Morgunblaðið - 08.06.1966, Side 4
4
MORGUNBLADID
Miðvikudagur 8. júní 1966
BÍLALEIGAN
FERÐ
Daggjald kr. 400.
Kr. 3,50 per km.
SfAff 34406
SENDUM
LITLA
bílaleigan
Ingólísstraeti II.
Volkswagen 1200 og 1300.
Sími 14970
m^—BiLALEiGAN
rALUR
ám
RAUÐARÁRSTÍG 31
SÍMI 22022
SÍMI3-1Í-BO
m/UFW/fí
Volkswagen 1965 og ’66.
BIFREIBALEIGAK
VEGFERÐ
Grettisgötu 10.
Sími 14113.
IVIAOIMUSAR
skipholti21 símar21190
effirlokun simi 40381
1 Fjölvirkar skurðgrofur
I
ö
I* /Vv v % Ff.
I
R 'A *
K
í, ÁVALT N N TIL REIÐU.
Sími: 4045G
lagtækur maður
óskast á býli 15 km. frá
Reykjavík. Verkefni: Mála
útihús; þétta glugga og fleira
þess háttar. Upplýsingar x
síma 38397.
B O S C H
ÞOKULUKTIR
BRÆÐURNIR ORMSSON
Lágmúla 9. — Simi 38820.
Ónóg merking
Strætisvagnafarþegi skrif-
ar:
„Kæri Velvakandi!
Strætisvagnarnir eru ekki
nógu vel merktir. Þeir eru að
vísu númeraðir á hliðunum, en
þessi númer eru það lítil, að
þau sjást ekki nema maður
standi alveg vi'ð vagninn. Af
lengra færi sér fólk ekki hvort
það er „rétti“ vagninn sem er
að koma — eða það hefur misst
af. Þessi númer þurfa að vera
stærri, þau þurfa að vera upp-
lýst og standa á þaki vagnanna,
fjögur númer, sem sjást úr öll-
um áttum.
Það er eitt og annað, sem
forráðamenn strætisvagnanna
gætu fært í betra horf til bættr
ar þjónustu, en ég er þess full-
viss, að þeir ferðast aldrei með
strætó og vita því ekki hvað
lagfæra þarf. Þessir ágætu
menn ættu að hafa það fyrir
reglu að fara ferð og ferð með
farþegunum — og þeir þyrftu
líka a'ð koma upp einhverjum
póstkassa í aðalstöðvunum við
Kalkofnsveg til þess að taka á
móti orðsendingum og ábend-
ingum frá farþegum.
— Strætisvagnafarþegi".
ýk' Smjörið
Húsmóðir skrifar:
„Velvakandi góður!
Nú eru þeir að hækka
mjólkurvörurnar einu sinni
enn. Við erum fyrir löngu orð-
in þreytt á þessum víxlhækk-
unum á vinnulaunum og vöru-
verði. En það eru svo margir
spekingar, sem þykjast vita
hvernig lækna eigi þetta allt
(þótt öll þeirra læknisráð virð-
ist ekki duga), að ég ætla ekki
að hætta á að blanda mér í mál-
ið, fávis konan.
Hitt er rétt að benda á, að
smjörið hækkar ekki — og
fæst nú við sama „lága verð-
inu“. Við urðum mjög glaðar,
þegar smjörið lækkaði. En ég
vona samt, að húsmæður fari
ekki að nota óhóflega mikið af
smjörinu. Þá lækka þær smjör-
fjallið svonefnda það mikið, að
bændur telja óhætt að hækka
smjörverði’ð á ný.
— Húsmóðir".
Moldarflag
Vesturbæingur skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Hvenær ætla þeir að ganga
endanlega frá Hringbrautinni
vestanverðri? Þar á ég við
moldarflagið meðfram sam-
býlishúsunum sunnan _ við
Hrmgbrautina — á Melunum.
Það langt er liðið síðan hús
þessi voru byggð, að tími ætti
að vera kominn til þess að full-
gera götuna þarna. Svæðið
milli akbrautar og húsa er
þarna nógu breitt til þess að
hægt væri a'ð koma fyrir bíla-
stæði ásamt gangstétt. Athugið
þetta. — Vesturbæingur".
★ Lögreglan
Lesandi hefur beðið um að
eftirfarandi yrði komið á fram-
færi:
„Hvernig stendur á að lög-
reglan lætur það viðgangast, að
strætisyagnar og aðrar stórar
bifreiðir aki stöðugt á miðjum
akbrautum — t.d. á Skúlagötu?
Margoft kemur það fyrir, a’ð
stór flutningatæki aka þarna
hlið við hlið á sama hraða og
hefta allan framúrakstur. Oft
aka þessi tæki það hægt (þó
ekki strætisvagnar, því þeir eru
alltaf á ólöglegum hraða), að
þeim á ekki að leyfast að
„stífla" götuna. Þessir menn
verða að aka á vinstri akrein
eins og aðrir. Lögreglan ætti að
líta eftir þessu og sýna meiri
árvekni við umferðargæzluna
yfirleitt".
Símtöl
Borgari skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Ég fór í söluturn og þurfti
að fá lánaðan síma til innan-
bæjarsamtals. Símtalið kostáði
mig tvær krónur, en kostar
raunverulega eina krónu. Þetta
er okur. — Borgari".
Fékk ekki verðlaun
Húsmóðir við Kleppsveg
skrifar:
„Ég á 11 ára gamlan son,
sem um daginn fór með reið-
hjól sitt í skoðun þá, sem er nú
í öllum barnaskólum borgarinn-
ar, á vegum lögreglu og Um-
ferðarnefndar Reykjavíkur.
Drengurinn var búinn að kosta
talsverðu til að koma hjólinu
í gott lag og bjóst við að fá
viðurkenningu þá, sem börnun*”
var lofað, sem koma með hjól
sín í lagi. Meðal annars keypti
hann nýja flautu á það í reið-
hjólaverzlun.
Þegar drengurinn kom frá
því a'ð láta skoða hjólið var
hann allt annað en ánægður.
Orsökin til þess að hann fékk
ekki viðurkenningu var ein-
ungis sú, að hann hafði flautu
en ekki bjöllu á hjólinu. Nú
spyr ég: Hver er ástæðan fyrir
því að flautur þessar sem seld-
ar eru í reiðhjólaverzlunum,
eru ekki leyfilegar á reiðhjól-
um og því er þá verið að selja
börnum þær á hjól sín.“ — Undr
andi móðir við Kleppsveg".
Kosygin eða Mao?
Útvarpshlustandi skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Fyrir nokkru las ég í pistl-
inum þínum bréf frá einhverj-
um, sem var að koma frá út-
löndum. Sagði hann, að frétta-
stofa útvarpsins gæfi ekki rétta
mynd af því, sem væri að ger-
ast úti í heimi, og tilfærði hann
sérstaklega stríðið í Víetnam.
Sjálfum finnst mér áberandi
hvernig fréttamennirnir velta
sér upp úr þessu stríði og oft
virðist ekkert annað vera að
gerast í heiminum. Dagblöðin
leiða þó annað í ljós við og við.
Á hvítasunnudag sagði svo
fréttastofan, að nunna hefði
brennt sig (að mig minnir)
„vegna ofbeldisstefnu Ky-
stjórnarinnar".
Ekki er fréttastofan vön að
kveða upp eigin dóm í ýmsum
öðrum málum. Eða sagði frétta-
stofan, að rithöf. Daniel og
Sinjavski hefðu lent í þrælabúð
um „vegna ofbeldisstefnu Sovét
stjórnarinnar"? Nei, ætli það.
Nú er ég ekki að lýsa yfir
stuðningi mínum við Ky-
stjórnina. Ég hvorki mæli gegn
henni né með. Stjórnirnar
þarna syðra virðast margar
hverjar hafa brugðizt og ekki
ráðið við verkefnin og ástandið
er mjög flókið. En úr því að
fréttastofan hefur tekið á-
kve'ðna afstöðu til Ky-stjórnar-
innar, má ekki biðja hana að
gera grein fyrir afstöðu sinni
til Peking annars vegar og
Moskvu hins vegar? Hvorum
arminum fylgir hún?
— Hlustandi'*.
★ Hjálp
Sendill á Morgunblaðinu
hefur beðið fyrir eftirfarandi:
„Um þessar mundir er verið
að sýna mynd, sem einkum er
ætluð yngri kynslóðinni, enda
þótt fólk, sem telur sig í full-
orðinna tölu, bíði í upp undir
klukkutima, til að fá miða á
þessa skemmtilegu gamanmynd,
sem leikin er eðallega af hinum
heimsfrægu The Beatles. Ekki
er ætlunin að rekja efnið, enda
myndi það eýðileggja ánægj-
una fyrir bíógestum. Myndin er
ágæt, enda láta bítlarnir það
ekki undir höfuð leggjast að
leika lög í þessari mynd sinni
frekar en þeirri fyrri, sem er
mörgum minnisstæð. Það er
myndin „A Hard Days Night“.
Titillag myndar þessarar heitir
það sama og myndin sjálf:
„Help“. Sjö lög eru leikin í
myndinni, og eru þau öll eftir
þá félaga John Lennon og Paul
McCartney. Hafa þeir félagar
samið mörg lög, og eru þau öll
heimskunn. Ég ætla að hvetja
menn til þess að sjá þessa
mynd, þótt þeir þurfi að bíða i
klukkutíma, eins og fólk gerði
í gær, úti í rigningunni. Ég veit
að fólk sem á eftir að fara á
þessa mynd á eftir að skemmta
sér konunglega við að sjá og
heyra þessa fjóra, ungu, síð-
hæi'ðu pilta frá Liverpool. Sem
betur fer var enginn „kór“ eina
og í fyrri mynd þeirra félaga.
Ég ætla svo ekki að hafa þetta
spjall lengra að sinni.
— Hjörtur Sandholt.
Fulltrúi
Þekkt heildsölufyrirtæki óskar að ráða duglegan og
reglusaman mann til fuUtrúastarfa nú þegar. —
Viðkomandi þyrfti jafnframt að geta annast bréfa-
skriftir á dönsku og ensku.
Upplýsingar á skrifstofu félagsins, Tjarnargötu 14.
Félag íslenzkra stórkaupmanna.
IVIercedes Benz
Lítið ekinn og vel með farin Mercedes Benz bifreið
220 Sb, árg. 1962 til sölu, nú þegar.
Úpplýsingar ígefur Oddgeir Bái ðarson c/o . Ræsir ,
h.f. — Sími 19-550.
Samband Iðnskola
á íslandi
óskar að ráða starfsmann, karl eða konu, til að
veita skólavörubúð iðnskólanna og Iðnskólaút-
gáfunni forstöðu.
Þeir, sem hefðu áhuga á starfinu sendi nöfn sín og
upplýsingar um menntun og fyrri störf, til skóla-
stjóra Iðnskólans í Reykjavík fyrir 15. júní nk.
Lausar stöður
2 stöður aðstoðarmanna á Veðurstofunni á Kefla-
víkurflugvelli eru lausar til umsóknar. — Laun
samkvæmt launasamningum starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, er greina alduf, menntun og fyrri störf
sendist sltrifstofu Veðurstofunnar, Sjómannaskól-
anum fyrir 20. júní nk.
Veðurstofa íslands.