Morgunblaðið - 17.07.1966, Side 2
2
MORCU N BLAÐIÐ
Sunnudagur 17. júlí 1966
Iðnsýningin verð
ur opnuð 30. ág.
Byrjað verður að koma sýningar-
munum fyrir um mánaðamótin
Tveir gæðingar á La ndsmóti hestaiuanna.
Roði hlaut heiðursverðlaun
stóðhesta á landsmótinu
AKVEÐIÐ hefur verið, að Iðn-
sýningin 1966 verði opnuð
]þriðjudaginn 30. ágúst næst-
lcomandi í Sýningar- og íþrótta-
Siöllinni í Laugardal og ráðgert
«r að henni ljúki um miðjan
septembermánuð. Um 140 iðn-
fyrirtæki hafa tilkynnt þátttöku
í sýningunni. Um miðjan ágúst
-verður byrjað að koma sýningar-
munurn fyrír.
Sýningardeildir verða 12 tals-
ins, en deildimar eru mismun-
andi stórar að flatarmáli og hvað
fjölda sýnenda snertir. Sú
stærsta verður tré- og húsgagna-
iðnaðardeildin, en í henni munu
um 30 fyrirtæiki sýna framJeiðsliu
sýna, 22 fyrirtæki sýna í fataiðn-
aðardeild og sú þriðja stærsta
A 4. hundrað
Oddlellowur i
heimsókn hér
Á FJÓRÐA hundrað Oddfellow
ar frá Þýzkalandi, Hollandi og
Belgíu komu til Reykjavíkur á
þýzku skipi, „Stella maris“ á
laugardagsmorgun. Þeir eru á
lcynnisferð til ýmissa landa, þar
sem þeir sitja fundi í Oddfellowa
stúkum. Hingað koma þeir frá
Norðurlöndum, en héðan fara
þeir um Færeyjar og Skotland
heimleiðis.
í gær og í dag ferðast þeir um
Reykjavík og út um land. í gær
kvöldi áttu þeir að sitja fund og
mannfagnað Oddfellowastúkn-
anna í Reykjavík, en í kvöild
bjóða þeir islenzkum stúkubræðr
um um borð í farkost sinn, Þeir
halda héðan aðfaranótt mánu-
dags.
verður málmiðnaðardeiMin með
19 sýnendur. Af einstökum fyrir-
tækjum hefur Sláturfélag Suður-
lands stærsta sýningarrýmið, þar
sem m. a. • verða sýndar niður-
suðuvörur, skinnavörur og pylsu-
gerðarvörur. Sýningarrými inn-
anihúss verður alls um 2.500 fer-
metrar að flatarmáli.
1500 aðilum kynnt kaupstefnan
Iðnsýningin 1966 verðuir jafn-
framt kaupstefna, sú fyrsta sinn-
ar tegundar hér á landi. Tíminn
milli 9—12 árdegis er sérstaklega
ætlaður kaupsýslumönnum, þar
sem þeim gefst tækifæri til að
gera viðskipti sín við fraimleið-
endur. Sýningin verður svo opin
ölium almenningi frá kl. 14—23
síðdegis, en á þeim tíma verður
kaupstefnan einndg opin.
Um 650 verzlunum og kaup-
félögum úti á landsbyggðinni
hafa verið sendar upplýsingar
-um kaupstefnuma og á næstunni
verður þessum aðiljum, svo og
kaupsýslumönnum í Reykjavík,
kynnt hún sérstaklega. Ætlunin
er að þessi kynning nái til sem
flestra kaupsýslumanna og verð-
ur haft samlband við um 1500 að-
ila í þessu skyni.
Veitingasalur fyrir 250—300
manns
Á Iðnsýningunni verður opinn
veitingasalur, sem mun taka
250—300 manns í sæti. Þar verða
á boðstólum smurt brauð, pyls-
ur, kaffi og kökur o. fl. Annars
staðar í sýninganhúsinu verður
einnig unnt að fá gosdrykki, sæl-
gæti, tóbak o. fl.
Iðnsýningamefnd hefur haft
skrifstafu sína í húsnæði Lands-
samlbands iðnaðarmanna, Iðnað-
arbankah úsinu, en næstu da-ga
verður skrifstofan flutt í skrif-
stofubygginguna við hlið Sýn-
ingar- og Iþróttahallarinnar í
Laugardal. Þar verður fram-
kvæmdarstjórn Iðnsýningarinnar
til húsa.
Hólum Hjaltadal, 16. júlL
Frá blaðakonu MbL
Elínu Pálmadóttur.
LANDSMÓT hestamanna á Hól-
um hélt áfram í morgun. Á ann-
að þúsund manns er á staðnum,
og er búizt við miklu fjölmenni
á bílum eftir hádegi. Veður er
milt og gott en svolítið skýjað.
í morgun var sýning stóð-
hesta í dómhring, og lýsti Þor-
kell Bjarnason dómum. Fyrstu
heiðursverðlaun hlaut Roði frá
Ytra-Skörðugili í Skagafirði.
Eigandi Hrossaræktarsamband
Vesturlands. í dómum segir:
Afkvæmi Roða eru fríð, prúð,
og ennfremur fínbyggð. Þau eru
mjúkvaxin, lundgóð og þæg. í
þeim býr allur gangur, þó mætti
brokk vera meira rikjandi og
skeið fjarlægara á hægri ferð.
Prúðleiki og frjólsleg framkoma
ásamt fleiri kostum eru góður
samnefndari fyrir systkinahóp-
inn og sýna hvað bezt kynfestu
föðurins. Með Roða voru sýnd
fjögur afkvæmi.
Fyrstu verðlaun hlutu: Hörð-
ur frá Kolkuósi í Skagafirði.
Eigandi Jón Páisson og Páll Sig-
urðsson, og Þytur frá Akureyri.
Eigandi Haraldur Jónsson. Núm-
er 1 af stóðhestum 6 vetra og
Hafnarfjarðarbær hefur ákveð-
ið að fjölda í unglingavinnu á
sínum vegum í sumar og verða
ráðnir unglingar á aldrinum
12—15 ára til þess að vinna við
hreinsun bæjarins, fegrun o.fl.
Jafnframt verða ráðnir flokks-
stjórar til þess að hafa eftirlit
eldri var Blési frá Skáney. Eig-
andi Marino Jakobsson. Númer
1 af stóðhestum 5 vetra var
Blakkur trá Kýrholti í Skaga-
firði. Númer 1 af stóðhestum 4
vetra var Baldur frá Vatnsleysu.
Sýndir voru 3 stóðhestar tveggja
og þriggja vetra. Númer 1 var
Bliki frá Vatnsleysu sem er svo-
lítið taminn og fékk eigandi
hans H. J. Hólmjárn mikið hrós
fyrir ræktunarstöf sín, en hann
sýndi marga unga stóðhesta.
Klukkan 2 voru hryssur sýnd-
ar í dómhring. Fyrstu heiðurs-
verðlaun fékk Gletta frá Laug-
arnesi. Er hún sýnd með tveim-
ur afkvæmum. Eigandi Sigurður
Ólafsson. Fvrstu verðlaun hlaut
Blésa frá Sauðárkróki og Skjóna
frá Grund. Núrr.er 1 af hryssum
6 vetra og eldri var Bára frá
Akurejmi. Númer 1 af hryssum
4 — 5 vetra var Perla frá Svert-
ingsstöðum.
Klukkan 18 áttl að vera nagla-
boðhlaup milli Norðlendinga og
Sunnlendinga, en það hafði ekki
farið fram þegar blaðið fór í
prentun.
Á sunnudagiifn verður m. a.
helgistund í Hóladómkirkju.
Hestamenn ríða fylktu liði á sýn
ingasvæðið, landbúnaðarráðherra
með vinnu unglinganna.
Ákveðið hefur verið að hafa
þann hátt á kaupgreiðslu að
þriðjungur kaupsins verður
greiddur vikulega en eftirstöðv-
ar, þegar skólar hefjast í haust.
Frestur til að skila umsóknum
er til 23. júli.
flytur ræðu og formaður Lands-
sambands hestamanna flytur
ávarp. Þá verður góðhestasýn-
ing og úrslit kappreiða. Dregið
verður í happdrætti L. H. og
hefur happdrættishesturinn ver
ið sýndur. Á laugardags og
sunnudagskvöld verða dansleik-
ir í samkomuhúsum í Skaga-
firði og Húnavatnssýslu.
Athugasemd
fróSVG
„Vegna yfirlýsingar Jóns
Maríassonar, formanns Félags
framreiðslumanna, í Alþýðublað
inu og Þjóðviljanum í gær ósk-
ar Samband veitinga- og gisti-
fbúsaeigenda (SVG) að taka fram
að formaðurinn fer ekki með
rétt mál, þegar hann segir fram-
reiðslumenn hafa boðið upp á
gerðardóm, að því er varðar
deiluna um stimpilkassann. Slíkt
tilboð hefur aldrei komið fram.
Hins vegar er rétt, að fram
komi, að framreiðslumenn neit-
uðu harðlega tilmælum SVG,
sem sáttasemjari flutti á milli á
seinasta sáttafundi, þess efnis að
frestd til 1. okt. deilunni um
stimpilkassana og önnur atriði,
er snerti fyrirkomulag á vinnu-
stað, en reyna hins vegar að
semja um aðra þsetti í kröfum
framreiðslumanna."
(Frá SVG).
Hvatarferð
LAGT verður af stað í ferða-
lag Sjálfstæðiskvennafélagsiiis
Hvatar þriðjudaginn 19. júlí kl.
átta fyrir hádegi frá Sjálfstæðis"
húsinu við Austurvöll.
Þessi mynd er úr mælingaleið angri þyrlunnar á vegum sjón-
varpsins. Þyrlan tekur eldsneyti í Stykkishólmi og krakkarmr
þyrpast að umhverfis vélina. (Ljósm. Eirikur Árnason)
flnhin uaglingavinna í Hoinoríirði
— Þriðjungur kaups greiddur vikulega
— Eftirstöðvar, þegar skólar hetjast
Þyrla að mœlingum
fyrir sjónvarpið
SIÐASTLIÐINN þriðjudag var
þyrla Landhelgisgæzlunnar að
mælingum fyrir íslenzka sjón-
varpið á Snæfellsnesi. Var ver-
ið að mæla útbreiðslu frá
Reykjavík til Stykkishólms og
að finna út hentugasta stað sjón
varpsstöðvar fyrir Stykkishólm
og umhverfi.
Sæmundur Óskarsson, yfir-
verkfræðingur hjá radíótækni-
deíld landssímans tjáði blaðinu,
að hann héfði farið vestur ásamt
Eiríki Árnasyni, símvirkja til
þess að gera þessar mælingar.
Hann kvað þyrluna mjög heppi-
lega til þessa, þar eð unnt væri
að mæla miklu stærra svæði en
ella, auk þess, sem ekki þyrfti að
reisa möstur í hvert sinn, sem
mælingar væru gerðar.
Mælingar þessar báru tilætl-
aðan árangur, þar eð heppileg-
ur staður fannst, við Tíðaás, en
eftir er að finna stað, sem hent-
ar fyrir útbreiðslu til Vestfjarða
og er því ekki víst, hvórt endan
| legur staður sé fundinn, því að
margír koma til greina og þá
sérstaklega ef um fjallastöð verð
ur að ræða. Það munu mælingar
sýna, sem gerðar verða næsta
sumar.
Það er landssíminn, sem sér
um útsendingar fyrir sjónvarp-
ið, sendana og útbreiðsluna. Við
þessar mælingar, var sett sér-
stakt loftnet utan á þyrluna.
Ekki kvað Sæmundur frekari
mælingar verða gerðar með
þyrlunni í sumar, en mælingar
myndu hins vegar halda áfram
til hausts. Samkvæmt áætlun
munu um 60 sjónvarpssendar
verða staðsettir úti á landi, en
sendirinn við Stykkishólm mun
verða 5 kw.
í GÆRMORGUN var stillt stöku stað. Sólarlítið var á
og gott veður, en vestanlands NorðurlandL en glampandi
var vindur að snúast í suðrið sóiskin í Skaftafellssýslum og
og jafnvel farið að súlda á á Austfjörðum.