Morgunblaðið - 16.11.1966, Qupperneq 1
263. tbl. — Miðvikudagur 16. nóvember 1966
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Gemini 12 lenti
5 km frá „Wasp“
Geimfararnlr Edwln A.
Aldrin (t.v.) og James A. Lov
ell um borð í flugvélamóður-
skilinu „WASP", að lokinni
vel heppnaðri geimferð með
Gemini 12. — AP., 15. nóv.
Kennedyhöfða, 15. nóv.
— NTB — AP —
| BANDARÍSKA geimfarið
Gemini 12 með þeim James
A. Lovell og Edwin E. Aldrin
innanborðs, lenti í Atlants-
hafinu vestanverðu laust fyr-
ir klukkan hálfsjö í kvöld að
íslenzkum tíma. Kom geim-
farið niður um fimm kíló-
metra frá herskipinu „Wasp“,
sem beið þess og tók geimfar-
ana upp von bráðar.
t Sjónvarpað var frá lend-
ingunni, allt frá því fallhlíf
geimfarsins opnaðist og fylgd
ust milljónir manna með því,
er það sveif niður. Hvasst var
þegar geimfarið lenti og nokk
ur sjór og vaggaði það því
hressilega á öldunum, en lend
ingin gekk í alla staði snurðu-
laust og voru mennirnir tveir
hinir hressustu, þegar þeir
komu um borð í herskipið.
Geimför Geminis 12 stóð yfir
í 93 klukkustundir. Hún var í
heild mjög vel heppnuð, þrátt
fyrir ýmis smáóhöpp, — að sögn
talsmanna geimvísindamanna á
Kennedyhöfða ein bezt heppn-
aða Geimini tilraunin, sem gerð
hefur verið.
Eins og frá hefur verið skýrt,
var þetta einnig síðasta Gemini
tilraunin í bráð. Nú tekur við
nýr tilraunaflokkur, sem nefn-
ist Apollo — til undirbúnings
ferða manna til mánans.
Þeir Lovell og Aldrin fara til
Kennedyhöfða á miðvikudag.
Kosningar í Brazilíu :
Þinpaöur stjórnar-
andstööunnar myrtur
Rio de Janeiro, 15. nóv
AP — NTB.
ÞINGKOSNINGAR fóru fram
f Brazilíu í dag. Fór allt fram
með kyrrum kjörum á kjörstöð
um, en síðdegis bárust þær fregn
ir, að einn af þingmönnum stjórn
arandstöðunnar, Joao Rocha,
hefði fundizt myrtur í skrifstofu
sinni í Rio de Janeiro. Rocha
hafði með höndum stjórn á kosn
ingabaráttu Janios Quadros, fyrr
um forseta, er hann var í fram-
boði til forsetaembættisins árið
1964. Lögreglan í Rio de Janeiro
Framhald á bls. 31.
Fyrstu viðræður Kies-
ingers og Brandts í gær
Frjálsir demókratar lýsa yfir samstöðu með
jafnaðarmönnum
Bonn og Niirnberg, 15. nóv.
NTB.
KANZLARAEFNI kristilegra
demókrata í Vestur-Þýzkalandi,
Kurt Georg Kiesinger átti í dag
sinn fyrsta fund með leiðtoga
stjórnarandstöðunnar Willy
Brandt formanni jafnaðarmanna
flokksins um lausn stjórnardeil-
unnar í landinu. Fundurinn stóð
í þrjá tíma, en ekki náðist á hon
um neinn árangur.
Samtímis kunngerði flokkur
frjálsra demókrata, sem var áð-
ur samstarfsflokkur kristilegra
demókrata í ríkisstjórninni, nýja
stefnuskrá á flokksþingi í
Niirnberg, þar sem stórt skref er
stigið í áttina til grundvallar
Berlín, 15. nóv.
— NTB — AP —
* BANDARÍSK flutninga-
þota af gerðinni Boeing
727 frá Pan American Air-
ways fórst í nótt í Austur-
Þýzkalandi og með henni þrír
menn. Fórst vélin rétt áður
en hún átti að lenda á Tegel-
fyrir því að mynda „litla sam-
steypustjórn“, þ.e. samsteypu-
stjórn frjálsra demókrata, FDP
og jafnaðarmanna, SPD. 1 kvöld
var það einmitt skoðun stjórn-
málasérfræðinga í Bonn, að
þetta mundu verða lausn stjórn-
arkreppunar, enda þótt það
kynni að taka sinn tíma enn.
Þess var ekki vænzt, að neinn
beinn árangur myndi nást af
fyrsta fundi Kiesingers og
Brandts. Báðir aðilar munu
hafa skýrt sjónarmið sín hvor
fyrir öðrum á fundinum og urðu
sammála um að efna til nýs fund
ar með sér á föstudag. Engin
endanleg ákvörðun verður
sennilega tekin á þeim fundi,
flugvellinum í V-Berlín.
Flugvélin var á leiðinni frá
Frankfurt með um 5—6 lestir af
pósti. Hún var í sambandi við
Tegel-flugvöll og var að undir-
búa lendingu. Talsmaður Banda-
ríkjamanna í Berlín segir, að
skyggni hafi verið mjög slæmt,
aðeins um 600 metrar, en vélin
muni hafa veri'ð komin ofan í 150
Framhald á bls. 31.
því að allir stjórnmálaflokkarnir
bíða úrslitanna í kosningum
þeim, sem fram eiga að fara á
sunnudag til fylkisþingsins í
hinu mikilvæga sambandsríki
Bajaralandi, áður en þeir taka
nokkrar ákvarðanir varðandi
stjórnarkreppuna, sem þeir síð-
an yrðu bundnir af.
Viðræður Kiesingers og
Brandts í dag snerust einkum
um utanríkis- Og öryggismál svo
og um endursameiningu Þýzka-
lands, að því er upplýst var eftir
fundinn. Áður en næsti fundur
Framhald á bls. 31.
/
Hagur Breta
að vænkast?
London, 15. nóv. NTB - AP.
VIÐSKIPT AJ ÖFNUÐUR Breta
við útlönd varð hagstæðari í síð-
asta mánuði en verið hefur um
þriggja ára skeið, eða um 29
milljónir sterlingspunda. í sept-
ember sl. var viðskiptajöfnuð-
urinn óhagstæður um 20 milljón-
ir punda og á síðustu þremur ár-
um hefur viðskiptajöfnuður að-
eins þrisvar sinnum verið hag-
stæður.
Að sögn sérfræðinga sýnir
þetta að byrjað er að færast
jafnvægi yfir brezkt efnahags-
líf, en talsmaður stjórnarinnar
varar við of mikilli bjartsýni.
Á það er hinsvegar bent að við-
skiptajöfnuðurinn hafi verið ó-
hagstæður um 54 milljónir
sterlingspunda í júní sl. en síð-
an hafi gengið æ betur.
Bandarísk Boeing þota
fórst í A- Þýzkalandi
Þriðji lögreglumorðinginn
fundinn skammt frá London
London, 15. nóv.
— AP — NTB —
t í MORGUN var hand-
tekinn skammt frá Lon-
don Harry Maurice Rob-
erts, einn mannanna
Þrigfgja; sem taldir eru
hafa myrt lögreglumenn-
ina brezku á miðri götu í
London í sumar. Roberts
hefur verið leitað frá því^.
12. ágúst sl. og er þetta
með lengstu leitum brezku
lögreglunnar að afbrota-
manni.
Roberts fannst í skóglendi,
svokölluðum Matham’s wood
um 40 kílómetra norður af
London. Lögreglunni hafði
borizt fregn af manni nokkr-
um, skuggalegum útlits, er
hefðizt þar við í tjaldi og um-
kringdu þeir tjaldstaðinn í
dögun í morgun. Um 260 lög-
reglumenn, vopnaðir og með
hunda, tóku þátt í aðförinni
að Roberts, sem reyndi í
fyrstu að flýja en gafst fljótt
upp, er hann sá að mótspyrna
var þýðingarlaus.
Roberts hafði búið ágæta
Harry Maurice Roberts
vel um sig í tjaldi sínu og það
var vel falið í skógarþykkn-
inu. Hafði Roberts greinilega
notað sér reynslu sína, sem
skæruliðshermaður í Malays-
iu, er hann kom sér fyrir.
Tjald hans var vandlega fal-
ið í u.þ.b. 10 fermetra rjóðri
í skógarjaðrinum. Hann hafði
hjá sér matarbirgðir og nóg
af fatnaði, nýjustu dagblöðin
og ýmislegt persónulegra
muna. Hann var hinsvegar
órakaður og óhreinn, er hann
fannst.
Harry Maurice Roberts er
þrítugur að aldri. Hann er
ásamt tveimur öðrum mönn-
um; John Duddy, 37 ára og
Edward Whitney, 36 ára, tal-
inn hafa drepið lögreglu-
mennina brezku, þar sem
þeir voru á verði á götu í
London.
Duddy og Whitney voru
handteknir þegar viku eftir
'lögreglumorðin og hófust rétt
arhöld í máli þeiiira í gær,
mánudag. Þeir voru fyrir rétti
í dag, er fregnin barst þangað
um að Roberts væri fundinn.
Var réttarfundi þá frestað um
óákveðinn tíma.
Saksóknari ríkisins Sir
Glyn Jones sagði við upphaf
réttarhaldanna í gær, að
sennilega hefði Roberts skotið
tvo lögreglumannanna, en
en Duddy hinn þriðja, — en
allir hlytu p eir að teljast
samábyrgir.