Morgunblaðið - 21.05.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.05.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐID Laugardagur 21. maí 1966 BORGIIMIMI II 3CIIZ3E1IK1ÍÍ] BORGIMIMI liR BORGIMMI Framkvæmdamagn borg arinnar eykst um 40% á næstu 4 árum, samkvæmt fram- kvæmdaáætluninni Rœtt við borgarhagfrœðing, Gunnar Viðar og Sigfinn Sigurðsson, hegfrœðing við Hegfrœðideild Reykvíkurborgar VEGUM Reykjavíkur- borgar hafa verið gerðar framkvæmdaáætlanir á undanförnum árum um marga þætti, m.a. 1961 á- ætlun um lagningu hita- veitu í öll skipulögð hverfi borgarinnar, svo og 1962 um fullnaðargerð gatna og gangstétta. Enn fremur, hefur Reykjavíkurborg látið semja áætlanir í mörgum málaflokkum í kjölfar fjár hagsáætlunar til eins árs í senn. Þær hafa verið gerðar fjármála- og fram- kvæmdastofnunum borg- arinnar til stuðnings við skipulagningu verklegra framkvæmda, og hefur sú reynsla, sem af þeim hef- ur fengizt, ráðið mestu um, að lagt hefur verið í áætl- unargerð til langs tíma“. Þannig komst Gunnar Viðar, borgarhagfræðing- ur að orði, er fréttamaður Mbl. leitaði upplýsinga hjá honum, og Sigfinni Sigurðs syni, hagfræðingi, um starf semi Hagfræðideildar Reykjavíkurborgar, fyrir skömmu. „Annars er eðlilegast að vísa til samþykktar um Hagfræðideild Reykjavík- urborgar“, sagði borgar- hagfræðingur, „er ræða skal um starfsemi deildar- innar. Samþykktin hlaut staðfestingu í ágúst í fyrra, en þar segir, að meginverk efni hennar sé að vera borgaryfirvöldum og borg- arstofnunum til ráðuneytis um hvers konar hagfræði- leg málefni. Segja má, að í aðalatrið- um sé starf deildarinnar eftirfarandi: | Hún skal vera til ráðuneytis um gerð fjár- hagsáætlana. t Starfa að gerð fram- kvæmdaáætlana í samráði við borgar- og ríkisstofn- anir. t Fylgjast með þróun hagmála á því svæði, sem Aðalskipulag Reykjavíkur nær yfir, og safna upplýs- ingum um hagmál Reykja- víkur sérstaklega. | Á þeim grundvelli skulu síðan samdar hag- skýrslur fyrir Reykjavík, og greinargerðir um þróun hagmála í borginni. | Þá skal unnið að hverskonar hagrannsókn- um á borgarstarfseminni. Deildin hefur haft á- gætt samstarf á þessum sviðum við Efnahagsstofn- unina, Hagstofu Islands og Hagfræðideild Seðlabank- ans. í raun og veru má þó segja, að sá þáttur starf- seminnar, sem hæst ber nú, sé gerð framkvæmda- áætlunarinnar sjálfrar“, segir Gunnar Viðar að lokum. Því snúum við okkur að Sigfinni Sigurðssyni, hag- fræðingi, og innum hann nánar eftir þessum þætti starfsemi Hagfræðideildar- innar. En hann hefir starfað hjá Reykjavíkurborg síðan haustið 1964 og m.a. unnið að gerð framkvæmdaáætlana. Framkvæmdaáætlunin sjálf „Hér er um að ræða fyrstu tilraun, sem gerð hefur verið á vegum Reykjavíkurborgar á sviði heildaráætlana til langs tíma. Áætlunargerð Reykjavíkurborgar er hluti af þjþðhagsáætlunargerð þeirri, sem ríkisstjórnin hefir ákveð- ið að beita sér fyrir. Frá sjón- armiði borgarinnar þjónar hún þó fyrst og fremst tvenns konar tilgangi. f fyrsta lagi að efla samræm- ingu milli einstakra stofnana borgarinnar á þáttum fram- kvæmdanna. í öðru lagi að vera fjármálastjórn borgar og rikis til leiðbeiningar um æskilega og eðlilega þróun framkvæmda á borgarsvæð- inu. Nú er það ekki svo, að á- ætlunin sé unnin eingöngu af Hagfræðideildinni, heldur einnig í náinni samvinnu við hlutaðeigandi borgarstofnan- ir, þanng að leitazt hefur verið yið að samhæfa fram- kvæmdaratriðin á hverjum stað, svo að ná megi sem beztri nýtingu fjármagnsins ‘. — Hver eru sérkenni og forsendur slíkrar áætlunar? „Þessi tegund áætlunargerð ar er mjög frábrugðin svo- nefndum áætlunarb.úskap, að þvi leyti, að hún er ekki skuldibindandi, heldur, eins og áður er sagt, til hliðsjón- ar og leiðbeiningar. Forsend- ur áætlunargerðar af þessu tagi er að finna í aðalskipu- lagi borgarinnar, sem nýlega hefur verið samþykkt. Eru þær í aðalatriðum þrjár: 1) íbúafjölgun 2) Atvinnu- og framleiðslu þróun. 3) Almenn efnahagsþróun. >ví verður áætlunin sjálf að samlaga sig aðstæðum á hverjum tíma, að svo miklu leyti, sem hénni er ekki ætl- að að hafa bein áhrif á sjálfa þróunina“. — Hvernig má gefa heildar yfirlit yfir framkvæmda- áætlunina? „Áætlunin er til 4 ára, fyr- ir árin 1966—1969. Heildar- fjárfesting á tímabilinu á vegum borgarsjóðs og borgar fyrirtækja er áætiuð um 2400 millj. kr. , Hálfur triðji milljarður — á verðlagi ársloka 1965. Sú tala er miðuð við verð- lag ársloka 1965, en ef gerður er samanburður við fram- kvæmdir síðustu 4 ára, á sama verðlagi, þá nam fjár- festingin á þeim tíma 1750 millj. kr. Hækkunin verður því um 40%. >á eru ekki með taldar framkvæmdir á vegum byggingarsjóðs borgarinnar1*. — Hvaða þætti áætlunar- innar ber hæst? „Hæst ber framkvæmdir við hitaveit.u gatnagerð, áformað að vera 640 millj á næstu 4 árum Að sjálfsögðu mun bera hæst varanlega gatnagerð í nýjum hverfum, sem byggj- ast á þessum tíma, og upp- byggingu hraðbrautakerfis, auk þess ,sem lokið verður malbikun og steypu gatna í hverfum, sem þegar eru fu'Il- byggð. Skólar. Á síðustu 4 árum nam framlag til skdlabygg- inga 180 millj. kr. Er þar ein- göngu um að ræða barna- og gagnfræðaskóla. Á næstu fjór um árum er gert ráð fyrir, að til þessara framkvæmda verði varið 256 millj. kr. Aukn ingin er því 42% Fræðslu- skrifstofa Reykjavíkurborg- ar og hagfræðideildin hafa unnið saman að gerð áætlun- ar um þörf kennslurýmis i borginni á næstu árum. >ar er við þau vandamál að glíma, að í nýjum byggða- hverfum er fjöWi barna tölu- vert hærri en svarar til barna fjölda í þeim hverfum, þar Sigfinnur Sigurðsson skóla og barnaheimili. Framkvæmdir við hitaveitu á síðustu fjórum árum voru miklar, og var til þeirra var- ið 413 millj. kr. Heildarfram- kvæmdir hitaveitunnar námu um 700 millj. á síðustu 10 ár- um (hér, eins og annars stað- ar, er^ miðað við verðlag 1965) Er nú svo komið, að lokið verður lagningu hita- veitu í öll skipulögð hverfi vestan Elliðaáa á þessu ári, en til hitaveituframkvæmda á næstu 4 árum er áætlað að verja 362 millj. kr. >essar framkvæmdir beinast eink- um að lagningu hitaveitu í ný hverfi, einnig til bygging- ar kyndistöðvar og hitavatns- geyma, svo og undirbúnings- framkvæmda við Nesjavalla- veituna. Gatna- og holræsagerð. Á undanförnum 4 árum hefur verið varið 466 millj. kr. til gatna- og holræsagerðar, en til þeirra framkvæmda er sem jafnvægi hefur komizt á“. — Hve alvarlegar eru af- leiðingar þessa ójafnvægis? „Það leiðir til þrengsla i skólum á þessum svæðum um nokkurt árabil, en sýnilegt er á eldri hverfum, að þessi alda líður hjá. Má því telja óhag- kvæmt að reisa skólarými, sem miðast við þarfir í ný- byggðum hverfum. Reiknað er með, að fjöldi nemenda í árgangi sé til jafnaðar 2% af íbúafjöldi, og miðasl áætlun- in við það. Benda má á, að fjöldi barna í árgangi fer allt niður í 1.5% í eldri hverfum, en upp í 3%, og jafnvel meira í nýjum hverfum". — Á hvaða skólabygging- ar er þá lögð mest áherzla? Álftamýraskóli. 2. áfanga hans verður lokið á þessu ári, og á næsta ári verður hafin bygging íþróttahúss. Árbæjarskóli. Stefnt verð- ur að því að ljúka 1. áfanga hans, eins skjótt og kostur er á, þannig að hann verði tek- inn í notkun hið allra fyrsta. Skóli verknáins. Haifin verð ur bygging 2. áfanga Gagn- fræðaskóla verknáms, og verður byggingu hans lokið á næsta ári, en þá hefst jafn- framt bygging næsta áfanga. Hvassaleitisskóli. 1. áfanga hans verður bráðlega lokið. Langholtsskóli. Við hann verður á þessu og ári og næsta byggður 2. áfangi. Réttarholtsskóli. 4. áfanga hans verður lokið í ár. Vogaskóli. >ar verður nú hafin bygging 4. áfanga, um 15000 m*. >ví næst er ráðgert, að 1967 verði hafin bygging Breiðholtsskóla og 4. áfanga Hlíðarskóla. Loks koma skól- ar í Fossvogi og Vesturbæ. Barnaheimili. Þessa dagana er verið að taka i notkun dag- og vistaheimili við Dalbraut, en jafnframt verða hafnar framkvæmdir við 2. áfanga vistheimilisins, en honum verður lokið á næsta ári. Byggðir verða leikskólar við Brekkugerði og í Safa- mýri á þessu ári. Á næsta ári verður lokið 2. áfanga vöggu- stofu Thorvaldsensfélagsins“. — Fleiri framkvæmdir eru fyrirhugaðar við barnaheim- ili næstu árin? „Síðan rekur hver fram- kvæmdin aðra við barnaheim- ilin í borginni á næstu 3 ár- um, þannig að reist verða dag heimili í Vogahverfi, leik- skóli í Vogahverfi, dagheim- ili í Árbæjarhverfi, Bústaða- hver.fi og Háteigshverfi, leik- skóli við Rauðalæk, dagheim- ili í Vesturbæ og leikskóli i Háteigshverfi. Einnig er ætl- að fé til lítilla vistheimila i borginni. Leikvellir. Til þéirra var varið rúmum 9 millj. kr á sl. 4 árum, en ætlunin er að verja til þeirra 19 millj. á næstu 4 árum“. — Hvað er framundan í íþróttamálum? „Á sl. 4 árum var varið til iþróttamála 25 millj kr., en ætlunin er að tilsvarandi upp hæð verði 56 millj. á næstut á árum. Er þá íþrótta- og sýningarhúsið ekki meðtalið. Af þeim framkvæmdum, sem þá verður ráðizt í, má nefna að lokið verður byggingu sundlaugar í Laugardaþ stækkun áhorfendasvæðisins við Laugardalsvöll, viðbygg- ingu við Sundlaug Vesturbæj- ar og ýmsar aðrar fram- kvæmdir í Laugardal, sem bæta íþróttaaðstöðuna þar. >á verður hafin bygging sundlaugar í Breiðholts- bverfi, auk þess, sem áform- að er að bæta aðstöðuna 1 Nauthólsvík, og byggð verða róðrarskýli. Aðstaða til skíða- iðkana verður einnig bætt“. — Nú eru framkvæmdir við 1. áfanga Sundahafnar senn að hefjast? Reykjavíkurhöfn. „Áformað er að ljúka hon- um á næstu 4 árum, og er áætlaður kostnaður við það 113 millj. kr., ásamt gatna- gerð og vöruskemmum. Jafn- framt verður haldið áfram útbyggingu gömlu ha.fnar- innar, þ.e. Norðurgarðs, ásámt vöruskemmum, o.fl. Þessi hluti framkvæmdanna mun kosta 59 millj., þannig að heildarupphæðin verður 172 millj. kr. >ess er að vænta, að nýja höfnin l.étti mikið á umferð í miðbænum, þar sem einnig er gert ráð fyrir að hrað- brautin, Elliðavogur-Klepps- vegur, komi í notkun“. Aukið hlutverk rafmagns- veitu, vatnsveitu og strætis- vagna. „Þau fyritæki, sem mest mæðir á í framkvæmdum, BORGIMMI Ii BORGIIMIMI IIR BORGIIMIMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.