Morgunblaðið - 03.11.1966, Side 1

Morgunblaðið - 03.11.1966, Side 1
32 siður Danska þjóð- þingið rofið Kosningar eiga að fara fram 22. nóv. Unnið að slökkvistarfi í Kjörgarði Kaupmannahöfn, 2. nóvember NTB DANSKA Þjóðþingið veröur rofið og kosningar látnar fara fram þriðjudaginn 22. nóvember. Jens Otto Krag forsæt- isráðherra Danmerkur tilkynnti þetta í dag, eftir að um- ræðum þingsins um frumvarp ríkisstjórnarinnar um end- urb*tur á skaítalöggjöfinni hafði verið slitið með skyndi- legum hætti. Ákvörðunin um að efna til nýrra þingkosninga kom þing- mönnum mjög á óvart sem og þeim, sem með stjórnmálum fylgj ast í Danmörku. Er úrslita þeirra beðið með mikilli eftirvæntingu. Forsætisráðherrann fór þess á leit við þjóðþingið um sex leyt- ið, að umræðunum um frum- IUaður ferst í eldsvoða í Kjörgarði í gær vatns hefur ekki verið svo stór- kostlegt, heldur er það reykur, sem valdið hefur mestum skemmdum, en hann var geysi- lega mikill í öllu húsinu. varp stjórnarinnar varðandi skattamál yrði hætt sökum þess, hve slæmar móttökur það hefði hlotið hjá þinginu. I Að loknum fundi ríkisstjórn- arinnar og fundi í Sósíaldemó- krataflokknum, var samþykkt að ganga til nýrra kosninga. Forsætisráðherrann hafði þá, samkv. því sem hann upplýsti síðar, látið Margréti prinsessu vita, en hún fer með konungs- valdið í fjarveru föður síns, að svo gæti farið, að þess yrði ósk- að, að þingið yrði rofið. Almennar þingkosningar fóru fram í Danmörku í september 1964 og að öllu sköpuðu hefðu þær ekki átt að fara fram aftur fyrr en í september 1968. í kvöld sagði Krag forsætisráðherra, að vn. ícsUxs •f •• Stórtjón varð á varniíngi af vóldum mikils reyks ■ húsinu MAÐUR heið bana í eldsvoða í Kjörgarði við Laugaveg í S'ærdag. Þá varð stórtjón á varningi, sem var í geymsl- um í kjallara hússins og verzlunum a£ völdum elds og reyks. Eldurinn var í kjall- ara hússins, en svartan reyk lagði um allt húsið: Eldsupp- tök eru ókunn Slökkviliði’ð fékk tilkynningu fcl. 16,56 um að eldur væri í verzlunarhúsnæðinu Kjörgarði, Hverfisgötumegin. Maður sem eetlaði að verzla í Skeifunni varð fyrstur eldsins var, og gerði hann þegar aðvart. Er slökkviliðið kom á vettvang, var ellmagnaður eldur í kjallaran- um, en þar eru geymslur fyrir verzlanir hússins. Var eldurinn í pappakössum, sem ýmiss konar Vaxandi ^jald- eyrisforði Breta London, 2. nóvember. NTB. GULL- og gjaldeyrisforði Bret- lands óx um 20 millj. pund í októbermánuði. Skýrði fjármála- ráðuneytið frá þessu í dag. Nem- ur hann nú 1.149 millj. pundum, og hefur ekki verið meiri frá því í júní. Aukning gjaldeyrisforðans hefur orðið, eftir að Bretland hefur greitt afborganir þeirra gjaldeyrislána, sem landið hafði fengið áður í því skyni að yfir- vinna þann þrýsting, sem sterl- ingspundið varð fyrir. Gjald- eyrisstaða landsins, hefur því batnað um meir en sem nemur þessum 20 millj. pundum. Ekki var hins vegar greint frá því, hve mikið hefði verið greitt af framangreindum gjaldeyrislán- um. í september óx gjaldeyris- forðinn um 3 millj. pund. varningur var í, og ennfremur náði hann að berast í plastplöt- ur, sem þarna voru geymdar, og lagði við þa'ð kolsvartan reyk um allt húsið. Þegar tekizt hafði að ráða niðurlögum eldsins að mestu og reykurinn í húsinu hafði minnkað var hafizt handa um að leita að fólki, sem kynni að hafa lokazt inni í húsinu, enda lék þá grunur á, að mað ur, sem staddur var í kjall- ara hússins, hefði ekki náð að komast út. Bar leitin lengi Vel ekki árangur, en eftir tæpar tvær klukkustundir eft ir að eldsins varð vart, fannst hann svo af tilviljun. Var hann þá látinn. Slökkvistarfi var að fullu lokið um kl. 6,30. Mbl. sneri sér í gær til Kristj- áns Friðrikssonar, eiganda Úl- tíma, sem hefur í húsinu bæði verzlanir og verkstæði, og spurði hann álits á tjóninu: — Það er ákaflega erfitt að gera sér grein fyrir því eins og nú stendur, sagði Kristján, nema hvað það hefur verið mjög mik- ið. Tjónið af völdum elds og Kjarnorkusprengja Kínverja úr úranium Sama efni og við fyrri sprengingar — Ég var staddur á þriðju hæ'ð hússins, þegar hringt var upp til mín, og mér var sagt að eldur væri í kjallaranum. Ég hljóp þá fram til stúlknanna, sem vinna í verkstæðinu á sömu hæð, og sagði þeim að flýta sér út. Ég hljóp síðan niður, en þeg- ar ég kom á aðra hæð, var mér sagt að tveir menn væru fastir í lyftunni. Ég hljóp þá þegar að henni, en þegar þangað kom var hún opin, og mennirnir á bak og burt. Þegar þetta gerðist var reykurinn tekinn að breiðast mjög ört um húsið, og áttu þeir sem komu síðast niður af þrfðju hæð fullt í fangi með að kom- ast út. Bruninn í Kjörgarði olli geysi mikilli umferðatruflun, því að loka þurfti Laugaveginum og eins Hverfisgötu, og vann fjöldi lögregluþjóna að því að beina umferðinni af þessum götum nið ur Smiðjustíg, á Skúlagötu. Var svo um tíma, að hver einasti lögregluþjónn, sem var á vakt í umferðardeildinni á Snorrabraut, var settur í umferðarstjórn, og veitti ekki af, að því er umferð- arlögreglan tjá'ði Mbl. Framhald á bls. 31 Washington, 2. nóvember. NTB-AP. BANDARÍSKA kjarnorkunefnd- in skýrði frá því í dag, að sprengja sú, sem Kínverjar sprengdu hinn 27. október sl. hefði hvorki innhaldið plutoni- um eða þau efni sem notuð eru í vetnissprengjur. Þær upplýs- ingar, sem fyrir hendi eru, bentu til þess, að uranium-235 hefði verið notað, þ.e. sams konar efni og við þrjár fyrri kjarnorku- sprengjutilraunir Kínverja. Tilkynning nefndarinnar virt- ist staðfesta að nýju, að Kina hefur tekizt að minnsta kosti að verulegu marki hið erfiða verk- efni að framleiða efni í kjarn- orkuvopn úr úranium í stað þess að nota til þess plutoniuin, sem er auðveldara að nota í þessu skyni. Uranium hins vegar mun hafa meiri sprengikraft en sams konar magn af plutonium. ! Virkfall sjó- j manna í Perú j Getur orðið : langvinnt jí GÆR skall á sjómanna- 1 jverkfall á fiskiskipaflota ; jPerúmanna og samkvæmt i : síðustu fréttum er búizt i ■ :við að verkfallið standi ; ■ jmargar vikur. : í októbermánuði var ó- i jhemju anchovettuafli við ; jstrendur Perú og er talið ; ;að framleiðsla Perúmanna ; já fiskimjöli hafi numið í ; ■mánuðinum 160—170 þús. ; ;tonnum, þar af hefur ekki ; ■verið fluttur út nema tæp- ; ■ur helmingur, og eru liggj ■andi birgðir af fiskimjöli •í Perú nú rúm 400 þús. ■tonn. A myndinni er sýnt, hverníg geislavirka rykskýið, sem myndaðist við kjarnorkusprengingu Kínverja, fór yfir Norður-Ameríku og stefna þess út á Atlantshaf. Reiknað var með að skýið næði til Evrópu í gærkveldi, en um leið þess er blaðinu ekki kunnugt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.