Morgunblaðið - 22.09.1966, Side 12
12
MORCUNBLAÐID
Fimmtudagur 22. sept. 1961
ErÍendur Jónssons
Rætt og ritað
m
uppiestur Ijóða
ER >AÐ svo, að kveðskapur
njóti sin ekki nema í upplestri?
í fyrra vetur lagði brezka út-
varpið þessa spifrningu fyrir
nokkur ljóðskáld.
Svör þeirra urðu ekki alveg
samhljóða. Flest skáldin hölluð-
ust þó að því, að ljóð nytu sín
betur í upplestri heldur en í
hljóðlestri. Eitt skáldið hélt því
fram, að sá maður, sem laesi
kveðskap i hljóði, yrði að vera
gæddur nokkurs konar inhta
eyra, það er: hann yrði að heyra
hrynjandina með sjálfum sér, ef
hann ætti að njóta kveðskaparins.
Eftir að skáldin höfðu svarað
spurningunni, hvert fyrir sig,
endaði dagskrárliðurinn með þv',
að flutt var eitt kvæði, fyrst af
höfundi þess, síðan — sama
kvæðið — af leikara.
Vafalaust hafa þeir báðir,
skáldið og leikarinn, gert verk-
efnum sínum þau skil, sem til
var ætlazt, hvor á sína vísu.
En betur kunni ég við upp-
lestur skáldsins, sem var að mín-
um dómi hófsamlegur, en þó
skýr, og — umfram allt ljóð-
rænn. Lestur skáldsins ein-
kenndist af reglulegum, en létt-
um áherzlum og var þó engan
veginn blæbrigðalaus. Heyra
mátti, að lesarinn hugsaði ljóð-
rænt.
Leikarinn las hins vegar af
sýnu meiri krafti, lézt vera í
geðshræringu, las stundum lágt
og stundum hátt, stundum hægt
og stundum hratt, stundum
styrkri röddu, stundum veikri
og titrandi rödd, og svo fram-
vegis. Sjálfsagt hafa einhverjir
metið þann lestur að verðleik-
um. En í mínum e;yrum hljóm-
aði hann sem hrein og bein of-
túlkun. Kvæðið sjálft fór alveg
fram hjá manni. Svo virtist, sem
ljóðið væri aukaatriði, lesturinn
einn ætti að skipta máli.
Enda þó ég segi frá þessu hér.
er ég hreint ekki að segja, að
enginn geti lesið upp Ijóð nema
skáldin sjálf; enn síður að kveða
upp neinn áfellisdóm yfir leik-
urum sem ljóðalesurum. >eim
kann að takast misjafnlega upp
á þeim sviðum sem öðrum.
Hins vegar hlustaði ég á þenn-
an útvarpsþátt af því meiri at-
hygli, að ég hafði þá fyrir
skömmu hlýtt á Charles Tom-
linson skáld lesa upp nokkur
Ijóð sín í „Union“, nýju og stór-
glæsilegu félagsheímili stúdenta
við Bristolháskóla.
Tomlinson kennir enskar og
amerískar nútímabókmenntir
við háskólann, og upplestur hans
var einn af fjöldamörgum
skemmti- og menningarviðburð-
um á svonefndri rag-week, sem
er sæluvika brezkra stúdenta.
Gifford prófessor, annar
kennari minn við skólann, hafði
nokkrum vikum áður skotið því
að mér, að Tomlinson ætlaði að
lesa upp úr bókum sínum; og til-
tók stað og stund, af því hann
vissi, að ég hafði sérstakan áhuga
að hlýða á þess konar recital.
Ég var honum þakklátur
vegna þeirra upplýsinga, því við-
burður sá hefði annars farið
fram hjá mér, býst ég við.
í „Union“ voru hengd upp
hundruð auglýsinga, þegar leið
að sæluvikunni, sumar galsaleg-
ar og stórar. En þó ég kæmi
þangað við og við, sá ég hvergi
auglýstan upplestur Tomlinsons.
Daginn áður en hann skyldi
lesa upp, kom ég sem oftar í
„Union“. >á var ekki enn farið
að auglýsa upplesturinn. Og ég
hugsaði sem svo, að skáldið hefði
hætt við allt saman; kannski
óttast, að enginn kæmi. Fór
samt upp í „Union“ daginn eftir,
stundu áður en upplesturinn
skyldi hefjast samkvæmt því, sem
Gifford prófessor hafði tjáð mér.
Og viti menn — þá rakst ég á
smáauglýsingu, sem áð öllum
líkindum hafði verið fest bar
upp um morguninn. Og á þeirri
auglýsingu stóð skrifað, að Mr
Tomlinson læsi upp úr eigin
verkum klukkan tvö eftir há-
degi.
Ég stóð þarna nokkra stund og
virti fyrir mér auglýsingarnar og
leit á klukkuna. Hún var hálí
tvö. Sá fær líklega að þylja yfir
auðum bekkjum, hugsaði ég.
Nokkrum mínútum síðar geKk
ég til sætis í salnum, þar sem
upplesturinn skyldi fara fram.
>ar voru fyrir nokkrir stúd-
entar, sem reyktu og spjölluðu
saman. Og höfðu vöðlað yfirhöfn
um sínum, hver undir sitt sæti,
eins og lenzka er í þvísa landl
Fleiri tíndust inn, karlac og
konur, ungir menn ög miðaldra;
síðar taldi hópurinn fámennari
að sjálfsögðu. En háskóli setur
ekki aldurstakmark. Maður
verður aldrei svo gamall, að
hann þurfi ekki að læra meira.
Nú vantaði klukkuna tíu mín-
útur í tvö. í salnum var hvert
sæti skipað. Mínúturnar' mjök-
uðust áfram. Sígarettureykurinn
hringaði sig upp í loftið og varð
að bláleitu mistri. Og fleiri
komu inn. Fáeinir stólar voru
bornir inn í salinn og komið
fyrir á milli sætaraðanna. Og
þeir komu strax í góðar þarfir.
>að var orðið rækilega messu-
fært.
Og þar kom, að ekki vo'-u
fleiri sæti á stólum. >á var að
tylla sér á miðstöðvarofnana og
sólbekkina. Og það var gert. >á
voru ekki fleiri sæti aflögu, og
nokkrir, sem enn tíndust ina.
létu hallast upp að veggjum.
Tomlinson skáld gekk í sal-
inn, langur og krangalegur og
— eins og dálítið þurr á mann-
inn. Með honum var prófessor
Gifford, en þeir eru miklir vin-
ir og starfa saman á fleiri svið-
um en kennsiu.
Einhverjir, sem verið höfðu að
reykja, drápu í sígarettum sín-
um. Ungur maður með alskegg
rak hælinn í samanvöðlaðan
frakka sinn og mjakaði hrúgunni
lengra inn undir sætið. >ýzkar
stúdínur, sem verið höfðu að
tala saman, steinþögnuðu og
toguðu niður um sig pilsin, svo
faldurinn stæði nákvæmlega
fimmt&n sentimetra fyrir ofan
hné. Kolsvört stúdína með sex
dularfull ör á kjömmunum, þrjú
á hvorum kjamma, strauk um
sitt sjálfstæða hár. En stríhærðir
lokkarnir létu ekki sérlega vel
að stjórn. Óstýrileiki frumskóg-
arins verður ekki bældur með
einu handtaki.
í hverju andliti mátti lesa dá-
lítinn vott af eftirvænting. Væri
þetta fólk að gera sér upp áhuga
á Ijóðlist, þá var sú uppgerð að
minnsta kosti dável leikin
Gifford prófessor kynnti Tom-
linson með fáeinum orðum;
sagði sem satt var, að varla
þyrfti að kynna hann, því nem-
endur hans voru þarna allfiól-
mennir.
Að því búnu hóf skáldið lest-
urinn. Og las í eina klukkustund.
Og sú klukkustund leið fljótt.
Tomlinson las fyrst úr eldri
bókum sínum, það er að segja:
las upp úr safninu Poems, sem
Oxford University Press gaf út
með völdum kvæðum eftir hann
sjálfan, Austin Clarke og Tony
Connor.
Fyrst gerði hánn stuttlega grein
fyrir hverju kvæði, sem hann
las, sagði t.d. hvar og hvenær
það var ort, hvert var tilefni
þess, að hann hafði ort það; út-
skýrði síðan ýmis atriði, sem
viðbúið var, að ekki skildust í
fljótu bragði (brezkum skáld-
um flökrar ekki við að útskýra
kvæði sín; T. S. Eliot samdi t.d.
sjálfur skýringar við The Waste
Land). Og þannig las Tomlinson
hvert kvæðið á fætur öðru. Að
lokum las hann fáein kvæði úr
síðustu bók sinni, American
Scenes, sem þá var raunar rétt
ókomin út. Hann hafði dvalizt ár
i New Mexico, Bandaríkjunum,
ort allmörg kvæði um veru sína
þar og skýrt bókina eftir þeim
yrkisefnum.
Og sem hann hóf að lesa þessi
nýjustu kvæði sín, lyftist brún-
in á mörgum, því þau voru ekki
aðeins lipurlega kveðin, heldur
einnig mjög skemmtileg í víð-
tækustu merkingu þess orðs.
Stundum, þegar tilefni gafst í
lestrinum, brá skáldið á að herma
eftir framburði og orðfæri Am-
eríkumanna —
' Tliarik you, I say and they
reply in American
You‘re welcome ...
Áheyrendur reyndu ekki að
hemja niðri í sér hláturinn.
Bretum er lagið að henda svo
gaman að Bandaríkjamönnum,
að hvorki leynist í lítilsvirðing
né öfund.
Áheyrendur skemmtu sér eins
og fólk á að skemmta sér á sælu
viku. Og hlógu. Og skáldið tók
undir hlátur þeirra með því að
brosa laumulega út í annað
munnvikið.
Klukkan var eilítið tekin að
hallast yfir á fjórða tímann, þeg-
ar Tomlinson lokaði bókum sín-
um. Áheyrendur þökkuðu með
stuttu, en ákveðnu lófataki,
drógu samanvöðlaðar yfirhafnir
undan sætum sínum, kveiktu í
sígarettum og tíndust út, hægt
og rólega, því engum lá neitt á.
En sólin skein yfir Bristol.
— -k —
Nokkru síðar hitti ég prófess-
or Gifford og sagði við hann, að
hefði verið tekin Ijósmynd af
áheyrendahóp Tomlinsons, þá
hefði ég viljað eiga eintak af
þeirri mynd til að sýna löndum
mínum, svart á hvítu, að enn
væri til fólk, sem áhuga hefði
á ljóðlist.
Gifford prófessor brosti og
kvað slíka mynd — þó tekin
hefði verið — ekki mundu hafa
sýnt Ijóðlistaráhuga landa sinna
i réttu ljósi. Tomlinson væri gott
skáld. >ess vegna hefðu margir
komið til að hlýða á hann. Og
hefði ekki hver, sem var, hlotið
svo góða áheyrn.
Ég hugsaði í laumi, að gott
væri að eiga góðan vin.
Gifford prófessor hlutaðist til
um, að saman bæri fundum okk-
ar Tomlinsons, nokkrum sinn-
um. Og var þá spjallað um bók-
menntir, einkum enska og am-
eríska nútímaljóðlist.
Ég sagðist álíta, að landar mín-
ir hefðu enn mætur á Eliot, eftir
því sem ég vissi bezt.
„Jæja,“ sagði Tomlinson, „það
er skrýtið."
>á dró ég Four Quartets upp
úr töskunni og sagði honum, að
ég hefði séð staðhæft á prenti, að
sá Ijóðabálkur væri langmerk-
asta framlag til enskrar ljóða-
gerðar síðan á sautjándu öld.
„Amerískrar ljóðagerðar —
skulum við heldur segja", sagði
Tomlinson. „>essi ljóð eru hrein-
ræktaður, amerískur púrítan-
ismi. — En hefurðu lesið Yeats?
„Var hann ekki guðspekingur
og spíritisti?" sagði ég.
„Að vísu,“ sagði Tomlinson og
glotti við. „En það er nú ekkx
svo, að allur hans kveðskapur
sé guðspeki og spíritismi."
„Ef ég hefði komið hingað til
Englands upp úr 1920,“ sagði ég,
þá hefði ég ekki viljað láta The
Waste Land fara fram hjá mér.
— Er nokkurt af yngri ljóskáld-
„Ó, þetta er indælt strið“
Sýningar eru hafnar aftur í Þjóðleikhúsinu á söngleiknum
Ó, þetta er indælt stríð. Leikurinn var sem kunnugt er
fruinsýndur á s.l. vori og hlaut mjög góða dóma og þá sér-
staklega leikstjórn enska le ikstjórans Kevin Palmer, sem
sem þykir með afbrigðum snjöll. Næsta sýning verður í
Þjóðleikhúsinu í kvöld. IVIyndin er af: Helgu Valtýsdótlur
í hlutverki sínu í leiknum.
unum, sem nú eru uppi, líklegt
til að hafa áhrif, viðlíka sem
Eliot átti þá eftir að hafa?“
„Alls ekki“, svaraði Tom-
linson. „Ted Hughes er líklega
eftirtektarverðastur af yngri
skáldunum. En hann er of ein-
hæfur. Það er nóg að lesa fá
kvæði eftir hann.“
Og þannig barst talið að fleiri
skáldum, sem athygli hafa vakið
í enskum bókmenntum á seinni
árum. Tomlinson sagði, að
stemming undanfarinna ára
hefði ekki verið hagstæð ljóð-
listinni, ekki í Englandi. í Am-
eríku væri stemmingin líflegri
og þar væri fleira á döfinni.
„Hefirðu verið í Ameríku? Þú
þarft endilega að komast til
Ameríku.“
■— ~k —
Það er vandi að lesa ljóð, svo
laust nokkra þjálfun. En þjálfun
laust nokkra þjáfun. En þjálfun
í upplestri, almennt, dugir þó
engum til brautargengis á þeim
vettvangi. Til að lesa ljóð sóma-
samlega, að ekki sé sterkara að
orði kveðið, verður upplesari að
skynja, innra með sjálfum sér,
þá hrynjandi, sem er aðal kveð-
skapar, hvort sem um er að ræða
rímað ljóð eða órímað.
En kunnátta og tilfinning —
svo góðir sem þeir eiginleikar
annars eru — nægja ekki held-
ur einir til að gera upplestur
eftirminnilegan. Hæfur upples-
ari, sem kemur fram fyrir áheyr
endur og les lýtalaust og kunn-
áttulega, kann að ná eyrurn
þeirra, sem áhuga hafa á upp-
lestri, sérstaklega. En hann mun
ekki vekja mikinn áhuga meðal
hinna, sem ekki hafa tilfinnan-
legan áhuga á ljóðlist framar
öðru, sem mannleg viðleitni hef-
ur skapað, ef hann leggur ekki
í lesturinn annað og meira en
lærða kunnáttu og áunna til-
finning.
Eigi upplestur að vera áheyri-
legur og eftirminnilegur, verður
hann jafnframt að vera persónu-
legur. Ekki nægir, að upplesari
bjóði fram rödd sína. Hann verð-
ur einnig að bjóða fram persónu
sína, koma fram eins og maður
við mann
Dauður upplestur kann að
hæfa dauðu efni. En góðum
kveðskap hæfit hann ekki.
Á tímabili voru hér mjög 1
tízku svokallaðar bókmennta-
kynningar; tíðkast raunar enn,
þó þær gerist nú fátíðari en áð-
ur.
Þeir, sem staðið hafa fyrir
þess konar kynningum, eiga lof
skilið fyrir viðleitni sína. Og
formið sjálft er ákjósanlegt. £n
um framkvæmdina hefur gegxlt
öðru máli, oft og tíðum.
Bókmenntakynningarnar hafa
allt of oft stirðnað í óeðlilegum
og óviðeigandi hátíðleika, slepju
legum uppskafningshætti eða
umsnúinni feimni. >eir, sem
kvaddir hafa verið á vettvang til
að „kynna“ viðkomandi höf-
unda, hafa ósjaidan lagt megin-
kapp á að vera „lærðir"; hafa
lesið löng og leiðinleg erindi
upp af blöðum og aldrei litið
upp af blöðunum fremur en þeir
væru staddir aleinir uppi á miðj-
um Sprengisandi að tala við
sjálfa sig.
Og höfundar, sem lesið hafa
úr verkum sínum, hafa í sama
anda stuðzt við regluna: „mitt
er að yrkja, en ykkar að skilja’*.
— Og varazt að láta út úr sér
aukatekið orð, sem ekki stæði
í bókum þeirra.
Tilgangur þessara bókmennta
kynninga hefur auðvitað átt að
vera sá að kynna og auglýsa rit-
verk, brúa bilið milli höfunda
og lesenda. En ég er hræddur
um, að afleiðingarnar hafi oft
orðið þveröfugar, að bilið hafi
breikkað, en ekki mjókkað. Ég
minnist að vísu bókmenntakynn-
inga, sem ég mundi telja til
undantekninga; kynninga, sem
tekizt hafa í alla staði ágætlega.
En ég hygg, að þær hafi verið
langtum færri en hinar, sem
miður hafa tekizt.
Ég hef getið hér um ljóða-
lestur Tomlinsons í Bristol —
ekki vegna þess að þar væri á
ferðinni heimsfrægt skáld, því
það getur hann tæplega talizt,
heldur vegna hins, að þar þótti
mér skáld rækja erindi sitt við
Framh. á bls. 19.