjórn, enda hefur hún bæði til að bera þá festu og ein- urð, sem til þess þarf að koma málum sínum fram. Hér á eftir fer stuttur úrdrátt- ur úr ræðum þeim, sem fluttar voru á fundinum: ★ INGIBJÖRG HALLDÓRS- DÓTTIR húsfreyja fór í upphafi nokkrum orðum um Sjálfstæðis- kvennafél. Vörn, en það verður 30 ára 2. des. næsta ár. Stofn- endur voru 187 og fjölgaði fé- lagskonum svo, að þær urðu yfir 200 á næstu árum. Gerði hún síðan stuttlega grein fyrir starf- semi félagsins fyrr og síðar. Síðan vék hún að málefnum elztu borgaranna. Með bættri læknisþjónustu og betri aðbún- aði hefur fólk yfirleitt náð hærri aldri og ein af skyldum bæjarfélaganna er að koma upp elliheimilum eða fjölga þeim, aem fyrir eru. Elliheimili Akureyrar var vígt á 100 ára afmæli bæjarins 29. ág. 1962 og tók til starfa í des. sama ár, en fram að þeim tíma hafði enginn dvalarstaður verið fyrir aldrað fólk á Akur- eyri. Þó mætti ekki gleyma því, að Stefán Jónsson klæðskeri reisti elliheimili á eignarjörð sinni Skjaldarvík a.m.k. 20 ár- um áður og bætti úr brýnni þörf, enda væri oft búið _ að stækka það og endurbæta. Á s.l. sumri færði hann Akureyri eignir þess- ar að gjöf, sem voru þakksam- lega þegnar en á Skjaldar- vík eru núna 60 manns, en full- ásett tekur Elliheimilið þar 70 manns. Sagði Ingibjörg, að um leið og nægilegt fé yrði fyrir hendi, mundi ráðist í stækkun Elliheim- ilisins til þess að bæta úr brýnni þörf, en einnig væri stærð þess óheppileg. Loks minntist hún hins merka þáttar, sem Kvenfélagið Fram- tíðin hefði átt í byggingu Elli- heimilisins, en félagskonur hefðu hvorki sparað tíma né fyrirhöfn til að hlynna að því og hefðu fært því margar gjafir, þ.á.m. eina milljón króna, er það var vígt. ★ KRISTBJÖRG PÉTURSDÖTTIR kennari ræddi í upphafi máls síns vaxandi erfiðleika á því, að unglingar fengju holla at- vinnu og við sitt hæfi yfir sum- armánuðina. Á s.l. sumrið hefði verið starfræktur vinnuskóli í gróðrarstöðinni og væri gert ráð fyrir að í sumar yrðu 60—70 börn tekin í hann á aldrinum 10—12 ára. Kvað hún vinnuskólann hafa farið vel af stað og taldi sjálf- sagt að færa út kvíarnar, en miklu færri kæmust að en vildu. Landrými er nóg og eyfirzka moldin er góð mold. Síðan gat hún um barnaheim- ilið Pálmholt, sem kvenfélggið Hlíf hefði starfrækt um árabil, og leikskólann Iðavelli við Gránu félagsgötu, sem Barnaverndarfé- lag Akureyrar stendur fyrir, en bæði hljóta félögin styrk til starf semi sinnar. Kvað hún næsta verkefni Barnaverndarfélagsins að koma upp upptökuheimili fyrir börn, sem ekki njóta nægr- ar aðhlynningar á heimilum sin- um vegna veikinda foreldranna eða af öðrum ástæðum. Siðan gerði Kristbjörg grein fyrir byggingamálum skólanna. Loks vék Kristbjörg að sam- vinnu heimila og skóla, sem þyrfti að efla. En hún lagði á- herzlu á, að svo bezt gæti hið opinbera. stuðlað að góðu upp- eldi barnanna og öryggi þeirra, að mæðurnar fengju skilning á því að börnunum er eðlilegast og þau þroskast bezt á því að alast upp heima hjá foreldrum sínum, þar sem samheldni og lífsgleði ríkir innan fjölskyld- unnar. Halldóra Gunnarsdóttir kenn- ari ræddi hlutverk kvenþjóðar- innar og afskipti hennar af op- inberum málum. Konur hefðu nú um áratugaskeið setið í bæjar- stjórnum bæði á íslandi og á öðrum Norðurlöndum, sem eðli- legast væri að bera okkur sam- an við í þessu efni. Það hefði sýnt sig, að konur hafa viðast hvar barizt fyrir sömu málunum, hvar í flokki, sem þær standa. í bæjarstjórnum hafa þær fyrst og fremst barizt fyrir umbótum á sviði uppeldis- og mannúðar- mála og bættum hag þeirra kvenna, sem eiga við erfiðar að- stæður að búa. Síðan minnti hún á störf þeirra kvenna, er sátu í borgar- stjórn Reykjavíkur síðasta kjör- tímabil. En það er mál manna, sagði hún, að aldrei hafi verið unnið jafn ötullega að skóla- og leikvallamálum þar og und- anfarin fjögur ár, að ógleymdri stofnun heimila fyrir vegalaus börn og bættum aðbúnaði ein- stæðra mæðra. Og það voru bæj arstjórnarkonurnar, sem voru potturinn og pannan í þessum framkvæmdum. Síðan hvatti Halldóra konur á Akureyri til að láta ekki þetta tækifæri til að velja sér eigin fulltrúa ónotað. „Hér í bæ biða fjölmörg verkefni og kalla á röska kvenmannshönd", sagði hún. „Konur hafa sýnt, að þær geta staðið saman, þegar þær vilja, og að þessu sinni er vilj- inn einn og hinn sami: Að fá fulltrúa í bæjarstjórn, sem talar þeirra máli!“ Halldóra Gunnarsdóttir Ingibjörg Magnúsdóttir INGIBJÖRG MAGNUSDÓTTIR forstöðukona kvað það gleðja sig mjög hve margar konur væru saman komnar á fundinum. Að þessu sinni mundi hún sérstak- lega ræða sjúkrahusið og heilsu- verndarstöðina, enda hefðu aðr- ar ræðukonur komið inn á flest þau mál önnur, er konur létu sér sérstaklega annt um. En þau mál varða fyrst og fremst þær stofnanir, er þær sjálfar og börn þeirra leita til, — og veltur á miklu, að þær stofnanir séu heil- brigðar og sterkar. Sýnir saga spítalans glöggt, hvernig ungir áhugasamir og bjartsýnir yfirlæknar, fyrst Guð- Ingibjörg Halldórsdóttir mundur Hannesson, Steingrím- ur Matthíasson og loks Guð* mundur Karl Pétursson, hafa barizt fyrir byggingamálum þess en um skeið var húsakostur svo þiöngur, að Steingrímur Matt- híasson hafði allmarga sjúklinga í tjöldum á sumrin. Núverandi húsnæði var tekið í notkun rétt fyrir áramót 1964. Húsið var 7 ár í smíðum og kostaði uppkomið á 13. millj. kr, Töluvert fé safnaðist með frjáls- um samskotum frá bæjarbúum og nærliggjandi sveitum, — úr Þingeyjarssýslum og allt austan úr Múlasýslum. Starf Framtíðar- kvenna og framlag, er nam yfir 500 þús. kr., var ómetanlegt og sýndi, hvað konur geta, ef þær bindast samtökum til að hrinda áhugamálum sínum áleiðis. Aðstaða öll batnaði gífurlega, er flutt var í hina nýju bygg- ingu. Annar yfirlæknir var ráð- inn að sjúkrahúsinu, Ólafur Sig- urðsson, yfirlæknir lyflækninga, og nokkru síðar sérfræðingur í röntgen, Sigurður Ólason. Sjúkra húsið varð þá deildaskipt og er eitt af fjórum almennum deild- arskiptum sjúkrahúsum á land* inu. í þessi rúmlega 12 ár í sið- ustu húsakynnum hefur starfið stóraukizt, nýjum starfskröft- um bætt við og nýjum viðfangs- efnum. Síðan rakti Ingibjörg sögu heilstlverndiarstöðvarinnar frá 1938, er fyrsti vísir varð að berklavarnarstöð fyrir forgöngu Jóhanns Þorkelssonar héraðs- læknis sem þá var nýkominn til Akureyrar. Ákveðið var að leigja stöðinni tvö herbergi ásamt for- stofu í húsi Lárusar Rist, en aðgangur var leyfður að röntgen tækjum sjúkrahússins og film- um. Á þessum árum var mikið um berkla í iandinu. Það voru svo miklir berklar í héraðinu, að t.d. í Saurbæjarhreppi voru berklar eða höfðu verið á hverj- um einasta bæ. 1958 verða tímamót. Berkla- varnarstöðin fær nýtt nafn, Heilsuverndarstöð Akureyrar, og ráðinn er sérfræðingur sjúkra- hússins í fæðingarhjálp, Bjarni Rafnar, til að hafa eftirlit með vanfærum konum, og ljósmóðir ihonum til aðstoðar. Og svo þegar sjúkrahúsið fær sinn sérfræðing í barnasjúkdómum, Baldur Jóns- son, ræðst hann einnig til heilsu vemdarstöðvarinnar og hefur eftirlit með ungbörnum og ó- hæmisaðgerðum. Stuttu síðar er fengin heilsuverndarhjúkrunar- kona, sem gengur í hús og fylg- ist með börnum á fyrsta ári, Nú er orðið svo þröngt um Heilsuverndarstöðina, að hún er á tveim stöðum. Það er um hana eins og sjúkrahúsið, — hún er að sprengja utan af sér og hús- næðisskortur stendur henni fyrir þrifum. Eins og sjá má hafa þessar stofnanir átt samleið og svo mun verða áfram, sagði Ingibjörg. Kvaðst hún mundu ræða fram- tíðaráætlanir þeirra á sama eða svipuðum grundvelli. Ingibjörg Magnúsdótttr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.