Morgunblaðið - 06.11.1966, Blaðsíða 3
ÖUlAMUUcigUI O. IIUV. 1»UU
Hfk W «1 W ÉiW fc# <W « W
Sr. Jon Auðuns, dómprófastur:
Á leiftum
ódáinsheima
HINN forni minningardagur
framliðinna, Allra sálna messa,
var og er 2. nóv. En eftir að
hætt var að mestu að halda há-
tíðir og messur á virkum dögum,
færðist Allra sálna messa á
fyrsta sunnudag í nóv. Sá dagur
er í dag.
f>ótt upprisan hafi verið boð-
uð látlaust í 19 aldir og þratt
fyrir ótal vitnisburði þess á
öllum öldum, að líf er að baki
dauða, vaknar með hverri nýrri
kynslóð efi um sitthvað það sem
kynslóðin á undan var sann-
færð um. Þessvegna glíma menn
sífellt við gátu dauðans.
Einn þeirra, sem mjög glímdi
við þá gátu með margvíslegum
rannsóknum var hinn víðfrægi
lífeðlisfræðingur, Ch. Richet,
prófessor við Sorbonneháskóla.
Þessa sögu kvaðst hann hafa
sannreynt:
Lítill drengur var að deyja og
í sama herbergi svaf yngri bróð-
ir hans, tveggja og hálfs árs
gamall. Á sama augnabliki og
litli sjúklingurinn andaðist,
vaknaði bróðir hans, benti fagn
andi upp fyrir sig og kallaði:
„Mamma, sjáðu fallegu konurn-
ar hjá honum bróður mínum.
Ó, hvað þær eru fallegar. Þær
ætla með hann burt“.
Barnið vissi ekki, hvað var að
gerast, skildi ekki að bróðirinn
var að deyja og hélt, að móðir-
in sæi fallegu konurnar líka. En
hún sá ekkert, nema dapurlegt
helstríð deyjandi barns.
Fyrir nokkrum árum háðu
danskir kirkjumenn deilu. Kunn
ur guðfræðingur hafði opinber-
lega dregið harðlega í efa, að
mannssálin lifði likamsdauðann.
Kirkjumenn risu til andmæla og
lögðu saman í bók. Þeir héldu
því flestir fram, að mannssálin
væri ódauðleg, en töldu alger-
lega ókristilegt, óbiblíulegt og
ólúterskt að gera ráð fyrir þró-
un og framförum sálarinnar eft-
ir dauðann. Örlög hennar yrðu
óhagganlega innsigluð á andláts
stundinni.
Hugsandi menn taka með var-
úð slíku kristniboði, að manns-
sálin geti enga möguleika átt til
vaxtar og þroska eftir þetta
stutta jarðlíf. Eða erum við ekki
barnaleg, breyzk og brotleg öll,
þegar jarðlífi líkur, jafnvel göf-
ugustu menn? Situr þá um eilífð
við það, sem sat, þegar dauðinn
kom?
Hversu „rétttrúnaðarleg" sem
þessi kenning kann að vera,
verður hún aldrei fráleitari en
þegar við stöndum við banabeð
barnsins. Er í alvöru hægt að
trúa því, að barnið verði um ei-
lífð barn og óviti, af því að það
deyr á bernskuskeiði? Gömul
guðfræði kennir um sælustað
dáinna barna, þar sem þau eiga
að una um eilífð við sinn óþrosk
aða hugmyndaheim, sitt bernska
líf. Sættir þú þig við þessa hug-
smíð guðfræðinga, sem þannig
gera sjálfan Guð að úrræðalausu
barni? Ég get það ekki.
Og aldrei verður þessi spurn-
ing brýnni, en þegar höfð eru í
huga vangefin börn, fávitar, sem
enga þroskamöguleika höfðu^g
jörðu. Verður fávitinn að eilífu
fáviti? Verður þessari sorglegu
hryggðarmynd að eilífu ekki
breytt?
Hugsandi menn snúa sér frá
slíku trúboði með fyrirlitningu
hversu mikinn helgisvip sem
menn setja upp, þegar þeir boða
þetta. Menn trúa því fæstir, að
glæpamaðurinn verði um eilífð
glæpamaður, fávitinn að eilífu
barn.
Ntm sgir þau örlög mannsins,
að ná „vaxtarhæð Kristsfylling-
arinnar", að maðurinn eigi eftir
að bera hans heilögu mynd.
Ég tala við þig, sem þessar lín
ur les, eins og vin á vegi, sem
við erúm að ganga saman. Trúir
þú því um þig, að þá háleitu
mynd megir þú bera, þeirri guð
dómsmynd munir þú ná óðara
og líkamsfjöturinn er af þér
fallinn? Þykir þér ekki trúlegra,
að á leiðum ódáinsheimanna
verðir þú að læra margt, sigrast
á ótal mörgu sem fylgir þér héð-
an yfir landamærin? Þykir þér
ekki trúlegra, að leiðin þín verði
nokkuð löng um lönd og álfur,
um heima og himna, unz þú nær
því markmiði að bera æðstu
myndina, sem á jörðu hefir ver-
ið borin, sjálfa „vaxtarhæð
Kristsfyllingarinnar ? “ Hvort
þykir þér trúlegra, að á dauða-
stundinni vinni Guð á þér það
kraftaverk, að íklæða þig þeirri
háleitu mynd, eða þú eigir enu
eftir langa, langa leið? ^
Á þeirri leið, leiðinni unt
ódáinsheimana, eru þeir seir»
þessi kirkjuhátíð er helguð. Á
þessar leiðir eigum við síðas
að leggja, ég og þú. Mun ekki
leiðin okkar löng frá dýrslegum
hneigðum upp í heilagleikana
svimandi háu hæðir? Ætlar þö
að ljúka þeirri ferð með þvi
einu að deyja? Hvarvetna er líf-
ið að þræða veg hægfara þró-
unar og þeim mun hægar sækist
þróunin, sem markmið er háleit
ara. Það kostar mannkynið þús- '
unda ára göngu, að stíga eitt
þróunarskref, og um þúsundir,
milljónir ára, hefir maðurinn
verið að þokast í áttina að því,
sem nú er náð.
Og þó eru þetta ekki nema
byrjunarspor. Mun þá ekki leið
in löng að markmiði, sem er
óendanlega miklu hærra?
Þú átt mikla ferð framundan.
Þú átt stóra hluti í vændum.
Yfir ferðinni þinni vakir hann,
sem vakir yfir vegferð vinanna,
sem þú minnist í dag og þessi
hátíð er helguð.
EFTIR EIIMAR SIGURDSSON
ÚR VERINU
Reykjavík.
Síðastliðna viku var stirð tíð,
einkum síðari hluta hennar, og
barst enginn fiskur á land í
íteykjavík.
Gísli Arni kom með 220 lestir
af síld til Þorlákshafnar, og var
henni ekið til Reykjavíkur og
hún fryst þar. Fleiri bátar komu
með síld til Þorlákshafnar.
Allir togarar sigla nú með afla
einn til sölu á erlendum markaði.
þeir fá þar mun betra verð en
með því að selja hann heima, á
að gizka um 50% meira eða við
2 krónum á hvert kg. og er þá
tekið tillit til, að hægt er að afla
meira magns, þegar landað er
heima, og eins að olían er rúm-
lega % ódýrari erlendis.
Togarinn Sigurður seldi í vik-
unni í Þýzkalandi 141 lest af
fiski fyrir 139.00 mörk, Úranus
140 lestir fyrir DM. 127.300 og
Jón Þorláksson 102 lestir fyrir
DM. 86,400.
V estmannaey jar.
Mjög lítið var róið í vikunni
vegna ógæfta, og þeir, sem flúðu
inn undan veðrinu, voru með
sáralítinn afla, 1-2 lestir.
3 bátar komu á laugardaginn
með síld að austan til frystingar,
Margrét með 120 lestir, Halkion
140 lestir og Vonin 60 lestir. Von
var á fleiri bátum.
Akranes.
Aðeins var róið 2 fyrstu daga
vikunnar og þá einungis 2 bátar.
Aflinn var 5% — 6 lestir og er
aðeins að glæðast á línuna.
Tveir bátar komu á laugar-
daginn með síld að austan, Höfr-
ungur II með 130 lestir, sem voru
frystar og Sólfari með 100 lestir
sem voru saltaðar.
Sandgerði.
Línubátar réru 2 daga framan
af vikunni og fengu 2—4 lestir
á skip. Er aflinn minni nú en
áður og hefur ýsan horfið úr
honum. Minni bátarnir komust
upp í 2 lestir.
Tveir togbátar komu inn í vik
unni, og var annar þeirra með
góðan afla, 10 lestir, nær ein-
göngu karfa. Sæmilegur afli væri
líklega hjá torlbátunum, ef gæft
ir væru betri
Keflavík.
Aðeins var róið einu sinni í
vikunni með línu, og var aflinn
3% — 4Vá lest hjá bát.
Síðastliðinn mánuð réru 4 10
—20 lesta bátar með línu og
fengu alls 55 lestir og 3 50 —
60 lesta bátar, sem fengu 195
lestir. Var meðalafli hjá þeim
stærri 4,4 lestir í sjóferð og er
það ekki sem verst.
24 bátar stunduðu dragnóta-
veiðar í sumar og öfluðu 3.900
lestir. Hæsti báturinn fékk 444
lestir, að meðaltali 4,6 lestir í
róðri.
Auk dragnótabátanna voru
nokkrir bátar með troll og sum
ir með dragnót og troll, 7 þeirra
veiddu humar framan af.
Hæstu bátarnir eru með meiri
afla nú en í fyrrasumar.
Fá Grænlendingar togara?
Hin konunglega Grænlands-
verzlun hefur nú beðið norska
skipasmíðastöð um tilboð í smíði
á 550 lesta skuttogara. Á togar-
inn að vera með 1300 hestafla
diselvél. Gert er ráð fyrir, að
skipið kosti 30 miljónir króna.
Vél, sem slægir.
í noskri fiskverkunarstöð hef-
ur nú verið komið fyrir þýzkri
vél, sem slægir 2'5—40 fiska á
mínútu. Einn mann þarf til að
mata vélina. Þetta væri eitt-
hvað í vinnuaflsskortinum á
vertíðinni.
NorSmenn stöðva.
Norðmenn stöðvuðu síld- og
makrílveiðar í bræðslu hjá sér
um sl. mánaðamót. Veiðin hafði
aldrei verið meiri en einmitt
daginn áður en stöðvað var, tæp
ar 17.000 lestir, mest makrill Er
það um 50% meira en mest hefur
aflazt á einum degL
Verður síld til frambúðar?
Norðmenn brjóta nú mjög heil
ann um, hvort hinar miklu Norð
ursjávarsíldveiðar verði til
frambúðar. Sérfræðingarnir telja
sig ekki geta sagt neitt ákveðið
um þróunina, og eru skiptar skoð
anir um, hvort um ofveiði sé að
ræða eða ekki. Ekki verður kom
izt hjá að viðurkenna, að ó-
hemju magn er í sjónum af síld
og makrill segja þeir, sem hvoru
tveggja er jafnvel þegið.
f Noregi eins og hér eru uppi
raddir um meiri hagnýtingu síld
arinnar til manneldis, en þar er
sama sagan og hér, að alveg
hverfandi lítið er hagnýtt til
manneldis borið saman við þau
ósköp, sem fara í bræðslu.
500 norsk nýtízku skip eru
í síldveiðiflota Norðmanna, sem
þátt taka í Norðursjávarveiðun-
um. Það eru um helmingi fleiri
skip en hjá íslendingum.
Norðmenn eru mjög stoltir af
síldveiðiflota sínum eins og hann
er orðinn, en þeir hafa undan
farið byggt og byggt eins og fs-
lendingar Svíar eru að byrja
sína þátttöku í sildveiðunum í
Norðursjó, en Danir hafa enn
ekki hreyft sig.
Spánski freðfiskurinn.
Spánn er gamalt viðskiptaland
fslendinga með saltfisk sem kunn
ugt er. Spánverjar neyddu ís-
lendinga um 1921 til þess að
hverfa frá bannlögunum og leyfa
innflutning léttra vína og gáfu
í skyn, að saltfiskmarkaðurinn
gæti ella verið í hættu.
Spánverjar hafa undanfarin
ár byggt togara, sem frysta fisk
inn um borð, og hefur fram-
leiðsla á frosnum fiski aukizt á
fáum árum úr 60.000 lestum í
hvorki meira né minna en 300.000
lestir. Það sést á því, hve geysi-
mikið magn þetta er að öll freð-
fiskframleiðsla íslendinga var
síðastliðið ár ekki nema 57.000
lestir.
Spönsku frystitogararnir hafa
aflað vel. %hlutar eða 200.000
lestir af aflanum hafa fengizt í
Norðvestur-Atlandshafinu, þ.e.
sjálfsagt við Grænland og Ný-
fundnaland. Hefur þessi útgerð
gengið mjög vel. Nú hefur freð-
fiskframleiðslan vaxið svo hratt,
að ekki hefur tekizt að auka
neyzluna í hlutfalli við hana.
Erfiðlega gengur að selja allt
magnið, og eru Spánverjar meira
að segja farnir að flytja út freð-
fisk og jafnvel líka saltfisk.
Keðjuverkun.
Forsíðugrein í Tímanum í vik
unni um Vélamiðjuna Héðinn
vakti mikla athygli. Var þar tal
að um samdrátt hjá fyrirtækinu.
í Morgunblaðinu birtist svo við-
tal við Svein Guðmundsson for-
stjóra Héðins. Hann segir, að sam
dráttur eigi sér alltaf stað á haust
in, en bætir við, að ekki sé ó-
eðlilegt, að fækkun togaranna og
hráefnisskortur frystihúsanna
komi niður á þjónustufyrirtækj-
unum.
Þessi augljósu sannindi eru i-
hungunarefni fyrir allan fjöld-
ann. Bátunum, sem veiða mest
fyrir frystihúsin, fækkar um
30—40 á ári, og enginn nýr bætist
I við. Hráefnið minnkar og vinnsl
an í frystihúsunum dregst sam-
an, en fasti kostnaðurinn vex
þeim yfir höfuð og erfiðleikarn-
ir steðja að. Reynt er að spara
á öllum sviðum, jafnvel nauð-
synlegasta viðhald látið sitja á
hakanum. Þetta bitnar á þjón-
ustufyrirtækjum eins og smiðj-
unum, og færist svo yfir á starfs
mennina, sem missa fyrst eftir-
vinnuna og síðar er sagt upp.
Þeir fara að keppa á hinum al-
menna vinnumarkaði og ryðja
öðrum burt eða verða atvinnu-
lausir sjálfir. Viðskipti dragast
síðan saman vegna minnkandi
kaupgetu.
• Einfaldasta lausnin á þessum
vandamálum er að búa þannig að
vélbátum undir 120 lestum, að
þeir skili það góðri afkomu, að
menn geti endurnýjað skipin.
Það væri ekki mikið, þótt
gerð væri áætlun um smíði 30
vélbáta á ári af stærðinni 70 —
120 lestir á næstu 5 árum. Það sjá
allir menn, að hverju stefnir, ef
ekkert er aðgert til þess að end-
urnýja smærri bátaflotann. En
númer eitt í þeim efnum er betri
starfsgrundvöllur.
Skýrari línur
Menn býða í ofvæni eftir að
línurnar skýrist. Fram undan
getur verið rólegur tími að
nægri atvinnu og vaxandi vel-
megun, en núna getur líka verið
lognið á undan storminum. Mikil
óvissa ríkir um framtíðina eins
og stendur.
Sjávarútvegurinn hefur borið
sig illa vegna vaxandi tilkostnað
ar, verðfalls og minnkandi hrá
efnis. Hann reynir að verjast á-
föllum með því að draga saman
seglin, en þá bærir atvinnuleysið
óðar á sér.
Vinnudeilur hafa skotið upp
kollinum í einstaka iðngreinum
en hingað til hjaðnað niður aftur
Búrfellsdeian er annars eðlis.
Þar er meiri harka af hálfu laun
þega. Komið hefur þar til fyrstu
verkfallanna í haust, og þótt þau
séu stutt í upphafi, veit enginn
til hvers. þau kunna að leiða
Báðum aðilum er vafalaust ljóst
að hér er um fordæmi að ræða
ef samið verður um kauphækk-
un. Nú er ekki að vita, hve mikil
vægar framkvæmdir eru hér á
ferðinni, en á því kann að velta
mikið um lausn þessa máls.
Alþýðusambandsþing er á
næstu grösum. Enginn vafi er á
að það lætur kaupgjaldsmálin
til sín taka. En hvort þingið telur
skilyrði fyrir kauphækkun eins
og ástandið er í atvinnulífinu,
skal ósagt látið.
Þá eru síldveiðarnar óráðin
gáta. Verðið hefur fallið á af-
urðunum meira en sem nemur
aflaaukningunni eða a.m.k eins
mikið. Þetta á ekki nema að litlu
leyti rót sína að rekja til auk-
innar veiði íslendinga. Perúmenit
veiða mörgum sinnum meira al
sinni ansjósu en við af okkas
síld. Sama er að segja um Norð
menn, þeir veiða miklu meira al
síld, makríll og lognu en vi&
Báðar þessar þjóðir hafa nú veitl
miklu meira magn en áður. Auk
þess veiða svo margar aðrar þjóð
ir síld og allt hvað heiti heful
til mjöl- og lýsisframleiðslu, má
þar aðeins nefna Dani, Banda*
ríkjamenn, Afríkubúa og margaj
fleiri þjóðm
Nú velta menn því fyrir sél
hvort lækka eigi verðið eða stöð
va veiðarnar. Það kom fram hjá
sjávarútvegsmálaráðherranum 1
blaðaviðtali að hann hefur miklai
áhyggjur út af þessu máli. Mikil
spenna er í þessum málum, og
bíða menn með óþreyju úrskurð
ar yfirnefndarinnar.
En er sæmilega kyrrt í stjórn
ngálunum, þó nálgast óðum sá
tími að kosningabaráttan byrji
fyrir alvöru. Nú eru tæpir 1
mánuðir til kosninga, en viðbúið
er að orrahríðin byrji ekki fyrii
alvöru fyrr en eftir hátíðar,
Flokkarnir hafa verið að halda
minniháttar fundi og kanna lið-
in með tilliti til kosninganna.
Framboð verða þó vart ákveðin
almennt fyrr en eftir áramót
Allt eru þetta mikilvæg atriði
sem hafa áhrif á líf og afkomu
fólks og atvinnuveganna í land-
inu eftir því hvernig þau þróast
og við þeim verður snúist. Al-
menningur í landinu hefur haft
tiltölulega góða afkomu, og
hann vonar að hann geti haft
það áfram en þó eru menn kvíðn
ari nú en oft áður um framtíð
sína. Það er sjávarútvegurinn
þessi höfuðatvinnuvegur þjóðíir-
innar, sem veldur mönnum
mestum áhyggjum.
Þjóðin hefur undanfarið búið
við frjálslynda stjómarstefnu,
þar sem leitast hefur verið við
að bæta úr almennum þörfum
borgaranna og koma atvinnu-
vegunum til hjálpar, eftir þvl
hvar skórinn kreppti hverju
sinni. Verkamenn og atvinnurek-
endur eiga mikið undir að úr
þeim erfiðleikum, sém nú steðja
að sjávarútveginum, rakni fljótt
og vel og bíða þess með eftir-
væntingu, að línurnar skýrist.
□ —--—------------------ Q
Cotonou, 4. nóvember - NTB
Starfslið sendiráðs Alþýðulýð-
veldisins Kína í Accra, höfuð-
b°rg Ghana, heldur heimleiðis á
morgun, laugardag. Frá þessu
var skýrt í útvarpinu í Accra í
dag.
Stjórnin í Ghana hefur sakað
Kína um að hafa rofið stjórn-
málasamband ríkjanna. Hafi
Pekingstjórnin neitað sendiráði
Ghana í Peking um leyfi til að
skipta fé, en sendiráðið taldi sig
eiga rétt til þess.