Morgunblaðið - 06.11.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.11.1966, Blaðsíða 4
4 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 6. nóv. 1966 BÍLALEIGAN FERÐ SfAff 35135 OC 34406 SEN DU M ið SÍM11-44-44 \mm Hverfisgötu 103. Ðaggjald 300 og 3 kr. ekinn km. Benzín innifalið. Sími eftir lokun 31104. LITLA bíluleigan Ingólfsstræti 11. Sólarhringsgjald kr. 300,04 Kr. 2,50 ekinn kilómeter. Benzín innifaiið í leigugjaldi Simi 14970 BÍIALEIGAM VAKUR Sundlaugaveg 12. Simi 35135. BÍIALEP S/A CONSUL CORXINA Simi 1058«. 4 Kr. 2,54 á ekinn kn RAUDARÁRSTfG 31 SfMI 22 0 22'' . ATHUGID! Þegar nruðað er við útbreiðslu. er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrua blöð—’. B O S C H Háspennukefli 6 voK. 12 volt. Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9- — Sinu 38820. Huggun í skamm- deginu Alltaf leggst menningunni eiihvað gott til. Nú auglýsir eitt veitingahúsanna, að í des- ember muni 19 ára sænsk stúlka sýna nektardans (strip tease) — öllum þeim, sem sjá vilja. Fylgir það sögunni að telpan hafi sýnt á sér kropp- inn á Norðurlöndum og víðar að undanförnu. Er ekki að efa, að þeir, sem stunda danshús- in, muni fagna þessari tilbreyt- ingu, því hingað til hefur eng- um hugkvæmst að sýna nakfcar stúlkur opinberlega í Reykja- vík. Ég minnist þess a.m.k. ekki. Og vafalaust verður þessi kroppur orðinn heimsfrægur, þegar hann kemur til fslands. ■Jr Nútíminn „Óskahljómleikar unga fólks- ins“ eru auglýstar í blöðum — og þar leika níu vinsælustu unglingahljómsveitimar. Þar er ekki böðið upp á neinn venju legan Kalla á Hóli með nikk- una sína, því hljómsveitirnar bera þessi virðulegu nöfn: Dátar, Toxic, Tónar, Óðmenn, Strengir, Sfinx, Tempó, Fjark- ar,_ Pónik. Ég spyr eins og maðurinn: Hvar eru Hljómar, Dónar og Gómar? -jb" Áfengislögin Ingvar Gíslason, alþingismað ur skrifar: „Kæri VelvakandL 1 dálkum þínum í dag (4. nóv.) er birt bréf frá „S.M.“, þar sem fjallað er um nýfram- lagt frumvarp til laga um breyt ingar á áfengislögum og um störf áfengismálanefndar, sem skipuð var sjö alþingismönn- um. Bréfritari hefur í senn uppi lof og last um störf þessarar nefndar, segir gagnasöfnun hennar „með miklum ágæt- um“, en úrvinnslu gagnanna „þvi sem næst enga“. Frum- varpinu líkir bréfritari við það, þegar fjöllin tóku jóðsótt og fæddist lítil mús. Ég vil leyfa mér sem einn af nefndarmönnum að gera stutta athugasemd við þessi skrif S. M., enda eru þau byggð á mis- skilningi að þvi er tekur til gagnrýni hans og til þess fall- in að sýna ranga mynd af mál- inu. 1. Áfengismálanefnd var aldrei falið að gera tillögur um algera umbyltingu á áfengis- lögum, enda kom þáð tæpast til álita innan nefndarinnar, eft ir ýtariegar athuganir og um- ræður. Nefndin varð hins veg- ar sammála um, að nauðsyn- legt væri að breyta nokkrum ákvæðum laganna, umorða önn ur og bæta fáeinum við. Gerð- um við tillögu um það efni, og ríkisstjómin féllst á að flytja þær sem breytingartillögur við áfengislögin. Vil ég leggja á það áherzlu, eins og dómsmála- ráðherra Jóhann Hafstein gerði, er hann mælti fyrir frumvarp- inu, að athugun á áfengislög- um væri aðeíns einn þáttur í störfum áfengismálanefndar, og sú athugun Ieiddi ekki til þess, áð ástæða þætti til grundvallar breytinga á áfengislögum. 2. Aðalverkefni áfengismála- nefndar samkvæmt ákvörðun Alþingis var „að rannsaka svo sem verða má ástandið í áfeng ismálum þjóðarinnar og eðli og orsakir þess mikla vandamáls. Jafnframt skal nefndin kynna sér framkvæmd áfengisvarna, starfsemi bindindissamtaka og endurskoða eftir þörfum gild- andi löggjöf um áfengismál. Að loknum athugunum sínum skal nefndin gera rökstuddar tillögur um úrbætur, er hún telur nauðsynlegar og fram- kvæmanlegar“. Nefndin leitaðist við að gera þessu margþætta verkefni eins góð skil og ástæður framast leyfðu. Það kom hins vegar snemma í ljós, að nefndinni var ekki fært innan þess ramma sem henni var markað- ur að láta fara fram allar þær víðtæku félags- og læknis- fræðilegu rannsóknir, sem eru undirstaða þess, að verkefninu verði gerð fullnaðarskil. Fyrst og fremst lagði nefndin sig fram um að safna á einn stað sem mestu af upplýsingum um hina ýmsu þætti áfengismál- anna. Þessar upplýsingar er að finna í skýrslu nefndarinn- ar og aðgengilegar hverjum, sem áhuga hefur á að kynna sér þær. Það má sjálfsagt lengi um það deila, hvenær fullunn- ið sé úr heimildargögnum, en ég vil áð gefnu tilefni frá S. M. geta þess sérstaklega, sem þó ætti ekki að vera þörf á, að auðvitað kynnti nefndin sér þessi gögn og byggði fyrst og fremst á því, sem þar er fram komið, allt það, er nefndin tel- ur ábótavant og til úrræða í áfengismálum. Bréf S.M. gæti gefið til kynna, að nefndin hefði ekkert til málanna að leggja annað en frumvarp til breytinga á áfengislögum, sem nú eru til umræðu á Alþingi. Þetta er rangt. Að vísu hygg ég, að segja megi að áfengis- málanefnd hafi sannreynt, svo áð ekki verði um villzt, að hvorki sé til fullkomin vísinda leg skýring á orsökúm áfengis- vandamálsins né altæk lausn þess. Eigi að síður bendir áfeng ismálanefnd á fjölmörg atriði, sem til bóta megi verða í á- fengismálum, og er ábendingar þessar að finna á bls. 60-62 í fjölritaðri skýrslu nefndarinn- ar. Ættu þeir, sem áhuga hafa á að kynna sér þessi atriði, að lesa sjálfar tillögurnar og helzt alla skýrslu nefndarinnar. Bréfritarinn S.M. leggur til, að komið verði upp nýrri nefnd, sem héldi áfram verki áfeng- ismálanefndar. Ekki skal ég hafa á móti því. Á hitt vil ég minna, því að bréfritari lætur þess í engu getið fremur en annarra tillagna áfengismála- nefndar, að fyrsta tillaga nefnd arinnar til úrbóta í áfengis- málum er sú að efna þurfi til víðtækra vísindalegra áfengis- rannsókna, bæ'ði félagslegra og læknisfræðilegra. í frambaldi af því leggur nefndin til, að komið verði upp sérstakri rann sóknarstofnun í áfengismálum og valdir sérfróðir menn til þess að gera tillögur um skipu- lag slíkrar stofnunar. Með þess um hætti vildum við nefndar- menn tryggja að áfengismála- rannsóknum yrðu gerð sem fullkomnust skil og önnur og betri en okkur var unnt á stutt um tíma við ófullnægjandi að- stæður. Ég vil að Iokum Iáta þá von i ljós, áð umræður um áfengis mál megi í framtíðinni bera meiri hófsemisblæ en oft áður. Öfgafutlur málflutningur á þvi sviði er engum til góðe, og einkum ættu menn að varast þá villu að ímynda sér að hægt sé að leysa áfengisvandamálið ■ í heild með einhverjum ein- földum ráðum, sem liggi rétt við tærnar á okkur. Ég vænti þess einnig, að skýrsla áfeng- ismálanefndar megi verða gagn legt framlag til heilbrigðra um ræðna um áfengismál og skyn- samlegrar skoðanamyndunar. Vii'ðingarfyllst". , Ingvar Gíslason. , HUSK Foreningen Dannebrog. meddeler at Andespillet afholdes í Sigtún i aften Söndag den 6. Nóv. kl. 20,00. M0d talrigt op tag venner og bekendte med. Venlig hilsen. Bestyrelsen. Söngfólk vantar í Kópavogskirkju. — Upplýsingar hjá organista kirkjunnar, Guðmundi Matthí- assyni, shni 4047®. Vörubílar til sölu Við höfum eftirtalda vörubíla til sölu: Volvo, 5 tonna, árgerð 1955, með dieselvéL Chevrolet, 4t4 tonna, árgerð 1955. Væntanlegir kaupendur snúi sér til Ágústs Óskarssonar á bifreiðaverkstæði okkar í Þverholti 22. Hf. Ölgerðin Egill Skallagrímsson Sími 1-13-90. V. W. eigendur Nýtt námskeið fyrir Volkswageneigendur byrjar mánudaginn 7. nóvember. Upplýsingar í síma 19896 og 34590. u, Okukenns'.an sL Vesturgötu 3. Vélstjóri Vélstjóri með próf frá rafmagnsdeild Vélskólans 1 Reykjavík óskar eftir atvinnu í landi. Tilboð merkt: wVélstjóri — 8054“ sendist afgr. Mbl. fyrir 15. nóv. nk. Skrifstofuhúsnæði 130 ferm. hæð til leigu Hentug í skrifstofur, lækna- gtofur, heitt og kalt vatn og vaskur i öllum herbergjum. Pétur Guðjónsson. Hverfisgötu 50, sími 13474, milli kl. 19 og 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.