Morgunblaðið - 16.07.1966, Side 2
MORGU NBLAÐIÐ
Laugardagur 16. júlí 1966
Hátíðahöldin hófust á
ísafirði í gær
H gærnior^un var dtimbungsveðtir
en birfi til er Eeið á daginn, og í
gærkvöldi var sólskin og blaðviðri
ísafirði, 15. júlí.
I’YRSTl þáttur hátíðahaldanna í
tilefni af aldarafmæli ísaf jarðar-
lcaupstaðar var opnun sögusýn-
ingar í húsakynnum byggða-
safns Vestfjarða. Sýningin var
opnuð fyrir boðsgesti kl. 18 í dag
og fyrir almenning kl. 20 í kvöld
og er ætlunin að sýningin verði
opin fram eftir sumri.
Fjölmenni var við opnun sýn-
ingarinnar og bauð Jón Páll
Halldórsson, forstjóri gestina
velkomna. Skýrði bann frá því,
að Sögufélag ísfirðinga hefði að
beiðni bæjarstjórnar tekið að sér
að koma upp þessari sýningu.
Hefði stjórn félagsins falið þeim
Jóh. Gunnari Ólafssyni, bæjar-
fógeta og Jóni Páli Halldórs-
syni að sjá um að ráða skipulagi
og efnisvali sýningarinnar. Ingvi
Hrafn Magnússon, auglýsinga-
teiknari úr Kópavogi hafði yfir-
umsjón með uppsetningu sýn-
ingarinnar. Jón Páll Halldórsson
gat þess, að verulegur hluti sýn-
ingargripa væri úr Byggðasafni
Vestfjarða. Kvað hann tilgang
sýningarinnar að gefa hugmynd
um upphaf, vöxt og viðgang
bæjarfélagsins í þau eitt hundrað
ár, sem liðin eru frá því, að
bæjarstjórn var kosin.
Jón Páll lýsti síðan sýningar-
deildum og rakti í stuttu máli
þróunarsögu bæjarins eins og
hún kæmi fram á sýningunni.
Bauð hann síðan gestum að
skoða sýninguna.
ítarleg frásögn af sögusýning-
unni var hér í blaðinu í gær og
Sýningargestir við opnun sýnin garinnar. Ljósm. Mbl. Ámi Matthiasson.
vísast til hennar. Sérstaka at-
hygli sýningargesta vakti líkan
það, sem Jón Hermannsson, loft-
skeytamaður hefur gert af ísa-
fjarðarkaupstað og Eyrinni árið
1866.
Sýningargestum kom saman
um að sýningin væri mjög fróð-
leg og komið upp af mikilli
smekkvísi. Margir gamlir ís-
firðingar voru meðal sýningar-
gesta og var gaman að heyra þá
rabba saman um liðna tíma, sem
rifjuðust upp við skoðun gam-
alla mynda á sýningunni.
Norræna félagið á ísafirði efn-
ir til skemmtifundar í kvöld, og
eru þangað sérstaklega boðnir
Nauölending af völdum Ijðna
Brússel 15. jú'M — NTB.
FLUGVÉL, sem var á leið til
Englands varð að nauðlenda
í Briissel í dag, og urðu flug-
stjórinn og aðstoðarflugmað-
urinn að brjóta glugga í flug-
stjórnarklefanum og skríða
þar út — eltir af þnemur
hungruðum ljónum. Flug-
mennirnir komust undan, en
áður höfðu þeir upplifað
nokkrar mínútur, sem þeim
munu ugglaust seint úr minni
líða, er aðstoðarflugmaðurinn
hélt ljónunum í fjarlægð með
lítilli öxi á meðan flugstjórinn
nauðlenti vélinni.
Vélín var ekki fyrr lent en
flugmennirnir brutu gkiggann
og stukku niður á fliugbraut-
ina, og höfðu þa urrandi ljón-
in fullan yfirráðarétt í tómri
flugvélinni.
Flugvélin hafði verið leigð
til þess að flytja Ijónin frá
Þýzkalandi til Bretlands, en
eigandi þeirra er markgreif-
inn af Bath, sem rekur dýra-
garð til þess að laða ferða-
menn að herragarði sínum í
Longleat í Englandi. En á
leiðinni opnaðist búr ljón-
anna, og þau „litu framí“ til
flugmananna.
Sluppu úr búri sínu, „litu
framí“ til flugmannanna
Flugstjórinn, Paul Vihrman,
segir sivo frá:
„Ljónalbúrið stóð fyrir aftam
eldsneytisgeymana. E n g i n n
milliveggur var á milli búrs-
ins og stjórnfeleifans.“
„Sfeyndilega 'varð ég var
við eittíhvert hnus fyrir aftan
mig, og er ég leit við, sá ég
Ijónsunga standa rétt fyrir
aftan mig. Þyínæst kom ég
auga á bæði fullorðnu ljónin,
sem voru á leiðinni framí til
okkar. — Þetta var andartafe,
sem tók á iaugarnar“.
Setjið þau í bensíngeyminn
Flugmennirnir köiluðu í oif-
boði í flugturninn í Brússel
og báðu um heimild til nauð-
lendingar. En þeir áttu í
nofekrum erfiðleikum með að
sannfæra flugturninn um, að
hér væri ekki um að ræða
spaug.
„Við erum með þrjú Ijón í
stjórnfcleifanum", sagði flug-
maðurinn.
„Setjið þau í bensíngeym-
inn“, svaraði flugtuminn!
Er flugstjórinn beindi netfi
flugvélarinnar niður til lernd-
ingar, tóku fullorðnu Ijónin
að gerast óróleg. Aðstoðar-
flugmaðurinn reif þá öxi af
veggnum og hjó til þeirra.
Á þennan hátt 'hélt hann ljón-
unum í hæifilegri fjarlægð þar
til flugvélin var komin niður
á brautina, og hafði verið um-
kringd af lögreglumönnum
með vél'byssur.
Ljónatemjarar og gæzlu-
menn frá dýragarðinum í
Antwerpen aðstoðuðu við að
handsama ljónin og koma
þeim í búrið. Á laugardag
halda þau áfram ferðinni til
Bretlánds.
Markgreifinn af Batíh, eig-
andi ljónanna, heldur því
hinsvegar fram, að dýrin séu
með öllu skaðlaus. „Þetta eru
smáljón" sagði hann í dag.
Kannske er flugmönnunum
einihver huggun í því!
2 skemmtiferða-
skip hér í gœr
3 væntanleg í næstu viku
fVÖ skemmtiferðaskip sóluðu
ig í góða veðrinu á ytri höfninni
lér í Reykjavík í gær. Voru það
Andes frá Englandi og Carónía
frá New York. Voru skipin sam-
tals með rúmlega 1000 farþega,
Hvert skemmtiferðaskipið af öðru heimsækir nú Reykjavík.
1 I gærmorgun voru tvö stór skip á ytri-höfninni, Caronia og
Andes, og tók Ijósmyndari Mbl. Ól. K. M. þessa mynd af þeim.
Andes fór síðdegis í gær, en Caronia í gæskvöldi, böðuð geisl-
um kvöldsólarinnar.
og mun áhöfnin á skipunum vera
annar eins fjöldi. í gær var einn-
ig skemmtiferðaskip á Akureyri,
Nieuw Amsterdam, sem var hér
í Reykjavík á dögunum með rúm
lega 800 farþega. I dag kemur
svo Regina Maris hingað, og
hafa þá samtals komið fimm
skemmtiferðaskip í þessari viku.
Þrjú skip eru svo væntanleg
hingað í næstu viku, og eru þau
öll frá Þýzkalandi. Það eru
Hanseatic, Bremen og Evropa, og
er hvert þeirra með um 800 far-
þega. Hin tvö síðastnefndu munu
fara til Akureyrar.
Geir Zöega tjáði Mbl. í gær, að
þegar Nieuw Amsterdam var hér
á ferðinni sl. miðvikudag, hefði
að vanda verið farið með farþeg-
ana á vinsælustu ferðamanna-
staðina hér á Súðurlandi, eins og
Geysi og Gullf03S. Þá hefði þjóna
verkfallið enn staðið yfir, og
hefði hann því gripið til þess
ráðs, að fá lánaða 22 þjóna af
skipinu sjálfu, til þess að bera
fram veitingar til fólksins við
Gullfoss, Geysi, í Aratungu og á
LaugarvatnL
Jón Hermannsson, sá er smíðaði
líkanið af fsaf jarðarkaupstað
eins og hann leit út fyrir hundr-
að árum, árið 1866.
fulltrúarnir frá vinabæjum
ísafjarðar á Norðurlöndum.
Hróaskeldu, Joensuu, Linköping
og Tönsberg.
Enn streymir mikill fjöldi
ferðamanna til bæjarins með
flugvélum og bifreiðum og er
erfitt að kasta tölu á allan þann
fjölda.
í dag var hér hægviðrL dumb-
ungsveður fram eftir degL en
síðdegis var glaða sólskin og hið
fegursta veður.
Verið er að Ijúka undirbún-
ingi að hátíðahöldunum. í dag
voru settar veifur í íslenzku
fánalitunum á ljósastaura við
aðalgötur bæjarins og hátíða-
höldin hefjast í fyrramálið með
því, að fánar verða dregnir að
hún kl. 08.00 árdegis, og vísast
að öðru leyti til dagskrár, sem
birtist í föstudagsblaðinu.
Hér á eftir fer dagskrá sunnu-
dagsins 17. júlí:
Kl. 10.30 Knattspyrnukeppni III
fl. Hörður — Vestri.
ÓTISKEMMTUN á hátíðasvæð-
inu við Túngötu.
Kl. 14 Lúðrasveit ísajarðar leik-
ur.
Einsöngur. Óperusöngvar-
arnir Svala Nielsen og
Guðmundur Jónsson. Una-
irleik annast Ragnar H.
Ragnar.
Brynjólfur Jóhannesson
flytur skemmtiþátt.
Lúðrasveit skólanna leik-
ur.
Tvísöngur: Óperusöngvar-
arnir Svala Nielsen og
Guðmundur Jónsson. Und-
leikur: Ragnar H. Ragnar.
Upplestur: Guðmundur G.
Hagalín, rithöfundur.
Vikivakasýning: — Kven-
fél. Hlíf. Stjórnandi Ást-
hildur Hermannsdóttir.
Kl. 17 Á íþróttasvæðinu á Torfu
nesi:
Lúðrasveit fsafjarðar leik
ur.
Knattspyrnukeppni milli
ísfirðinga frá Rvík. og
heimamanna, 40 ára og
eldri.
Litli leikklúbburinn
skemtir.
Lifandi manntafl — Tafl-
félag ísafjarðar.
Hópsýning 80 unglinga.
Stjórnendur: Ásthildur
Hermannsdóttir og Karl
Aspelund.
Kl. 22 Dansleikir:
í Alþýðuhúsinu: BG og
Árni.
f Templaralhúsinu: V.V.
og Barði.
—- H.T.
Jón Páll Halldórsson opnar sögu
sýninguna í húsakynnuui
byggðasafnsins í gær.
GÓÐVIÐRl var um allt land í austur á Kirkjubæjarklausti
gær. Víða var skýjað fyrir há- var 18 stiga hiti kl. 15.
degi, en glaðnaði síðan til og