Morgunblaðið - 06.11.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.11.1966, Blaðsíða 12
12 MORGU N B LAÐIÐ Sunnudagur 6. nóv. 1968 Víða hörð keppni milli demókrata og repúblíkana. Reiknað með að þeir síðarnefndu vinni eitthvað á. Ronald Regan á kosningafundi. Á þriðjudaginn munu tugir milljóna Bandaríkjamanna mæta á kjörstöðum í heima héruðum sínum til að kjósa fulltrúa á 90. löggjafarþing þjóðarinnar, ríkisstjóra í 35 ríkjum, nærri sjö þúsrmd fulltrúa á fylkisþing ríkj- anna, auk fjölda opinberra starfsmanna. Ekki er hér um forsetakosn- ingar að ræða svo búist er við minni kjörsókn en í kosning- unum 1964, þegar Lyndon B. Johnson var kjörinn forseti með 42.187.772 atkvæðum og Barry Gbldwater hlaut 26.607. 815 atkvæði. Kosið er til Bandaríkjaþings á tveggja óra fresti, og þá kjörn ir allir 435 þingmenn Fulltrúa deildarinnar og um þriðjungur þingmanna Öldungadeildarinn- ar að þessu sinni 35 menn. Er kosningaréttur miðaður við 21 órs aldur í 46 ríkjum, 18 ára í tveimur, 19 í einu og 20 í einu. Ekki er búizt vi'ð að kosn- ingarnar á þriðjudaginn valdi stórfelldum breytingum á vald ahlutfalli flokkanna á þingi er þó reiknað með að republikan ar vinni nokkuð á. Samkvæmt skoðannakönnun tímaritsins Newsweek hálfum mánuði fyrir kosningar virðast líkur fyrir því að republikanar vinni 28 sæti í fulltrúadeidinni og eitt í Öldungardeildinni. En þetta getur að sjálfsögðu breytzt. Rætist þessi spá þurfa demó- kratar þó engu að kvíða, því þeir hafa þá 66 sæti í Öldunga deildinni gegn 34 sætum repu blikana, og 267 sæti í Fulltrúa deidinni móti 168. SMÁFLOKKAR Þótt hér sé gert ráð fyrir að stóru flokkarnir tveir skipti með sér öllum þingsætum, eru fleiri flokkar sem tefla fram mönnum við kosingarnar. En ekki er búizt við að smáflokk- arnir fái neinn mann kjörinn. Einn þekkasti frambjóðandi smáflokkanna er Franklin D. Roosevelt yngri. Hann býður sig að vísu ekki fram til þings heldur sem ríkisstjóraefni frjáls lyndæ flokksins í New York. Fimm aðrir frambjóðendur sækjast eftir embættinu, og verða aðalátökin milli Nelsons Rockefellers, frambjóðenda rep úblíkana, sem er núverandi ríkisstjóri, og frambjóðanda demókrata Franks O'Connors. Eins og sést af framanskráðu er kosningafyrirkomulagið í Bandaríkjunum mjög frábrugð ið því, sem tíðkast hér á landi, þótt bæði ríkin séu lýðveldi. Ónnur deild bandaríska þings ins, þ.e. Fulltrúadeildin, er kjörin á tveggja ára fresti, en hver Öldungardeildarþingmað- ur er kjörinn til sex ára, og því hagað þannig að annað hvort ár losnar um þriðjung þingsæta í Öldungardeildinni. Þingmenn Fulltrúadeildar- innar eru 435, og fer það eftir íbúatölu hvers ríkis hve marga þingmenn það hlýtur í þeirri deild. Þannig eiga sex ríki — Alaska, Delaware, Hawaii, Ne- vada, Vermont og Wyoming — hvert fyrir sig aðeins einn þing mann í deildinni, en New York Frú Lurleen Wallace. á þar 41 þingsæti og Kalifornía 38. Þingmannatala hvers ríkis er endurskoðuð á tíu ára fresti til að halda sem mestu sam- ræmi mili íbúa- og þingmanna fjölda. Síðasta lagfæring var gerð fyrir kosningarnar 1962, og verður því næst fyrir kosn- ingarnar 1972. Þá verður Kali fornía með hæsta þingmanna tölu í Fulltrúadeildinni, því í- búatalan þar er þegar komin upp fyrir íbúatölu New York. Þingmenn Öldungardeildar- innar eru 100, og helzt sú tala óbreytt meðan ekki fjölgar ríkj um Bandaríkjanna. Ríkin eru nú 50, eftir að Alaska og Hawai bættust í hópinn, og á hvert ríki tvö sæti í Öldungardeild- inni án tillits til íbúafjölda. FORSETI í MINNIHLUTA Með hliðsjón af því að Öld- ungardeildarþingmenn eru kjörnir til sex ára og forseti kjörinn á fjögurra ára fresti, er auðséð að andstæðingar for setans geta átt meirihluta þing- manna deildarinnar og jafnvel þótt kosið sé til Fulltrúadeildar innar á tveggja ára fresti geta andstæðingar forsetans einnig verið í meirihluta þar. Hér á íslandi þýddi þetta að stjórn in yrði að segja af sér því hún nyti ekki stuðnings meirihluta á þingi. En í Bandaríkjunum hefði þetta það eitt í för með sér að forsetinn og ríkisstjórn hans þyrftu ef til vill að hrinda í framkvæmd lögum, sem flokk ur forsétans væri andvígur. Þegar forseti er kjörinn, skip ar hann sína eigin ríkisstjórn og lögum samkvæmt mega ráð- herrar ekki eiga sæti á þingi. Forsetinn er kjörinn til að gegna embætti sínu næstu fjög ur ár, og skiptir það ekki máli hvort þingið er honum hlið- hollt eða ekki. Að vísu hefur þingið heimild til að víkja for- setanum úr embætti fyrir að misnota völd sín. Hefur það einu sinni verið reynt. Var það fyrir um 100 árum þegar þing- ið vildi víkja Andrew Jackson forseta úr embætti. En ekki fékkst þá tilskilinn meirihluti og hefur þetta ekki verið reynt síðan. ÞRÍSKIPT VÖLD Samkvæmt stjórnarskrá Band aríkjanna frá 1787 er gengið svo frá málum að þrír aðilar skipta þar með sér völdum. í fyrsta lagi er það forsetinn, sem hefur framkvæmdarvaldið í öðru lagi hæstiréttur sem fer með dómsvaldið, og í þriðja lagi þingið, sem hefur löggjafar- valdið. Fyrsta grein stjórnarskrárinn ar ákveður að allt löggjafar- vald skuli vera í höndum þings ins, og er síðan rakið hve víð- tæk þau völd skuli vera. En þingið er ekki almáttugt, því stjórnarskráin setur því tak- mörk. Þar er tekið fram að þingið geti ekki skert réttindi einstaklingsins að því er snert ir til dæmis, trúfrelsi, málfrelsi og prentfrelsi. Þegar stýárnarskráin var sam in voru ríkin eða réttara sagt nýlendurnar, aðeins 13. Áttu höfundar stjórnarskrárinnar í miklum erfiðleikum við að semja stjórnarskrá, sem tryggði öllum nýlendunum jafnan rétt á þingi, en tæki þó tillit til þess að sumar voru þéttbýlar, aðrar strjábýlar. Var það því úr að skipta þinginu í tvær deildir, og skyldi kjörið í aðra deildina eftir íbúafjölda en í hinni deildinni hefðu öll ríkin jafnan atkvæðisrétt. Forsetaembættið og fram- kvæmdavaldið var gert óháð þinginu að því leyti að forset- inn er kjörinn sérstaklega og til fjögurra ára hverjar svo sem breytingar verða á skipan þingsins. Og til að gera fram- kvæmdavaldið enn óháðara þinginu er kveðið svo á í stjórn arskránni að ráðherrar megi ekki eiga sæti á þingi. Forset- inn getur neitað að undirrita lög sem þingið samþykkir, og þing ið getur komið í veg fyrir að forsetinn komi sumum stefnu- málum sínum í framkvæmd, en hvorugt leiðir til þess að stjórn in segi af sér. Þing og forseti eru kjörin fyrir ákveðið tíma- bil, og atkvæði kjósenda ráða hverjir fara með framkvæmda og löggjafarvaldið þann tima. Geta svo kjósendur skipt um forseta á fjögurra ára fresti og þingmenn á tveggja ára fresti þyki þeim mennirnir ekki standa í stöðum sínum. ÓHÁÐIR FLOKKNUM Einmitt þessi skipting fram kvæmda- og löggjafarvaldsins hefurþað í för með sér að þing menn eru óháðari „flokkslínum" en tíðkast víða annars staðar. í Bandaríkjunum situr ríkis- stjórnin að völdum kjörtíma sinn hvernig sem málum hátt ar á þingi. Og vegna þess að þingmenn þurfa ekki að óttast að stjórnin falli né að efna þurfi til nýrra kosninga, geta þeir verið sjálfstæðari í mál- efnamati en tíðkast ví'ða annars staðar þar sem þingbundið lýð ræði ríkir. Hver þingmaður veit að það eru kjósendur heima fyrir, sem ráða því á tveggja og sex ára fresti hvaða fulltrúa þeir senda á þing, en ekki flokksforustan, og jafnvel þótt hann gangi á móti stefnu flokks ins í einhverjum málum, hefur það ekki áhrif á það hvort flokk urinn situr áfram í stjórn eða ekki. Þetta sjálfstæði þingmanna hefur leitt til þess að við at- kvæðagreiðslur á þingi taka þeir fyrst og fremst tillit til málefnalegs gildis frumvarp- anna, og þýðingu þeirra fyrir heimahéruð sín. Sem dæmi um þetta má taka mál, sem marg sinnis hefur skotið upp koll- inum á þingi, en það er ákvörð un verðs á jarðgasi. Þingmenn þéttbýlisins, New York borgar Chicago og Philadelphia, hvor um flokknum sem þeir fylgja viija tryggja kjósendum sínum lágt gasverð því rafmagnið hef ur ekki útrýmt gasinu til heim ilisnota eins og hér. Þingmenn dreyfbýlisins, til dæmis frá Oklahoma, vilja hins vegar hátt gasverð, að því að gas finnst þar í jörðu. Allir gætu þessir þingmenn tiheyrt sama flokki, þótt þeir stæðu ekki saman um afgreiðslu málsins. Einnig kemur það oft fyrir að þingmenn ákveðinna lands- svæða taka höndum saman hvort sem þeir fylgja demó- krötum eða repúblíkönum að málum. Kemur það meðal ann ars til af því að minni munur er á flokkunum tveim en flest um flokkum, sem við líði eru í Evrópu. 1 báðum flokkum eru frjálslynd öfl og íhalds- söm. Að vísu er flokkur demó krata talinn frjálslyndari, en repúblíkanar hægri, flókkur eins og sjá má af því m.a. að flokkurinn tefldi Barry Gold water fram í síðustu forseta- kosningum. Samt eru repúþlí- kanar í Norður og Vestur ríkj- unum yfirleitt frjálslyndari en demókratar í Suðurríkjunum. Og demókratar í Suðurríkjun- um eiga oft frekar samleið með hægri armi repúblíkana en eigin flokksbræðrum að norð an. FORSETINN I KOSNINGA- BARÁTTU. Kosningabaráttan að þessu sinni er komin á lokastig. Og þótt ekki sé alltaf auðvelt að greina milli stefnu flokkanna, leggja allir að sjáfsögðu hart að sér í baráttunni. Það eru ekki eingöngu innanhéraðsmál George Romney. sem skipta máli í baráttunni, heldur að sjálfsögðu einnig frammistaða ríkisstjórnar demó krata og þá Johnsons forseta. Má þar nefna styrjöldina í Viet nam hækkun verðlags innan- lands og kynþáttaóeirðirnar, sem mikið hafa komið við sögu síðastliðið sumar. Johnson íorseti tók virkan þátt í baráttunni áður en hann hélt í ferð sína til Kyrrahafs- ins fyrir þremur vikum. Og ferðin sjálf varð sízt til að draga úr áhrifum hans heima fyrir. En síðan hann kom heim hefur forsetinn ferðast víða til að styðja framgjóðendur demó- krata. Sama er að segja um aðra framámenn flokksins, eins og til dæmis Robert Kennedy, Old- ungadeildarþingmann New York. Hann er ekki í fram- boði að þessu sinni, en hefur Framhald á bls. 31 Rikisstjórnarfundur hjá John son forseta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.