Morgunblaðið - 06.11.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.11.1966, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 6. nóv. 1966 Kort þetta teiknaði Jakob lauslega til að sýna sildargöngur sumarsins. Örin efzt til hægri tákn ar gönguna, en nú er nykomin á miðin. Eitt jafntefli, eitt tap og tvœr í bið — / fyrstu umferð A-flokks Kúbumótsins FYRSTA umferð í A-flokki úr- slitanna á Kúbumótinu var tefld í fyrrakvöld. Tefldu íslendingar þá við Argentínumenn. Guð- mundur Pálmason gerði jafn- tefli við Bolbochan, Freysteinn tapaði fyrir Sanguinetti, en skák ir Inga gegn Panno og Friðriks gegn Najdorf fóru báðar í bið. Viðureign annarra landa lykt- aði þannig að allar skákir Bar.öa ríkjanna og Danmerkur fóru í bið, Noregur tapaði tveimur skákum gegn Ungverjalandi, en tvær fóru í bið, Sovétríkin hlutu 1% vinning gegn Tékkóslóvakíu, sem hlaut 14 og tvær skákir íóru í bið, Austur-Þýzkaland hlaut 1 vinning á móti 114 hjá Júgó- slavíu og ein skák fór í bið. Búlgaría vann Spán með 254 vinningi gegn 14 og ein skák fór í bið og Rúmenía sigraði Kúbu með 314 vinning gegn 14. í B-flokki urðu úrslit sem hér segir í fyrstu umferð: Holland 2 — Finnland 1 (1 bið) Sviss 1 — Kanada 1 (2) Svíþjóð 214 — Kólumbía 14 (1) Pólland 2 — Belgía 1 (1) Skotland 2 — Frakkland 1(1) England 214 — Indónesía 14 (1) Austurríki 14 — Israel 14 (3) C-flokkur: Uruguay 214 — Venezúela 14 (1) Ecuador 2 — Puerto Rico 0 (2) Chile 1 — Tyrkland 0(3) Grikkland 2 — Túnis 2 Ítalía 214 — írland 14 (1) Portúgal 2 — Luxemburg 2 Filippseyjar 2 — Mongólía 1 (1) Um úrslit einstakra skáka er m.a. þetta vitað: Portisch vann Svein Johannessen, Szabo vann Arne Swaig, Gligoric og Uhl- mann skildu jafnir og Reinhard Fuchs vann Ivkov. ,Bezti veiðitíminn eftir ef veður helzt gott4 — Segir Jakob Jakobsson, fiskifræðingur JAKOB JAKOBSSON fiskifræð- ingur hefur nú látið af leiðang- ursstjórn um borð í Ægi og er nýkominn til Reykjavíkur til að vinna úr gögnum frá sumar- rannsóknunum. Mbl. átti í gær viðtal við Jakob og bað hann að skýra í stuttu máli frá síld- argöngu sumarsins. — Vart varð fyrstu síldar- göngu sumarsins í byrjun maí 150—200 mílur austur af land- inu. Er leið á mánuðinn gekk síldin áleiðis til lands, og kom lítilsháttar magn allt að 60 míl- ur frá landi. Meginhluti göng- unnar hélt mjög hratt áfram norður á bóginn alla leið til Jan Mayen, þar sem hún hélt sig fram eftir öllu sumri. — Var þessi ganga óvenju- lega sterk? — Nei, ekki myndi ég segja það, en hún var nokkru öflugri en við höfðum þorað að vona. Auk þess kom önnur ganga, sem við kölluðum Færeyingasíld, því að þeir fundu hana fyrstir, í júní og virtist hún vera dreifð út af Austfjörðum, en þar fóru góðar torfur. Um þetta leyti voru mánaðarmótin júlí-ágúst. Auk þessara gangna varð vart við síld öðruhverju annarsstaðar, en ekki verulegt magn. — Hvernig var veiðum háttað á þessu tímabili. — Eftir að kom fram í ágúst voru veiðisvæðin tvö. Milli fs- lands og Jan Mayen og ut af Austfjörðum. Veiðin við Jan Mayen lá niðri um tíma vegna þess að góð veiði var á miðunum út fa Austfjörðum. Við á Ægi héldum okkur á miðunum við Jan Mayen í ágústbyrjun og urðum þá varir við að síldin var farin að þétta sig og mynda góðar torfur. Um þetta leyti voru þarna slæm verðraskil, en ljóst, að síldin myndi hefja göngu suð ur á bóginn næstu daga. Þetta reyndist rétt og 16. ágúst byrj- aði veiði aftur þarna og fékkst gríðarmikill afli næstu 5 daga. Síldin gekk mjög hratt suður á bóginn, fór allt að 25 mílum á sólarhring. Veiðin fékkst fyrst og fremst vegna þess að vel var fylgst með henni og svo eru törf úrnar alltáf beztar er síldin er á göngu. — Hvernig var göngúnni hátt- að? — Sildin gekk frá Jan Mayen til SSV. til að byrja með, suð- ur fyrir 69. breiddargráðu, en síðan í SSA og hélt sig á djúp- slóð 150 mílur frá landi þar til hún stánzaði í Reyðarfjarðar- Blaðburðarfójk vantor í eftirtalin hverfi: Faxaskjól Lynghagi Kleifarvegur Ásvallagata Fossvogsblettur Efstasund Fálkagata Austurbrún Lambastaðahverfi Skerjaf. - sunnan fl. Talið við afgreiðsluna sími 22480 dýpi, og þar hafa skipin síðan verið að veiðum? — Hvaða síld er þetta? — Þessar tvær göngur eru um helmingur norska stofnsins. Hluti af síldinni kom frá V-Noregi, en hinn hlutinn frá Færeyjum, þar sem talsvert magn síldarinnar hrygndi. — Hverjar myndir þú telja orsakir þessarar miklu veiði? — Fyrst og fremst mynduðust torfur miklu fyrr út af Aust- fjörðum í ár en í fyrra og einníg var gangan suður frá Jan Mayen fyrr á ferðinni og nýttist betur. — Hafa síldveiðarnar verið með sama hætti í ár sem undan- farin ár? — Sl. sumar hefur verið óvenjulegt að því leyti, að allan fyrri hluta vertíðarinnar maí- ágúst gekk ekkert verulegt síld- ármagn á grunnmiðin, eins og undanfarin ár. T. d. 1964 og árin þar á undan var verulegt síldar- magn á Austfjarðamiðum, en fyrr á árum gekk hún á grunn- miðin fyrir Norðurlandi. — Hvað viltu segja um veiði- horfurnar næstu mánuði? — f sumar hefur verulegur hluti norska stofnsins haldið sig á svæði V og SV af Bjarnarey. Þar hafa norsk síldveiðiskip fengið góðan afla og einnig var rússneski reknetaflotinn á þess- Styrkur til rann- sókna á list um slóðum frá því í ágúst. Um miðjan september fóru Rússarn ir að flytja sig vestur á bóginn, og var þá ljóst að síldarganga var á leiðinni NA úr hafi. Vi3 á Ægi fórum á móts við þessa göngu og vorum að vona að hún myndi nálgast landið NA af Langanesi, en um 10. okt. breytti hún stefnu og hélt til SA á djúp miðin út af Austfjörðum Nokk- ur hluti göngunnar hefur þegar blandazt síldinni sem þar var j fyrir og ég geri fastlega ráð ! fyrir, að svo verði um alla góng- una. — Horfurnar eru þá mjög góð j ar? — Ég myndi 'celja, að ef litið ! er á hið mikla magn, sem barna hefur nú bætzt við, að bezti veiðitíminn sé eftir, en auðvitað veltur það allt á að góð veðr- átta haldist. — Eldsvoði Framhald af bls. 1. og S-Vietnam áttu í dag í hörð- um bardögum við öflugar sveit- ir Viet Cong skammt frá landa- mærum Cambodia. Tilkynnt hefur verið að Viet Cong kommúnistar hafi misst 145 menn fallna á 36 klst. Stöð ugt berst liðsauki til Bandaríkja hers og S-Vietnamhers. Bardagarnir geisa einkum á svæði þar sem Viet Cong menn hafa gert 35 niðurgrafin virki, og er talið að þar séu um 2000 menn. í gær gerðu Viet Cong menn tvær tilraunir til að brjót ast úr herkvínni, en guldu mikið afhroð. Vegna þess, hve blaðið fer snemma í prentun á laugardög- um höfðu ekki borizt fréttir af úrslitum í biðskákum fslending- anna né heldur ai gangi annarr- ar umferðar. f gær slæddist inn í fréttina af Kúbumótinu, að Freysteinn Þorbergsson hefði í undanúrslit um hlotið 514 vinning í 6 skák- um. Rétt er, að Freysteinn haiði hlotið 114 vinning í 4 skákum. Rússnesk saltsíld á sænskan markað SAMKVÆMT fréttum frá Gautaborg er væntanlegt þangað, eftir helgina, skip með 2000 tunnur af saltsíld frá Rússlandi. Sildin er veidd í Norðurhöfnum og á sam- kvæmt samningi að vera af sömu stærð og gæðum og úr- vals íslandssild. Síld þessi er hluti af 20 þús. tunnum saltsíldar, sem Rússar hafa selt fyrir milli- göngu umboðsfirma í Vestur- Þýzkalandi, til Svíþjóðar og fleiri landa. Söluverð þessarar síldar er talsvert undir því verði, sem íslendingar hafa selt fyrir til sömu markaðslanda. Þetta mun vera í fyrsta skipti, sem Rússar selja saltsíld á sænska síldarmarkaðinn, sem héfir frá upphafi síldarútyegs landsmanna verið aðalmarkaður íslenzkrar saltsíldar. Munchs ÓSLÓBORG veitir fyrir árið 1966 6.000 norskra króna styrk til norræns fræðimanns til rann- sókna á list Edvards Munchs. Rétt til umsóknar hafa allir vís- indamenn innan Norðurlanda. Styrkþegi fær, ef hann óskar þess, ókeypis húsnæði í styrk- þegaíbúð Munch-safnsins. Borg- arsöfn Óslóborgar áskilja sér rétt til að kunngera væntanlegar niðurstöður rannsóknanna. Umsóknir með upplýsingum um próf og tilgang rannsóknanna verða að hafa borizt fyrir 10. 1 nóvember Oslo Kommunes Kunst samlinger, Munch-museet, Töyen gata 53, Oslo 5. 1 KLUKKAN 8 var ennþá norð austan kaldi eða stinnings- kaldi sunnan og austan til á landinu, en hægviðri komið á Vestfjörðum. Lítils háttar él var á Austfjörðum og NA- landi, léttskýjað á S- og V- landi. Frost var víðast 2 til 6 stig. Kaldast á láglendi var 9 stiga frost í innanverðum Skagafirði, en 12 stig á Kili. Hæðin ýfir Grænlandi er á austurleið, og síðdegis í dag má því búast við, að kominn verði SV-kaldi með þíðviðri og lítils háttar rigningu um vestanvert landið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.