Morgunblaðið - 03.11.1966, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 03.11.1966, Qupperneq 32
Helmíngi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað LAMPA URVAL Ljós & Hiti Sími 15184 252. tbl. — Fimmtudagur 3. nóvember 1966 Fjögur banaslys á10 dögum Lögreglan skorar á vegfarendur að gæta varúðar í umferðinni ÞAÐ ERU uggvænleg tíðindi, að á réttum tíu dögum hafa orðið fjögur banaslys í Reykja vik, auk fjölda árekstra og meiri eða minni háttar slysa. Og í hönd fer hættulegur tími hvað umferðina snertir. Verða því allir vegfarendur, hvort sem þeir eru gangandi eða ak andi, að leggjast á eitt um að afstýra slysum — með það í huga, að þeir, eða þeirra nán ustu geti orðið fyrir eða vald ir að slysi. Morgunblaðiö sneri sér í gær til Óskars Ólasonar, yfir lögregluþjóns umferðamála, og sagði hann þá m.a.: „Lögreglan hefur á þessu ári haft afskipti af ökumönn- um svo þúsundum skiptir, ým ist með ábendingum, aðvörun um eða með kærum. Þrátt fyr ir aukinn bílainnflutning fjölg aði árekstrum og umferðar- slysum ekki verulega fyrstu níu mánuði þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. Þetta hefur því miður skyndilega breytzt og undan- farið hafa mörg alvarleg slys orðið í umferðinni. Lang flest hafa slysin orðið í myrkri og rigningu, þegar akstursskil- Framhald á bls. 31 Maðurinn lézt af völdum áverka Sjötta banaslysið í umferðinni MAÐURINN, sem varð fyrir bif- reiðinni á Suðurlandsbraut á móts við hús H. Benediktssonar og Co. í fyrrakvöld, lézt af völd- um áverka sinna í Landakots- spítala í fyrrinótt. Maðurinn var 56 ára aldri, utanbæjarmaður, en starfaði hér í Reykjavík. Um- ferðardeild rannsóknarlögregl- unnar vildi ekki gefa upp nafn 38 nefndarmenn á einum degi VIÐ umræður í sameinuðu þingi í gær benti Ingólfur Jóns- son, Iandbúnaðarráðherra á það, að á þessum fundi lægju fyrir sex tillögur framsóknarmanna um ýmis mál, og væri þar gert ráð fyrir kosningu nefnda. Fjöldi nefndarmanna í þessum tillögum er samtals 36, og benti ráðherra á það, að hér væri um einkennilega leið að ræða til lækkunar á rikisútgjöldum eða til minnkunar skriffinnsku, en þau mál hafa verið framsóknar- mönnum kært umræðuefni. hans að svo stöddu, þar sem ekki hafði náðst til allra aðstandenda. Ekki hafði enn í gærkvöldi tekizt að hafa upp á vitnum, sem sáu aðdraganda slyssins, og bið- ur rannsóknarlögreglan því alla þá, sem hann sáu að hafa sam- band við sig sem fyrst í síma 21108. Samkvæmt framburði öku- manns bifreiðarinnar, þá telur hann sig hafa ekið á um 40 km hraða er slysið varð. Sjálfur sá hann ekki manninn, fyrr en hann skall á bifreiðina, en á hinn bóginn sá stúlka er sat í fram- sætinu, manninn örskömmu áð- ur, og hrópaði aðvöruwarorð til ökumannsins, en þá var það um seinan. UNGIR ÖKUNIÐINGAR TEKNIR. LÖG-REGLAN tók í gærkvöldi tvo ökuníðinga, en það voru ungir piltar, sem óku um bæinn með ofsalegum hraða. Bílarnir voru teknir af þessum glanna- fengnu unglingum og þeir fengu að ganga heim. Yfirnefnd úrskurðaði síldarveröii Dómur væntanlegur á laugardag UNDANFARNA daga hafa staðið yfir umræður og samn ingaumleitanir í verðlagsráði sjávarútvegsins um verð á bræðslusíld norðan lands og austan á tímabilinu frá 1. nóv. til áramóta. í upphafi viðræðnanna náðist samkomu lag um að sama verð og gilti í októbermánuði, þ.e. kr. 1,37 hvert kg. bræðslusíldar, skyldi gilda 5 fyrstu daga nóvember, meðan leitað væri eftir samkomulagi. í gær slitnaði upp úr samninga umleitunum og var málinu vís- að til yfirnefndar verðlagsráðs- ins til úrskurðar. í yfirnefndinni eiga sæti: Jón- as Haralz, forstjóri Efnahags- samvinnustofnunarinnar, sem oddamaður, Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri og Vésteinn Guðmundsson, framkvæmda- stjóri, sem fulltrúar síldarverk- smiðjanna og þeir Guðmundur Jörundsson, útgerðarmaður, og Tryggvi Helgason, formaður Sjó mannafélags Akureyrar, sem fulltrúar útgerðarmanna og sjó- manna. Dómur yfirnefndar er vænt- anlegur í síðasta lagi n.k. laug- ardag 5. þ.m. Á slysstað í fyrrinótt: Glöggt má sjá afstöðuna milli húfu mannsins, sem er á þeim stað er slysið varð, og bifreiðarinnar, sem stöðvaðist 25 m frá húfunni, en maðurinn barst með bifreiðinni alla leið. Hörð átök á fundi SósiaRistafélags Reykjavikur: 10 miðstjórnarmenn féllu við fulltrúakjör á flokksþingi komma Brynjólfur hefur undirtökin SL. ÞRIÐJUDAGSKVÖLD efndi Sósíalistaflokkur Reykjavíkur til fundar í Lidó, þar sem m.a. fór fram kjör fulltrúa á flokksþing sem hefjast mun n.k. föstudag. Miklir flokkadrættir og áköf smölun stóð yfir dagana fyr- Mig var búið að dreyma fyrir þessu • Segir Albert Vigfússon, sem lenti í hafvillu út af Vestfjörðum i sl. viku ísafirði, 1. nóv.: — — ÉG VISSI fyrirfram, að þetta myndi allt fara vel. Mig var búið að dreyma fyrir þessu. — Það er Albert Vig- fússon, sem talar þannig um hrakninga sína á sjó úti fyr- ir Vestfjörðum í hálfan fjórða sólarhring. Bátur hans, Særún liggur hér í höfninni og á að fara í viðgerð á morgun. Hann skemmdist lítilsháttar, þegar hann strandaði undan Mölun- um í Bolungarvík. — Ég fór í róður um eitt- leytið aðfaranótt miðvikudags og um morguninn þegar ég ætlaði að setja í gang, gat ég með engu móti komið vélinni í gang. Ég var þá um 40 mílur út af Patreksfirði og fyrir utan alla togara. Þá setti ég upp segl og rétt á eftir sá ég tvo enska togara, en þeir sáu ekki merkið frá mér, enda lagði þá yfir þokubakka. Veðrið var af leitt fyrstu tvo sólarhringana, þoka og mikill sjógangur og ég sá enga báta eða skip nema fyrsta morguninn. — Bátinn rak til hafs í stefnu norðaustur og ég var hræddur um að ég mundi lenda út í ísnum. Ég hafði ekki á móti með seglunum, því vindurinn stóð þannig. — Svona rak mig í sólarhring til hafs og hef ég þá líklega verið 40—50 mílur frá landi. Svo gat ég siglt í átt til lands og reyndi að komast inn á Súg- andafjörð, en tókst það ekki og þá reyndi ég að komast inn í Djúpið, en þá gerði vonzku veður og bátinn rak til hafs. Þá hef ég líklega verið kominn 60—70 mílur út, og út fyrir alla togaraslóð. Það tók 18 tíma siglingu með fullum seglum þangað til ég grillti í Skálavík og Stiga á laugardags morgun. Ég var eiginlega alltaf við stýrið, því ég ætlaði að reyna að ná Djúpinu og ef ég fór frá stýrinu, þá snerist bátur- inn alltaf, því að straumurinn var svo mikill. Ég var kominn inn í Djúpið um fjögurleytið á laugardag og hélt mig þá sjá færabát ná lægt laridi, en gat ekki gefið honum merki, því að ég var búinn með allar eldspýturnar. Ég var nokkrum sinnum bú- inn að kveikja bál og eyða eldspýtunum, og svo drapst á Framhald á bls. 12. ir fundinn og hörð átök urðu um kjör fulltrúa á flokksþing ið enda náðu 10 miðstjórnar- menn flokksins ekki kjöri sem fulltrúar á þingið og þrír aðrir skriðu með naumind- um. Eftir þessa kosningu er talið að Eggert Þorbjarnar- son og Páll Bergþórsson, með Brynjólfi Bjarnasyni sér við hlið hafa tögl og hagldir á þinginu. A fundinum voru mættir um 270 fundarmenn, en kjósa skyldi 52 fulltrúa. Þessir miðstjó r- menn Sósíalistaflokksins náðu ekki kosningu að þessu sinni sem fulltrúar á flokksþing: Har- aldur Steinþórsson, Ingi R. Helgason, Adda Bára Sigfúsdótt- ir, Magnús Torfi Ólafsson (íor- maður Alþýðubandalagsins í Reykjavík), Sigurður Guðg us- son, Ægir Ólafsson, Einar Og- mundsson, Stefán Sigfússon, Haukur Helgason, og Guðmund ur Magnússon. Þrír mikilsmetnir forustu- menn Sósíalistaflokksins á svioi verkalýðsmála, borgarmála og fjármála náðu kosningu með naumindum, þeir Snorri Jons- Framhald á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.