Morgunblaðið - 06.11.1966, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.11.1966, Blaðsíða 32
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað LAMPA ÚRVAL Ljós & Hiti Sími 15184 10 manna f jölskylda missti allt sitt í eldsvoða á Eyrarbakka í fyrrinótt 1 FYRRINÓTT kom upp eldur í húsinu við Rúðarstíg 2 á Eyrar- bakka. Slökkviliðið á Selfossi var beðið að koma þangað til aðstoðar kl. 2.03 um nóttina, en er það kom niður eftir hafði slökkvilið staðarins unnið að slökkvistarfi, en árangurslítið. Húsið var alelda og brann til kaldra kola. Meginverkefni slökkviliðssveitanna var að verja næstu hús fyrir eldinum, en slökkviliðið á Stokkseyn kom einnig á vettvang. Tókst að verja nærliggjandi hús. f húsinu að Búðarstíg 2 bjó Sverrir Bjarnfinnsson skipstjóri, með fjölskyldu sinni; var heim- ilisfólkið alls 10 mans. Tókst því að bjarga sér út með naum- indum á nærklæðunum einum saman. Lítið sem ekkert bjarg- aðist úr húsinu. Sæmileg trygging var á hús- inu þar sem það var gamalt orð- ið og úr sér gengið, en innbú var lágt vátryggt. Austfjarðasíld verk- uð hér fyrir sunnan SÍLD berst nú til hafna hér á Suðurlandi allt frá Austfjarða miðum. Þykir síldin falleg og sæmilega góð til verkunar. Verð ur hún unnin hér í frystihús- Merkjasala f DAG hefur Geðverndarfélag fs- lands merkjasölu til ágóða fyrir starfsemi sína, sem er að stuðla að geðverndarmálum hér á landi. Merkin verða seld í Reykjavík og nágrenni (nema Langholts- sóikn, þar sem önnur merkjasala fer fram). Menntaskólanemendur sjá um dreifingu merkja með að- stoð skólabarna. Skólabörn, sem vilja selja merki, eru beðin um að koma hvert í sinn skóla (nema innan Langholtssóknar). um og söltuð á Póllandsmarkað. Skipin hafa lagt síldina upp bæði í Þorlákshöfn og í Grinda- vík og héfur hún verið flutt það an á bílum hingað til Reykja- víkur. Er hún verkuð í frysti- húsum hér og söltuð. Þá hefur síld að austan einnig borizt til Vestmannaeyja. Sjálfstæðisfélag Kópavogs AÐALFUNDUR félagsns verð ur haldinn í Sjálfstæðishúsi Kópavogs þriðjudaginn 8. nóv. kl. 8.30. Ræðumaður verður Bjarni Bragi Jónsson hagfræð- ingur. Umræðuefni: Þróun, horf ur og stefna í efnahagsmálum. Aðeins tveir dag- ar til stefnu A myndinni eru frá vinstri: Böðvar Björnsson, bróðir Leifs, en hann kom með þeim á lögregiustöðina, Guðjón Þór Pét- ursson með peningana og Lsifur Björnsson. Fundu fjárfúlgu undir EFTIR hádegið í gær komu tveir ungir drengir á lögreglu- stöðina í Reykjavík og af- hentu lögreglumönnum háa i peningaupphæð, sem þeir f höfðu fundið í Vesturbænum. 7 Drengirnir heita Leifur \ Björnsson Hólavallagötu 5, 12 1 ára og Guðjón Þór Pétursson t Drápuhlíð 36, 11 ára gamall. / — Við hittum þá að máli á I Lögreglustöðinni og spurðum l livernig þeir hefðu fundið i þessa miklu peninga. j — Við vorum að ganga / eftir götu vestur í bæ, þegar 7 Leifur hnippti í mig og sagði t „sjáðu“. Peningarnir Iágu ( undir steini og sást aðeins í j hornin á seðlunum. steini — Hvernig varð ykkur við? — Við hrukkum alveg í kút þegar við sáum hvað þetta voru miklir peningar. Við fór- um inn á salernið á Hressó og töldum þá alveg og komum síðan með þá hingað til lög- lögreglunnar. — Vitið þið nokkuð hver á peningana? Nei, ekki ennþá, við erum að fara til rannsóknarlögregl- unnar með þá, hún þarf víst að rannsaka málið. — Hvað haldið þið að þið fáið mikil fundarlaun? — Það vitum við ekkert um. Það þarf fyrst að finna eigandann. Missti allt sitt óvátryggt f FYRRINÓTT brann íbúðarhús- ið að Vatnsendabletti 33 í Kópa- vogi til kaldra kola og fólkið sem þar bjó missti allt innbú sitt óvá tryggt. Laust fyrir klukkan tvö um nóttina var tilkynnt um eldsvoð- ann og kom slökkvilið og lög- regla á staðinn. Eldur var þá laus í kyndiklefa. Virtist nokkra stund sem ráðið yrði við eldinn og hann kveðinn niður, en svo gaus I hann skyndilega upp og var hús- á samri stundu alelda. Virtist eldurinn hafa komist í einangrun hússins. Fólkið sem í húsinu bjó bjargaðist naumlega út, sumt a.m.k. fáMætt. Þarna bjó Sigurð- ur Ingi Sigmarsson með konu sinni og tveimur börnum. Húsið var lágt vátryggt og inn anstokksmunir fjölskyldunnar ó- vátryggðir. Engu tókst að bjarga og er því tjónið mjög tilfinnan- legt. □-------------□ Þing Sambands byggingamanna ANNAÐ þing Sambands bygg ingarmanna var sett að Freyju- götu 14 klukkan 2 í gær. Því verður fram haldið í dag. Til þingsins mæta 30 fulltrúar auk gesta. Meðal gesta við þingsetn- inguna voru Eggert G. Þorsteins son félagsmálaráðherra og Hannibal Valdimarsson forseti ASÍ. Avörpuðu þeir þingið. Mörg mál liggja fyrir þing- inu, en það lýkur störfum í kvöld. Formaður Sambandsins er nú Bolli A. Ólafsson hús- gagnasmiður. Dregið á þriðjudag í hinu stórkostlega bílahappdrætti Farið fram á að benzininn- flutningur verði gefinn frjáls NÚ eru aðeins tveir dagar þangað til dregið verður i Landshappdrætti Sjálfstæðis- flokksins. Aldrei fyrri hafa jafn glæsilegir vinningar ver- ið í boði í Landshappdrætti, og er samanlagt verðmæti vinninganna yfir eina milljón króna. Vinningar eru þrír, allt bandarískir fólksbifreiðir, nánar tiltekið Dodge Dart ’67, Plymouth Valiant ’67 og Kambler American ’67. Vinningsbílarnir hafa að nndanförnu verið til sýnis í Miðbænum og hefur fólk jafn framt getað fengið þar keypta happdrættismiða. Miðarnir kosta aðeins 100 krónur, og má segja að sjaldan eigi menn þess kost að eignast jafn mik- ið fyrir 100 krónur og ein- mitt nú í Landshappdrættinu. Nú eru sem sagt að verða allra síðustu forvöð að tryggja sér miða í þessu stórglæsi- lega happdrætti, en þeir fást í skrifstofu happdrættisins í Sjálfstæðishúsinu, svo og í bílnum sjálfum í Miðbænum, eins og fyrr getur. Þá er og skorað á þá, sem enn hafa ekki gert skil á heimsendum miðum, að gera það nú þegar. UM síðustu mánaðamót ritaði stjórn Félags íslenzkra bif- reiðaeigenda viðskiptamála- ráðherra bréf og fór þess á leit að innflutningur á benz- íni yrði gefinn frjáls. Að undanförnu hafa kvartanir farið mjög vaxandi út af því að ekki er hægt að fá hér á landi benzín með hærri oktantölu en 87. Talið er að ef benzín með oktantölunni 94 fengist hér myndi það leysa mestan vanda í þessu efni. Me'ð því að það benz- ín fengist, sem talið er að myndi verða á svipuðu verði og það sem nú fæst hér, er sparnaður um 10—12% þar sem nýtingin yrði það betri sem því nemur. Mundi af þessu sparast tugir millj óna. Olíufélögin £ landinu eru nú bundin innfltuningi á benzíni frá einu landi og það er háð verð- lagsákvæðum. Ríkir mikil ó- ánægja í landinu út af þessu. Um stofnun nýs olíufélags hef- ur ekki verið rætt, en farið fram á að fulltrúar FÍB yrðu látnir fylgjast me'ð áætlunargerð um dreifingu á há-oktan-benzíni, ef til kæmi að hér yrði benzín selt og afgreitt með tveimur dreif- ingarkerfum, þar sem fáanlegt væri benzín með bæði hárri og lágri oktantölu. Byggðaþing SLS A Akranesi, Reyðarfirði og Selfossi í dag 1 DAG efnis Samband ungra Sjálfstæðismanna til þriggja byggðaþinga á Akranesi, Sel- fossi og Reyðarfirði, en svo sem kunnugt er tókust byggðaþing- in sem haldin voru um sl. helgi með afbrigðum vel. Á byggðaþingunum í dag munu ráðherrar Sjálfstæðis flokksins og þingmenn flytja ræður og ávörp en síðan verða almennar umræður um hags- munamál landshlutanna. Bjarni Benediktsson talar á Reyðcu-- firði, Jóhann Hafstein dóms- málaráðherra á Akranesi og Ing ólfur Jónsson landbúnaðarráð- herra á Selfossi. Byggðaþing eru opin öllum yngri sem eldri og er allt Sjálf- stæðisfólk hvatt til þess að fjöl- menna á þau.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.