Morgunblaðið - 03.11.1966, Síða 2

Morgunblaðið - 03.11.1966, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 3. nóv. 1966 Elizabet Árden látin I Ver innflutning lamha- kjöts frá Isiandi ELIZABETH ARDEN, hinn frægi snyrtivöruframleiðandi lézt í New York í síðustu viku. Ekki er nákvæmlega vitað um alður hennar, eins og títt er um frægar banda- rískar konur. í blöðum hefur aldur hennar ýmist verið sagður 75, 78 eða 80 ár. Skírnarnafn hennar var Flor ence Nightingale Graham og hún fæddist í Woodbridge Ontario í Kanada. Hún hætti ung í skóla og starfaði sem aðstoðarstúlka hjá tannlækm og síðar við skrifstofustörf. Um tvítugt hélt hún til New York og byrjaði að I vinna þar á fegrunarstofu og varð brátt meðeigandi í snyrtivörufyrirtækinu Eliza- . beth Hubbard. Þetta fyrir- tæki leystist upp eftir skamm an tíma og þá fékk hún 600 dollara lán og stofnaði eigið fyrirtæki, Elizabeth Arden, en nafnið fann hún í bók. Henni tókst að ávaxta lánið svo vel, að um íma var hún álitin ein tekjuhæsta kona Bandaríkjanna. Elizabeth Arden var tví- gift, en skildi eftir skamman tíma í bæði skiptin. Hún hafði mikinn áhuga á Elizabeth Arden hestum og hrossarækt og var mjög þekkt á því sviði. Kapp reiðahestar hennar unnu marga fræga sigra, en er þeir fórust allir í eldsvoða, sneri hún sér eingöngu að hrossa- rækt. Hrossaræktarbú hennar var í Kentucky-fylki og nefndi hún það Maine Chance. Annan búgarð átti hún með sama nafni nálægt Vernonfjalli, en starfsemin þar var með talsvert ólíku sniði. Þangað komu ríkar og akfeitar konur til að ná af sér nokkrum aukakílóum og hressa upp á útlitið. Þriðji búgarðurinn með þessu nafni var þeirra frægastur, því að þar dvaldi Mamie Eisenhow- er eitt sinn um nokkrar vikna skeið í boði Arden. Elizabeth Arden var forseti og einkaeigandi fyrirtækisins sem bar nafn hennar. Fegrun arstofur, verksmiðjur og úti- bú eru um öll Bandaríkin, S- Ameríku, Evrópu og Kanada. Hún var aldrei talin hin dæmigerða verzlunarkona, og á seinni árum hafði hún lítil sem engin afskipti af fyrir- tæki sínu, en stundaði ein- göngu hrossarækt. Árið 1963 keypti hún gamlan kastala frá 12. öld nálægt Dublin á írlandi og dvaldi þar lang- dvölum. Bergen, 2. nóv. NTB. VIÐ verðum að líta á innflutn- ing íslenzks lambakjöts með til- liti til verzlunarjöfnuðarins og Noregur er fyrir ísland óhag- kvæmasta viðskiptaland Norður- landa, þar sem hlutföllin eru 1:4. Þessi innflutningur styðst þar að auki við hefð, sem ekki er unnt að rjúfa umsvifalaust. Þannig komst Bjarne Lyngstad, landbúnaðarráðherra Noregs að orði í dag í viðtali við blaðið „Dagen“. Sagði ráðherrann enn fremur, að auk þessara atriða hefði landbúnaðarráðuneytið tekið tillit til þess við ákvörðun sína að Norðmenn hefðu skuld- bundið sig til þess að efla norr- æna samvinnu og verzlun. Eng- inn má álíta að loforð ráðuneyt- isins varðandi þennan innflutn- ing hefði verið gefið í fljótræðú Málið hefði verið rætt og líta yrði svo á, að hin tekna ákvörð- un væri endanleg. Fulltrúanefnd norskra kjöt- framleiðenda mótmælti á functi sem hún hélt í dag, við landbún- aðarráðuneytið að innflutningur á íslenzku lambakjöti yrði leyfð- ur og harmaði að ekki hefði verið unnt að fresta því að gefa lof- orð um innflutning fyrir kom- andi vetur, unz hægt hefði verið að gera sér grein fyrir, hvort þörf væri á þessum innflutningi. Lyngstad sagði, að íslending- ar hefðu viljað fá innflutnings- leyfi fyrir 1200 tonnum, en ekki hefði verið talið fært að veita innflutníngsleyfi fyrir meiru en 700 tonnum, sama magni og í fyrra. Árás frá Noriur á varðflokk S.Þ. Sjö menn úr liði S.Þ. drepnir Kóreu Seoul, 2. nóvember NTB. HERMENN frá Norður-Kóreu ðrápu í dag sjö menn úr varð- flokki Sameinuðu þjóðanna í einhverri hinni alvarlegustu ár- ás, sem Norður-Kóreumenn hafa gert fyrir sunnan hlutlausa beltið í Kóreu, frá því að vopna hléssamningurinn var undirrit- aður árið 1953. Talsmaður Sameinuðu þjóð- anna skýrði frá því, að sex Bandaríkjamenn og einn Suður- Kóreumaður hafðu fallið, þegar hinn litli varðflokkur þeirra varð fyrir árás úr launsátri um það bil 800 metra inn á landsvæði Suður-Kóreu. Árásin átti sér stað kl. rúmlega þrjú að staðar- tíma í nótt. Þá var frá skýrt, að Johnson Myndir af líki Kennedys afhentar ríkisskjalasafninu Verða ekki sýndar almenningi Washington, 2. nóvember. NTB-AP. KENNEDYFJÖLSKYLDAN hef- ur afhent 65 röntgenmyndir og aðrar myndir bandaríska ríkis- skjalasafninu, sem teknar voru við líkkrufningu John F. Kenne- dys forseta, eftir að hann var skotinn til bana í Dallas í Tex- as. Myndirnar munu hins vegar ekki verða sýndar almenningi á þessari öld. Hér er um að ræða 14 röntgen- myndir, 25 svart-hvítar ljós- myndir og fjölda af eftirmynd- um. Afhending þessara mynda gerist á meðan miklar deilur eiga sér stað á opinberum vett- vangi um morðið á Kennedy for Fé!ogsheimili Op/ð hús r i kvöld lle!mda’lar seta og um rannsókn Warren- nefndarinnar á því. Margir halda því fram, að skýrsla nefndar- innar sé ófullnægjandi og að Lee Harvey Oswald hafi ekki verið einn um að fremja ódæðið. Talsmaður dómsmálaráðuneyt- isins hefur skýrt frá því, að samkv. fyrirmælum fjölskyld- unnar muni myndirnar ekki verða birtar almenningi svo lengi sem frú Jacqueline Kenne- dy, foreldrar forsetans, systkini og börn hans tvö eru á lífi. Eftir fimm ár munu sérfræðingar hins vegar öðlast aðgang að myndun- um samkv. sérstöku leyfi frá fjölskyldunni, og hvenær sem er muni opinberar rannsóknar- nefndir geta fengið að sjá mynd- irnar. Fjölskyldan tilkynnti einn ig í gjafabréfi sínu frá 29. októ- ber, að hún myndi afhenda rík- inu föt þau, sem forsetinn var í, þegar hann var skotinn. í gær tók ríkisstjórnin opin- berlega við öllum hinum ýtar- legu gögnum, sem Warren-nefnd- in hafði safnað eða rannsakað, þar á meðal riffil þann, sem Os- wald á að hafa notað við moiðið. Bandaríkjaforeeti, sem á þriðju- dag heimsótti suður-kóreanska og bandaríska hermenn í grend við landamærin, hafi fengið vitn eskju um árásina, rétt eftir að dvöl hans í Suður-Kóreu lauk og hann sneri heim með flugvél til Bandaríkjanna. Bandarískur hermaður, sem slapp með sprengjusár úr árás- inni, skýrði frá því, að árásar- mennirnir hefðu verið í venju- legum einkennisbúningum Norð- ur-Kóreuhers. Strax og fréttist um þessa árás Norður-Kóreumanna, var þess krafizt í aðalstöðvum herstjórnar Sameinuðu þjóðanna, að kallað ur yrði saman fundur vopna- hlésnefndarinnar til þess að ræða um atburðinn. í yfirlýsingu S.Þ. var enn fremur minnzt á önnur alvarleg brot, sem framin hefðu verið, á vopnahléssamn- ingnum. Árásin, sem gerð var, skeði aðeins nokkrum klukkustundum eftir, að Bandaríkjaforseti hafði gert það ljóst í sameiginlegri yfirlýsingu hans og Suður- Kóreustjórnar, að Bandaríkja- menn eru ákveðnir í að veita Suður-Kóreu raunhæfa aðstoð gegn sérhverri vopnaðri árás að norðan. Johnson forseti fullviss- aði forseta Suður-Kóreu, Chung Hee Park um, að Bandaríkin hefðu ekki neinar áæt.lanir á döfinni um að draga úr herstyrk sínum í Kóreu, en í honum eru nú 50.000 hermenn. Vill Schröder sem eftirmann sinn Bonn, 2. nóv. ■ NTB-AP — DR. Ludwig Erhard kanzlari Vestur-Þýzkalands gaf í fyrsta sinn í skyn í kvöld, að hann kynni að segja af sér kanzlara- embættinu. Samtímis lagði hann ríka áherzlu á það, að ef svo færi, þá myndi hann vilja fá að ráða því hver yrði eftirmaður hans. Líklegt er talið, að hann muni þar helzt hafa augastað á Gerhard Schröder núverandi ut- anríkisráðherra. A fundi með leiðtogum Kristi- lega demokrataflokksins sagði Erhard, að leysa yrði stjórnar- kreppuna í landinu eins fljótt og auðið væri. Hann vildi sjálfur eiga þátt í að vinna að þeirri lausn og óskaði þess einnig að minnsta kosti fyrst um sinn að halda stöðu sinni sem formaður Kristilega demokrataflokksins. Talið er, að Gerhard Schröder muni eiga sér marga keppinauta um kanzlaraembættið og það mún vera langt frá því öruggt, að Schröder sé maðurinn, sem takast muni að fylkja flokknum saman á nýjan leik. Á meðal þeirra, sem einnig eru taldir koma til greina í embætti kanzl- ara eru Eugen Gerstenmaier for- I seti Sambandsþingsins, forsætis- ráðherrann í Baden-Wúrtem- burg„ Kurt Georg Kiesinger og ; formaður þingflokks Kristilegra 1 demokrata, Rainer Barzel. Lehi kom oð einu síldveiði- skipunnu SÍLDVEIÐl var góð fyrra sólarhring. Aðalveiðisvæðið var í Norðfj arðardýpi, rúmar 60 mílur undan landi. Þar fengu alls 85 skip samtals 12.420 lestir síldar. í gærkvöldi hafði hvesst á ný og öll skip ýmist komin til hafnar eða á leið til hafn- ar. Leki hafði komið að einu skipi, Jóni Gunnlaugssyni frá Sandgerði, en ekki þó alvar- legri en það, að talið var að skipið kæmist af eigin ramm- leik til hafnar á Seyðisfirði, en síldarleitarskipið Hafþói fylgdi því á siglingunni. Fnndur Sjúlistæðismunnu í Gurðuhreppi í kvöld Sjálfstæðisfélagið í Garða- i hreppi heldur almennan félags- | fund í kvöld í samkomuhúsinu Garðaholti og hefst fundurinn kl. 20.30. NÓG ER FEITMETIÐ Þegar Jeið að slátrun sauðfjár í einu sláturhúsi landsins nú í haust voru þar fyrir 20 tonn af mör frá fyrra ári. yíir Grænlands- hafi var á hreyfingu ANA í gær, og bárust kuldaskil hennar yfir Reykjavík upp úr hádegi í gær (sjá kortið). Létti þá til og lygndi um stundarsakir, fyrst á eftir, en siðan þyngdi að með skúrir og kólnaði. Stormur var á hafinu austur af Hvarfi. — Hiti var hér um 8-9° á land- inu í suðræna lofthafinu milli hitaskilana og kuldaskilanna. Ólafur G. Einarsson mun flytja erindi um sveitarstjórnar- mál og svara fyrirspurnum en síðan flytur Matthías A. Mathi- esen alþm. ræðu. Sjálfstæðisfólk i Garðahreppi er hvatt til að fjölmenna á fund- inn og taka með sér nýja félaga. 5 NÚ ERU aðeins fimm dagar þar til dregið verður í Lands- happdrætti ársins. Vinningar eru þrjár bandarískar fólksbifreiðir, af gerðunum Dodge Dart, Ply- mouth Valiant og Rambler American, allar árgerð 1967. Samanlagt verðmæti vinning- anna er liðlega ein milljón króna en hinsvegar kostar miðinn að- eins 100 krónur. Miðar fást í vinningsbílunum í Miðbænum og í skrifstofu happdrættisins í Sjálfstæðishúsinu. Tryggið yður miða áður en það er um seinan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.