Morgunblaðið - 03.11.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.11.1966, Blaðsíða 19
Fimnfltudagur 3. n5v. 1966 MORGUNBLADIÐ 19 — Kinverjar Framhald aí bls. 17 móti Lin Piao og verði hann ofan á, telur Fu Shun-lip, að við megi búast enn hárðari stefnu en þeirri, sem nú er fylgt. Lin Piao sé dæmigerð- ur hershöfðingi, maður aga og fyrirskipana, alinn upp í her- skóla og hernaðarátökum kommúnista við Kuomintang og Japani, ■— en hann hafi ekki þann skilning á alþjóða- málum eða stjórnmálareynslu, sem til þarf að stjórna Kína- veldi. Lin Piao virðist trúa blint á kenningarnar um heims byltinguna, hann virðist vera talsmaður algerrar andstöðu við heimsvaldasinna og endur- skoðunarsinna og staðráðmn í að beita róttækum ráðum til að koma á fullkomnum komm- únisma í Kína sem allra fyrst. Hernaðareinveldi Lin Piaos Hinn kunni bandaríski stjótn málasérfræðingur Josep Alsop er hinsvegar þeirrar skoðunar, að Lin Piao sjálfur standi að 'baki hreinsununum, en telur, að hvort sem hann verði ofan á í baráttunni, þegar yfir lýk- ur, eða ekki, muni Chou En-lai halda sinni stöðu sem æðsti tnaður stjórnarinnar sjalfrar. Alsop skrifaði nýlega nokkr- ar greinar um mál þetta frá Hong Kong, þar sem hann dvaldist um hríð til að kynna sér ástandið. Hann segir marga fréttamenn í Hong Kong í vafa um, að Lin Piao takist að ná völdum í Kína — til þess hafi andstaðan reynzt of hörð. Sjálf ur kveðst hann þó þeirrar skoð tinar, að Lin Piao takizt að ná völdum — um tíma — og muni hann halda uppi hernaðarein- ræði en missa síðan tökin. Þess ari skoðun sinni til stuðnings bendir Alsop á hliðstæður úr kínverskri sögu. Hann segir, að þrjú mestu breytingatíma- bil í sögu Kína hafi verið; 1. þegar keisaraveldi var komið á fót undir stjórn Tsjin-ættar- innar á 3. öld fyrir Krist, 2. þegar Sui-ættin komst til valda á 6. öld og 3. þegar kommún- istar komust til valda fyrir tæpum tveimur áratugum. Hann segir, að valdiatímabil settanna í fyrri tilfellunum tveimur hafi verið með þeim ekemmstu í sögu Kína. Breyt- ingarnar, sem þá voru innleidd er í þjóðfélaginu og byrðarnar, lem þeim fylgdu, hafi orðið alíkar, að eftir fráfall fyrstu íeiðtoganna — frumkvöðlanna, «em nutu virðingar sem slíkir — hafi ekki tekizt að halda í horfinu; valdamennirnir sem við tóku, hafi í fyrstu verið mjög valdamiklir, en fljótt misst tökin gersamlega. Spurningin er því, hvort eins fer nú, — hvort þau verða ör- lög Lin Piaos, að hann verði valdamikill um skamma hríð en missi síðan tökin og við taki nýir menn — ný „keisaraætt“, e.t.v. með aðrar skoðanir og •tefnumið. Ljóst er, segir Alsop, að til þessarar valda- og hugsjóna- baráttu hefði ekki komið nema vegna þess, að meðal þjóðar- innar er mikil og almenn óá- nægja. Ljóst er einnig, að sú ðönægja hefur náð bæði tu Cokksins, hersins og annarra valdastofnana ríkisins. Ástæð- an til þess, að Mao og Lin Piao byggðu sveitir Rauðu varðlið- »nna á hinum róttækustu 1 ffiskulýðssamtökunum og Ung- herjahreyfingunni var sú, að jafnvel innan þeirra samtaka var ágreiningur og sundrung •vo megn, að þeir þorðu ekki að treysta á þau. Því er hætt við, að rætur óánægjunnar verði ekki upprættar, enda þótt Lin Piao hafi sigur í þess- ari baráttu og takist að ná valdataumunum í sínar hend- ur, — og sennilegt, að þessar rætur eigi eftir að vaxa og sungu varðliðarnir er þeir höfðu Vér viljum aðeins einn guð hafa Mao Tze-tung kveikt í hofi Búddatrúarmanna. þess, hversu keisaradýrkunin á sér djúpar rætur i kínversku þjóðlífi, hefur hann tekið sér keisarans séss og stuðlað að persónudýrkun á sjálfum sér, sameiningartákninu Mao Tze- tung. ' Á þessu meðal annars hefur styrkur Maos sem þjóðarleið- toga byggzt. Hann srærist inn á braut kommúnisma af em- lægri sannfæringu um, að hann væri eina rétta lausnin á vanda málum Kínverja. Og þegar hann hafði sannfærzt, fannst honum sjálfsagt, að aðrir kæm- ust að sömu niðurstöðu. Þessvegna er í hans aug- um ekkert eðlilegra en beita valdi, þvingunum og taka milljónir manna a£ lífi. Það verður að ryðja úr vegi þeim hindrunum, sem hann mætir á leið sinni að takmark- inu. Án efa vill Mao Tze-tung að Kínverjar búi við efnaiega velmegun — en nú, þegar hung jrvofan hefur að mestu verið bægt frá og þjóðskipulagið er orðið stöðugt, vill hann að efling ríkisins út á við og fram- kvæmd heimsbyltingarinnar verði látin sitja í fyrirrúmL vaxa, unz óánægjan springur út á ný. Nýtt Jenan- þjóðfélag? Þá skal hér getið þeirr- ar hugmyndar, sem fram kom í brezka vikuritinu „The Economist“, að með menningar byltingunni sé Mao Tze-tung að reyna að skapa kínverska þjóðfélaginu í heild sama anda og ríkti í hinu fámenna sam- félagi kommúnista í Jenan á árunum upp úr 1934 — og Lin Piao sé hans hægri hönd í þess ari tilraun. Þeir hafi báðir þá trú, að Kina sé af örlögunum ætlað að verða fæðingarstaður og höfuðvígi nýs þjóðfélags- kerfis, stéttlauss þjóðféJags, eins og var í Jenan, þar sem menn voru ýmist hermenn, bændur, verkamenn eða kenn- arar, eftir því sem með þurfti hverju sinni. Þeir hafi orðið fyrir vonbrigðum vegna þró- unar málanna í Kína, síðustu árin — sjái hana stefna í átt til nýs stéttaþjóðfélags eins og raunin hefur orðið í Sovéríkj unum og öðrum evrópskum kommúnistaríkjum — og þeir hugsi til þess með skelfingu, sem gerist er næsta kynslóð tekur við í Kína, miðaldra kyn slóð, sem að verulegu leyti skortir þann byltingaranda, sem einkenndi fyrstu kynslóö kínverskra kommúnista. Þeir ætli því að reyna að hlaupa yfir þessa miðaldra kynslóð og virkja þess í stað glóandi skap æskunnar, sem frá unga aldri hefur verið alin upp í kenning um Maos, kenna henni að trúa á baráttusamfélagið í Jenan og vinna að uppbyggingu hreins kommúnísks þjóðfélags. Hefur Mao vaknað við vondan draum? Mao Tze-tung er nú kominn á áttræðisaldur og gerir sér grein fyrir því, að senn hallar undan fæti, hversu svo sem heilsu hans nú er háttað. Um það ber fregnum ekki saman, sumir segja, að hann sé enn í fullu fjöri, aðrir að hann gangi ekki heill til skógar, m.a. hafa borizt þær fregnir, að hann sé haldinn krabbameini í hálsi og eigi af þeim sökum óhægt um mál. Sé sú ástæða þess, að hann heldur sárasjaldan ræð- ur opinberlega og kemur yfir- leitt sjaldan fram á opinberum vettvangi. En hvað um það — þegar litið er um öxl yfir lífsferil Maos — á baráttu hans og hug- sjónir annars vegar og þróun heimskommúnismans hinsveg- ar, virðist ekki ólíklegt, að hann hafi skyndilega vaknað upp við þann vonda draum, að hugsjónir hans kunni e.t.v. aldrei að rætast. Mennirnir, sem næstir honum standi í valdastiganum muni sennilega svíkja hann — í hans eigm nafni, því að öðruvisi verður völdum ekki náð í Kína í nán- ustu framtíð — eins og núver- ándi valdhafar Sovétríkjanna hafa, að hans áliti, svikið Lenín í Leníns nafni. Hann óttast, að þeir muni fara að stefna að „kjötkássu" kommúnisma, leggja alla áherzlu á að bæ'a lífskjörin en láta heimsbylting- arhugsjónina lönd og leið — og taka upp stefnu friðsamlegr ar sambúðar við höfuðóvinina Bandaríkjamenn og svikarana Sovétmenn. Til þess að koma í veg fyrír þetta, reynir hann nú að virkja æskulýðinn, sem hann hefur al — Alþingi Framhald af bls. 8 bólgu. En getur hann nefnt mér eitt einasta land, þar sem barizt hefur verið gegn verðbólgu, og ekki hafi verið beitt öðru hvoru þessara ráða eða báðum. Hann segir, að verið sé að sliga iðn- aðinn með vöxtum, en veit hann hverjir eru vextir þeir, sem iðn- aður annarra þjóða verður að búa við. Hann vill berjast á móti verðbólgu með því að standa á móti öllum þeim aðgerðum, sem viðurkenndar eru og ýta undir allt, sem eykur verðbólgu. Það verður að skoða iðnaðinn frá öðrum sjónarmiðum en þeim að telja fólki trú um, að við með okkar mjög þröngu markaði get um keppt við erl. fjöldafram- leiðslu. Auðvitað geta verið sér stök atvik, sem gera það mögu legt, og auðvitað þar, sem fjölda framleiðsla kemur ekki til, og eins, ef við getum haft gagn af fjarlægðinni, er mjög eðlilegt, að ísl. iðnaður sé samkeppnisfær, og þá á að vera hægt að halda þann ig á málurn, að þeir geti keppt við aðra. Þessi hv. þm. og félagar hans tala nú um það, að allt sé að fara í rúst í samdrætti og öðru slíku. Allt þangað til nú í haust, hefur verið talað um, að það væri allt of mikil atvinna, allt of mikill þrýstingur á öllu, óendanleg sam keppni um vinnuafl, og það væri allt stjórninni að kenna. Nú, þeg- ar meira jafnvægi er komið á, er þetta aukna jafnvægi að kenna ríkisstjórninni, og nú á að gera gagnráðstafanir, þannig að sú mikla spenna og hætta, sem þessi hv. þm. gátu aldrei nógsamlega talað um, verði raunveruleg á ný. Sannleikurinn er sá, að í öllu þeirra tali um verðbólguna eru svo mikil óheilindi og gangstæð ar fullyrðingar, að þeir hljóta að tapa á öllum umr. um þetta ið upp í sínum eigin anda, til framdráttar hugsjónum sínum, — þeirri staðföstu trú, að kín- verska byltingin og uppbygg- ing kínverska kommúnismans verði öðrum vanþróuðum ríkj- um Asíu, Afríku og Suður- Ameríku stórkostlegt1 fordæmi. Hverjar verða afleiðingarnar? Sterkasti þátturinn í lífshug- sjón Moa Tze-tungs hefur allt- af verið að gera Kína að ægi- sterku kommúnísku ríki, sem veki ótta og virðingu annarra þjóða — rétt eins og fyrrum er keisaraveldi Kína var sem öflugast. Hann hefur sameinað þjóð sína í haráttu að þessu marki — leikið á strengi þjóðern istilfinningar — og minnugur efni, enda skulu þeir ekki sleppa undan þeim á þessu þingi. Jóhann Hafstein (S): Ég furða mig á tali hv. þm. um þessa þáltill., sem hann flytur hér ár eftir ár, og ég hlýt að draga þá ályktun, að honum sé alls ókunn ugt um efni þessa máls. Hann seg ir að reglur Seðlabankans um endurkaup afurðavíxla sé of þröngur og komi iðnaðinum ekki að gagni. En þær eru þegar farn ar að gera gagn, þótt ekki sé það mikið. Hann segir, að það sé hægt að veita iðnaði endurkaupalán eins og sjávarútveginum, en stað- reyndin er sú, að iðnaður er ekki sambærilegur við útveg í þessu sambandi. Það liggja oft stórar birgðir í frystihúsum og fiskvinnslustöðvum og það er hægt að fylgjast með þeim og taka veð í þeim til tryggingar. Þessa aðferð er aðeins hægt að hafa gagnvart iðnaði, ef hann er stór í sniðum og liggur með mikl- ar vörubirgðir. En þetta er ekki hægt í hinum víðgreinda íslenzka smáiðnaðL en kannski er hægt að finna leiðir til endurkaupa víxla iðnaðarins, en þær, sem gilda hjá útvegi og landbúnaði. Ég hef getið þess, að Fram- kvæmdabankinn fór inn á þá leið, að kaupa víxla vélaiðnaðar ins, sem hann hefði lánað. Hins vegar er erfitt að taka veð í slíkum lausafjármunum, og hefði því Framkvæmdabankinn farið inn á þá leið, að taka upp samn inga við tryggingafélögin og tryggja víxlana. Þegar þessi hátt ur var kominn á, keypti Seðla- bankinn þessa víxla og er þarna fengið nýtt form, sem ekki þekk ist hjá útvegi né landbúnaði. Ég vil í lokin leggja áherzlu á, að endurkaupaform á sama grundvelli og til útvegs og land- búnaðar kemur ekki til með að gagna iðnaðinum í heild, og þess vegna er Seðlabankinn að reyna Hvort Menningarbyltingin — sem e.t.v. er örvæntingartil- raun aldraðs manns, tekst skal engu um spáð hér. Svo virð- ist stundum af fregnum um framkomu Rauðu varðliðannag sem þeir Lin Piao og Mao Tze- tung’hafi sleppt þar lausu litt beizluðu afli. Rauðu varðliðarnir hafa sannarlega gengið til verks með baráttugleði og byltingaranda, — svo mjög að fyrirliðar þeirra hafa þráfaldlega orðið að brýna fyrir þeim að draga úr ofsanum. En hver verður af- leiðingin af þeirri óánægju, sundrungu og ringulreið, — þeim sárum, sem varðliðarnir skilja eftir í kjölfari sínu? Er ekki hugsanlegt, að framkoma Rauðu varðliðanna í sumar verði til þess þegar fram í sækir, að grafa undan hugsjón- um Mao Tze-tungs? að skapa og finna út nýjar lána- reglur, sem gera honum mögu- legt að aðstoða iðnaðinn með sínu fjármagni. Það þýðir ekki að koma með till. eins og þessa út í bláinn. Aðalefni málsins er að reyna að finna raunverulega úrlausn þessa máls, svo að iðnaðurinn geti feng ið meiri rekstrarlán frá Seðla- bankanum sjálfum, heldur en hann hefur fengið til þessa. Að lokinni ræðu ráðherra var umræðu frestað. Nóbelsverðlauna- hafi látinn fþöku, New York, 2. nóv. AP. FETER J. W. Debye, Nobelsn verðlaunahafi og í hópi fremstu efnaverkfræðinga heims lézt I dag á sjúkrahúsi eftir langvinn veikindi. Hann var 82 ára að aldri. Debye hlaut Nobelsverðlaun I efnafræði árið 1986. Hann var fæddur í Maastriche í Hollandi, en stundaði nám í Þýzkalandi, þar sem hann starfaði að mestu fram til ársins 1939, er hann flýði til Bandaríkjanna. Árið 1940 varð hann yfirmaður efna- fræðirannsóknardeildar Cornell- háskóla í Banlaríkjunum. Sara Lidman á fundi stúdenta STÚDENTAFÉLAG Háskóla fs- lands efnir til fundar að Hótel Sögu í dag, fimmtudag, kl. 17.00. Þar mun Sara Lidman ræða um Vietnam og svara fyrirspurnum. Öllum er heimill ókeypis að- gangur. (Frá Stúdentafélagi Háskólans).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.