Morgunblaðið - 06.11.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.11.1966, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 6. nóv. 1966 ERLEIMDUR JÓIMSSON SKRIFAR UIVi Sigurbjörn í Vísi segir frá Sigurbjöm Þorkelsson: HIMNESKT ER AÐ LIFA, sjálfsævisaga I. Prentsœiöjan Leiftur hf. Reykjavík. JÓN Steingrímsson skrifaði end- urminningar sinar handa dætr- um sínum. Sigurbjörn Þorkels- son hóf líka áð skrifa sínar end- urminningar hvattur af sínum börnum. Jón Steingrímsson var- aði við að ævisaga sín kæmi fyrir sjónir „hótfyndinna last- ara, öfundar- og hatursmanna“ sinna, enda var hún ekki í letur faerð með bráða útgáfu fyrir augum. En hvort tveggja er, að Sigur- björn semur sínar endurminn- ingar með prentaða útgáfu fyrir vetna að rétta hlut lítilmagnans, og lendir því ósjaldan í rysking- um, sem enda yfirleitt, fyrir guðs tilstilli, með sigri hans sjálfs. Hann er smár vexti, en eftir því knár og svo snöggur í snúningum, að andstæðingurinn veit sjaldnast, hvaðan á sig stend ur veðrið, fyrr en Sigurbjörn er búinn að spenna hann hrygg- spennutökum, hefja hann á loft og leggja hann flatan. En ryskingar þessar valda ekki eftirmálum, því Sigurbjörn er, eins og fyrr segir, sáttfús, og ósjaldan verður hinn sigraði góð- vinur sigurvegarans, strax eftir að vígamóðurinn hefur runnið af köppunum. Því það er aðall Sigurbjörns, Sigurbjörn Þorkelsson í Vísi. augum, og „öfundar- og haturs- menn“ á hann enga af bók hans að dæma, hvað ekki er að efa, að satt sé og rétt. Hitt er aftur á móti sameigin- legt með þeim Jóni og Sigur- birni, að báðir treysta hand- leiðslu drottins og fara hvergi í launkofa með trú sína á skapar- »num. Að öðru leyti skulu hvorki þeir né ævisögur þeirra saman bornar hér, enda skilur þar vif- anlega margt á miUi. Sigurbjörn Þorkelsson hefur lifað langa ævi. Hann er nú átt- ræður að aldri og einu ári betur. Fyrsta bindi ævisögu hans, það sem hér um ræðir, greinir þó aðeins frá tveim fyrstu áratug- unum, losar samt fjögur hundruð blaðsíður þéttprentaðar, svo geta má nærri, að frá mörgu er sagt og óvíða stiklað á stóru. Fyrst greinir höfundur ná- kvæmlega frá ætt sinni og upp- runa, því næst frá fyrstu upp- raxtarárum sínu-m í Kjósinni, fyrstu ferð sinni til Reykjavík- ur, síðan frá því, er hann fluttist þangað með foreldrum sínum. Þá segir frá námi hans í höfuð- sta'ðnum, kynnum hans af séra Friðrik og stofnim Kristilegs unglingafélags, störfum hans ýmiss konar, skemmtun og dægrastytting. í hverjum kafla kemur við sögu fjöldi fólks; nafnaskráin í bókarlok fyllir tólf smáleturs- síður. Sigurbjörn er alís staðar meðal fólks, í blíðu og stríðu, sorg og gleði. Hann er skapmik- iU, fljótur að stökkva upp á nef sér, þyki honum við einhvern, en jafnfljótur tíl sátta, hver sem í hlut á. Hann er hvarvetna vel- kominn gestur, vinmargur og vin fastur og mannblendinn í fyllsta máta. Hann leiðir aldrei hjá sér ójafnan leik, en reynir hvar- að hann heldur tryggð við alla, sem hann kynnist; nýtur þess síð ar á ævinni að greiða fyrir mörg- um, sem hann hafði kynnzt 1 upp vexti, ekki aðeins þeim, sem höfðu reynzt honum vel, heldur einnig þeim, sem hann hafði átt í brösum vfð. Hann ber öllum góða sögu. Hvarvetna er hann innan um fólk, yfirleitt margt fólk, sums staðar fullmargt vegna ókunn- ugs lesanda, sem veit á því fæstu nein deili áður. En allur þessi mannfjöldi kemur fráleitt að sök, nema síður sé, ef lesandinn er. eitthvað kunnugur sögufóikinu, áður en hann opnar bókina. Gamlir Kjósverjar og Reykvík- ingar hljóta að þekkja urmul fólks í þessari bók. Og í því er einmitt fóigið hið almenna fræði- gildi hennar, hversu mörgum eru þar nokkur skil gerð. Hitt eykur svo á skemmtigildi bókarinnar, að höfundur segir létt og lipurlega frá. Hann er gæddur frásagnargleði og frá- sagnarþrótti. Og frásagnarháttur hans er bæði alþýðlegur og skil- merkilegur. Höfundur hefur ekki gert sér ýkjamikið far um að fella al- menna þjó'ðlífslýsingu inn í end- urminningar sínar. Þó verðum við, af frásögn hans, margs vis- ari um lifnaðarhætti um síðustu aldamót, einkum í Reykjavík, þar sem höfundur hóf verzlunar- störf ungur að árum. Og margt má yngri kynslóðin læra af frásögn hins aldna heið- ursmanns. Til dæmis greinir hann frá ástæðu þess, að góð- templarareglan, sem blómstraði mjög fyrir og um aldamótin, hjaðnaði verulega snemma á þessari öld. Ég er viss um, að þau mál eru mönnum lítt kunn nú orðið. En góðtemplarareglan var einmitt hva'ð virkust á fyrstu Reykjavíkurárum Sigurbjörns, og gerðist hann eindreginn liðs- maður þess málstaðar. Ennþá varanlegri urðu þó á- hrif þau, sem séra Friðrik hafði á piltinn. Segir höfundur það hafa haft „meiri þýðingu fyrir framtíð mína en flest annað. Þá komst ég undir þau andlegu á- hrif, er heilladrýgst hafa reynzt mér á langri og viðburðaríkri ævi.“ Má segja, að Sigurbjöm væri bæði lærisveinn og samverkamað ur séra Friðriks; og átti með honum margar samverustundir. Þáð er því ekki ófyrirsynju, að hann endar bók sína á hugleið- ingum um þau kynni: „Margar voru ferðir okkar I Fischersund 3 á þeim tíma, sem þau mæðginin bjuggu þar, og margar góðar minningar á ég frá biblíulestrarstundunum, öllum þeim skemmtilegu samræðum og skýringum séra Friðriks á Biblí- unni, oft þrungnar eldlegum krafti, sem heilagur andi blés honum í brjóst . . . Um biblíu- lestrarstundirnar geymi ég í hjarta mínu óafmáanlegar minn- ingar, sem ég er drottni innilega þakklátur fyrir.“ Um útlit og frágang bókarinn- ar er fátt eitt að segja. Prent- villur eru í henni allt of margar. Hins vegar prýða hana myndir fjölmargar, flestar gamlar. Mest er það mannamyndir, og hefur sjálfsagt verið ærið starf að safna þeim öllum, það er að segja hafi höfundur ekki átt þær allar sjálfur. Að safna myndum í bók er ekkert áhlaupaverk. Sá einn, sem reynt hefur, gerir sér það í hugarlund. Myndirnar í Himneskt er að lifa eru að sjálfsög’ðu misjafnar að gæðum, sumar skýrar og greinilegar, aðrar í daufara lagi, kannski lika gerðar eftir gömlum prentmyndum, eins og t. d. mynd in af Morten Hansen skólastjóra. Sem heild er þó myndasafnið gott. Og það er yfrinn kostur, að myndunum er hvarvetna raðað eftir efninu, þannig að lesmál og mynd fylgist víðast hvar að á sömu síðunni. Skýrt hefur verið frá því, að næsta bindi ævisögunnar eigi að heita Ekki svíkur Bjössi. Það má vel ver'ða réttnefni, ef dæma skal af fyrsta bindinu, því sem hér hefur lítillega verið gert að um- ræðuefni. Ævisaga Sigurbjörns Þorkels- sonar mun ekki gera neinn að verri manni. En margan lesanda á hún að geta gert að betri manni. Erlendur Jónsson. Belgrad, 27. október AP. Haile Selassie Eþíópíukeisari fór í dag áleiðis til heimalands síns eftir eins dags opinbera heimsókn og viðræður í Júgó- slavíu við Tito forseta. Tito mun hafa skýrt keisaranum frá við- ræðum sínum við Nasser Egypta landsforseta og frú Indira Gandhi forsætisráðherra Indlands í Nýju Delhi fyrir skemmstu. í sameiginlegri yfirlýsingu, sem gefin var út siðar, sagði, að keisarinn hefði skýrt Tito frá undirbúningi að fundi æðstu manna Afríkuríkja, sem halda á í byrjun nóvember í Addis Abeba. GLAUMBÆR BAKEK tvíburasysturnar Jennifer og Susnn og ERNIR leika og syngja. GLAUMBÆR Mæðrafélagið heldur bazar í „GÚTTÓ“ þriðjudaginn 8. nóv. ki. 2. — Margt góðra muna. NEFNDIN. ‘ENGLISH ELECTRIC’ LIBERATOR Sjálfvirka þvottavélin A heitt eða kalt vatn til áfyllingar. á; stillanleg fyrir 8 mismun- andi gerðir af þvottí. ★ hitar — þvær — 3-4 skol ar vindur. ★ Verð kr. 19.636,— Sjálfvirki þurrkarinn ★ sjálfvirk tímastilling allt að 90 min. ^ aðeins tveir stillihnapp- ar og þó algerlega sjálí- virkur. ★ fáanlegur með eða án útblástursslöngu. A Verð kr. 12.950,— * AFKÖST; 3*4 KG. AF ÞURRUM ÞVOTTI í EINU. * INNBVGGÐUR HJÓLABÚNAÐUR. A EINS ÁRS ÁBYRGÐ — VARAHLUTA- OG VIÐ- GERÐAÞJÓNUSTA. (•ÞadsŒJI Lougavagi 178 Simi 38000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.