Morgunblaðið - 03.11.1966, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 3. nóv. 1966
MORGUNBLAÐÍtí
„Jarðarmen
II
Ljóðabók eftir Hafliða Jónsson
UM þessar mundir kemur í
bókabúðir ný ljóðabók JARÐ-
ARMEN eftir Hafliða Jónsson
frá Eyrum. Bók þessi er um
marga hluti sérstæð. Hún er
ljósprentuð eftir eigin vélriti
höfundar og einnig hefur
hann myndskreytt bókina.
Hann hefur sjálfur gert
káputeikningu, en hana teikn-
ar hann á striga, sem síðan er
ljósprentað. Letur ljósprent-
aði, en Bókaskemman gaf
. bókina út. Bókin er 94 blað-
síður að stærð og í henni eru
29 ljóð.
Hafliði Jónsson frá Eyrum
er 43 ára gamall, og kunnur
lesendum sem garðyrkju-
stjóri Reykjavíkurborgar.
Þetta er fyrsta ljóðabók höf-
undar.
í tilefni af útkomu bókar-
innar hitti Mbl Hafliða að
máli, og bað hann að segja
svolítið frá tildrögum að út-
komu Jarðarmens.
„Eiginlega má segja, að
þetta sé dýrðaróður minn til
móður moldar. í sambandi
við starf mitt hef ég verið í
nánum tengslum við blóm,
gróður og mold. Elzta ljóðið
er Blóm í glugga, og mun vera
frá því um 1944. Ég held ég
megi segja, að _það sé ort,
vegna allra blómanna í
gluggunum hennar Guðrúnar
ekkju Þorsteins Erlingssonar,
sem voru að mig minnir Pela-
góniur, en kvæðið er á þessa
leið:
„Eitt stendúr hús í Þingholtinu
með gluggatjöld
af rauðum rósum.
Hver býr þar?
Sú hönd guðs, er sair,
sér bað veika smáa,
hugsar hlýtt og vökvar.
í>ar býr Marta Maria,
móðir barna þinna.“
Holdin launar,
mennirnir ekki
Mynd af einni síðu bókarinn-
ar Jarðarmen. Teikning eftir
höfund hennar
„Nú er það alkunna, Haf-
liði, að þið Jón úr Vör eruð
bræður. Viltu segja okkur
nokkuð um það, hvort ljóð
ykkar séu skyld?“
„Auðvitað er hætta á því,
að gerður verði samanburður
á okkur bræðrum. Við erum
vaxnir upp úr sama umhverf-
inu á Eyrum við Patreks-
fjörð, í 14 systkina hóp, faðir
okkar var skósmiður á staðn-
Togbátar frá Suðurnesjum eru
ekki ágengir við línubáta
VEGNA fréttar Finnboga Guð-
mundssonar í Morgunblaðinu nú
fyrir skömmu um yfirgang tog-
báta við línubáta, óska skipstjór
ar og útgerðarmenn togbátanna
að koma á framfæri á sama vett-
vangi:
Frétt Finnboga Guðmundsson-
ar um ágengni togbáta við línu-
bátana er algjörlega úr lausu
lofti gripin. Togbátar eru á allt
öðru svæði en línubátarnir og
rekast því ógjarnan saman með
veiðcirfæri sín. Finnbogi mun
hafa haft samband við einn af
línuskipstjórum sínum, er kvart-
aði yfir ágengni togbáta, en þar
mun rangt með farið.
Togbátarnir eru ekki á línu-
evæðinu, sem er innan landhelgi
að mestu leyti — en þar sem tog-
bátar og línubátar veiða fyrir ut-
an landhelgi geta árekstrar kom
Um helgina var haldinn í Tjarn
arbúð þing Iðnnemasambands ís
lands. Sóttu það tæplega 50 full
trúar frá 5 Reykjavíkurfélögum
«g 8 félögum utan af landi.
Þinghald var fjörugt og urðu
miklar umræður um hin ýmsu
hagsmunaanál iðnnema, svo sem
kjaramál, iðnfræðsluna, skipu-
lagsmál sambandsins og almenn
félagsmál. Gestur þingsins var
Kjeld Andersen frá Faglig Ung-
dom í Danmörku.
Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn
ið fyrir, eins og átt hefur sér
stað um mörg undanfarin ár.
Útgerðarmenn og skipstjórar
togbátanna eru að sjálfsögðu reið
ir yfir aðdróttunum Finnboga um
landhelgisbrot, og segja þeir að
í því sambandi komi einkenni-
lega fyrir sjónir að fyrir ári hafi
Finnbogi verið aðalhvatamaður-
inn um að opna landhelgina á
vissum svæðum, til þess að skapa
frystihúsunum hráefni til vinnslu.
Nú telur F. G. hagkvæmara að
hafa línubáta og kemur því með
staðlausar aðdróttanir að togbát-
unum.
Skipstjórar togbátanna telja
þessa hundeitni gegn þeim næsta
óeðlilega, þar sem þeir skapa
meira verðmæti en flestur ann
ar veiðiskapur. Um borð í tog-
bát eru 4 tii 6 menn, en á línu-
bát 10 til 12 — og mannskaps-
sambandsins: Helgi Guðmunds-
son húsasm.n., formaður, Ingi
Torfason,húsasm.n., v-formaður,
Guðný Gunnlaugsdóttir, hárgr.
n., Hannes Einarsson frá iðn-
nemafélagi Suðurnesja og Ólaf-
ur Þorsteinsson frá félagi nema
í rafmagnsiðn í Rvík. f vara-
stjóm vom kjörnir: Sig. Magn-
ússon rafiðn.nemi, Sturla Har-
aldsson frá fðn.n.félagi Hafnar-
fjarðar, Björn Björnsson, járn-
iðn.nemi og Sveinn Gunnarsson
prentnemi.
Hafliði Jónsson
um. Segja má, að leiðir okkar
hafi eiginlega aldrei skilið,
en það er samt nýlega, að
Jón fékk. að vita það, að ég
fengist við ljóðagerð Um
þenna samanburð á ljóðum
okkar get ég auðvitað ekkert
dæmt sjálfur.
Ég flyzt til Reykjavíkur al-
farinn 1942, en árið áður hóf
ég nám við garðyrkjuskólann
á Reykjum, svo að öll Ijóðin
í bókinni eru gerð hér sunnan
lands. Segja má, að ég hafi í
starfi mínu párað eitt og
annað niður til minnis, stung-
ið því í vasann, svo eftir langa
mæðu komið því fyrir í gulla-
stokknum mínum, þangað til
um síðustu áramót, að ég fór
að skoða í stokkinn.
Auðvitað hef ég ekki fengið
þessar hugdettur allar á gangi
út um borg í bæ, því að þetta
hefur verið mér afþreying að
loknu starfi, ómetanleg hvíld
eftir eril dagsins.
vandamálið ætti að vera Finn-
boga kunnugt — og einnig það
að togbátar njóta ekki verðupp-
bóta.
Togbátasjómenn telja sér
ekki vandalaust að gera út með
góðum árangri ef þeir fengju á-
kveðin svæði innan landhélgi,
þar sem hreppapólitík kæmi ekki
nálægt.
Togbátasjómenn telja það hlut
verk fiskifræðinganna að opna
svæði innan landhelgi, þar sem
fiskvon er, en að öðru leyti ber
að virða landhelgina.
Frystihúsin hafa undanfarin
sumur lifað af afla togbáta og
dragnótabáta — Finnbogi Guð-
mundsson veit þetta vel þótt
hann sé nú með útgerð línubáta.
Annað hvort verða togbátar að
hætta útgerð og frystihúsin að
loka, eða fiskifræðingar, og aðr-
ir ráðamenn að koma þessum
málum í viðunandi horf.
Það var ýmislegt annað, sem
togbátasjómenn vildu segja, en
sumt af því var heldur hart und
ir tönn og látum því bíða betri
tíma eða gefins tilefnis.
— hsj.
Sáttafundur í Búr-
fellsdeilunni
SÁTTAFUNDUR var í gær með
deiluaðilum í Búrfellsdeilunni,
en sættir náðust ekki og hefir
verið boðað til nýs fundar í dag.
Eiginlega hef ég meira
fengizt við að semja sögur,
bæði stuttar og langar, á það
allt í handriti, utan eina, sem
birtist í Lebók Mbl. fyrir fá-
um árum. Svo skrifaði ég
æviminningar Kristínar Dahl-
sted, sem út komu fyrir 5 ár-
um, en þetta er eina ljóðabók
mín, og ég teiknaði myndirn-
ar einungis fyrir hana, en hef
samt ekki fengizt við slíkt.
Handritið var í sömu stæxð
og ljósprentunin, einnig
myndirnar, og káputeikning-
in. Af ásettu ráði hafði ég
ekki upplagið meira en 250,
því að ég vil ekki að hún
komi í annarra hendur en
þeirra, sem kæra sig um að
eiga hana og lesa. Hvort þau
séu rímuð? Ja, svona eitt og
eitt. Það er nú svona með
órímuð ljóð, að þau veita
skáldunum meira frjálsræði
við gerð ljóðsins, en ef það er
bundið við leit að rímorðum.
Ég er nærri viss um, að séra
Hallgrimur hefði verið atóm-
skáld, væri hann uppi núna.
Ég er ekki að einblína á eitt
né neitt í ljóðum mínum,
einungis að ná því fram, sem
ég meina, fer máski króka-
leiðir að því en viss meining
er í öllum línum, ég er að
lýsa skoðunum mínum í fáum
orðum, og geri ekkert af
þessu til að þóknast einum
eða neinum.
Og varðandi nafnið á bók-
inni: Jarðarmen, þá stendur
það í sambandi við óð minn
til moldarinnar, því að allt
blóð fellur aftur til inoldar-
innar, hver maður sverst í
fóstbræðralag við móður
jörð“.
Og með það gekk Hafliði á
braút, aftur til síns starfs að
sinna blómum og gróðri.
Fr. S.
Líðon drengs-
íns skórri
Ökumaðurinn er
slysinu olli með 13
daga gamalt öku-
skírteini
LÍÐAN drengsins, sem varð
fyrir Landroverjeppanum á
Hvassaleiti í fyrrakvöld, var
heldur betri í gær, samkvæmt
upplýsingum er Mbl. tókst að
afla sér á Landakoti í gær, en
þó var hann ekki talinn úr allri
hættu.
ökumaðurinn, er slysinu olli
var 17 ára að aldri, og með 13
daga gamalt ökuskírteini. Sam-
kvæmt upplýsingum lögreglunn-
ar kveðst hann ekki geta sagt til
um hraða bifreiðarinnar, er slys
ið varð, þar sem hraðamælirinn
var í ólagi, en bifreiðin skyidi
eftir sig 14 metra hemlaför.
Ökumaðurinn kveðst ennfrem-
ur hafa blindazt af ljósum bif-
reiðar, sem kom á móti honum,
og því ekki séð drenginn fyrr
en hann skall á bifreiðina. Var
mikil dæld á hægra frambretti
bifreiðarinnar.
Drengurinn sem hér um ræðir
heitir Valdimar Þórhallsson til
heimilis að Hvassaleiti 105, og
10 ára að aldri.
KÝR OG MJÓLK í NOREGI
Á árunum 1949 — 63 fækKaði
nautgripum í Noregi úr 1224 þús.
í 1122 þús. eða um ca. 8%. En
með kynbótum og betri meðferð
gripanna hefur mjólkurfram-
leiðslan samt aukizt á sama tima
um rúmlega 7.7%.
He!gi Guðmundsson kosinn
form. Iðnnemusumbundsins
STAKSTEINAR
Kosningagæra
Sósíalistaflokksins
Tíminn birtir í gær forysta-
grein um hinn svonefnda lands-
fund Alþýðubandalagsins, og þar
segir: „Forsíða Þjóðviljans í gær
minnir helzt á skemmtilega
kímnisögu. Aðalfyrirsögnin á síð-
unni segir frá kosningaúrslitum
á nýloknum landsfundi Alþýðu-
bandalagsins, þar sem Hannibal
Valdimarsson hefur verið endur-
kosinn formaður. Aðeins neðar
á síðunni er þridálka ramma-
auglýsing undir stórri fyrirsögn,
sem hljóðar á þessa leið: Fundur
í Sósíalistafélagi Reykjavíkur í
kvöld í Lidó, efni auglýsingar-
innar er það, að á fundinum eigi
að kjósa fulltrúa á 11. þing Sósí-
alistaflokksins. Öllu betur gat
Þjóðviljinn ekki auglýst hversu
stórfelldur skripaleikur lands-
fundur Alþýðubandalagsins var.
Undanfarin misseri hefur borið
á vaxandi óánægju þeirra aðila,
sem staðið hafa að Alþýðu-
bandalaginu ásamt Sósíalista-
flokknum. Þeim hefur réttilega
fundizt að Alþýðubandalagið
væri aðeins gæra Sósialistaflokks
ins eins og einn af forystumönn-
um Þjóðvarnarflokksins hefur
komizt að orði. Þess vegna hafa
þeir krafizt þess, að Alþýðu-
bandalagið yrði óháður stjóm-
málaflokkur líkt og flokkur Ax-
els Larsens í Danmörku og Þjóð-
legi sósíalistaflokkurinn í Noregi.
Báðir þessir flokkar hafa slitið
öll tensl við kommúnista. Til
þess að tryggja það að þetta yrffi,
hafa þessir menn viljað stofna
sérstök alþýðudandalagsfélög þar
sem ekki gætu verið menn, sem
jafnframt væru flokksbundnir í
öðrum flokkum, og í framhaldi
af því yrði stofnað til stjórn-
málaflokks. Til þess að forðast
klofning út af þessari óánægju,
hafa kommúnistar gengizt inn á
það að stofnuð yrðu Alþýðu-
bandalagsfélögin og sérstök lands
samtök. Þeir hafa hins vegar
lagt á það meginkapp undir for-
ystu Einars Olgeirssonar og Lúð-
víks Jósefssonar, að Alþýffu-
bandalagið yrði ekki sérstakur
stjórnmálaflokkur líkt og hinir
áðurnefndu flokkar í Danmörku
og Noregi, heldur stjórnmála-
samtök, sem menn gætu verið
í þótt þeir væru jafnframt flokks
bundnir annars staðar“.
Kommúnistar bera
sigur af hólmi
„Hinn nýlokni landsfundur Al-
þýðubandalagsins sker alveg úr
um það, að konxmúnistar hafl
borið sigur af hólmi í þessum
átökum. Á landsfundinum var
vísað frá tillögu, sem fjórir Þjóð-
varnarmenn báru fram um að
gerð yrði sú breyting á frumvarp
inu, að lögum fyrir bandalagið að
þaff yrði stjórnmálaflokkur, en
ekki stjórnmálasamtök eins og
stóð í frumvarpinu. Alþýðu-
bandalagið verður þvi áfram
nákvæmlega eins og það var.
Ef nokkuð nýtt hefur gerzt,
er það helzt það, að yfir-
ráð Sósíalistaflokksins í Al-
þýðubandalaginu hafi verið enn
betur tryggð, þar sem hann
getur nú látið flokksmenn sína
starfa innan Alþýðubandalagsfé-
laganna. Ljóst dæmi um að Sósí-
alistaflokkurinn ræður nú lögum
og lofum innan Alþýðubanda-
lagsins er, að 18 af 25 miðstjórn-
armönnum þess í Reykjavík eru
flokksbundnir í Sósíalistaflokkn-
num. Áður hafði Sósíalistaflokk-
urinn ekki nema 4 af 9 mönnum
í miðstjórninni. Tilraunir þeirra,
sem vildu ekki láta Alþýðu-
bandalagið vera gæru kommún-
ista heldur gera þáð að óháð-
um stjórnmálaflokki hafa þvi
meira en mistekizt. óánægja
þeirra hefur ekki minnkað við
I Framhald á bls. 31