Morgunblaðið - 06.11.1966, Blaðsíða 23
Sunnudagur 8. nðy. 1966
MORCUNBLAÐIÐ
23
Stuðlar - strik - strengir
Söngleikur saminn eftir
„Aldrei á sunnudögum"
f FYRIK skömmu fóru vestur
um haf gríska leikkonan Mel-
Ina Mercouri og maður hennar,
leikstjórinn Jules Dassin, þeirra
erinda að vera- við frumsýn-
ingu á nýrri kvikmynd þeirra
hjóna og undirbúa söngleik,
sem sýna á í marzlok á Broad-
way og sniðinn er eftir met-
sölukvikmyndinni „Aldrei á
sunnudögum“. Melina var ráð-
in til að fara með aðalhlutverk
ið í söngleiknum og maður
hennar verður leikstjóri, en
mótleikari Melinu verður Or-
son Bean. Söngleikunum hefur
verið valið heitið „Illya, elsk-
an“ og Dassin mun hafa hönd
■í bagga með samningu leik-
textans eftir kvikmyndahand-
ritinu.
I Fréttamenn hittu þau hjón
að máli í New York skömmu
eftir komu þeirra þangað og
spurðu margs. Meðal annars
voru þau innt eftir því hvern-
ig myndin „Aldrei á sunnu-
dögum“ hefði eiginlega orðið
til.
„Jú“, sögðu þau, „það byrj-
aði, eins og flest annað í Grikk
landi, yfir borðum. Við vórum
að borða morgunverð sagði
Dassin — „og vorum orðin
auralaus“ skaut Melina inn í,
„og ég var að spyrja tengda-
móður mína“, hélt Dassin
ófram, „hvernig henni hefði
þótt myndin sem hún fór að
sjá kvöldið áður, mynd með
Brigittu Bardot. „Æ, ég ég veit
ekki“, sagði tengdamainma,
„mér þótti gaman að fara á
bíó hér áður fyrr, áður en
fjölskyldunni bættist þessi
hálfkaraði menntamaður sem
þú ert. Nú veit ég ekkert í
minn haus lengur". — „Og þá
var það“, sagði Dassin“, að mér
datt í hug sagan sem varð uppi
staðan í „Aldrei á sunnudög-
um“. Myndin átti sem sé eig-
ínlega að sanna tengdamóður
minni að ég væri ekki bara
„hálfkaraður menntamaður".
Melina Mercouri og Jules
Dassin höfðu bæði lengi unnið
að leiklist og kvikmyndum,
bæði saman og sitt í hvoru lagi,
áður en „Aldrei á sunnudög-
um“ varð til þess að kynna þau
alþjóð. Ýmsu því sem þau
gerðu var líka vel tekið, og
m.a. hlutU þau mikla listræna
viðurkenningu fyrir mynd sína
„Feigur“ (eða „Sá sem verður
að deyja“). „Myndin fékk 27
verðlaun á hinum og þessum
stöðurn", sagði Melina, „og var
sýnd við metaðsókn í Pitts-
burgh og hefði víst fáa órað
fyrir því“.
f kvikmyndinni sem áður
sagði frá og frumsýna átti í
New York er þau hjón komu
þangað, „10.30 e.h.. Sumar“
leikur Melina Mercouri fer-
tuga konu.
„Þetta er erfiðasta hlut-
verk sem ég hef nokkru sinni
leikið“, sagði Melina, sem leik-
ið hefur 120 hlutverk á sviði og
á að baki tylft kvikmynda að
auk. „Það er svo margt sem er
hluti af sjálfri mér í þessari
mynd, svo margt smávægilegt
sem enginn veit neitt um, sem
þessi jafnaldra mína hefur
fengið frá mér. Enda var ég
manni mínum afleit kona
meðan á kvikmyndatökunni
stóð“.
Dassin lét lítið yfir þvi, en
sagði það taka mjög á taugarn-
ar að eiga að leika svo „opið“
og hafa nær ekkert sér til
varnar í hlutverkinu.
Aðspurð hvernig þeim gengi
annars að vinna saman svona
alla jafna brosti Melina við og
sagði það ganga mjög vel.
„Þegar Jules er leikstjórinn
minn geri ég allt sem hann
segir mér, verð sú kona, sem
hann vill ég verði. Ég er grísk
eiginkona og grískar eiginkon-
ur eru mönnum sínum hlýðnar
og undirgefnar, svo hlýðnar og
þekkar og þægar að helzt er að
jafna til ambátta. En þær eru
hamingjusamar ambáttir". Og
Melina brosir við manni sín-
um stríðnisbrosi. „Ég meira að
segja kom með honum hingað
vestur núna bara af því að ég
er eiginkona hans. Ef ég hefði
verið ástkona hans hefði ég
setið heima“.
(Úr AP-fréttagrein).
Melina Mercouri og Jules Dassin við komuna til New York.
Goethe og hið tala&a orð
! Hvað er guili glæstara? —
Ljósið?
Hvað hressir betur en ljósið?
.— Samræður — skrifaði
Goethe í „Das Marchen" árið
1795.
I Og þá hressingu lét skáldið
«ig ekki skorta. Hann las fyrir
margar bóka sinna og nærri
öll bréf, ræddi við vini sína I
tíma og ótima og við sjálfan
sig ef ekki gat betri kost.
Mælska hans var mikil og
yfirþyrmandi og lét lítt sem
ekki á sjá þótt aldur færðist
yfir hann. Sá ávani hans að
gera jafnvel eintal sálarinnar
að samræðum tveggja aðila
var ekki aðeins sérvizka eða
skáldaleyfi heldur miklu frem-
ur táknræn fyrir þá sann-
færingu hans að ekkert væri
eins mikilvægt og hið talaða
orð, ekkert mætti síður missa
sín úr heiminum en skapandi
samræður.
Samtímamenn skáldsins
héldu allvel til haga ýmsu þvi
sem honum spratt af vörum og
var þó oftlega erfitt að henda
reiður á, því Goethe lét gamm-
inn geysa í samræðum við þá
sem honum þóttu skemmtileg-
ir viðræðu og fór úr einu í
annað, svo skjótt að áheyrandi
mátti hafa sig allan við a5
glopra ekki niður einhverju af
leiftrandi mælsku hans og
kímni ef svo bar undir.
Fyrir skömmu kom út á
ensku rit eitt er ber heitið
„Conversations and Encount-
„Hún ER lafði
Machbefh##
— segir Alec Guinnes
FYRIRSVAKSMENN Royal
Court-leikhússins í London
komu að máli við Sir Alec
Guiness fyrir alllöngu og
báðu hann leika þar, í hvaða
leikriti sem hann kysi sjálfur
og með hvaða leikurum, sem
hann vildi fá til samstarfs. Sir
Alec velti vöngum yfir boðinu
en ákvað loks að leika „Mac-
beth“ Shakespeares, sem hann
hafði reyndar leikið einu sinni
áður, fyrir um það bil tuttugu
árum.
Þessi ákvörðun Sir Alecs
vakti enga furðu en er hann til
kynnti hverja leikkonu hann
hefði valið til að fara með
hlutverk lafði Macbeth va'rð
uppi fótur og fit, því sú var
franska leikkonan Simone
Goethe
ers“ og l hefur verið safnað
ýmsum sögum af Goethe og
Signoret. Sjálfur hefur Alee
Guiness ekki séð Simone leika
á sviði þótt hún hafi gert tölu-
vert af því heima í Frakklandi,
en af kvikmyndum hennar
þóttist hann mega ráða að hún
gæti leikið hina margslungnu
lafði Macbeth án þess að fyrir-
gera kvenlegum þokka hennar
í hatri því og heift sem hlut-
verkið útheimtir „Það er ár og
dagur síðan nokkur brezk leik-
kona hefur leikið lafði Mac-
beth svo vel- sé“, sagði Sir Alec,
„og Simone á þess vegna ekki
við að etja neina snilldartúlkun
á hlutverkinu á sviði í Eng-
landi. Ég held hún geti þetta,
mér finnst sjálfum sem hún sé
raunverulega lafði Macbeth“.
hinu og öðru sem eftir honum
er haft, bæði í samræðum og I
tölum er hann flutti á mann-
fundum, brot úr bréfum og eitt
og annað smávegis, sem bregð-
ur ljósi á pennan síðasta
„uomo universalis" evrópskrar
siðmenningar. Þarna er að
finna svipmyndir af skáldinu
við ýmis tækifæri og ýmsar
aðstæður og skoðanir hans á
flestu milli himins og jarðar og
þar er sagt frá ýmsum atvikum
úr ævi hans, misjafnlega mikil-
vægum, svo sem því hvernig
hann eitt sinn ærði góðborgara
í Offenbach-am-Mairi með því
að vefja sig mjallhvítum
sængurklæðum og stíga á
„stultur" svo hann mætti leika
draug úti fyrir efrihæðarglugg-
um borgaranna eina nótt
þegar tungl óð í skýjum, eða
því er hann einhverju sinni
heillaði þá er hlýddu á hann
eina rökkurstund við Rín
mæla af munni fram forn
skozk kvæði og rímur eða þvl
Framhald á bls. 31