Morgunblaðið - 17.07.1966, Síða 5
Sunnudagur 17. júlí 1966
MORGUNBLAÐIÐ
5
i
V
HÉR Á landi eru nú stödd
I hjónin Svala Benediktsson og
» Maj. Frederick R. Daly. Svala
; er sonardóttir Einars
■ Benediktssonar skálds, dóttir
: Sigríðar Benediktsson og Más
• Benediktsson. Hún hefur ver-
: ið búsett erlendis í 14 ár og
! ekki komið til íslands í 9 ár.
; Þau hjónin hafa hér viðdvöl
: á leið þeirra til Indlands, þar
■ sem þau munu dveljast næsta
: ár. Blm. Mbl. heimsótti Svölu
« á dögunum á heimili systur
: hennar Þóru Benediktsson og
■ Arnar Helgasonar sálfræðings
: og ræddi stuttlega við hana.
— Þið systumar kallið ykk-
: ur Benediktsson heyri ég.
: — Já, afi og amma ferðuð-
• ust mikið og skírðu því
; börnin sín Benediktsson, það
■ var á allan hátt heppilegra
: fyrir þau. Síðan hefur siður-
Svala með börnunum sínum þrem. Frá vinstri Sandra, 7
ára, Linda, 9 ára og Friðrik Stefán 10 ára. Málverkið er af
Má Benediktssyni stórkaupmanni, afa barnanna, en hann Iézt
árið 1945.
,Nei, ég yrki ekki‘
segir Svala Benediktsson dóttur-
dóttir Einars Benediktssonar
inn haldist, við barnabörnin
vorum líka skírð Benedikts-
son, en nú heiti ég auðvitað
frú Daly.
— Hvernig er að vera kom-
in heim eftir allan þennan
tíma?
— Alveg stórkostlegt, og þó
að borgin hafi stækkað mikið
og framkvæmdir allar séu nú
miklu meiri, er andrúmsloft-
ið það sama og áður, sem bet
ur fer.
Maðurinn minn er líka mjög
ánægður, hann hefur aldrei
komið hingað áður, allir hafa
tekið svo vel á móti honum
og landið er svo fallegt segir
hann. Hann hefur þegar ferð-
ast upp um allar sveitir, farið
í fjallgöngur og veltt lax.
— Gætuð þið hugsað ykk-
ur að setjast hér að?
— Ég gæti vel hugsað mér
það, en reyni samt að láta
hugann ekki hvarfla í þá átt.
Ég er gift atvinnuhermanni og
við flytjumst búferlum á
tveggja ára fresti úr einum
staðnum í annan, svo um fast
an samastað er hvergi að
ræða. Núna erum við á leið
til Indlands, Frederick fer sem
skiptinemi í indverskan her-
skóla, Command and General
Staff College, sem tekur 9
mánuði. Eftir það getur verið
að hann vinni sem ráðunaut-
ur í Nýju Dehli í eitt ár. Svo
það geta orðið allt upp í tvö
ár sem við verðum í Indlandi.
— Hvernig leggst ferðalag-
ið í þig?
— Sérlega vel. Við lítum á
þet'ta sem einskonar ævintýri
og finnst við vera heppin að
hafa verið valin til ferðarinn-
ar, en það er ekki nema einn
maður árlega innan banda-
ríska hersins, sem er sendur
á þennan skóla sem fulltrúi
síns lands. Þarna fáum við
einstakt tækifæri til að kynn
ast okkur áður óþekktu landi
og þjóð,_ fyrir utan að geta
kynnt ísland og auðvitað
Bandaríkin, en hvar sem ég
hef komið hefur áhugi manna
fyrir íslandi verið mikill og
hefur það verið mér til ein-
skærrar gleði að geta frætt
fólk um landið mitt.
Svo er víst ákaflega fallegt
þarna, — skólinn er í Madras
fylki og stendur hátt
uppi í Nilgris fjöllunum.
Við fáum fallegt einbýiishús
út af fyrir okkur og fimm
þjóna, — það á að minnsta
kosti að geta farið vel um okk
ur, þar sem loftslagið er nú
Sími
32186
Miðstöivarofnar
Sími
32186
Frá LINDVERK A/B í Svíþjóð bjóðum við MP.
stálofna á mjög hagstæðu verði.
“ Hitatœki hf.
Skipholti 70.
Sími
32186
lika ágætt, að því er mér
skilst, heitt á daginn en kalt á
kvöldin. Og ekki verður um
neina málaörðugleika að
ræða. Öll kennsla í herskólan-
um fer fram á ensku, þó all-
ir sem skólann sækja séu Ind-
verjar nema maðurinn minn.
Indverski herinn var þjálfað-
ur af Bretum og þetta munu
vera leifar frá þeim tíma.
Börnin okkar munu einnig
eækja enskumælandi skóla
svo það verða engir örðugleik
ar hvað það snertir.
— Hvernig líkar þér þessi
eilífu ferðalög og bústaða-
skipti?
— Það hefur sína kosti og
ókosti að vera eiginkona at-
vinnuhermanns. Erfitt og leið
inlegt er ætíð að þurfa að
skilja við vini sína. En.kost-
irnir eru auðvitað margir. Til
breytingin á vel við mig. Það
má fræðast um marga hluti í
gegnum bækur, en bezt er og
skemmtilegast að kynnast sem
flestu af eigin reynslu. Þá
menntun sem við hljótum á
þennan hátt er ekki hægt að
hljóta í einni borg, og þó að
heitið eigi að við búum lengst
um í sama landinu eru tungu
mál víða óskyld og sinn er
siður í hverju fylki.
— Hvar hefurðu kunnað
bezt við þig?
— í Kaliforniu, þar vorum
við í tvö ár. Hvergi hefur mér
fundizt eins dásamlegt að vera
og þar, það gerir loftslagið og
allt sem því tilheyrir. Þegar
maðurinn minn er búinn í
hernum, en það er hann eftir
11 ár ætlum við að setjast að
í San Franciseo í Kaliforniu-
fylki og eignast þar fast
heimili þó ekki sé þar með
sagt að við ætlum að hætta
að ferðast. Hann verður þá
ekki nema 45 ára og á góðum
eftirlaunum og getur gert það
sem hann vill. Þá ætlar hann
að nota tækifærið og læra
allt það sem hann hefur lang-
að til en ekki getað.
— Hafið þið verið í Viet
Nam?
— Ekki ég en maðurinn
minn var þar eitt ár 1963 — 4.
Hann var þá captain í hern-
um, núna er hann major.
Vegna stríðshættu fylgja eig-
inkonur og börn mönnunum
ekki þangað. Það sem bjarg-
aði mér þetta ár var að
mamma kom til mín og gerði
mér lífið bærilegt, hún hug-
hreysti mig. En þetta gekk
allt saman vel hjá honum,
hann kom heim heill á húfi
og hafði frá mörgu að segja
bæði þvi, sem var til gleði og
svo hinu sem miður fór.
— Hefur maðurinn þinn
alltaf verið atvinnuhermáður?
— Nei, þegar við giftum
okkur 1955 vann hann í skó-
búð í Albany, höfuðborg New
York fylkis. Ég fór utan strax
að Kvennaskólanum loknum,
ætlaði á skóla en það varð
ekkert úr því, ég byrjaði fljót
lega að vinna fyrir brauði
mínu, fékk skemmtilegt starf
í Kauphöllinni í Albany, þar
sem ég vann í tvö ár. Svo gift
um við okkur 1955, eins og ég
hef sagt þér, en þáð var ekki
fyrr en 1957, að Frederick
gerðist atvinnuhermaður.
Sama ár var hann sendur til
Þýzkalands. Við bjuggum í
Stuttgart í 3 ár, og þar fædd-
ist yngsta dóttir okkar. Börn-
in eru núna orðin þrjú, tvær
dætur og einn sonur, þetta er
alveg eins og það á að vera.
— Af því þú ert nú barna-
barn eins mesta skálds ís-
lendinga, Einars Benedikts-
sonar, langar mig til að spyrja
þig: Yrkir þú?
— Nei ég yrki ekki, en ég
hef gaman af að segja sögur,
og ekki hef ég orðið vör við
skáldskapargáfuna hjá börn-
unum mínum, en þau eru nú
svo ung ennþá — það er ekk-
ert að marka það.
— Heldurðu að hæfileikinn
til skáldskapar sé áunninn
eða meðfæddur?
— Sérstaklega held ég að
hann hafi verið áunninn hjá
honum. Mér skilst á öllu að
hann hafi með gáfum sínum
gert sig að skáldi, — hann
hefur verið mjög gáfaður
maður. — s.ói.
ERU OSKIR
YÐAR?
V'önduð og glæsileg bifreið? Bifreið, sem sameinar kosti
sportbifreiðar, stærð og þægindi lúxusbifreiðar?
Vér höfum svarið á reiðum höndum: BMW 1800 er
bifreiðin, sem uppfyllir allar óskir yðar.
KRISTINN GUÐNASON HF
KLAPPARSTÍG 25-27, SÍMI 22675